Vísir - 02.10.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 02.10.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 2. október 1958 V 1 S I B 5 Friðrikssjóður þarfnast fjárframlaga almennings. Stjérn sjóðsins undírbýr nýja fjársöfn- un til styrktar stórmeistaranym. Fyrir fjórum árum gekkst Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir því að stofnaður var sjóð- ur, er hafði það að markmiði að stju-kja Friðrik Ólafsson skák- meistara til skákiðkana. Frið- rik hafði þá þegar sýnt, ungur að árum, að þar fór gott efni í afreksmann á sviði skáklistar- innar. Hann hafði þegar unnið stóra sigra á innlendum vett- vangi m. a. hreppt titil skák- meistara íslands og Norður- landa og staðið sig með prýði tvívegis á heimsmeistaramótum unglinga í skák svo að eitthvað sé nefnt. Flestum, er til þekktu, var það ljóst um þessar mundir, að ju-ði Friðrik Ólafssyni skap- aðar aðstæður til þess að helga sig skáklistinni að verulegu leyti, þá myndi þess skammt að bíða, að hann kæmist í fremstu röð skákmanna heimsins, og ynni stór afrek á skáksviðinu sjálfum sér og þjóð sinni allri til hins mesta sóma og kynnti hvort tveggja glæsilega. Fyrsta fjáröflun Friðrikssjóðs. Á þessum forsendum byggð- ist stofnun Friðrikssjóðs. For- ráðamenn hans hófu nú brátt að leita sér fjár. Sneru þeir sér í fyrstu til allt að 150 fyrirtækja með þeirri ósk, að þau hvert um sig greiddu kr. 500.00 árlega í fimm ár í sjóðinn til reynslu. Undirtektir voru að vonum mis- jafnar. Menn voru misjafnlega áhugasamir og trúaðir á mál- efnið. Þó fór það svo, að all- mörg fyrirtækjanna urðu við fjárbeiðninni og gengu að samn- ingnum. Önnur vildu hafa samningana á lausu og sjá til ár frá ári en örfá vildu ekkert með styrktarsjóð Friðriks hafa að gera. Enn eru gjafir þessara fyr- irtækja sá fasti grunnur, sem Friðrikssjóður byggir á. Stuðningur sjóösins við Friðrik. Af því fé, sem þannig safnað- ist, var Friðrik Ólafssyni m. a. styrktur til farar á Hastings- mótið 1955—56. Þar varð Frið- rik sigurvegari og staðfesti enn einu sinni ágæti sitt sem skák- manns. Þá hefur Friðrikssjóður og styrkt Friðrik til þátttöku í skákþingi Norðurlanda í Osló 1955, heimsmeistaramóti stúd- enta í Uppsala 1955, Olympíu- skákmóti í Moskva 1956, Hast- ingsmóti um áramótin 1956— 57, svæðakeppni í Wageningen 1957, alþjóðamóti í Dallas 1957, heimsmeistaramóti stúdenta í Varna 1958 og nú loks milli- svæðakeppni í Portoroz. Á flest þessara móta hefur sjóðurinn og kostað aðstoðarmenn með Frið- riki. Við dyr heimsmeistaratitils. Um frammistöðu Friðriks Ól- afssonar á þessum skákmótum þarf ekki að ræða hér, svo ræki- lega sem hún er öllum lands- mönnum kunn. Hann hefur í stuttu máli staðið sig með af- ffrlgðum vel, jafnan verið í fremstu röð, lagt margan góð- an skákmanninn að velli og ver- ið yndi áhorfenda vegna góðrar taflmennsku og fágaðrar fram- komu. Friðrik hefur hlotið titil stórmeistara. Hann er nú tví- mælalaust í hópi tíu beztu skák- manna heimsins og bezti skák- maður í allri Vestur-Evrópu. Friðrik Ólafsson hefur vissu- lega sýnt hvað í honum býr. Hæfileikar hans sem skák- manns eru ótvíræðir. Flann hef- ur nú náð svo langt, að hann stendur ásamt sjö öðrum við dyr heimsmeistaratitilsins í í- Friðrik Ólafsson. þrótt sinni. Óþarfi er um það að ræða, hversu glæsilega land- kynningarstarfsemi þessi af- reksmaður hefur innt að hendi. Víða erlendis þekkja menn ís- land mest og bezt af Kiljani og Ólafssyni. Fyrir alla þá, sem lagt hafa Friðriki styrk, má þetta allt vera mikið ánægjú- efni, því að óvíst er með öllu, að hann væri búinn að ná svo langt, sem raun ber vitni, ef ekki hefðu honum vegna fjár- styrks skapast aðstæður til þess að helga sig skáklistinni og vera þátttakandi í svo mörgum al- þjóðlegum skákmótum. Fjárþörf mikil og jöfn. Fjárþörf Friðrikssjóðs er mik- il og jöfn. Hann þarf að standa straum af kostnaði Friðriks og aðstoðarmanna hans á alþjóð- legum skákmótum, sem æski- legt er að Friðrik sé sem