Vísir - 06.09.1958, Qupperneq 4
V í S IR
Laugardaginn 6. september 1953
Atómöldin 10:
Nýr heimur birtist.
Kennmg Einsteins. — Er járn og Ijös hið sama, —
Þegar atomkjarninn var klofinn í fyrsta sinn. —
festy en . . .
eins og vatn og ts? —
Kenning Einsteins stað-
Eitir Christian Ðahlcvup Mtoch.
Þegar 26 ára gamall aðstoðar-
maður á rannsóknarstoíu einni
í Bern, lýsti þvi yfir árið 1905,
að E sé jafnt m sinnum c í öðru
veldi, voru ekki margir sem tóku
það alvarlega.
Þetta þýddi nefnilega, að t.d.
eitt gramm af járni jafngilti allri
þeirri raforku, sem notuð er í
landi eins og Danmörk á tveim-
ur og hálfum sólarhring, eða
sama og sá hiti, sem fæst, þegar
15,000 smálestum af kolum er
brennt, eða 10.000 smál. af oliu.
Nánar sagt þýddi þetta, að
orka og efni væru í raun og veru
það sama, alveg eins og ís og
Vatn og gufa eru það sama.
Það þýddi, að orkan (E) er
jöfn efnismagninu (m) sinmun
hraði ljóssins í öðru-veldi (c
sinnum c eða c2). Ef maður
táknar orkuna með erg (það eru
36 billjónir erg í 1 kilówatttíma
Og i Danmörk eru að meðaltali
notaðar 10 milljónir kílówatt-
tíma á sólarhring), mælir maður
magnið í grömmum og hraða
ljóssins í centimetrum á sek-
úndu. Það þýðir: orkumagnið,
sem svarar til 1 framms af efni
.(eða massa) er — mælt í erg
— sama og 1 sinnum 30 milljarð-
ar sinnum 30 milljarðar. Það er
sama og 1 sinnum 900.000.000.000.
000.000.000 — 900 trilljónir erg
eða 25 milljónir kilówatttimar.
Nýr heimur birtist.
Það líkist óráðshjali, að segja,
að svolítil ögn sem eitt einasta
gramm af efni gæti samsvarað
jafn óhemjumikilli orku og t. d.
hitanum af 15.000 smál. af 'kol-
urn, en þar að auki og ekki sið-
ur var það óskiljanlegt, að svo
ólíkir hlutir sem efni og o’rka
_(t.d. járn og ljós) gætu í raun
og veru verið eitt og hið sama —
óg birtist oss hinsvegar í tveim-
ur, ólíkum myndum.
En það kom að því, að það
rann upp fyrir fáeinum vísinda-"
mönnum, sem fóru að skyggn-
ast i völundarhús það, sem hinn
ungi aðstoðarmaður hafði kann-
að, að hann mundi vera á réttri
leið.
Þegar menn uppgötvuðu það
loks einnig, að það undur skeði
í náttúrunni, að efni breytist í
orku, og, að orkumagnið og efn-
ismagnið var nákvæmlega í þeim
hlutföllum, sem aðstoðarmaður-
inn hafði sagt, Þ.e.a.s. „E á móti
m sinnum c í öðru veldi" — já,
þá urðu allir að viðurkenna, að
ungi maðurinn hafði haft rétt
fyrir sér.
Þá fluttist Albert Einstein úr
Skrifstofunni í Bern.
Loks skeði það, að vísinda-
mennirnir fóru að sýna mikinn
áhuga fyrir því að breyta efni
i orku og orku í efni.
Afleiðingarnar urðu þær, að
farið var að kljúfa atómin og
það leiddi aftur til þess, að einn
góðan veðurdag fundu menn |
leið til að leysa orku atómkjarn- '
ans úr læðingi í svo stórum stíl, *
að það hafði verklega þýðingu
— fyrst sem sprengjuorku i at- ]
ómsprengjur og síðan sem hita
í kjarnorkuofnum.
Og nú skildist mönnum, að
Einstein hafði numið nýjan
heim.
Hin dularfullu, geisla-
virku efni.
Reyndar var það ekki eingöngu
þessi djarfa kenning Einsteins,
sem kom skriðunni af stað, held-
ur og ekki síður forvitni manna,
sem rak þá út í tilraunir og
glímu við atómkjarnann. Þar að
auki komu nú til sögunnar ýms
tæki, sem gerðu þessar tilraunir
mögulegar, en ekki höfðu verið
til áður.
