Vísir - 26.04.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 26. apríl 1958
VÍSIR
CATHER9ME GASKBIM.
Ub’óttii*
FÚÐUR 5INS
9
vildi ekki, að hjónabandið væri fjárhættuspil og hún hafði víst
á réttu að standa.
Mér heppnaðist einhvern veginn að þrauka í vinnunni — eg
og faðir minn flugum milli New York og Chigago og lánuðum
peninga eða tókum lán. Sjálfur vefnaðariðnaðurinn var ekki
með í spilinu. Eg leit svo á að öll vandræðin stöfuðu af þvi að eg
hafði alist upp sem sonur ríks manns og hafði aldrei séð fyrir-
tækið litið, þegar það hafði einhvern persónulegan svip. Föður-
faðir minn tók til við vefnað, eingöngu af því hann vantaði
peninga og síðan komst allt af stað og óx svo að það vár ómögu-
legt að sjá það í einu augabragði.
— Eg hugsaði um að ferðast burt. Eg hugsaði mest urn New
York þvi fyrsta árið hafði eg komizt í vinfengi við náunga, Mark
Brodney að nafni, sem eg hafði eitt sinn hitt á háskólafundi.
Eg rakst aftur á hann í Leyte. Eg held að eg hafi hænst meira
að lionum en nokkrum öðrum, sem eg þekkti. Hann hafði ritaði
tvær skáldsögur og er hann var ekki í New York, þá var hann
í Evrópu, sem utanlandsíréttaritari. Honum hæfði einmitt þannig
líf. — Já, hann vildi bara alls ekki lifa upp á önnur kjör. Hann
heyrði til New York fremur en nokkrum öðrum stað í heiminum.
Faðir hans var tékkneskur innflytjandi og móðir hans var af
írsku foreldri. Hann fæddist og ólst upp á East Side. Mark var
alltaf órólegur og vildi ekki binda sig við ákveðna konu eða
stað eða við sérstaka vinnu. Hann átti ekki meiri eigur en svo,
að hann gat pakkað saman og tekið með sér. Eg heí ekki séð
hann í hálft annað ár — hann býr í Vín og Flórens en eg held
að hann verði alltaf bezti vinur minn. Samt er eg þess fullviss að
hann á sök á því, að eirðarleysi mitt er hálfu meira því hann
hefur alltaf látið eins og hann sjálfur vildi. Hálft í hvoru vildi
eg ekki hitta hann — eg varð sjúkur af öfund bara af að heyra
hann segja frá.
— Hvað hefðir þú gert — ef þu hefðir verið frjáls?
— Misskildu mig ekki — eg vildi ekki- lifa eins og hann. Eg
býzt við að eg hefði orðið bóndi ef eg hefði getað valið. Eg hefði
tekið hvaða bæ sem var, ef hann hefði aöeins verið lítill. Hvað
mig
held eg að a!lt hafi færst að byrjuninni. Eg ætla að
byrja á upphafihú eins og faðir minn.
— Veit faðir þinn allt þetta? spurði hún.
— Næstum allt — þau halda að mig skorti aðlögunarhæfileika
og eg ætti að ferðast um Evrópu í eitt ár. Þau búast við mér
heim aftur, þegar eg hef skoðað nokkrar dómkirkjur og listasöfn.
— Ætlarðu að fara aftur, Johnnie?
Hann leit á hana.
— Mundir þú gera það?
— Það þýðir ekkert að einhver annar svari þvi fvrir þig. Ætl-
arðu að snúa aftur?
— Eg býzt við því — þegar eg hef jafnað mig. Pabbi er
þreyttur og heilsuveiil. Eg verð að fara aftur og gera eina til-
raun enn. En ef það tekst ekki, er eg hættur að íullu og öllu.
— Hvað segir Irene?
— Irene? Það skiptir engu fyrir hana, hvaða ákvarðanir eg tek.
Þó eg vildi búa í ökuvagni, væri henni alveg sama. Hún mundi
laga sig eftir aðstæðunum, hvernig sem þær væru.
— Hún er falleg — hún Irene, sagði Maura.
