Vísir - 28.06.1958, Side 12
( Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
I lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WÍSIK.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blað
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
ur j
•ð í
Laugardaginn 28. júní 1958.
A ð wstan z
y
Skipbrotsmannaskýli
reist í Stlgahlíð.
ísaf. 14. júní 1958.
Slysavarnasveitin Hjálp í
Bolungarvík reisti í gær nýtt
skipbrotsmannaskýli á Stiga-
hiíð. Skýlið er staðteett innan-
vert í svonefndu Hvassaleiti, en
þar urðu flest slys og báts-
tapar meðan árabátaútgerðin
stoð. Heita þarna Ölvisdalir, og
eru frekar stórar lægðir en dal-
ir inn í strandlengjuna.
Stærð skýlisins er 13X3.6
metrar. í því eru 8 rúm og öll
venjuleg eldhúsáhöld. Auk
þess matvæli, svefnpokar, vatt-
teppi og fatnaður.
Yfirsmiður skýlisins var Jón
Friðgeir Einarsson, en uppsetn-
ing þess var unnin í sjálfboða-
vinnu. Fóru 28 Bolvíkingar út
á Stigahlíð kl. 8 í gærmorgun.
Var gengið frá uppsetningu
skýlisins á einum degi.
Stjórn slysavarnasveitarinn-
ar Hjálp skipa þessi: Gísli
Hjaltason, hafnarvörður, form.,
Hálfdán Einarsson, skipstjóri,
gjaldkeri; frú Hólmfríður Haf-
liðadóttir, ritari.
Vélbáturinn Einar Hálfdáns
flutti skýlið frá Bolungarvík
út að Hvassafelli, svo og sjálf-
boðana, sem að verkinu unnu.
Slysavarnasveitin Hjálp hef-
ir jafnan starfað vel og kom-
ið til framkvæmda í Bolungar-
vík ýmsu til aukins öryggis
sjömanna.
Leikarar leggja
land undir fót.
Innan fárra daga mun fiokk-
IV leikara lcggja fland undir
fót og sýna nýja revíu, eða öllu
heldur revíettu eins og þeir
sjálfir kalla það, víða úti á
landi.
Leikararnir eru Auróra Hall-
dö'rsdóttir, Nína Sveinsdóttix-,
Sigríður Hagalín, Lárus Ingólfs
son og Bessi Bjarnason og mun
revíettan samanstanda af söng,
kómiskum dönsum og gamni í
hverskonar mynd og verður
ekki nánar sagt frá þessu að
sinni, því framkvæmdastjóri
Stúdentaskáksveftin
fer utan á morgun.
Stúdentaskáksveitin sem taka
mun 'þátt í V. Heimsmeistara-
móti stúdenta í skák, er hefst
í Varna í Búlgaríu 5. júlí, fer
uían með flugvél í lyrramálið.
I sveitinni eiga sæti þeir Frið-
í-ik Ólafsson, Ingvar Ásmunds-
son, Freysteinn Þorbergsson,
Scefán Briem, Bragi Þorbergs-
son og Árni G. Finnsson. Frey-
steinn er við nám í Moskvu um
þessar mundir og mun brátt
leggja af stað suður á bóginn,
eti hinir fara héðan á morgun
til Kaupmannahafnar, þaðan á-
fram til Warnemiinde og siðan
um Austur-Berlín tii Búlgaríu.
Skýrsla fiskifræðinganna:
Góðar horfur á að síldfn
þéttist er líður á sumarið.
Útlit fyrir að rauðátumagn aukizt
fyrir norðan.
Húsið Bjarkargata 8, sem Blindravinafélagið liefur keypt var
byggt af Agli Vilhjálmssyni.
Nýtt húsnæði fyrir starf-
semi blindra í Reykjavík,
lllinclrafélagiA lie£ur keypí
lljjai’kar^ölu 8.
Blindravinafélags íslands lief-
nr nýlega keypt húsið Bjarfea-
gata 8 hér í bæ fyrir starfseani
sína, sem á síðari árum hefur að
nokkru takmarkast af skorti á
hentugu húsnæði. Er aðstaða
fyrir vinnustofu blindra og
Blindraskólann stórlega bætt
hinu nýja húsnæði.
Þeir Helgi Tryggvason kenn-
ari og Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri, úr stjórn Blindra-
vinafélagsins, skýrðu blaðamönn
um frá því í gær að horfið hefði
verið frá því, að gera Háteig í
flokksins, Indriði Halldórsson,
var floginn út um dyrnar áður
en fréttamanninum tókst að
setja pappírinn í ritvélina.
