Vísir - 21.06.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 21.06.1958, Blaðsíða 10
10 VTSIK Laugardaginn 21. júní 1953 é'A THEr.lKÍ GAL!<J\. ^bóttir FDDUR SINS 50 mig að hitta yður. Faðir hans liggur banaleguna. Þess vegna þurfti hann að fara til Fall River. — Hvenær fór hann? — Fyrir tveimur dögum siðan. — Hvað kom fyrir föður hans? — Sennilega heilablóðfall. Læknar segja að hann Komi ekki til með að lifa nema í nokkra daga. — Eg vildi að ég hefði komið hingað þegar öðru vísi stóð á. — Hvers vegna það? sagði hann. Þau óku áfram, og voru brátt komin inn í umferðina á Man- hattan. — Vitið þér hvar eg á að búa? sagði hún. — Já, ef þér viljið fara til þessa fólks, sem faðir yðar hafði haft samband við. Annars er það ekki í borginni eins og stendur, en ef þér viljið búa einar í 10 herbergja húsi á Park Avenue. Það eru fjögur baðherbergi að velja úr. — Hvernig vitið þér allt þetta. — Eg fór þangað í gær til þess að sjá hvort allt væri tilbúið. Þar fann ég gamla þjónustustúlku sem var í óða önn að búa húsið undir komu yðar, meðal annars að hengja upp mynd af konungs- fjölskyldunni. Hún var yfir sig hrifin að fá að hugsa um dóttur frægs brezks lögfræðings. Haldið þér að yður muni falla þar? — Hvar skyldi eg búa annars staðar? — Eg hef herbergi nálægt Central Fark, þar sem ég get komið yður fyrir, ef þér viljið. — Er það rólegt? — Eg get ábyrgzt, að það er enginn átroðningur þar. Áð minnsta kosti ekki frá minni hálfm —Eg átti nú ekki við það. — Var það ekki? sagði hann. Jæja, kannske. En herbergið er ágætt fyrir því. Þér verðið að minnsta kosti í það miklu nábýli við annað fólk, að þér verðið í kallfæri hvenær sem er. — Hvað á ég þá að gera við húsið á Park Avenue? — Eg skal bara hringja og segja að þér hafið ekki komið, eða að þér hafið farið beina leið til Fail River. Eg finn einhverja afsökun. — Takk fyrir. Hún hallaði sér aftur á bak í sætinu. Þau óku um Þriðjugötu. Henni fundust göturnar dimmar og strætin óþrifaleg, og á hverju húsi voru brunastigar úr járni, sem minntu hana á búr. Rennu- steinarnir voru þaktir pappírssneplum. Enn óku þau áfram, um Park Avenue, Fimmtu götu og nálguðust Central Park. Herbergið, sem hann haíði tekið á leigu fyrir hana, var á tólftu hæð. — Það er einkennilegt með þessa Breta, sagði hann. Þeir vilja alltaf hafa útsýni yfir akra og engi, fénað og þvnikt. Mér líour aftur á móti illa, ef ég get ekki hlustað á þrennt í einu í útvarp- inu. Þér verðið að því komnar að ærast hér í borginni til að byrja með, en von bráðar farið þér að kunna vel við yður. Það er svo með flesta. — Eg geri ráð fyrir að mér komi til að falla vel hér, sagði Maura. Mark lagði ferðatöskurnar frá sér. — Hvenær fáum við að heyra frá Johnnie? Hann yppti öxlum. — Það er víst undir honum sjálfum komið. Eg geri ekki ráð fyrir að hann vilji tala við yður í síma. Þér þekkið hann. — Hvað, þegar faðir hans deyr? — Þá kemur hann hingað. — Eg geri ráð fyrir því. Við biðum bara þangað til. Annar kapítuli. Leigubifreiðin sveigði af akbrautinni og upp að anddyri Plaza gistihússins. Morgunsólin var heit og það var eins og lognmollan hvíldi þungt yfir borginni og drægi mátt úr öilu. Jafnvel hinar skærtmáluðu leigubifreiðir sem biðu farþega virtust letilegar. Mark rétti fram höndina og opnaði hurðina. — Já, þá erum við komin í hjarta verzlunarhverfisins. Hér í grenndinni eru allar stærstu verzlanirnar, og hér er það sem menn fyllast í senn aðdáun og undrun. Maura steig út gangstéttina og leit í áttina til hinna blindandi sólargeisla. Gosbrunnurinn geislaði í birtunni. — Já, sagði hún, þið Ameríkanar kunnið að gera hlutina að- laðandi. — Hver hefur haldið því fram við yður að ríkidæmi sé ekki aðlaðandi? sagði Mark og skellti hurðinni. En eigum við ekki að fá okkur eitthvað að borða? Ef líkt er á með okkur komið, þá hlýtur þú að vera banhungruð. Það var gott að koma inn í svalann í matsalnum, og yfir- þjónninn leiddi þau til sætis. Maura renndi augunum sem snöggv- ast yfir matseðilinn, en lagði hann síðan frá sér aftur. — Gengur nokkuð að? spurði Mark. — Já, ég held að New York sé stórkostleg, en mér líður eins og manni sem kemur faklæddur til veizlu. Við Englendingar faum ekki dollara til að greiða fyrir slíkar máltíðir. — Hafið ekki áhyggjur. Eg er nýlega búinn að pranga grein inn á Saturday Evening Post, og ég ætla mér að nota peningana áður en þeir