— Já, sagði hann, hún er mjög falleg, og hún er líka góð.
Hann leit á Mauru, en það var eins og hann sæi hana gegn-
um glerrúðu.
— Við höfum verið gift í tvö ár. Við höfðum aðeins þekkst í
níu vikur, þegar við giftumst.
Hún spurði einskis, en hann hélt áfram.
— Hún var ein af hinum mörgu fyrirsætum. Hún hafði ekki
nægilegan dugnað til að vinna sig áfram. Veslingurinn. Hún átti
enga ættingja og hafði komið frá Suðurríkjunum til New York.
Hún var hrædd og raunalega einmana. Þegar eg kynntist henni
leigði hún herbergi með þrem öðrum stúlkum.
Hann leit undan, þegar hann minntist þessa.
— Það var lítið herbergi í þröngri íbúð fyrir vestan Central
Park. Irene var falleg, en það eru margar fallegar stúlkur í
New York. Og hún hafði ekki nægilegt sjálfsöryggi til að vekja
athygli á sér. Hann minntist þess að hún hafði talaö um
allt þetta á hlýju kvöldi, þegar þau sátu ein saman í kyrrð og
næði. Himinninn var bjartur. Hann hafði beðið hennar og hún
hafði snúið sér að sonum.
— Viltu það virkilega, Johnnie?
Þetta var í eina skiptið, sem hún hafði efast um ást hans.
Því að frá þeirri stundu hafði hún ekki efast um ást hans, enda
hafði hún veitt honum sína ást. Eftir að þau voru gift, komst
hann að raun um, að hún var alvarleg, ljúf og viðmótsþýð.
Honum varö hugsað til hennar nú. Hann sneri sér á hliðina og
lokaði augunum.
Og meðan Maura horfði niður í litla dalinn, hugsaði hún um
þessa amerísku stúlku og vissi, án þess hann þyrfti að tala um
það við hana, að Irene mundi sætta sig við hverja þá breytingu
á lifnaðarháttum, sem hann tæki ákvörðun um.
Maura horfði á hóp villianda, sem flaug í norðurátt. Hún
horfði á hópinn unz hann hvarf sýnum, en því næst leit hún á
Johnnie, sem var við hlið hennar. Ró hvíldi yfir svip hans.
Hann var ekki lengur taugaóstyrkur og rólegur, eins og meðan
hann var að tala við hana. Maura fann, hversu ófullnægjandi
ástin var — hennar ást. Hún gat ekki einu sinni rannsakað
hjarta hans og skilið óskir þess. Hún vildi snerta hann til að
hrífa hann út úr einmanaleikanum, en hún gat ekki lyft hend-
inni, sem lá hreyfingarlaus á hné hennar.
Það var farið að kvölda og kólna. Þau voru bæði þögul.
Maura stóð á fætur. Hún leit ekki á hann, heldur leit hún á
áhntrén og hvolana í fjarska. Svo stóö Johnnie hægt á fætur.
Þau gengu af stað niður hvolinn.
Sjötti kafli.
Willa hafði dregið stól sinn fast að arninum. En þau höfðu
kveikt upp til að verma sig, því að svalur vindur blés frá Stone-
fljótinu. Af og til sópaði hún frá sér hvítu öskunni, sem hrundi
niður á gólfið. Þau voru alveg að brenna upp þær birgðir af
rekaviö, sem Maura hafði notað sem brenni. Logarnir teygðu
sig upp í ljcsum litum — líkt og sólsetur um vetrarkvöld. Maura
sat á lágum skenki við fætur Willu. Hitinn hafði hleypt roða í
kinnar hennar, svo að þær voru orðnar óvenjulega blómlegar.
Willa virti hana fyrir sér og braut heilann um það, hvernig á
því stæði, að hún væri orðin svo hugsandi upp á síðkastið, og
fjárhuga og utan við sig.
Loks lét hún í Ijós það, sem hún hafði veriö að hugsa um
frá því hún kom inn í stofuna.
— Eg mun sakna þín mjög mikið, sagði hún. — Veturinn er
sva langur hér — og engin tilbreyting.