Garðahreppi að blindaheimili að
allega vegna vatnsskorts, en við-
horf manna til staðarvals hefði
einnig breytzt þannig að heppi-
legra væri að dreifa blindum
meðal sjáandi fólks í stað þess að
einangra þá marga á hverjum
stað.
Með tilkomu hins nýja hús-
næðis er það ætlun blindravina-
félagsins að gera starfsemi sína
fjölbreyttari og umfangsmeiri
svo sem að veita þeim fyrir-
greiðslu, sem koma utan af landi
til sjónrannsókna eftir því sem
við verður komið, því margt af
hinu fullorðna fólki sem kemur
þeirra erinda á ekki í neitt hús
að venda er í bæinn kemur og
vegna sjóndepru á í margskon-
ar örðugleikum.
Þá er það markmið Blindra-
vinafélagsins að komið verði á
fót fullkomin sjónrannsóknar-
stöð í Reykjavík. Þess má geta,
að nú munu vera um hálft þús-
und blindra manna á íslandi, en
glákom blinda er hér tíðari en í
öðrum löndum.
Fyrir nokkru hljóp hraðlest
af teinunum nærri Bari á
S.-Italíu og slösuðust þá 34
menn.
Þann 24. júní konni hafrann-
sóknarskipin til Seyðisf-jarðar
og báru haffræðingarnir þar
saman bækur sínar. Fer hér á
eftir úrdráttur úr skýrslu þeirra:
Út af norðvesturlandi var ís-
röndin álíka langt frá landi og
á sama tíma 1956 og 1957. Hita-
stigið í yfirborðslögunum við Is-
land var lægra í júní enr á sama
tíma í fyrra. Einkum var það
lægra út af vestanverðu Norður-
landi. en þar voru yfirborðslög-
in blönduð köldum pólsæ. Magn
atlantíska sjávarins við norður-
strönd Islands var mun minna
en á sama tíma undanfarin ár.
Stafar þetta vafalaust af minna
innstreymi á Atlantssæ en á und-
anförnum árum. Austur-lslands-
straumurinn virtist nokkru sterk
ari en i fyrra. Á svæðinu norðan
Færeyja var hitastig köldu
tungunnar nokkru lægra en
1957, en blöndunarsvæðin voru
á mjög svipuðum slóðum og þá.
Rannsóknir rússnesku fiski-
fræðinganna bentu til þess, að
Atlantsstraumurinn norður
með Noregsströnd sé mun veik-
ari en í fyrra. Islenzku og rúss-
nesku fiskifræðingarnir hafa
dagt mikla áherzlu á rannsókn á
jútbreiðslu átunnar, og var þvi
ilslands.
I Rússnesku fiskifræðingarnir
Óvinurinn unninn.
Satju unt viðureiyn við ábaðinn
fjest * suniurhústað.
Tékkar vísa
Breta úr landi.
Öðrum sendiráðsritara Breta í
Prag hefur verið vísað úr landi.
Hann er sakaður um að hafa
fengið mann nokkurn til þess að
láta af hendi leynilegar upplýs-
ingar um landvarnir Tékka, og
heitið honum að hjálpa honum
til að flýja, ef grunur félli á
hann.
Þetta loforð reyndi sendiráðs-
ritarinn síðan að efna, en
maðurinn var handtekinn, seg-
ir í fregnum frá Prag, og allt
komst upp.
Fyrir nokkrum dögum sá
maður nokkur, sem á sumar-
bústað í nágrenni Reykjavíkur,
óvæntan gest bera að garði —
ref, sem gekk rakleitt inn í bú-
1 staðinn og hrakti húsráðanda
á flótta.
> Húsráðandi kunni tvíbýlinu
illa, hugsaði ráð sitt og taldi að
því búnu bezt að leita ásjár
lögreglunnar. Lögreglan vísaði
á veiðistjóra og fór hann ásamt
húseigandanum á staðinn til
þess að vinna dýrið.
En það var engu líkara en
skepnan hafi fengið einhverja
nasasjón eða grunað hvað væri
í vændum, því þegar hinir vopn
uðu menn komu á staðinn í
miklum vígahug og til alls bún-
ir, er engan ref og enga skepnu
að íinna í sumarbústaðnum.
