Vísir - 02.05.1958, Qupperneq 10
20.
VISIR
Í'östudaginn 2. maí; 1958-
CA™EKEI\]£ GASKBN.
2)ótíir
FÖÐUR SINS
13
og Pétur flýtti sér upp bakkana að þjcðveginum. Hann ætlaði að
ná síðasta vagninum til Denham, og það voru aðeins nokkrar
mínútur þar til hann mundi koma. Maura og Johnnie fylgdu á
eftir með fangið fullt af farangri. Pétur hrópaði um öxl til
þeirra og sagðist ýmislegt spaugilegt um för sína aftur í skólann.
— Þetta hefur verið yndislegt sumar, sagði hann. Þrátt fyrir
myrkrið vissi Maura að hann brosti til hennar. Það líöur heil
eilífð þar til við bregðum okkur aftur út á Regnfuglinum, býst
ég við. Hann þagnaði og sagði síðan snöggt: — Viltu aftur fá gest
næsta sumar, Maura?
— Þú veizt að eg býst við þér, Pétur.
— Þakka. Síðan bætti hann við: — Jæja, nú verð eg aö þjóta.
Vagninn kemur á liverri stundum. Sjáumst í vor, Maura.
Hann slengdi farangrinum, sem haim hélt á yfir á Johnnie.
— Bless, bless, Johnnie.
Þegar hann var kominn nokkra metra burtu, sneri hann við
og kom til baka. Hann sneri sér að Johnnie.
— Eg gleymdi alveg að eg hitti þig ekki aftur. Góða ferð til
Ameríku. Eg vildi að eg gæti farið meö þér. Bless.
Síðan snerist hann á hæli og hvarf úr augsýn.
Nú voru þau ein og bæði óttuöust þau þögn hvors annars.
Hin skamma samvera þeirra var á enda, bæði voru hrygg og sér
þess meðvitandi að mínúturnar liðu óðfluga. Ekkert var mikil-,
vægara en ást þeirra, en um hana gátu þau ekki rætt.
Þau náðu að kofanum og Johnnie hjálpaði Mauru að koma
farangrinum fyrir.
— Ætlarðu að fara snemma í fyrramálið? f
— Strax og eg get. Eg verð að vinna allan daginn á málfærslu-
skrifstofunni.
Henni þótti vænt um, að þeim fannst báðum að þau væru
þvinguð til að spyrja ekki óviturlegra spurninga*.
Hún stóð við opnar dyrnar.
— Vertu blessaður, Johnnie.
Hann rétti fram hendina.
— Vertu sæl, Maura.
Hin létta snerting handa þeirra ruddi frá öllum hindrunum.
Johnnie horfði hikanai á Mauru og siðan vafði hann hana
örmum. Þegar hann kyssti hana var eins og öll þögnin heföi
endað í kossinum. Hann var fullur ástríðu — og jafnframt var
hann kveðja. Hann sleppti henni ekki fyrr en hann hafði
þrýst andliti sínu að hennar, eins og hann vildi festa það í minni,
vildi varðveita það, er hann mundi ekki sjá aftur.
Síðan sleppti hann henni allt í einu, sneri frá og gekk niður
gangstíginn. Hún gat ekki séð hann í myrkinu, en heyröi hliðið
skellast á eftir honum.
! ANNAR HLUTI.
Fyrsti kapituli.
Desmond tók eftir því að blöðin á trjánum með fram Hannover
Terrace voru byrjuð að skrælna og taka á sig brúnan lit. Það var
ótrúlegt, hugsaði hann með sjálfum sér, að honum skyldi leiðast
að hafa Mauru ekki viö hlið sér svo og geta ekki rætt við hana
um það sem fyrir augun bar.
• Hann gekk upp tröppurnar og oþnaði dyrnar með lykli sínum.
Dyrnar skullu á eftir honum með hokkrum hávaða og í því birt-
ist Simpson, þjónninn, í anddyrinu.
— Gott kvöld, Simpson. Er ungfrú Maura heima?
— Gott kvöld herra Desmond. Ungfrú Maura korn fyrir um
það bil klukkustund síðan.