Hin frönsku hjón María
(fædd Sklodowska frá Póllandi)
og Pierre Curie höfðu uppgöt-
vað, að bikblendi hafði inni að
halda tvö óþekkt efni auk hinna
áður þekktu frumefna, úraníuni
og thoríum. Annað þessara efna
var nefnt pólónium, eftir föður-
landi frú Mariu Curies, en hitt
fékk nafnið radíum, af því að
það hafði mjög greinilegt, dular-
fullt einkenni: Það geislaði „eitt-
hvað“ af því. Reyndar var þetta
hka að nokkru leyti einkennandi
fyrir hin þrjú líka, en ekki voru
þau einkenni jafn áberandi.
Geisli heitir radius á latínu, því
mætti einnig kalla radium geisla-
efni. Þessi dularfulla útgeislan
er það, sem vér nú köllum geisla-
verkun eða að efnið sé geisla-
virkt.
Hvað var nú þetta, sem efnin
geisluðu frá sér?
í fyrsta lagi voru það einskon-
ar agnir, sem gerðar voru af
tveimur prótónum og tveimur
nevtrónum, þrýstum saman í
klump. Þegar hér var komið
sögu, vissu menn reyndar ekki
að þessi ögn eða klumpur sam-
anstóð af þessum fjórum eindum
og menn vissu heldur ekki, að
„klumpur", sem gerður var af
einmitt þessum fjórum eindum,
var það sama og það, sem nú er
þekkt sem helíum-atóm. Menn
gáfu þessum ,,klump“ því nafnið
eftir fyrsta bókstafnum í staf-
rófinu griska og kölluðu hann
alfa-eindina, og geislana nefndu
menn „alfa-geisla“.
I öðru lagi var hér um að ræða
hinar velþekktu agnir, nefnilega
hinar venjulegu elektrónur. Or
því að byrjað hafði verið á gríska
stafrófinu, varð að halda þvi á-
fram, og elektrónurnar fengu
þvi í þessu sambandi nafnið
beta-eindir.
í þriðja lagi kom i'ljós, að hér
var um einskonar rafsegulmagn.
aða geisla með ótrúlega lágri
bylgjulengd að ræða — nvjögj
„harða“ geisla, „afar samþjapp-
aó efnisform" og vroru þeir nú
nefndir gamma-geislar (eftir
þriðja bókstafnum i gríska staf-
rófinu).
Loks voru þarna einskonar
geislar, sem að visu voru ekki
eins ,,harðir“ og gamma-geislarn.
ir, en þó miklu „harðari" en sýni-
legt Ijós. Þá þekktu menn að vísu
áður, því þýzki vísindamaðurinn
Röntgen hafði uppgötvað þá ár-
ið 1895 — það voru röntgen-geisl-
Fallbyssur, þrestir
og atómkjarnar.
Það er svo sem hægt að skjóta
þröst með fallbyssu, en það verð-
ur þá sennilega lítið eftir af þrest
inum. Ætli maður hinsyegar aðj
skjóta þröst og ná honum svo
litið skemmdum, að hægt sé að
stoppa hann upp, er betra að
nota „þrastahögl“.
Á sama hátt er betra að nota
„kúlur“ sem eru bara agnar-agn-
ir, ef maður ætlar að „skjóta á
atómkjarna", en svo litlar „byssu
kúlur“ voru ekki fáanlegar fyrr
en menn komust yfir geislana
eða agnar-agnirnar frá geisla-
virku efnunum.
Nú var lausnin nærri. Þessar
agnir voru nógu smáar til þess
að nota. þær sem „skotfæri" og
„púðrið“ var einnig nógu öflugt,
þar sem hinn geislandi kraftur
var. Alfa-agnir fara með 25.000
km hraða á sekúndu en það sam
svarar því að þær „slái“ h.u.b.
milljarð-sinnum hraðar en fall-
byssukúla af sömu stærð (ef hún
væri hugsanleg).
Nú tóku visindamennirnir til
óspilltra málanna og hófu skot-
hríðina á atómkjarnana með
röntgengeislum, gammageislum,
betaögnum og alfaögnum, og ár-
ið 1919 gat hinn mikli, breski
uppfinningamaður, Lord Rut-
herford, tilkynnt, að honum
hefði, fyrstum allra, tekist að
kljúfa atómkjarna svo óyggjandi
væri. Hafði hann skotið á nokkra
köfnunarefniskjarna með alfa-
ögnum og tekist að kljúfa eina
prótónu úr hverjum kjarna.
