Vísir - 06.09.1958, Side 3
Laugardaginn 6. september 1958
Vf S IR
, f
(Laiujgaspélaígssaga
John Creasey:
*
I skugga gálgaus.
‘I
Martin klifraði upp þröngan
stigann, er lá upp til skrifstofu
Brewers. Hann skalf af hræðslu
í hvert sinn sem brakaði í tröpp-
unum og honum rann kalt vatn
milli skinns og hörunds þegar
hann hugsaði til þess að þurfa
að segja Bröwer, að leitin hefði
ekki heppnast. En nú var ekki
undankomu auðið, hann varð að
segja það eins og það var.
Kannske gæti nú Brewer samt
fundið einhverja leið til undan-
ikomu.
Brewer hvessti á hann augun
jþegar hahn kom inn.
— Fannstu bréfið? rumdi í
honum.
Martin hristi höfuðið: — Eg
fann ekkert þar. Mér var veitt
eftirför alla leiðina til baka og
það bíður snuðrari hérna fyrir
utan.
Brewer blóðroðnaði í framan.
— Helvítis rottan þín, öskraði
hann Eg ætti að kreista úr þér
líftóruna. Þetta kostar mig 10
ár!
Martin svaraði ekki. Hann
fann hatrið sjóða i brjósti sér.
Bara að hann ...
□
Tveimur árum áður hafði
Martin verið á flækingi og alls-
laus. Brewer hafði komið auga á
hann, þaf sem hann var að ráfa
á Embankment og hafði gefið
honum shilling fyrir að fara í
sendiferð fyrir hann. Það endaði
með því að hann fór að snúast í
ýmsu fyrir Bre’wer.
Loks fékk Brewer sér sama-
stað á kvistherbergi í húsi einu
I Aldsgate og þar voru þeir nú.
Martin va.r orðinn að eins konar
húsverði hjá Brewer í fyrirtæki
því sem Brewer hafði sett upp í
félagi með náunga, sem hét
Reece.
Martin sá litið til Reece, enda
.var hann lítið á ferli um daga.
En hann þekkti hann sem stór-
vaxinn, Ijósan karlrudda með
stórt ör eftir knifskurð frá auga
niður í minnvik.
Brewer var þjófur — nei, það
var enn þá verra. Af því, sem
Martin hafði séð, voru það.inn-
brot, svik, þvinganir og annað
ekki skárra, sem fyrirtækið
fékkst aðallega við. Martin var
því í raun og veru meðsekur
þessum tveimur glæpamönnum.
Sjálfur hafði hann tekið þátt í
að minnsta kosti lylft innbrota.
Það þurfti ekki annað en að
hvísla fáeinum orðum að lögregl
unni til þess að koma skriðunni
af stað.
Martin hlýddi öllum skipun-
Brewers skilýrðislaust, Hann var
algjörlega ofurseldur þessum
manni.
Þegar svo vildi til, að Reece
var ekki tiltækilegur, varð Mart-
in að aka Brewer á næturferð-
um hans. Hann beið þá við stýr-
ið í bilnum, sem var Jaguar, á
meðan BreWer vatt sér inn í
næsta hús og sprengdi upp pen-
ingaskápinn.
Svo kom dagurinn þegar þeir
fóru að undirbúa Sparklitzinn-
brotið. Sir Benjamin Sþarklitz
átti fallegt safn demanta, sem
hann geymdi á heimili sínu í
Barnes.
Brewer hugðist hremma þetta
gimsteinasafn og Reece átti að
vera bilstjórinn.
Á síðustu mínútu kom náungi
með miða frá Reece og undir-
skrifstofan af honum. Hann
hafði drukkið sig blindfullan
einu sinni enn. Það var engum
blöðum um það að fletta, hann
hefði ekki skrifað þetta ófullur.
Það hljóðaði: ,Get ekki komið
með í Sparklitz-jobbið. Taktu
Martin méð þér.“
Brewer böglaði bréfið saman í
lófa sínum og fleygði því á gólf-
ið í bræði sinni og bölvaði Reece
í sand og öskur. Martin beygði
sig niður, tók upp bréfið og stakk
því í vasann.
— Náðu í bilinn! hvæsti Ber-
wer. Eg skal gera upp við helv.
fylliraftinn á eftir.
Innbrotið heppnaðist. Brewer
náði í allt gimsteinasafnið. Hann
lét ekki á sér standa að fara með
það upp i kvistherbergið til að
rannsaka það. Þá mundi hann
allt í einu eftir bréfinu.
