Alþýðublaðið - 26.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 nota tímann til að yrkja Ijóð og skriía flugrit. Ég held að það bezta eftir mig sé ,Samsæri gömlu mannanna", og sumt af „Kempton-Wace bréfunum". Öðr- um flnst lítið tii þess fyrnefnda koma. Þeir kjósa fremur það sem bjartsýnna er og glaðværara. Ef til vilí finst mér það iíka þegar æska mín er úti. 3rar eittbeittir. Khöfn 25. maí. Símað frá London, að írskir járnbrautarmenn neiti að flytja hergögn og annað hafurrtask enska hersins. Dm dagiirn og veginii. Brnnarústirnar í miðbænum eru bænum til stórskammar, og verða það, meðan þær ekki eru jafnaðar við jörðu eða bygt verð- ur á þeim. Má það furðu gegna að bærinn skuli ekki fyrir löngu vera búinn að gera eigendum þeirra það að skyldu, að hreinsa að minsta kosti ruslið úr þeim; og lítinn vott ber það um dugnað borgarstjóra, að þetta skuli vera iátið danka ár frá ári. . . / Um tatnað heitir nýútkomin ritgerð, sérprentuð úr Skírni, eftir prófessor Guðm. Hannesson. Vcr viljum vekja athygti manna á bæklingi þesium, því í honum fræðast þeir um margt, sem bráð- nauðsynlegt er að vita. Og pró- fessorinn er einhver allra bezti heilsufræðingur vor, enda kennari í þeim fræðum við Háskólann. Þessa merkilega bæklings verður nánar getið síðar. C. L. Basmnssen, skonnorta, kom f gær með kolafarm til KqI og Salt. Innhrot. Nú um hátíðina hafði verið brotinn gluggi f Hljóðfæra- húsi Reykjayíkur og farið inp í búðina og tekið það af peningum sem var í skúffunni, en það voru aðeins smápeningar. Auk þess hafði verið tekinn peningakassi, sem var fullur af ýmsum skjölum og var skjölunum tvfstrað um garðinn að húsabaki og þar fanst kassinn líka. Lögreglunai hefir verið gert aðvart, hvort sem nokkuð hefst upp úr því eða ekki. Lnneda fór til Englands í gær. Tók póst. « Pórólfar kom frá Englandi í gær, hlaðinn kolum. Framsóknarfnndur á morgun. Félagskonur beðnar að muna það og mæta. Poesi. (Aðsent.) Flakkað hefi’ eg í fáein ár fláginu leirnum f, og hélt þar við stúlku, sem nú er nár, að nafni Poesi. Á ást vorri hneykslaðist heimur flár og hneysu eg beið af því. Eg fjörugur var, því eg flest hafði reynt þar flaginu leirnum í, og við unnum hvort öðru svo undur hreint, eg og hún Poesi. En — Alexander af öfund leynt sá ofsjónum yfir því. Það fór alt iaglega fyrst um sinn þar flaginu leirnum í, svo byrjaði mæðan, er betur kvað hinn, mfn bliknaði Poesi. Eitt háborið ættmenni, meðbiðili minn, Morgunblaðinu í reif hana’ úr flaginu í faðminn sinn og fór svo haglega’ að þvíl I Að færi eg halloka, fullyrt var flaginu leirnum í, þvf Alexander var ekki spar á illmæli blöðunum í, og eins og náttbyl hann niður bar, er eg níddist á Annabel Lí. En sigrast mun óður minn óð þeirra á, sem eldri þykjast en eg og jafnvel vitrari’ en jeg. Og Alexander mun aldrei fá slíkt efni í Poesi, sem tunglið glottandi grúfu á og geltandi Trygg að þvf. í sjálfsþóttans öldum mér andlit þitt skíu, mín andlausa Poesi. Og grátinn frá Iðunni gekk eg til þín og gat við þér Annabel Lí. Þá leiddi mig Sjöfn út á drynjandi dröfn; mig dagaði uppi, eg náði’ ekki höfn. En máninn, hann glottir á grúfu við hinn gnauðandi sævarnið. — — -------------(0. s. frv. eftir vild). Egill. Nýtt blað í Færeyjum. Sjómannaféiag Færeyinga er nýbyrjað að gefa úfc blað, er nefnt er „F. F.“. Blaðið kemur út einu sinni á mánuði, og kostar 2 kr. fyrir félagsmenn, en 4 kr. fyrir utanfélagsmenn. Það á fyrst og fremst að ræða félagsmál og al- menn atriði, er við koma fiski- veiðum, en auk þess ræðir það önnur mál verkamanna og þjóð- félagsmál yfirleitt. Ritstjóri er S. P. úr Konoy. Alþbl. árnar blaðinu allra heilla, og vonar að það verði færeyskum fískimönnum og verka- mönnum til gagns og frambúðár. En að svo verði, er að mestu leyti komið undir þeim sjálfum, að þeir lesi og útbreiði blaðið. Verzlunin „Hlíf* á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Haframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöflu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heilan og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og ísl. Margarine. Rúsínur, Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur. Sæta saft, innlenda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska- bollur, Lax og Síld. Kaffi Export og Sykur. Suðuspíritus og steinolfu o. m. fi. Spyrjið nm verðið! Beynið vórngæðlnt Aiþbí. kostar I kr. á mánuði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.