Hún var gersamlega horfin og
höfðu þó allar rúður, dyr og
önnur op á húsiriu verið ramm-
lega byrgð áður en húseigand-
inn ‘lagði á fund lögreglunnar.
Hvergi hafði þó verið rofið nýtt
gat á húsið svo dýrið hlaut að
vera inni í því — en hvar?
Nú voru góð ráð dýr. Eitt
hið snjallasta þeirra var að fá
Karlsen minkabana með veiði-
hunda sína til þess að láta þá
þefa upp dýrið. Og þetta tókst.
Hundarnir röktu sporin að tróði
milli þilja, þangað hafði óvin-
urinn sloppið, en smugan var
of þröng fyrir alla venjulega
hunda. Sem betur fór átti Karl-
j sen einn óvenjulegan hund, sem
var minni en hinir hundarnir
i - sennilega hvolpur - og hann
var sendur á eftir óvættinni á
milli þiljanna.
Að vörmu spori kom hundur-
inn til baka með bráðina í kjaft
inum, sem reyndist þó öllum
til undrunar ekki vera refur —
heldur stór og loðinn fresskött-
ur.
f viðtali við Svein Einarsson,
veiðistjóra, skýrði hann blaðinu
frá að nokkuð algengt væri að
fólk þekkti ekki sundur ketti,
minka, refi og rottur, ruglaði
þessu saman og þess vegna
væri algengt að sér bærust alls-
konar tilkynningar um minka
og refi sem væru á algerum
misskilningi byggðar.
telja sig hafa orðið vara v.’.ð síld
argöngu frá blöndunar.svæðinu
norðan Færeyja til Jan Mayen-
hægt að gera yfirlitskort um átu-
magn á norðanverðu Noröurhafi
og við strendur Islands. Á rann-
sóknartímabilinu var miklu
meira plöntusvif við strendur ís-
lands en undanfarin ár, en rauð-
átumagnið yfirleitt talsvert
minna. Þetta gæti þó bent til
þess, að rauðátan muni eiga á-
kjósanleg skilyrði til uppvaxtar
á þessu sumri.
Langmesta átumagnið fundu
rússnesku fiskifræðingarnir fyr-
ir norðan Jan Mayen og milli
Bjarnareyja og Noregs. Með til-
liti til samanb. við fyrri ár virð-
ast fæðuskilyrði síldarinnar vera
óvenju góð á þessum hafsvæð-
um.
Leiðangrar undanfarinna ára
hafa gefið markverðar niður-
stöður um dreifingu síldarinnar
í Noregshafi í júnímánuði. Ekki
virðast hafa átta sér stað stór-
vægilegar breytingar hin síð-
ustu ár.
Islenzku fiskifræoingarnir
telja nú nauðsynlegt að beir.a
rannsóknunum á tiltekin svæii
vegna hinna öru breytinga ser.i
eiga sér einmitt stað í júnímán-
uði. Var svæðaskipting rann-
sóknarskipanna því endurskoð-
uð, og varð samkomulag um, að
íslenzka rannsóknarskipið rann-
sakaði svæðið suðvestan og
vestan íslands ásamt norður-
svæðinu að Melrakkasléttu og
landgrunnssvæðið umhverfis
landið. Standa vonir ÍO, að á
þann hátt fáist ýtarlegri upplýs-
ingar um göngur síldarinnar inn
^ á norðvestursvæðið en nú eru
jfyrir hendi. Norðmenn munu
rannsaka svæðið frá Melrakka-
sléttu allt til Noregs sunnan 68.
breiddargráðu.
| Þeir munu því safna upplýs-
ingum um síldargöngur austan
úr hafi. Rússnesku skipin munu
rannsaka svæðið norðan 68.
breiddargráðu, allt norður að
Svalbarða. Rússar munu leggja
aðaláherzlu á rannsóknir varð-
andi göngur sildarinnar á Jan
Mayen-svæðinu. Færeyska skip-
ið mun rannska svæðið milli
Færeyja og suðausturstrandar
Framhald á 6. síðu.
Síld miðsvæðis
í gærdag.
Samkvæmt frcguum frá Siglu
firði í gærkvöldi var síldarafli
þá ekki ýkja mikill.
Mörg skip köstuðu miðsvæðis
fyrir Norðurlandi í gær og
fengu einhvern afla, en ekki
var vitað nákvæmlega hve mik
ið, síðast er fréttist.