Martin leitaði í öllum vösum,
en gat hvergi fundið . bréf ið.
Hann mundi, að hann hafði
stungið því á sig. En þá minnt-
ist hann þess, að hann hafði far-
ið úr jakkanum og skriðið und-
ir bílinn að framan til að láta
líta svo út að eitthvað væri að,
svo það væri ekki eins grunsam-
legt að hann beið svona lengi
fyrir utan hús Sparklitz. En bréf-
ið fannst ekki.
Brewer hafði orðið óður af
reiði. Martin gat aðeins getið
sér þess til, að bréfið hefði slæðst
upp úr jakkavasanum þegar
hann fór úr honum þarna á göt-
unni fyrir utan hús Sparklitz.
Nú hafði Brewer skiþað honum
að fara þangað á staðinn, þar
sem bíllinn hafði staðið og vita
hvort hann fyndi það ekki á
götunni.
Hann ók Jagúarbifreiðinni
með ofsahraða í gegnum mann-
lausar, dimmar götur Lundúna-
borgar, en þegar hann kom að
húsi Sparklitz sá hann að ljós
var þar í hverjum glugga. Það .
■ var búið að uppgötva innbrotið
] og lögreglan var komin á stað-
inn.
* Ærður af ótta ók Martin aftur
l
heim til Brewer í Aldgate og
sagði honum hvernig komið var
Brewer trylltist og jós skömm-
unum yfir hann, en svo þagnaði
hann skyndilega og gekk yfir að
glugganum. Hann starði út um
gluggann og hvæsti: — Komdu
hingað, fíflið þitt. Sjáðu!
Þegar Martin leit út sá hann
hvað Brewer meinti. Maður stóð
niðri í garðinum og huldi andlit
sitt undir stórum, slútandi hatti.
Það var greinilegt að maðurinn
var þarna á verði og beið þess
að Brewer og Martin reyndu að
komast undan.
Brewer bölvaði og sneri sér
siðan snöggt við og sló Martin í
rot. Hann féll á gólfið og lá þar
sem dauður væri.
□
Charlesworth rannsóknarlög-
regluforingi hafði lengi beðió
þess, að ná í Brewer og félaga
hans. Bréfmiðinn, sem menn
hans fundu fyrir utan hús Spark-
litz var nægileg sönnun fyrir
þátttöku Brewer í innbrotinu.
Charlesworth fór því rakleitt
að húsi því í Aldgate, sem Bre-
wór bjó í. Hann ætlaði að bíða
svolítið til þess að geta klófest
félagana líka. Hann gaf sér næg
an tíma.
Rétt fyrir dagrenningu hafði
maður einn komið út úr húsinu
og ekið burt í bláu Jagúarbif-
reið Brewers. Lögregluforinginn
lét veita honum eftirför. Hann
ók að húsi Sparklitz. Charles-!
worth leit á úrið sitt þegar bíll- J
inn kom til baka. Klukkan var,
hálffjögur. Hann lét nú sex
■ menn sína taka sér stöðu í kring
um húsið. Tíu mínútum fyrir
fjögur kom maðurinn, sem ekið j
hafði Jagúarbifreiðinni, út aftur. ]
Charlesworth lét veita mann-!
inum eftirför. Síðan gekk hann
upp tröppurnar.
Charlesworth barði að dvrum. I
Enginn svaraði. Hann barði enn,1
en án árangurs.
Stórvaxinn lögregluþjónn
braut upp hurðina.. Inni í skrif-
stofunni var allt á öðrum endan-
um. Borð og stólar lágu þar í
einni bendu, allt var brotið og
bramlað. VVhiskýpollar voru á
gólfinu og brotin flaska. í miðju
draslinu lá Brewer. Gapandi sár
var á hálsi hans, auðsjáanlega
eftir hnífsstungu.
Martin sat við borðið skammt
frá Charlesworth. Á borðinu lá
hnífurinn, sem Brewer hafði ver
ið stunginn með.
— Eg gerði það ekki, veinaði
Martin. Eg sver það, að ég gerði
það ekki.
— Þér komuð frá Brewer kl.
3,50 um morguninn. Þér reynd-
uð að sverja af yður alla sök,
þegar þér voruð tekinn fastur.
Ef þér hafið ekki drspið Brewer,
hvað voruð þér að ræða við
ha-nn ?
Martin sá fyrir sér gálgann i
huganum.
— Eg myrti hann ekki, umlaði
hann. Eg gerði það ekki.
