Vísir - 12.04.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 12.04.1958, Blaðsíða 8
-kkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir. LútiS fc«n» færa yður fréttir og annað teetrarefni helm — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 12. apríl 1958 Núverandi menntamálaráð: Haukur Snorrason, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Magnús Kjartansson, Helgi Sæmu.ndsson, Birgir! Kjaran og Gils Guðmundsson. 75 þústiiitl. króna verðlaun fyrir frumsamda skáldsögu. Meniitamálaráð 30 ára í dag. Menntamálaráð íslands er 30 ára í dag. Það var stofnað með lögum 12. apríl 1928 og menn- ingarsjóður 7. maí sama ár. Af tilefni afmælisins hefur Menntamálaráð gert eftirfar- andi samþykktir : gáfu á verkum eftirtalinna skálda: Frá 17. öld: Einar Sigurðs- son í Eydölum, Ólafur Einars- son í Kirkjubæ, Ólafur Jóns- son á Söndum, Bjarni Gizurar- son í Þingmúla. Frá 18. öld: Páll Vídalín, lög- I. íslenzk skáld síðari alda. Imaður, Gunnar Pálsson í Menntamálaráð hefur ákveð- Hjarðarholti, Eggert Ólafsson, ið, að Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefji útgáfu á ritum ís- lenzkra merkisskálda frá síðari öldum, er enn hafa ekki verið gefin út á viðhlítandi hátt. — Þegar hefur verið rætt um út- 5 ára Happdrætti DAS að byrja. Fimmta starfsár Happdrættis D.A.S. hefst 1. maí n.k. Engin veruleg breyting verður á til- högun happdrættisins. Miða- fjöldi og vinningafjöldi verð- «r sá sami og áður. Tíu vinningar verða útdregn- ir mánaðarlega, þar á meðal fullgerð íbúð, sem er verðmesti vinningurinn. Auk þess er dregið um tvær bifreiðar í hverjum mánuði og marga aðra góða vinninga. Heildarverðmæti vinning- anna er 8 milljónir króna. I byrjun hvers happdrættis hafa allir miðar selzt. Ágóðanum af happdrættinu er eins og kunn- ugt er varið til byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjó- Fór Neptúnus í netin? Það er talið líklegt, að bátur- inn Sigurbjörg S. U. 88, sem gerður er út frá Grindavík, hafi orðið fyrir netatjóni af völdum Neptúnusar. Sigurbjörg tapaði írossu á þeim suóðum, sem Neptúnus var stöðvaður af varðskipinu Ægi. Ekki er þó hægt að full- yrða, að togarinn hafi togað yfir netin, en slíkt þykir þó líklegt þar sem trossan hvarf .. , 1 somu nott og togarinn var á þessfem slóðum. j Það kemur stundum fyrir, að bátar leggja net sín utan fisk- | veiðitakmarkanna, en þá er það venja að þeir liggi yfir net- 1 unum, því þá er siður hætta á, að togararnir togi yfir netin. Sigurbjörg var samt í landi þessa nótt. Hvort netin voru innan eða utan takmarkanna er ekki vitað með vissu. manna. Varðarkaffi ídL. 3—5 s.d. í ValhöII í dag Jón Þorláksson á Bægisá. Frá 19. öld: Benedikt Jóns- son Gröndal, Sigurður Péturs- son, sýslumaður, Steingrímur Thorsteinsson, Gestur Pálsson. 11. Verðlaunasamkeppni um íslenzka skáldsögu. Þá hefur Menntamáiaráð samþykkt, að efna til verð- launasamkeppni um íslenzka skáldsögu. Heitið er 75 þús. kr. verðlaunum fyrir skáldsögu, er dómnefnd telur verðlaunahæfa. Frestur til að skila handriti í samkeppni þessa er eitt ár, til 12. apríl 1959. III. Utanfararstyrkur til listamanna. Loks hefur Menntamálaráð samþykkt, að veita þremur viðurkenndum listamönnum styrk á þessu ári til utanfara, tónlistarmanni, myndlistar- manni og leikara. í menntamálaráði eiga sæti fimm menn. Þessir menn eiga nú sæti í menntamálaráði: Helgi Sæmundsson, formaður, Haukur Snorrason, varafor- maður, Birgir Kjaran. ritari, Magnús Kjartansson og Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Mykle á kvikmynd. Sænski kvikmyndamaðurinn Gunnar Hellström á viðræður við Mykle um kvikmyndatöku. Hann segir að hér sé þó ekki um Rauða rúbíninn að ræða. Segir Hellström að Mykle hafi snúið sér til sín með einstæða hugmynd en hann lætur ekki meira uppi og Mykle neitar öll- um upplýsingum. Kjarnorkuvopnatiíraunir og aukin þekking. Bandaríkjastjórn hefir