— Það er gott. Hvar er hún — í setustofunni?
Simpson tók við hatti og hönzkum Ðesmonds.
— Eg hygg að hún sé uppi í svefnherbergi sínu. Hún sagðist
vera þreytt og talaði um aö hún ætlaði að hvíla sig.
Desmond roðnaði. Hann hikaði andartak og sagði. .
— Vitið þér hvort bíllinn hennar er hér?
— Já, herra minn. Hún gekk frá honum í bílskúrnum.
— Og Chris — hefur hann verið heima?
— Já, en hann er farinn út aftur.
— Þakka yður fyrir.
Það var ekki náið samband milli húsbónda og þjónustuliðsins.
Þjónar Desmonds voru alltaf vel launaðir, vel hæfir í starfi sínu
og ópersónulegir. Hann hafði óskað að þeir væru þannig. Þegar
hann gekk inn í setustofuna, varð hann þess var að hann var í
rauninni vonsvikinn. Allan daginn hafði hann glatt sig við
hugsunina um að fá að vera einn með Mauru eg Chris svo sem
eina klukkustund fyrir miðdegisverð en þau höfðu svikið hann
og skilið hann eftir einsamian í staðinn fyrir að vera hjá honum
til að gleðja hann. Hann vissi með sjálfum sér að gremja hans
var í rauninni ekki réttmæt og þess vegna var hann enn leiðari.
Börn eru manni svo skrambi erfið, hugsaði hann og hellti sér
whiski í glas. Hann lét fallast í stól sem stóð við gluggann og
þaðan gat hann séð yfir garðinn sem lá baðaður sólskininu og
hann sá líka yfir ströndina þar sem krökt var af fólki og út á
sjóinn, hitinn hafði varað lengi í sumar og honum datt í hug,
að maðurinn sem leigði út bztana ætti víst gróðann skilið. Þreyt-
an og eirðarleysið gerði það að verkum að honum fannst bát-
arnir vera tilgangslaus leikföng þar sem þeir hreyfðust varla í
andvaranum. Það komu hrukkur á ennið og hann rjálaði við
glasið. Honum flaug í hug að þegar fólkið var sem mest á strönd-
inni væri útsýnið úr giugganum ekki eins mikils virði og hann
hafði gert sér í hugarlund þegar hann keypti húsið. Desmond
vildi ekki hafa það á tilfinningunni að hann tilheyrði þessum
ópersónulega skara af fólki sem flykktist um ströndina.
Þessar hugsanir urðu einhvernveginn til þess að hann fór að
hugsa um Mauru og Chris, og nú fannst honum þau eiginlega
tilheyra þessum ónafngreinda skara af fólki sem streymdi fram
og aftur fyrir utan gluggann hans og lét sig hann engu skipta,
já engu fremur en að hann væri ekki til. Chris hafði farið út
aftur og Maura hafði farið upp í herbergi sitt og lagt sig, þrátt
fyrir það að hún vissi hve mikið hann langaði til að hafa hana
hjá sér og tala við hana og hversu langir honum fundust þessir
tíu dagar sem hún hafði verið að heiman. Hann var eiginlega
gramur vegna þess aö hún skyldi þurfa að hafa ekið heim um
þetta leyti í stað þess að vera á skrifstofunni allan daginn, eins
og hún hafði gert ráð fyrir. Þegar hann kom á skrifstofuna
klukkan hálf tíu, liafði hún hringt og sagt honurn að billinn
hefði bilað við Colchester og að hún ætlaði sér að bíða þangað
til búið væri að gera við hann. Þessi fjandans kerrugarmur
hafði hann hugsað, en hann ætlaði sér ekki að kaupa nýjan bíl
handa henni, aðeins til þess að hún æki burt eins og byssu-
brennd, ef hún gæti losnað í hálftíma.
Hann hafði fallist á að það væri betra fyrir hana að bíða en
að koma með lestinni og þar sem hann hafði búizt við að hún
myndi vera kornin til hans, saknaði hann hennar ennþá meira.