víðast þátttakandi í. Jafnframt vill sjóðurinn eftir fremsta megni geta stuðlað að því að Friðrik hafi góðan tíma til undirbún- ings undir harðar keppnir. Einn ig í slíkum undirbúningi væri æskilegt að hann gæti haft mann með sér til aðstoðar. Slík- ur tími er nú framundan. í febrúar n.k. hefst hin svonefnda kandidatakeppni, þ.e.a.s. keppni átta manna um það, hver þeirra skuli fá rétt til þess að skora á heimsmeistarann ;í skák um titilinn. Friðrik hefur nú staðið sig með slíkum ágætum, að hann er einn þessara átta kandi- data. Það væri æskilegt, að Frið rik gæti notað þann tíma, sem eftir er fram að þessari keppni, til þess að undirbúa sig, því að nú verður við erfiðari andstæð- inga að etja heldur en nokkru sinni fyrr. Eigi Friðrikssjóður að geta búið svo í haginn fyrir Fri'ð-' rik að hann geti snúið sér að undirbúningi fyrir mótið þá þarf honum að koma til fé og er þar sem fyrr heitið á alla velunnara skáklistarinn- ar hér. Jafnan þegar Friðrik Ólafsson hefur staðið sig vel á skákmót- um hafa gjafir streymt í Frið- rikssjóð. Þjóðin hefur þá ávallt sýnt, að hún metur þennan af- reksmann sinn að verðleikum og fagnar þeirri landkynningu, sem hann hefur stuðlað að. Iiún vill jafnan veita honum verð- laun fyrir unnin sigur, sem jafnframt er hennar allrar um leið. Hún getur og verið nokkuð ánægð með sinn hlut, ef hún veit, að hún hefur skapað Frið- riki aðstöðuna til þess að helga sig íþrótt sinni og þar með að ná svo langt sem staðreynd er orðin. Friðrik hefur ekki brugð- izt í því, sem af honum var vænzt. Við skulum heldur ekki bregðast honum fyrir það, sem hann hefur unnið landi sínu, heldur veita honum áfram tæki- færi til þess að gefa sig að skák- listinni að verulegu leyti. Þá mun hann skila sínu sem endra nær. Styrkjum sjóðinn með framlögum. Framlögum í Friðrikssjóð er veitt viðtaka hjá blaðinu, en auk þess má senda þau til stjórn ar Friðrikssjóðs, c/o Stúdenta- ráð Háskóla íslands, Reykjavik. í stjórn Friðrikssjóðs eru nú: Hrafn Þórisson, Fornhaga 25, Rvík, Jón L. Arnalds, Sund- laugav. 26, Stefán Briem, Ægis- síðu 60, og Sverrir B. Bergmann Miðtúni 54, Rvík. Taka þessir menn einnig persónulega við framlögum í sjóðinn. ,/ttaftu mér - slepptu mér" sýnt til ágéða fyrir feikara. Þau félagarnir, Lárus, Helga j til skemmtana og leiksýninga á og Rúrik, sem skemmt hafa undanförnum árum, til þess að bæjarbúum með gamanleikn- um „Halltu mér — slepptu mér“, í sumar, munu sýna gamanleik þennan í Ai’.stur- bæjarbíói næstkomandi laug- ardagskvöld, kl. 11,30 og bá til ágóða fyrir Félag íslenzkra leikara. — Aðeins bessi eina sýning. Leikhús Heimdallar hefur góðfúslega leyft sýningu þessa fyrir sitt leyti og einnig hefur Þjóðleikhússtjóri leyft þeim Lárusi Pálssyni og Rúrik Har- aldssyni að leika í þessari sýn- ingu. Leikarar hafa marg oft efnt Punnur brandari ! í dag voru tólf brezkir tog- arar um og innan við fiskveiði- landhelgi fyrir Vestfjörðum, fimm voru í landhelgi út af Horni, en tveir fyrir utan. Ut af Langanesi var eitt herskip og fjórir togarar langt utan landhelgi. Brezkur togari, „Cape Pall- iser“, H-354, hefir í dag verið að veiðum innan tólf mílna markanna út af Vestfjörðum og haft uppi rússneskan fána, auk brezka fánans. Varðskipið ,,Þór“ spurði eftirlitsskipið „Diana“, hvort þessi fánanotk- un væri' samkvæmt fyrirmæl- um eftirlitsskipsins, en ,,Diar,a“ kvað svo eigi vera, heldur myndi þetta gert „ykkur til skemmtunar11 („to keep you amused“), eins og' það var orð- að. 1. okt. 1958. B. Th. Réttarraifnsókn í Irak. Rætt ubu samsæri stjórnar Uml es Sald við Bretland og Bandaríkin. Stjórn Nuri es-Said, sem steypt var af stóli í byltingunni í írak í s.l. mánuði, var i sam- særi við Bretland og Bandaríkin Sýrlandi, sagði saksóknarinn fyr ir herrétti í Bagdad um síðustu helgi. Höfðað verður mál á hendur meira en 100 herforingjum og embættismönnum Feisals kon- ungs. Fyrsti maðurinn, sem sak- sóttur var fyrir „samsæri um að véla Irak í styrjöld“, var Ghazi