Seinna komst hann að þvi, aS
þótt köfnunarefnis-kjarnina
hefði þannig misst eina prótónu,
hafði hann aftur á móti fengið
tvær nýjar í staðinn — aulc
tveggja. nýrra nevtróna — nefni-
lega þær tvær prótónur og þæc
tvær nevtrónur sem mynda alfa-
ögnina. Höfðu þær „borað“ sig
inn í köfnunar-efniskjarnan og
sátu þar fastar, en það þýddi, aá
köfnunarefnis-kjarninn, sem
upphaflega var gerður af 7 pró-
tónum og 7 nevtrónum, hafði nú
8 prótónur og 9 nevtrónur, en
slíkur kjarni er ekki lengur*
köfnunarefniskjarni, heldur súr-
efniskjarni — að vísu með eintr.i
nevtrónu um of. ;
Draumur "J
gullgerðarniannanna. ’
Vér höfum áður rætt um gull«
gerðarmenn miðaldanna og
drauma þeirra. Var það ekki ein-
mitt draumurinn þeirra, sem nú,
var loks að rætast? Hafði Rut-
herford ekki einmitt breytt eitiu
frumefni í annað •— köfnunar-
efni i súrefni? Að vísu ætluðu
miðaldamennirnir að breyta öðr«
um efnum i gull.
Þó að það hefði nú tekist að
kljúfa kjarna að nokkru leyti og
breyta einu efni í annað, fannst
fáum mikið til um þetta í fyrstu.
En það var haldið áfram með
tilraunirnar. Valin voru önnur
skotmörk og prótónur klofnac
úr ýmsum kjörnum, en þá kom I
Ijós, að þvi stærri sem kjarnarn-
ir voru, þeim mun erfiðara var
að koma á þá skoti. Þetta kann
að virðast nokkuð öfugmæla-
kennt, en ef nánar er að gáð,
verður þetta ofur skiljanlegt:
Alfa-eind, þ.e.a.s. helíum-kjarni,
er, eins og kunnugt er, gerður
af tveimur ómögnuðum nevtróm
um og tveimur aðhverft-hlöðn-
um prótónum — (pósitívum.
Þetta þýðir 1 fyrsta lagi, að hinar
fráhverfu (negatívul elektrónur,
sem eru i kringum kjarnann,
sem á að hitta, munu leitast við
að draga helíúm-kjarnann (sem
er aðhverfur) til sín og halda
Frh. á 9. s. í
Manstu eftir þessu
Sprenging mikil varð í Búrgerbraú-
bjórkjallaranuin í Múnchen þann 8.
nóvember 1939 — aðeins ellefu mínút-
um eftir að Hitler hafði ávárpað gamla'
nazista þar og haldið leiðar sínnar. Sjö
menn biðu bana en 63 slösuðust. Sam-
koman var haldin til að minnast þess,
að 16 ár voru liðin frá byltingartilraun
nazista í Miinchen. Þegar Hitler frétti
um sprenginguna, komst hann svo að
orði: „Nú er ég ánægður . . . því að
forlögin ætla mér að ná marki mínu.“
Hálfu sjötta ári sfðar framdi Hitler
sjálfsmorð í kanzlarahöllinni í Berlín.
Ný kirkja, sem kennd var við lieilag-
an Jóhannes, var opnuð í New York
þarin 30. nóvember 1951, og voru alls
10,000 manns viðstaddir vígsluhátíðina.
Kirkja þessi, sem er eign kirkjufélags
biskupakirkju.nnar, er mesta guðshús á
meginlandi Norður-Ameríku, því að
hún er 180 m. á lengd og 96 m. á breidd.
Byggingarstíllinn er gotneskur. Hæð
undir loft í aðalskipinu er 37 metrar.
Hornsteinn byggingarinnar var lagður
1892, og enda þótt byggingin sé ekki
fullgerð enn, hefur liún verið notuð frá
því að vígslan fór fram.
Oft gerist nauðsynlegt að flytja skipa-
kvíar, flotakvíar eða hurrkvíar langa
vegu, og getur það reynzt býsna erfitt.
Vorið 1949 þurfti bandaríski flotinn að
flytja eina af stærstu flotkvium sína
frá Kyrrahafi til Atlantsliafs og var
vitanlega hægt að fara suður fyrir Horm,
en það hefði tekið marga mánu.ði. Varð
þess vegna að ráði, að farið var nm
Panama-skurðinn og var gripið til þess
ráðs að fleyta kvínni á hliðinni gegninia
lásana. Þannig var kvíin eins há og 10
hæða hús. — Það tók 3 daga að gera
þetta. j