Því meira sem hann hugsaði um þetta, því meira gramdist
honum.
Hann var sár af því að hann vissi, að hann var þræll ástar
sinnar á dótturinni. Þegar hún var í burtu, utan seilingar, var
hugsunin um hana eins og stnzlaust sársauki, sem veitti honum
engan friö. Að nokkru óskaði hann þess, að vald hennar væri
ekki svo sterkt og að hann væri ekki sjálfur svo bundinn, en
hann hafði van'st þessu alltof lengi. Hann var órór í samskipt-
um við hana, hann gaf henni rnikiö frjálsræði, hvað kofann
snerti, en dró hana síöan miskunn'rlaust og harkalega til baka
aftur.
A
E. R. Bun'oughs
TAR2AN—
2610
Tarzan rayndi að hugga
drottninguna. ,,Hvað get-
urðu r.n gert fyrst Jim er
T dáinn?“ spurði hann. Tawi
virðist vera miður sín, en
svo breyttist svipur hennar
og það var auðséð að hún
var að komast í dáleiðslu- .
ástand af völdum Veera. —
„Nú þjóna eg Veera, og geri
aðeins það sem vilji hans
býður.“ Hún rak upp sker-
andi \ein og réðst á apa-
manninn með brugðum
veiðihnífi.
Fræg kvikmyndastjarna, sem
gitfist vel — og oft — fann allt
í einu, sem oftar, hjá sér þörf
til skilnaðar og það í flýri.
Lögfræðingur hennar stakk
upp á Mexíkó sem athafna-
svæði.
— En eg kann ekki spænsku,
sagði hún.
— Það er allt í lagi, sagði lög-
fræðingurinn. — Alltaf þegsr
þögn er, segirðu bara, si, si, si.
Stjarnan vakti geysi athygli,
þegar hún hélt 'innreið sína í
þorpið í Mexíkó, sem hafði orð-
ið fyrir valinu og þegar hún
kom fyrir réttinn, þyrptust allir
bæjarbúar þangað til að hlusta.
Það var mikið um tilfinninga-
semi og hneigingar og stjarnan
sagði, si, si í ákafa og við hvert
tækifæri sem gafst. Allt í einu
laust mannfjödinn upp miklu
fagnaðarópi.
— Jæja, þá er eg víst skilin,
sagði stjarnan ánægð.
— Skilin, hjálpi mér, sagði
lögfræðingur hennar. — Þér
hafið gifzt borgarstjóranum.
Kona, sem átti meiri pen-
inga en vit, ákvað að búa íbúð
sína húsgögnum í fornum stíl.
Kaupmaður, sem hún kom til,
sýnir henni það, sem hann hafði
á boðstólum og kom að lokum
með vasa, mikinn kjörgrip.
— Þessi vasi, frú, er rúml.
2000 ára gamall. Einn bezti
gripur okkar.
— Reynið ekki að blekkja
mig, hreytti konan út úr séi-.
— Hvernig gæti hann verig
2000 ára gamall, þegar nú er
ekki nema 1958.
Tvær frúr fóru í sumarleyfi
og skildu menn sína eftir og
áttu þeir að bjarga sér sem
bezt þeir gætu. Kvöld nokkurt
keypu þeir 4 pund af steik.
Þeir skildu hana eftir á elahús-
borðinu og fóru inn í boðstof-
una að fá sér hanastél fyrir
matinn.
Unga manninum var sagt,.
að ef hann gæti selt viss föt,
yrði hann gerður að fatasölu-
manni. Fötin, sem um var að
ræða, voru furðuleg — ljós-
rauð með gulum röndum og:
rauðum doppum.
Klukkustund síðar kom hanrt
hlaupandi til forstjórans, blóð-
ugur, skítugur og rifinn og
hrópaði:
— Eg seldi þau.
— Það lítur út fyrir að við—
skip'.avinurinn hafi veitt mót-
spyrnu, sagði forstjórinn og leit
á hann.
— Nci, nei, það var allt í lagl
með hann, en blindrahundur-
inn, sem ^ylgdi honum, var
fjandi harðciúinn.