Alþýðublaðið - 26.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ JColi koiangnr. Eftir Upton Sipclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). ,Guð komi till“ hrópaði Hall- ur, „er keisaraveldi Raymonds á miðalda Ítalíuf" „Þannig drápu þeir Tom Bur- ton vin minn, þegar hann stóð á tröppunum á húsi sínu“, sagði Mac Kellar. „Hann var andstæð- ingur þeirra og hafði á sér sann- anir fyrir kosningasvikum, sem hann ætlaði að leggja fyrir lands- dóminn". Meðan Keating talaði í símann, reyndi Mac Kellar að koma Halli í skilning um þá hættu, sem hann væri í. Hann sagðist hafa séð, þegar ráðist hefði verið á hvatn- ingamann verklýðsfélaga um há- bjartan dag og hann skilin eftir meðvitundarlaus á gangstéttinni; og hann hafði hlustað á réttar- rannsóknina og sýknun þorpar- anna, sem ódæðið unnu — forseti kviðdómsins var knæpueigandi, einn af hundum Raymonds, hinir voru Mexikomenn, sem ekki höfðu hugmynd um það sem tram fór. „Alveg samskonar kviðdómur og sá, sem Jeff Cotton bauð mér“, sagði Hallur. „Já", sagði hinn, „og þú verð- ur að gera þér það ljóst, að ef þeir vilja losna við þig, þá geta þeir það. Þeir hafa haft alia em- bættismennina í vasa sínum í þrjátfu ár og stjórnað öllu saman. Eg þekki það, því eg hefi haft embætti undir þeim, þangað til þeir sáu, að þeir gátu elrki notað mig“. Hinn aldni Skoti sagði frá því, að hann hefði verið kosinn friðar- dómari, og hefði reynt að koma í veg fyrir þau viðskifti lögregl- unnar, að taka við fé af skjækj- um bæjarins. Hann hafði neyðst til þess, að draga sig í hlé, og fjandmenn hans höfðu gert hon- um lífið óþoiandi. Nýlega hafði hann verið frambjóðandi fram- sóknarflokksins til héraðsdómara Og hann sagði frá tilraunum sín- um til þess að „smala“ f kola- héruðunum — hvernig smárit hans vóru gerð upptæk, auglýs- Ingarnar rifnar niður og fylgis- menn hans ofsóttir. 1 þeim fáu héruðum, sem samkomuhúsin voru ekki eign félagsins eða knæpu- forstjóra þess, höfðu þeir komist svo langt, að auglýsa og fyrir- skipa hljóðfæraslátt og gefins öl á öðrum stað til þess, að halda fólki burt frá fundum Mac Kellars. Meðan á þessu stóð var Kea- ting búinn að fá samband við blað sitt. Vélsetjari var, eftir fjórðung stundar, búinn að fá handritið og Keating snéri sér að’Halli. „Svona gengur það nú, sonur sælll“ sagði hann. „Að stundu liðinni, verður hægt að lesa sögu- sögn yðar á götum Western City, og síðan kemur hún hingað, jafn- skjótt og þeir fá símasamband. Ef yður er sárt um lífið, ræð eg yður til, þess, að vera komin burtu úr bænum, áður en sagan kemur hingað". Rússland og Vestur-Evrdpa. Norska blaðið Aftenposten hefir birt viðtal við norskan mann, að nafni Jonas Lied, er hefir nýskeð ferðast til Rússlands í rannsóknar- skyni. Hann segir að samgöngur og iðnaður sé að vfsu í kaldakoli, en ástandið þó yfirleitt miklu betra en búast mætti við, eftir þær 6 ára hörmungar, sem yfir landið hafa dunið. Hann álftur að samn- ingatilraunir Rússa við vestur- löndin séu af heilum huga gerðar og að Sovjetstjórnin myndi tilleið- anleg tii að greiða utanrfkisskuld- irnar frá Zar-tímunum, og það þá helst með því, að veita þeim, er hlut eiga að máli, cinkaleyfi til starfrækslu fyrirtækja í landinu sjálfu (Concessioner). En aftur á móti álítur hann að Rússar fengj- ust á engan hátt til að breyta að nokkru því, sem þeir hafa gert, svo sem því, er þeir þegar hafa lagt undir rfkið, né heldur fyrir- komulaginu f neinu. En aftur á móti varar hann við, þótt Rússar séu nú samningsfúsir, að treysta um of á langlundargeð þeirra í þeim efnum. Vilji þeirra til að semja um verzlunarviðskifti er sprottinn af skærum hagsinuna- hvötum, sprottinn af þvf, að þeir álíta að heppilegt sé fyrir sig að fá fé og vélar bandamanna til að hjálpa sér í viðreisnarverkinu. Það muni spara þeim mikinn tíma. En ef samniugar nást ekki með góðu móti við Vestur Evrópulönd- in, er enginn efi á þvf, að Rússar reyna að verða sjálfum sér nógir, og munu einnig vafalaust geta það, sökum hinna miklu náttúruauðæfa landsins. Mun hinn nýmyndaði vinnuher verða öflugasta sloðin í þessari viðreisnarbyggingu. X Fundur Y. K. F. Framsókn verð- ur haldinn fimtud. 27. þ. m. á venjulegum stað og tíma. — Konur beðnar að fjölmenna. Stjórnin. Sk&hlífa- o| 6 Anunístíg véla - viðger ð á Laugaveg 33. (Bakhús). Fermingarkort, Áfmæliskort, Nýjar teikningar. HeiIIaöskabréf við öll tækifæri. Laugaveg 43 B. Friðfinnur L. Guðjónsson. Liölegu.r handvagn ósk- ast til kaups. Afgreiðsla vísar á. Jacket og sportjakki til sölu. Til sýnis á afgr. Alþbl. Alþbl. er blað allrar alþýðu! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.