til at- hugunar stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn, ef sá árangur yrði af áformuðum tilraunum á Kyrrahafi, sem vísindamenn vonast eftir. Eisenhower forseti skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Hann kvað hér vera um að ræða þann árangur, að vísinda- menn fengju þá þekkingu, sem enn vantar við lausn óleystra viðfangsefna. Slíkt skref yrði þó ekki stígið nema í samstarfi við aðrar þjóðir. hitakerfi kirkjunnar og borgað allan kostnaðinn er nam rúm- um 17.000 kr. Aðalfundur Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík var lialdinn sunnudaginn 23. marz 1958 í Fríkirkjunni. Stjórnina skipa nú: Kristján Siggeirsson for- maður, Valdemar Þórðarson kaupm., varaform, Magnús J. Brynjólfsson framkvstj., ritari, frú Inigbjörg Steingrímsdóttir, frú Pálína Þorfinnsdóttir, Þor- steinn J. Sigurðsson kaupm., og Kjartan Ólafsson varðstj., Óskar B. Erlendsson lyfjafr., og Vilhjálmur Árnason skipstj. Talsverð aukning hafði orðið á söfnuðinum á árinu og stend- ur hagur hans nú í miklum blóma. Fóstbræðrafélag safnaðarins afhenti söfnuðinum að gjöf raf- hringinj;ur samstæðu, sem kemur í stað kirkjuklukkna. Kostuðu þau uppkomin rúmar 21.0000 kr. Þakkaði formaður þessar gjafir með nokkrum vel völdum orðum og óskaði safn- aðarfélgunum forsældar og blessunar um ókomna tíð. Áheit og gjafir námu tæpum Fríkirkjunni í Reykjavík færðar góðar gjafir. JFW® aðalfuMÍi ¥'rthir,hju- setíat ttðaa'iats. Verið er nú ah skrásetja sögu kr. 3000,00 á árinu. Magnús Kvenfélags Fríkirkjusafnað- j Guðbjörnsson, póstafgreiðslu- ins í Reykjavík, en það er, eins maður, færði söfnuðinum að" og kunnugt cr, clzt safnaðar- 1 gjöf forkunnarfagra biblíu t:l kvenfélag landsins og 'iiefir minni ngar um foreldra sína, unnið söfnuðinum ómetanleg sæmdar hjónin Kristínu Þórð- störf. Hafði kvenfélagið á ár- j ardóttir og Guðbjörn Björns- inu látið stækka og endurbæta son. Safnaðarlíf er hið ákjósan- legasta. Kvöldvökur vom haldnar í kirkjunni, erindi flult og skemmtiferð farin á veguni safnaðarins, síðastl. sumar, er var mjög fjöimenn. Nokkrar umræður urðu uni unglinga og æskulýðsstarfsemi innan safnaðarins, þörfina á því að styrkja hana og efla á allan hátt. Er nú unnið af kappi að þessum málum og mú búast við ágætum árangri í framtíð- inni. Dregið í H. H. í. Dráttur í 4. flokki hjá Happ- drætti Háskólans fór fram i fyrradag. Hæsti vinningur, 100 þús. kr. koma á miða nr. 31255,, og 50 þús. kr. á miða nr. 9083. Aukavinningar voru tveir á 5 þús. kr. hvor, miðar nr. 31254 og 31256. 10 þús. kr. vinningar: 1297, 10217, 30324, 32324, 34403, 38005. 5 þús. kr. vinningar: 6561, 13162, 13397, 16045, 31431, 36657, 40370, 43889. Landsfundir á ísafirði. ísaf. 9. apríl 1958. A Isafirði verða á komandi sumri tveir landsfundir. Annar er Iðnþingið, sem haldið verður hér í tilefni afmælis Iðnaðar- mannafélags ísfirðinga. Iðn- þing hefir einu sinni áður ver ið haldið á ísafirði. Það var 1938 í tilefni 50 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins. Mun þegar vera hafizt handa um undirbúning afmælisins og Iðnþingsins. Verður það haldið í júlímánuði næstk. Hinn landsfundurinn, sem hér verður haldinn er aðal- fundur Skógi’æktarfélags ís- lands, sem vel má nefna Skóg- ræktarþing. Sækja það margir frömuðir og helztu menn í skógræktarstörfum hérlendis. Þessi landsfundur verður einn- ig í júlímánuði. Vinabæjamót. Á komandi sumri verður einnig vinabæjarmót á ísa- firði til endurgjalds heimboð- um íslenzkra bæjarfulltrúa og vinabæja-fulltrúa til Norður- landa á síðastliðnu sumri. ■ Fáar sýningar eru eftir af „Grátsöngvaranum". Annað kvöld er fertugasta sýningin. Þessa skemmtilegu mynd hefur Halldór Pétursson teiknað. Hún er af Kristínu Önnu Þórarinsdóttur og Árna TryggvasynL Sýningum er að Ijúka vegna þess að L.R. er með annað Ieikrit í uppsiglingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.