Vísir - 16.08.1958, Blaðsíða 1
12 síðut
q
i
y
12 síðiir
K8. árg.
Laugardaginn 16. ágúst 1958
179. tbl.
Rússar mtluhi ai taka Ncreg
og Damnörk 1945.
Eftirtektarverð frásögn í ævisögu
B. Balchens flugmanns.
Fyrir nokkru kom út í
■Bandaríkjunum ævisaga Bernts
Balchens, flugmannsins fræga,
sem hinga'ð kom fyrir
■skeinmstu.
- Balchen er af norskum ætt-
nm, þótt hann sé nú banda-
rískur borgari, og kom hann
mjög við sögu á stríðsárunum.
Einn kafli bókar hans hefir
vakið sérstaka athygli á Norð-
Urlöndum, því að Balchen segir
fullum fetum, að Rússar muni
hafa verið staðráðnii í að her-
taka Noreg og Danmörku, þeg-(
ar Þjóðverjar voru að gefast
UPP.
Þann 3, maí 1945 hafði Bal-
chen skrifað í dagbók sína —
en hann var þá í N.-Noregi og
í sambandi við aðalstöðvar
Sovéthersins við Kirkenes —
að mikið hafi verið um að vera
í herbúðum Rússa Síðan segir
hann:
„.... Grigge ofursti, yfir-
tnaður rússnesku hersveitanna,
sagði mér, að nefnd manna frá
Moskvu væri væntanleg sam-
'tíægurs og ætlaði hann að bjóða
mér til matarveizlu um kvöld-
| ið. Sjerbakov mundi verða við-
j staddur ásamt þren' eða fjór-
um íoringjum frá Kreml.
Eg hafði ’ verið varaður við
þeim sið Rússa að reyna að
veiða upplýsingar upp úr
mönnum, sem drukkið höfðu of
mikið, svo að eg' greip til þess
ráðs að taka inn laxerolíu, áð-
ur en eg fór í veizluna. Vodka
flaut við borðhaldið, og brátt sá
á sessunauti mínum, að hann
var farinn að finna á sér. Eg
þóttist einnig vera ölvaður.
. og sagði við mig: ,.Við sækjum
til Narvíkur og Zhukov inn í
Danmörku. Við mætumst.
Skiljið þér, við hvað eg á?“
Eg skildi mætavel, við hvað
hann átti.“
Balchen tilkynnti það, sem
fyrir hafði komið, jafnskjótt og
hann var fai'inn úr veizlunni og
hafði tækifæri til.
★ Útvarpið í Aþenu hefur
borið lof á MacMillan fyrir
frumkvæði hans að viðræð-
um til lausnar Kýpurdeil-
unnar.
Matreiðslumenn framlengja
samninga við skipaféíögin.
Lítilsháttar brejting gei’ð á
IVrri samningMm.
í gær var undirritað sam-
komulag milli farskipafélag-
anna annarsvegar og Félag
inatreiðslumanna um að fram-
lengja gildandi sanmingum
um kaup og kjör matreiðslu-
manna og búrmanna á skipum
útgerðanna til 1. des. 1959.
Þá eru gerðar þær breyting-
ar að sett eru ákvæði um að
matreiðslumenn og búrmenn
skuli halda kaupi í veikinda og
slysatilfellum tiltekinn tíma, en
áður voru enginn ákvæði um
það efni í samningum. Einnig
var samið um að teknar skuli
upp viðræður um iífeyrissjóð
fyrir þessa menn og skuli líf-
eyrissjóðurinn taka til starfa
eigi síðar en 1. jan. 1959.
Einnig var samkomulag um
að útgerðirnar greiði 25% af
yfirfærslugjaldi af gjaldeyrir
skipverja samkv. 31. gr. laga
33/1958, en matreiðslumenn og
búrmenn greiði 30% sjálfir.
Virkjunarframkvæmdirnar við Efra-Sog, efst í hlíðinni verður þróin, en fyrir neðan sézt
grunnur stöðvarhússins.
Merkur áfangí í raforkumáh?m:
Hornsteinn lagður að orku-
verinu við Efra-Sog í dag.
Vélaafl stöðvarinnar verður 27 þúsund kílówött
í framtíðinni.
Síðdegis í dag verður lagður hornsteinn að stöðvarhúsi
Sogsvirkjunarinnar við Efra-Sog og mun forseti Iandsins,
herra Ásgeir Ásgeirsson, múra steininn undir súlu í anddyri
hússins en bví næst flytja nokkur ávarpsorð. — Auk forsetans
mun taka til máls við athöfnina þeir Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri, form., stjórnar Sogsvirkjunarinnar, og Hermann
Jónasson, forsæíis- og raforkumálaráðherra.
