Vísir - 03.10.1958, Blaðsíða 10
V ! S I R
Föstudaginn 3. október 1958
11
Walter Kolarz:
Nafnbreytingar á götum eru
tíðar í komniúiiistaSöndum.
Af þeim má oft draga ályktanir um
stjórnmálabreytingar.
(Greinár eftir Walter Kolarz
hafa áður birtzt hér í blaðinu.
Hann er, svo sem lesendum
blaðsins er kunnugt orðið, höf-
undur margra bóka um lönd
konunúnista. Hann er nú starfs-
maður Brezka útvarpsins
(BBC)).
Nafnbreytingar á götum
borga í Sovétríkjunum eru tíðar.
Annarsstaðar eru þær fremur ó-
tíðar og Vekja sjaldan mikla at-
hygli, en um þetta er allt öðru
máli að gegna i Sovétríkjunum.
Nafnbreytingarnar þar gefa oft
ýmsar aðrar breytingar til
kynna, sem vert er að fylgjast
með.
Enn hefur verið breytt nöfn-
um á ýmsum götum sovézkra
borga, og er það gert samkvæmt
sérstakri tilskipun Æðsta ráðs-
ins, en I henni er stranglega
bannað að nefna götur eftir
mönnum, sem á lífi eru. Þess
vegna eru t.d. ekki lengur nein-
ar' götur í Sovétríkjunum, sem
bera nafn Voroshilovs forseta.
Stundum geta nafnabreyting-
arnar haft dálitla stjórnmálalega
þýðingu, — fyrir getUr komið,
að menn láti í ljós þjóðernis-
kennd með nafnabreytingu, og
fagni yfir þvi í hjörtum sínum,
að hafa losnað við eitthvert
rússneskt nafn, sem menn helzt
vildu gleyma.
Borgarráðið í Tiflis ákvað fyr-
ir nokkru, að Voroshilov-stræti
•þar í borg skyldi eftirleiðis heita
Saakadze-stræti, en Saakadze
var þjóðhetja Georgiumanna,
sem á 17. öld háði styrjöld við
Pfirsa og hrósaði sigri. Síðar hóf
hann baráttu gegn sinum eigin
konungi og var útlægur ger til
Tyrklánds.
Fögnuður þjóð-
ernissinna.
Vafalaust hafa þjóðernissinnar
í Georgíu fagnað yfir þessari
hreytingu, og öðrum slíkum, því
að þeir iosuðu sig við önnur
rússnesk nöfn um leið. Papanin-
stræti heitir nú Saradzhishvili-
stræti. Þannig varð nafn heims-
frægs rússnesks flugmanns að
víkja fyrir nafni Georgíu-söng-
vara, sem lézt skömmu eftir að
Sovétveldið komst á fót.
Götuskilta-stefnan.
Þessar breytingar eru táknræn
ar. Það er stundum talað um
,,götulandafræði“ þai- eystra, eða
bara „götuskiltastefnuna" það
orð heyrist oft í Mið-Evrópulönd-
um - og hún er því táknrænni
sem austar dregur.
Á Englandi er götunöfnum
varla breytt, í Frakklandi og
Belgíu er farið hóflega i allar
slíkar breytingar, en þær hafa
verið alltíðar i Þýzkalandi á
síðari tímum, enda ekki lítið
gengið á þar, svo sem 1918 (lok
síðari heimsstyrjaldar), 1933
(Hitler komst til valda) og 1945
(lok síðari heimsstyrjaldar). í
löndunum, sem til urðu eftir að
stórveldið Austurriki-Ungverja-
land liðaðist sundur voru nafna-
breytingar og eðlilega allmiklar.
Ekki verður sagt, að „götu-
skiltastefnan“ sé stefna sem
kommúnistar hafi fundið upp,
en það mætti kannske orða það
svo, að þeir hafi fullkomnað
hana. 1 löndum, þar sem komm-
únistar voru ekki við völd, en
nafnabreytingar áttu sér stað,
voru þær eðlilegar vegna breyt-
inga sem orðið höfðu, eins og
eftir 1918. Það var til dæmis
ekki von, að menn vildu una við
að götur væru áfram nefndar
nöfnum manna úr ættum kon-
unga eða keisara, sem sviftir
höfðu verið völdum. Um þetta
ríkti eðlileg og skynsamleg af-
staða, en þar sem kommúnistar
fara með völd speglast breyting-
ar á flokkslínunni í nafliabreyt-
ingum. Og er því oft ekki tjaldað
til langs tíma.
