Vísir - 26.06.1958, Page 5

Vísir - 26.06.1958, Page 5
Fimmtudagurinn 26. júní 1958. VfSIB 5 Fjölskylduhádegisverður í „Nausti” á sunnudögum — athyglisvGrð nýjung Hall- dórs Gröndals, veitingamanns. á sunnudögum áhyggjulaus. Þriggja ára börn og yngri, sem koma í mat með foreldrum sínum fá hann ókeypis, en fyrir börn á aldrinum 4—10 ára skal aðeins greiða V2 verð. Þegar börnin hafa lokið við að borða, standa þeim til boða margvísleg leikföng, og útlærð barnfóstra mun líta eftir, að allt fari vel Síðdegis í fyrrad. var blaða- mönnum boðið í hið vinsæla veitingahús Naust, til þess að kynnast nokkrum nýjungum, er Halldór Gröndal, hinn hug- kvæmi veitingamaður staðar- ins, hyggst taka upp. Sú nýjungin, sem hæst ber, er svonefndur fjölskylduhá- degisverður, en hann verður á sunnudögum og er í því fólg- inn, að auk ljúffengra rétta, sem framreiddir verða, verður gestum veitingahússins séð fyrir barnagæzlu. Gerir þetta foreldrum kleift að njóta næð- is við snæðing sinn, en fram til þessa hefur barnafólki yfirleitt verið ómögulegt að víkja sér frá og snæða úti um helgar, nema. unnt hafi verið að' koma börnunum fyrir hjá ættingj- um eða vinum á meðan, því að j þeir, sem árætt hafa að fara | með fjölmennan barnahóp í hádegisverð á almennan veit- ingastað, hafa tíðast haft af því meiri áhyggjur og erfiði en svo, að slíkt yrði endurtekið. Eftir þá skemmtilegu nýjung, sem tekin hefur verið upp í Nausti, verður ekkert því til fyrir- stöðu, að foreldrar geti farið með börn sín til hádegisverðar fram meðan foreldrarnir ljúka snæðingi. Að lokum verður svo hverju barni færð lítil gjöf. Enginn vafi er á, að þessari ný- breytni verður fagnað mjög af fjölskyldufólki. Þá hefur Naust einnig aflað sér tækja til framleiðslu á af- bragðsgóðum ábætisréttum og eykur það fjölbreytni í þeirri grein. Loks hafa nýlega verið tekin í notkun tæki sem halda matnum heitum á borðum gest- anna meðan máltíð stendur yfir. . 11) vosiun: Þessi mynd var tekin einn sunnudag fyrir skömmu, þegar „Naust“ gerði tilraun með barnagæzlu, meðan foreldrar barn- anna sátu að snæðingi. Þessi tilraun tókst svo vel, að forráða- menn veitingahússins hafa nú ókveðið, að haft skuli ofan af fyrir börnum gestanna með Ieikjum og föndri hvern sunnudag framvegis. Hreppsnefnd- arkosningar. Isafirði 19. júní. Sunnudaginn 29. júní næstk. fara fram hreþpsnefndarkosn- ingar um land allt sem kunn- ugt er. Þessir listar hafa komið fram í nágrenni Isafjarðar: í Eyrarhreppi: Listi Sjálf- stæðismanna: Ingimar Finn- björnsson, Sigurjón Halldórs- son, Oskar Friðbjörnsson, Ein- ar Steindórsson, Þórður Sig- urðsson. Listi kommúnista og Fram- sóknar: Helgi Björnsson, Hjört- ur Sturlaugsson, Ólafur Guð- jónsson, Geirmundur Júlíusson. 1 Súðavíkurhreppi aðeins einn listi, sem er skipaður þessum: Halldóri Magnússyni, Kristjáni Sveinbjörnssyni, Ágústi Hálf- dánssyni, Birgi Benjamínssyni og Albert Kristjánssyni.. IVIikilvægustu mann- réttindi að engu höfð. * Islóitzkir Iiit/Hrtrríin r/«r ntóinnvla uíiökununt í Unfjvorjuluntli. Hið nýstofnaða Lögfræðinga- félag íslands hélt fyrsta al- mennan fund sinn síðastliðinn þriðjudag. Próf. Ármann Snævarr, for- _maður félagsins, setti fundinn og kynnti fyrir fundarmönnum vestur-íslenzka dómarann dr. Joseph T. Thorson,. sem því næst flutti mj'ög athyglisvert erindi um „réttarríkið“ og vék í því sambandi m. a. að starf- semi Alþjóðanfndar lögfræð- inga, en fyrirlesari er forseti þeirra samtaka. Þegar hinn góðkunni gestur hafði lokið máli sínu, flutti próf. Ármann Snævarr honum þakk- ir fyrir snjallt erindi, en bar síðan fram svohljóðandi til- lögu frá stjórn félagsins: „Lögfræðingafélag íslands átelur aftökur þær, sem fram hafa farið í Ungverjalandi og tilkynnt var um hinn 17. júní s.l. Með þeim hafa stjórnvöld landsins virt að vettugi grundvallarreglur réttarríkis um meðferð opin- berra mála, framið griðrof og haft að engu hin mikil- vægustu mannréttindi“. Tillaga þessi var einróma samþykkt. Að lokum kvaddi Bjarni Benediktsson ritstjóri sér hljóðs og lét í ljósi áriægju yfir heim- sókn dómarans. Síðan var fundí. slitið. íslendingur skipaöur lektor viö Edinborgar- háskóla. Frá fréttaritara Vísis. —*■ Akureyri í morgun. Islenzkur maður, Páll S. Áiw dal frá Siglufirði, hefur veriffi skipaður lektor við Edim- borgarhóskóla. Páll S. Árdal er sonur Stein*- þórs Árdals á Siglufirði og sonarsonur Páls Árdals skálds. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskóla Akureyrar og vakti athygli á sér í skóla fyrir frábæra námshæfileika. Var hann sæmdur þar ýmsum námsverðlaunum. Að stúdentsprófi loknu fór hann til Edinborgar og ’Jas heimspeki, latínu og frönsfku við háskólann þar. Seinna geið- ist hann kennari við sama skóla og heíur nú fyrir skemmstu verið skipaður pró- fessor við háskólann. Var Páll eini útlendingurinn sem sótti um embættið. Þá má og geta þess að Páll hefur að undanförnu unnið að doktorsritgerð, en ekki varið hana ennþá. RAFGEYMAR \ fyrir báta og bifreiðir 6 volta, 82—90—105—120—170 | amperst. Rafgeymasambönd, allar stærðir og rafgeyma- klemmur. 11 SMYRILL, Húsi Sameinaða — Sími 1-22-60. FUNDUR UM ÖL- OG GOSDRYKKJAMÁLIÐ Undirrituð samtök halda sameiginlega félagsfundi í Félagsheimili V.R- Vonarstræti 4 í dag kl. 3. Fun duroSn i : Skvrl i‘ra s<aiigi iil- og “osd r vk k ja 111 á Isí n s Beiii sala verksmiAjaniia til nevteiida Fyrirlmgaftar aftgerftir Félag matvörukaupmanna Félag tóbaks- og sælgætisverzlana Samband smásöluverzlana Félag söluturnaeigenda Kaupmannafélag HafnarfjarÖar Samband veitinga- og gistihúsaeigenda

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.