Daghastani, yfirhershöfðingi. Saksóknarinn Majid al Amin krafðist, að þetta yrði talið til föðurlandssvika, sem dauðarefs- ing liggur við. Hann hélt því fram fyrir fimm mann rétti, að Daghastani hafi verið valinn til að komast í samband við sýr- lenzka andstæðinga Nassers til þess að útvega fé og vopn og stjórna samsærinu. Krónprinsinn fyrir konung. Ríkisstjórn Nuri es-Said, sagði saksóknarinn, „stóð að samsæri með-Englandi og Bandaríkjun- um og öðrum heimsvaldasinn- um, er eyðileggja átti bræðra- land okkar og síðan átti að koma Abdul Illah óvini Guðs á vald- stól i Syriu." Hér átti hann við krónprinsinn Abdul Illah, sem drepinn var ásamt Feisal kon- ungi þann dag er uppreisnin brauzt út. „Iranskar hersveitir“ sagði sak sóknarinn, „áttu að halda innreið sina í Sýrland frá Irak og Jór- daníu, undir því yfirskyni að þær væru að verja Sýrland. Síðan átti að setja á’ syið byltingu til að steypa stjórninni." Daghastani sagðist ekki hafa neina vitneskju um neitt slíkt samsæri. Rafia, hershöfðingi sem einnig mun verða leiddur fyrir rétt neitaði því að nokkur slík áætlun hefði verið til. ,,Við höfðum áhyggjur af Sýrlandi og ráðgerðum æfingar. Það er allt og sumt“, sagði hann. Næsta vitni var Fahdel el Jamali, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sn hann verður einnig leiddur fyrir rétt. Hann kvaðst ekki vita um neitt samsæri eða áætlun um slikt. „Eg var viðstaddur fundi nokk urra ráðamanna i Bagdad um þann vanda sem steðjaði að Sýr- landi vegna kommúnismans. Bandarikin sögðu okkur að þau yæru reiöubúin að veita. aðstoð sf hennar væri þörf vegna ut- anaðkomandi ógnana, en ég taldi að atburðirnir i Sýrlandi hefðu ekki i för með sér yfir- vofandi hættu fyrir Sýrland." afla fjár í sjóði félagsins og jafnvel þreytt íþróttir og knatt- spyrnu. Þeir hafa haldið kvöld- vökur með fjölbreytilegum, skemmtiatriðum, haldið dans- leiki og sýnt þar dans og leik. í þetta skipti er það sþreng- hlægilegur franskur gaman- leikur. Enda er það leikur fyrir þessa ágætu leikara að leika þetta. Skátafélag ieykjavíkur byrjar vetrarstarfið. Siinnudaginn 5. okt. kl. 2 e.li. byrjar vetrarstarfsemi Skátafé- lags Reykjavíkur með því að all- ir dreng'jaskátar og ylfingar láta skrásetja sig. Ennfremur verður tekið á móti nýjum félögum, en þeir þurfa að fá sérstakt innritun- arblað sem foreldrarnir þurfa að fylla út, og fæst þetta blað í Skátabúðinni. Skátafélagið starfar í 10 deild- um þar af 2 R. S. deildir, þeirra starfssvið er allur bærinn þann- ig, að það eru eldri og yngri R. S. skátar í hvorri deild. Deildar- foringi eldri R.S. er Jón Odd- geir Jónsson en deildarforingi yngri R.S. er Páll H. Pálsson. Hinar 8 deildirnar eru venjuleg- ar skátadeildir sem skiptast i bæjarhverfi þannig: Jórvíkingar eru í Vesturbæn- um deildarforingi Óttar Októs- son. Völsungar eru i Skjólunum, deildarforingi Ingólfur Ö. Blön- dal. Landnemar eru í Þingholt- unum, Skuggahverfi að Snorra- braut, deildarforingi Sævar Krist björnsson, Vikingar eru í Hlíð- unum, deildarforingi Ágúst Þor- steinsson, Sturlungar eru í Bú- staðahverfi, deildarforingi Ing- ólfur Petersen, Skjöldungar eru í Voghverfi, deildarfoi'ingi Jón Þorvarðarson. Birkibeinar .eru í Laugarneshve.rfi, deildarforingi, Ivlagnús Stephensen og Jónsvík- ingar i Höfðahverfi deildarfor- ingi Einar Logi Einarsson. Aðalstarfið hvílir á þessum deildarforingjum og þeim til að- stoðar koma sveitarforingjar, en í hverri deild eru 3 skátasveitir og í hverri sveit eru 5 flokkar með 6—8 drengi hver flokkur. Stjórn Skátafélags Reykjavikur skipa: Félagsforingi Hörður Jóhannesson, aðstoðarforingi Jón-Mýrdal, gjaldkeri Októ Þor- grímsson ritari Steinar Guðjóns- son, fylkjar eru Óskar Pétursson, -Guðmundur Ástráðsson, Guð- mundur G. Pétursson, r' ar Ólason og Gunnsteinn Jóh.anns- son. Ódýr sófaborð Maghogni spónlögð Plötustærð: lengd 1 metri. Verð kr. 450,00. Sendið pantanir í pósthólf 287, Reykjavík. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.