Tító-stræti
voru mýinörg.
Götur, sem báru nafn Titós,
voru um hríð sem mý á mýkju-
skán um öll fylgiríkin, en þau
hurfu undir eins og deilan kom
upp milli kommúnista í Júgó-
slavíu og Kominform. En Titó
var í góðum félagsskap, því að
Churchill-strætin sem voru all-
mörg í bæjum Tékkóslóvakíu,
fpijgu öpriur néfn í kalda stríð-
inu. Stúndum voru þau svo
nefnd eftir einhverjum lítt kunn-
um, véstrænum kommúnistum.
1 Búdapest var t.d. gata nefnd
Beloyani-stræti, eftir kommún-
istískum hryðjuverkamanni, sem
var tekinn af lífi í Grikklandi, og
götur voru nefndar eftir Rosen-
berg hjónunum, sem sek voru
fundin í Bandarikjunum um
njósnir fyrir kommúnista. Júgó-
slavar voru ekki lengi á sér að
gjalda líku líkt. í Belgrad fengu
Itauða hers stræti og Moskvu-
stræti ný nöfn og. Moskvustræti
í Zagreb hlaut nafnið Belgrad-
stræti.
Stalín-sræti og
Stalín-torg.
Valdhöfum Sovétrikjanna var
nokkur vandi á höndum eftir 20.
flokksþingið. „Persónudýrkun"
var bönnuð, en þrátt fyrir það
tókst ekki að útrýma þessum
nöfnum Stalíns allsstaðar. 1
októberbyltingunni í Ungverja-
landi losuðu menn sig við þau,
og Kadar hefur ekki árætt að
breyta til aftur. 1 Póllandi hurfu
þau þegar Gomulka komst til
valda. í bæjum Póllands voru
skilti með nafni Staiins seld sem
minjagripir. 1 Varsjá fékk Stalín
stræti nafnið Jerúsalem-stræti,
eins og það áður hafði heitið.
Þegar Rokossovsky marskálkur
varð að hypja sig varð Rokos-
sovsky-stræti Október-stræti —
vel geta menn lagt í það þann
skilning er þeir vilja, hvort átt
hafi verið við októberbyltinguna
í Rússlandi 1917 eða „október
Gomulka 1957“.
Eftir Iireinsunina
í fyrra.
1 Sovétríkjunum var að sjálf-
sögðu nauðsynlegt talið, að end-
urnefna allar Molotov. og Kagan-
ovish-götur o.s.frv.
1 Belgrad fékk Djilasar-stræti
nafn Svetozars Markovich, stofn-
anda socialistisku hreyfingarinn-
ar í Júgóslavíu.
Oft er það svo, að hinar tíðu
nafnabreytingar hafa valdið
ruglingi — fólki hefur reynst
erfitt að átta sig á þessum tíðu
breytiifgum — og heldur áfram
þrátt fyrir nýju götunöfnin að
nota þau gömlu. Stundum stafar
þetta af sinnu- eða áhugaleysi —
en stundum er það vegna grímu-
klæddrar vanþóknunar á rikis-
stjórnum, sem nota nafnabreyt-
ingar á götum sem vopn í barátt-
unni til áhrifa á almenning sér
og stefnu sinni til framdráttar.
„Léttið störfin“.
„Léttið störfin“ nefnist mjög
athyglisvert rit, sem Iðnaðar-
málastofnun Islands hefur sent
frá sér og fjallar um hagræð-
ingu vinnunnar.
í formála ritsins, sem er þýzkt
að uppruna, er m. a. komizt
svo að orði: „Það er margsann-
að, að sérhvert verk, sem mað-
urinn innir af höndum, er unnt
að gera bæði einfaldara og' létt-
ara með litlum tilkostnaði, ef
þeirri hlið málsins er rækilega
gaumur gefinn, þ. e. a .s. ef
gerð ef nákvæm verkathugun.“
Slíka athugun hafa þeir, sem
að útgáfunni standa, einmitt
framkvæmt og eru margar leið-
beiningar þeirra ásamt skýr-
ingarmyndum ómetanlega mjög
til fyrirmyndar.