verða teknir upp í skuldir. Hann tók fram gleraugun. Johnnie vill fá að vita hvað ég hef boðið yður. — Johnnie, já, sagði hún. Hann sneri sér að þjóninum og byrjaði að panta fyrir þau bæði. — Heldur þú að Johnnie hringi í kvöld? — Ef til vill. En við skulum ekki sitja og bíða eftir honum. Það dugar ekki að eyða fyrsta kvöldinu í New York við það að bíða eftir símahringingu-. Annars held ég að hann hringi ekkert — hann kemur bara sjálfur þegar þar að kemur. — Hefur hann verið mikið hér í New York, síðan að hann kom frá Englandi? spurði Maura. — Já, hann var hér alveg þangað til hann fékk fregnirnar um veikindi föður síns. — Bjó hann í íbúðinni sinni? — Já, það gerði hann. — Mark, segðu mér — hvað ætlast Johnnie fyrir? Hvað með hann — og Irene? Kærir hann sig nokkuð um að ég komi? — Nei, heyrðu nú. Svona tal þoli ég ekki á fastandi maga. Mark gerði humarnum góð skil. Síðan beið hann þangað til hún hafði lokið við hann. — Hefur þá nokkuð á móti því að ég reyki? sagði hann. Það skýrir hugsunina. — Hefur Johnnie skrifað þér? sagði hann þegar hann hafði kveikt í vindlingnum. Maura hristi höfuðið. — Eg sendi honum ekki skeyti, fyrr en ég var viss um að fá far með flugvélinni og kunningjar pabba höfðu loíað að sjá mér í fyrir samastað. Þá sendi ég honum skeyti til Fall River að ég | væri að koma. Hann svaraði og sagðist mundi hitta mig hér í New York. — Já, nú vitum við bæði hvernig málið stendur. — Hvað áttu við? — Eg reyni að haga þvi svo til að þú hafir ekki hugmynd um hvað Johnnie hefur haft í huga, síðan hann sagði skilið við þig í London. — Þarftu að segja bað svona? — Mundi það láta betur í eyrum ef ég segði að hann hefði veigrað sér við að giftast þér? Það kæmi út á eitt. — Já, það er satt. — En samt iltu ekki trúa því, að ha.nn hafi alveg vísað þjr á Á KVÖLDVÖKUNNI 1 E. R. Burroughs ■TARZAIM 2645 K. Pomeroy skeytti ekki um yppti aðeins öxlum og hélt með öllu úr sögunni. Glæpa- inn. „Við skulum drekka viðvörun Tarzan og hélt af stað inn í skóginn. Hvað mennirnir tveir sáu út und- skál milljóna okkar litli Joi.“ áfram inn í salinn. Tarzan honum vijðvék var málið an sér að Pomeroy var kom- sagði Monk. Til þess að auka sölu á plöt- um, sem Marlene Dietrich söng inn á fyrir ekki all-löngu síðan, lét hún ilmbera plötuumslögin. með uppáhaldsilmvatni sínu. ★ Það er í frásögur fært, að Martine Carol, leikkonan franska, hafi fengið 440.000 þýzk mörk (vesturmörk) fyrir leik sinn í myndinni „Lola Montez“. Var myndin gerð í lit- um og Cinemascope og var tek~ in í Munchen. Heildarkostnað- ur myndarinnar var um 6 millj, marka. ★ Svo er það sagan sem gerðist í tannkremsverksmiðjunni. — Efnafræðingurinn kemur hlaup andi til forstjórans. „Það er ó- möguiegt að fara eftir þessum leiðbeiningum. Við erum búnir að blanda saman trillium, chlorphyll, irium, fosfati ohX29, og nú er ekkert pláss fyrii tannkremið.“ ★ Maria Meneghini Callas hef- ir nú ákveðið að syngja ekki oftar fyrir La Scala í Mílanó. Ástæða: Henni líkar ekki við framkvæmdastjórann, Giring- helli. — Þeim fækkar óðum stöðunum, þar sem heyrist til Callas. 'k Eftirfarandi auglýsing birt- ist á auglýsingaspjaldi kvik- myndahúss nokkurs eftir að tekin hafði verin upp breið- tjaldsaðferð: „Sjáið Jane Russ- ell á breiðtjaldi voru. Brjóst- vídd 395 þumlungar, mittismál 241 þuml. og mjaðmamál 372 þuml.“ ★ Hér eru nokkrar setningar tíndar til á ýmsum stöðum: „Hún leit út eins og hún hefði klætt sig fyrir framan flug- vélarskrúfu.“ — „Síðbuxurnar hennar voru svo þröngar, að það var engu líkara þær hefðu verið málaðar.“ — „Sáfræði er eina grein viðskiptalífsins, þar sem viðskiptavinurinn hefir alltaf á röngu að standa.“ — „Munurinn á glímu og dansi er sá, að í glímu eru sum tök bönnuð.“ — „Strætisvagnar eru eins og ryksugur, þeir soga inn í sig fólkið á götunum.“ — „Sumt fólk heldur, að eina tækið, sem grípa þarf til við umræður, sé munnurinn.“ — „Hver sá, sem hefir tima til að leíta að fjögurra blaða smára, þarf á honum að halda.“ — „Símatólið er eins og barn, eyðilagt af eftirlæti. Það bíður stöðugt eftir því, að það sé tekið upp.“ ★ Við mo^gunverðarborðið fór litli snáðinn að tala um draum, sem hann hafði dreymt þá um nóttina. — Pétur, spurði mamma hans. — Veiztu nokkuð hvað draumar eru? — Já, alveg viss, mamma, sagði sá litli. — Þeir eru bíó í svefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.