— Þéi hafið meðgengið að
hafa verið með Brewer alla nótt-
ina. Þér voruð sá, sem síðast sá
hann á lífi. Hvað voruð þið að
gera í kvöld? Hvað skeði á skrif-
stofunni áður en þér fóruð það-
an í seinna skiptið?
Martin minntist þess, að Bre-
wer hafði horft á hann með blóð-
hlaupnum augunum og óður af
reiði. Það voru morðingja augu.
Hann mundi líka að Brevver
hafði slegið til hans, en siðan
vissi hann ekkert meira hvað
gerðist.
— Eg var með Brewer þegar
hann fór til Sparklitz, viður-
kenndi Martin. Eg ók bílnum og
beið fyrir utan á meðan Brewer
var inni í húsinu. Eg fór úr pakk
anum sem snöggvast og þá Hef-
ur bréfið sem Brewer fékk frá
Reece, félaga sínum, slæðzt upp
úr vasanum.
— Bréfið lenti til Brewérs og
mín, hélt Martin áfram. Þess
vegna fór ég aftur af stað til að
leitá að bréfinu. Þegar ég kom
tómhentur til baka og sagði Bre-
wer að ég hefði ekki fundið bréf
ið, hélt ég að hann ætlaði að
drepa mig.
— Hvað skeði svo? spurði
Charlesworth.
— Ekkert ... eiginlega. Bre-
wer benti mér á leynilögreglu-
þjóninn, sem stóð á verði niðri í
garðinum. Við sátum þarna fast-
ir. Svo stckk hann á mig.
— Sáuð þið mann niðri í garð-
inum? spurði Charlesworth undr
andi.
— Já hann fylgdist með öllum
hreyfingum okkar.
Charlesworth teýgði sig eftir
símanum, sagði nokkur orð og
hlustaði. Síðan sneri hann sér að
Martin aftur.
★
— Eg gæti trúað að þér segið
sannleikann, sagði hann. Ef .svo
er, eruð þér saklaus af morðinu
á Brewer. Eg hafði ekki sett
neinn mann á vörð í garðinum.
Það voru tveir menn írá mér í
forstofunni og þeir sru þar enn.
Flafði maður verið í garðinum,
þá var ekki frá mér.
Við fundúm manninn í garð;.
inum, sagði Charlesworth seinna
þegar hann gaf saksóknaranum
skýrslu sína. Hann var að bíða
þess að komast burt. Það var
Reece. Hann hafði deilt við
Brewer um þýfið. Eg gizka á,
að Brewer hafi ráðist á hann, en
að Reece hafi drepið hann með
hnífnum.
Áskorun f rá Stnd-
entaféfagí Akra-
ness.
Stúdentafélag Akraness hefur
samþykkt samliljóða eftirfar-
andi:
„Félagið fagnar gildistöku
nýju landhelginnar og þakkar
rikisstjórn og öllum þeim, sem
fyrir þetta stórmál íslenzku þjóð
arinnar hafa unnið beint og ó-
beint. Sérstakar þakkir færir
stúdentafélagið landhelgisgæzl-
unni og þeim er starfa á hennar
vegum fyrir ótrauða framsögu
með óbilandi baráttuþreki gegn
ódrengskap og aðkasti brezkra
stjórnarvalda og fordæmir jafn-
framt það athæfi er lítt sæmir
siðari þjóð. Sá ruddalegi skrípa-
leikur hefur fengið sinn dóm.
Við skorum á alla Islendinga að
hopa hvergi í þessu m'kilvæga
máli. Sameinaðir vinnum við úr-
slitasigur.
Þessi unga stúlka, Angeline Cliette og frænka liennar, komu nýlega að hliði Hvíta hússins
í Washington og vildu fá að ta!a við Eisenhower forseta, þar eð þær töldu sig hafa verið
sviptar eignarétti yfir 700 ekrum lands í Texas, á óréttmætan hátt. — Unga stúlkan festi
síðan járnkeðju bá sem hún sést með um hálsinn á sér og læsti hengilás. Lykilinn sagðist hún
hafa sent forsetanuni og yrði hann sjálfur að opna. — Síðar, er verðir vildu ekki lileypa henni
inn í Hvíta húsið, opnaði hún lásinn, en læsti síðan hliðinu að forsetabústaðnum með keðjunni.
Hór hún síðan á braut og varð að kalla til járnsmiðs til þess að saga keðjuna svo að forsetinn
kæmi jt út.