Líkan af orkuverinu við Efra-Sog fullbyggðu,.
Þegar tíðindamaður blaðsins
brá sér austiir að nýju virkjun-
inni við Efrafall í blíðu og sól-
skini á dögunum, var unnið þar
kappsamlega undir stjórn Árna
Snævarrs, verkfræðings, við
margvísleg verkefni, sem ljúka
þarf að fullu, áður en stöðin get-
ur tekið til starfa í árslok 1959.
Þessa dagana er um það bil ár
liðið síðan hafizt var handa af
fullum karfti við byggingu stöðv-
arinnar og hafa framkvæmdir
gengið vel — búið er að grafa
um 135 m. af jarðgöngunum,
sem senn verða steypt innan, og
unnið ötullega við járnalagning-
ar, mótasmíði og steypuvinnu í
grunni stöðvarhússins sem áætl-
að er að ljúka við að reisa fyrir
áramótin, svo að niðursetning
túrbínanna geti hafizt.
Jarðgöng, þró, stöð.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að orkugjafi rafmagns-
stöðvarinnar verður vatnið, sem
leitt verður úr Þingvallavatni
um 380 m. löng jarðgöng tæpl. 8
m. í þvermál og í þró, sem
er um 50 metrar í þvermál og
liggur að stíflu við efra vegg
stöðvarhússins. I þeirri þró verð-
ur vatnsborðið jafnhátt og í
Þingvallavatni, en fyrir neðan
er Úlfljótsvatn ca. 22 m. lægra.
"— Fallorka vatnsins gegnum
stöðina varður notuð- til- þess-að
snúa b.áðum túrbinum hennar,
sem við það munu framleiða smt.
27 þúsund kílówött rafmagns. Er
það lítið eitt minna en Irafoss-
stöðin framleiðir nú, en hins
vegar nær tvöfalt meira en
Ljósafoss-stöðin afkastar.
Margþætt verk.
Við byggingu orkuversins
starfa í sumar um 120 manns. I
þeim hópi eru, auk verkfræðinga
og iðnlærðra manna, margt
námsmanna, svo ekki séu nefnd-
ir menn úr ýmsum fjarskyldum
stéttum, sem hafa brugðið sér út
undir bert loft til líkamlegra
starfa í sumarleyfum sinum. Á
staðnum er m. a. járnsmiðja
vélaverstæði, trésmíðaverkstæði
og fleira, enda er margs þörf við
svo umfangsmiklar framkvæmd
ir, sem þarna eiga sér stað.
Stíflugarður reistur.
Nokkru eftir að Efra-Sogs-stöð-
in hefur að öllu forfallalausu
tekið til starfa, er ráðgert sum-
arið 1960 að byggja stíflugarð
neðst í Þingvallavatni. Verður
þá hægt að hagnýta rennslið úr
vatninu svo sem bezt má verða
til raforkuframleiðslu i orkuver-
unum þremur við Sog.
Þegar yfirstandandi fram-
kvæmdum við Efra-Sog lýkur
hafa virkjunarmöguleikar þar
i verið hagnýttir að fullu. Þá er
I hins vegar hægt að bæta við
! vélasamstæðum í báðar neðri
virkjanirnar, orkuverin við
Ljósafoss og Irafoss, og verður
það sennil. gert mjög skjótlega í
þeirri síðarnefndu a. m. k.
Þrír aðilar.
Það er fyrirtækið Efrafall,
sem tekið hefur að sér bygging-
arframkvæmdir þær, sem í dag
verður lagður hornsteinn að. 1
fyrirtæki þessu eiga hlut danska
verkfræðingafirmað E. Pihl &
Son, Almenna byggingarfélagið
1 h.f. og Verklegar framkvæmdir
h.f. — Heildarkostnaður við
| verkið er nú áætlaður 172 millj.
króna.
íínn er harizf
í Indénesiu.
Enn hefur verið tilkynnt um
bardaga milli uppreistarmanna
og stjórnarhersveita í Indó-
nesíu.
Segir, að herskip stjórnar-
innar hafi haldið, uppi skothríð
á liðssamdrátt uppreistarmanna
á N.-Celebes með góðum
árangri og hafi uppreistar-
mönnum verið trvístrað. —
Stjórnin segir, að uppreistar-
menn muni nú aðeins hafa um
1000 menn undir vopnum á
þessum slóðum.