Astæða er til að hvetja al-
menning til þess að verða sér
úti upi ritið, því að bættar
vinnuaðferðir koma öllum til
gcða. . -
„Fyrr var oft í koti kátt — krakkar léku saman.“ Þessar tvær
konur eru leilcsystur skáldsins frá Hlíðarendakoti, þær frú Ólöf
Ólafsdótíir og frú Guðríður Jcnsdóttir. — Styttan í baksým
Vegleg miiniingarathöfn
að Hlíðarendakoti.
Rangæingar minntusf Þorsteins skálds Erlings-
sonar á myndarlegan hátt.
SEft&S LMTÍjB s sælíilambs
7 i;,^!rp_
1 1 CXö , (
é ú-
--•-
Á laugardag efndi Rangæinga-
félagið í Reykjavík til minn-
ingarhátíðar austur að Hlíðar-
endakoti í tilefni þess að þann
dag fyrir 100 árum fæddist Þor-
steinn Erlingsson skáld.
Við þetta -tækifæri var af-
hjúpaður iminnisvarði, högg-
mynd af skáldinu, sem reist
var á stéinsúlu,'2já metrá hárrf.
Höggmyndina hafði frk. Nína
Sæmundsson listakona gert, en
súluna gerði Ársæll Magnússon
steinsmiður.
í þessu sambandi má geta
þess að komið hefur verið upp
afgirtu svæði, um 2 hekturum
að stærð í hlíðinni beggja meg-
in við Drífandafoss. Þar er hug-
myndin að gróðursetja skóg í
framtíðinni og verður staður-
inn nefndur Þorsteinslundur.
I'rátt fyrir erfið veðurskil-
y "' i var mannmargt á staðnum
og var talið að þar hafi verið
um -iUJ u'.anns. Meðal gesta var
forseti ís’anc’s, hr. Ásgeir Ás-
geirsson, i ' s skáldsins gat
ekki ksraiú :nn vanheilsu,
en hins vogar iru bövn hans
bæði, frú Svanhi u- og Erling-
ur læknir, þar vi Hdd
Hákon Guðmundt hæsta-
réttarritari sstti sarn . ■ iuna,
en ræður fluttu próf. Sý ... Aur
Nordal og Björn Þorsteinss:n
sagnfræðinguf, fcrmaður Rang-
æingafélag'sins. Síra Sigurður
Einarsson í Holti flutti Þor-
steinsminni, Sigurður Tómas-
son oddviti á Barkarstcðum og
Erlingur læknir, sonur skálds-
ins fluttu ávörp. Söngflokkur
Rangæingafélagsins söng undir
stjórn Kristjóns Krist(jánssonar,
en Sigurður Björnsson frá Hafn-
arfirði söng einsöng með und-
irleik Ragnars Björnssonar. —
Þorsteinn Ö. Stephensen leikari
las úr ljóðum Þorsteins Er-
lingssonar.
Dóttir skáldsins, frú Svan-
hildur, afhjúpaði minnisvarð-
ann.
Blómsveigur bargtjýJ.jlpfn-i
þessarar minningathátíðar -frá
Verkamannafélaginu D^sbíún
í Reykjavík.
Að athöfninn í Hlíðarenda-
koti lokinni bauð sýslunefnd
Rangárvallasýslu og Kauþfé-
lagið Þór á Hellu og Kaupfélag
Rangæinga til veglegs hófs þar
sem viðstaddir voru 120 manns.
Þar flutti forseti fslands hr. Ás-
geir Ásgeirssori ávarþ,- auk'
hans töluðu Ingólfur Jónsson
alþm., Björn Björnsson sýslu-
maður, er stjórnaði hófinu, Páll
1 Björgvinsson bóndi á Efra-
iHvoli, Björn Þorsteinsson sagp-
fræðingur og Erlingur Þor-
steinsson læknir.
Þess má geta að í stjórn Rang-
| æingafélagsins, sem hafði for-
ystu í þessu máli, eiga sæti þeir
Björn Þorsteinsson formaður,
Óli Pálsson, Ingólfur Jónsson,
>•
Guðmundur Guðjónsson og
Kristjánsson. í stjórn Þor-
; steinssjóðs eru þeir Hákon Guð
mundsson og Jón Árnason.
Nærfatnaöur
karlrnanna
og drengja
fyrirliggjandi.
I.H.MULLER
1