Maura leit á hana og sá skuggá á augum hennar.
— Já, sagði hún utan við sig. — Eg get ekki varizt því að
hugsa um þaö, hvað getur komið fyrir mig — og okkur öll — í
vetur — áður en eg kem aftur í vor.
Willa varð skrýtin á svipinn.
— Bara að þú þyrftir ekki að fara. Ef til vill er þetta í síð-
asta sinn. Hann hallaði sér að Mauru.
Maura hrökk við. í ' i I f
— Willa!
— Já.
— Hvers vegna spyrðu að því?
— Líkar þér vel hér? Ertu hamingjusöm?
— Hvers vegna spyrðu að því?
— Hvers vegna? Maura yppti öxlum. Eg er að brjóta heilann
Á KVÖLDVÖKUNNI
& * ■ ■. . Jk .
rmsi
k-j&a
Hinn frægi píanóleikari Art-
ur Rubinstein var svo vinsæl!
í samkvæmislífi Parísar, eitt
sinn er hann dvaldi þar, að hanrt
fékk tæplega nokkurn frið til
æfmga . í örvæntingu sinni
skipaði hann að lokum bryta
sínum að segja, að hann værí
ekki heima, hver svo sem
hringdi eða kæmi. Formaður
góðgerðafélags nokkurs, mik-
ilsvirt kona hringdi einn
morgun, er meistarinn var að
æfa mjög erfitt og vandasamt
verk. ,
Herrann er ekki heima,
sagði brytinn af skyldurækni.
— Vitleysa, hreytti konart
út úr sér, — eg get heyrt, að
hann er að leika. ,
Ó, nei, frú mín góð, svar-
aði brytinn, — það er bara eg
að þurrka af píanóinu.
★ 1
Hraðlestin fór fram hjá einu
stærsta nautgriparækarbúi í
Texas. Farþegi nokkur starði
á hina mildu hjörð, sem var á
beit meðfram sporinu. Þegar
loks var komið að útjaðri bú-
garðsins, snéri hann sér að
manni, sem sat við hliðina á
honum og sagði:
— Þetta er meiri fjöldimu
Eg taldi 11.422 hausa.
Maðurinn glápti á hann al-
veg undrandi.
Ja, hérna, sagði hann, — það
vill nú svo til, að eg á þennan,
búgarð og veit nákvæmlega að
eg á 11.422 nautgripi. Hvernig
í fj....gátuð þér talið þá úr
lest, sem fer 60 mílur á klst.?
— Ó, það er ósköp auðvelt,
ef maður kann kerfið, sagði
stærðfræðingurinn, — eg taldi
bara fæturna og deildi með
fjórum. |{
★ ' f
Rithöfundur nokkur kom ó-
vænt til útgefanda síns á mið-
vikudegi.
<— Mér þykir það leitt, sagði
sá, er tók á móti honum, en
hann skrapp úr bænum um
helgina.
Þá spurði rithöfundurinni
hæðnislega:
— Síðustu helgi eða þessa?i
E. R. Burroughs
-TARIAN-
2612
Tarzan beið þess að mað-
urinn var alveg kominn að
grindunum og teygði sig iiin
fyrir. Þá stökk hann úr fel-
um og steig ofan á handlegg
dvergsins. Dvergurinn var
brátt á valdi hans og Tarzan hauslcúpuna."
skipaði: „Leystu mig úr
haldi annars mola eg á þér
Tekisr upp baráttu
gegn Salazar.
Andstæðingar Salazars, eini
ræðisherrans portúgalska, ætla
nú að reyna að fella forsetaefni
hans.
Efnt verður til kosninga um
forseta landsins þann 8. júni, og
er búizt við, að Umberto Delgado
hershöfðingi, bjóði sig fram gegn.
núverandi forseta, Lopes, sem
verið hefur forseti af náð Salaz-
ars siðan 1951 og mun enn verða
í kjöri. Ef Delgado þýður sig
fram, þykir-hann sýna hugrekkl,'
því að hann mun kalla yfir sig
reiði Salazars.