Vísir - 09.10.1958, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir.
Látið hann fœra yður fréttlr *s annað
iestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfn.
Sími 1-16-60.
Dagsbrún heidur fund í
Iðnó í kvöld kl. 8,3@.
Mesning h'siSlfi*úa á þing ASÍ cr iíl
t susuvisksa liúai fer frsans iibb> Eacl^ÍBia.
Verkamannafélagið Dags-
b:nn heldur fund í Iðnó í
kvöid kl. 8.30 og vcrður rætt
þ ir ,um kosningu fulltrúa á
þj.ig Alþýðusambands íslands.
LýSíæðissinnar í félá'ginu
búru , frarn kröfu um að efnt
ýrði til allsherjaratkvæða-
greiðslu í íélaginu um kjör
fulltrúanna, og- sá stjórn félags-
ins sig knuöa til að verða við
henni, þótt hún léti hins vegar
í veðri vaka, að of margir
þeirra 760 verkamanna, sem
undir kröfuna rituðu, væru
ekki í félaginu, en tilskilið er,
að fimmtungur allra félags-
manna styðji slíkar kröfur sem
þessa, til þess að stjórninni beri
skylda til að fara að þeim.
Félagið misnotað.
Það er aftur á móti mjög at-
hyglisvert, að stjórnin hefir
ekki stutt yfirlýsingu sína um,
að verkamennirnir væru ekki í
félaginu, neinum viðhlítandi
rökum, og vissulega væri það
Macmillan fer
til Blackpool.
! A
Avarpar flakhs-
Jfiaatjiti.
Adenauer og MacmiIIan rædd-
USt við í 3 klst. í gær.
M.a. ræddu þeir um frjálsan
markað og voru einhuga um að
hraða þeim málum. Framhalds-
fundurinn er í dag, en í kvöld
fer MacmiIIan til London og á-
varpar n.k. laugardag flokks-
þing Ihaldsflokksins I Blackpool.
Þar flutti McLeoud verkamála-
ráðherra ræðu í gær og sagði 2
af hundraði verkalýðsins atvinnu
lausa, en efnahagur landsins
væri traustur og stefna stjórn-
arinnar rétt. Hann kvaðst
trúaður á, að nóg atvinna yrði
aftur fyrir alla, er frá liði, þótt
atvinnuleysi kynni að aukast
eitthvað vetrarmánuðina. At-
Vinnuleysi kvað hann minna í
flestum löndum heims en Bret-
landi.
alvörumál, ef það sannaðist, að
miklum fjölda starfandi verka-
manna hér í höfuðstaðnum
væri synjað um félagsréttindi
í stéttarfélagi sínu. '
Að vísu er alkunna, að
kommúnistar, sem um langa
hríð hafa ráðið lögum og lofum
í félaginu, hafa hagnýtt sér
hvert tækifæri, er gefizt hefir,
til þess að beita félaginu fyrir
áróðursvagn sinn í stjórnmála-
baráttunni burtséð frá hags-
munum félagsmanna og þar af
leiðandi misnotað það á marg-
an og mismunandi hátt og orð-
ið talsvert ágengt frá kommún-
istiskum sjónarhóli. Þeim er
því mikið í mun að halda völd-
um í félaginu.
LýðræSissinnar
fjölmennið.
En í lýðræðisþjóðfélagi er
ekki hægt að una því ámælis-
laust, að komið sé í veg fyrir,
að vilji fólksins sjálfs fái að
ráða. Af þeirri ástæðu munu
verkamenn í Dagsbrún samein-
ast í baráttunni fyrir því, að
skoðanir meirihluta starfandi
verkamanna í Reykjavík móti
stefnu stéarfélags þeirra. Þeir
munu því starfa markvist að
því að hnekkja völdum komm-
únista í félaginu.
Lýðræðissinnaðir vérkamenn
fjölmenna á fundinn í kvöld!
Eoka þvær
Kendur sínar.
EOKA lét í gær dreifa flug-
miðum, til þess að neita á-
byrgð á morði á brezkri konu,
sem var önnur af tveim, sem
urðu fyrir skotárás í Nikosiu
fyrir nokkrum dögum.
Landstjórnin á Kýpur lýsti
þar næst yfir, að engar sannanir
væru fyrir, að EOKA hefði ekki
fyrirskipað árásina. Teldi land-
stjórnin, að EOKA hefði reynt
að þvo hendur sínar, er kunnugt
varð hvern hryliing morðið
hafði vakið um heim allan.
Ekki eru Libanlr einhuga enn.
Nærri helmingur þingheims and-
vígur Kassim.
Tuttugu og' átta þingmenn í
Líbanon af 66 hafa tilkynnt
Chehab forseta, að þeir muni
gTeiða atkvæði gegn trausti á
Eassim sem forsætisráðherra.
Chehab forseti hefur rætt
þessa ákvörðun við Kassim.
Chehab sneri sér til hans fyrir
nokkru og "bað hann taka að
Bér stjórnarmyndun. Er nú úti
Bll von um, að stjórnarandstað-
an sætti sig við hann. Hún hefur
fcigt blessun sína yfir allsherjar-
verkfall falangista, sem staðið
hefur á þriðju viku, svo að horf-
ur um innanlandsfrið eru miður
góðar, nú þegar bandaríski her-
inn flytur burt sem óðast. Hann
hefur raunar engin afskipti haft
af því, sem gerst hefur innan-
lands, enda ekki hans hlutverk
að láta til sín taka nema á land-
ið væri ráðist. Herflutningum
þeirra á að vera lokið fyrir mán-
aðamót, að því er Bandaríkja-
stjórn tilkynnti Chehab í gær.
Eiffel-turninn « París.
Vktor Smíth ...
Framh. af 1. síðu.
hafi legið í sjúkrahúsinu í viku
og hafi hún stundað hann. Hún
neitaði því aftur á móti, og liló
um leið, að um nokkurn sam-
drátt væri að ræða. Ilún hefði
aðeins sýnt Victor Smith þá
sömu alúð, sem hún rcyndi að
sýna öllum sjúklingum, er lagð-
ir væru inn á spítalann.
Aðspurð hvort hún ætlaði að
giftast í nánustu framtíð svar-
aði hún, að svo gæti auðvitað
farið þar sem hún væri orðin
27 ára, en það væri áreiðan-
legt að eiginmaðurinn yrði ekki
neinn Victor Sinith.
Þóra virtist taka öllu hjali
brezka sjómannsins um hjóna-
band mcð stökustu þolinmæði
og frekar vorkenna honum. En
hún tók það skýrt fram, að
lienni þætti miður j hvernig
hann segði söguna, þar sem cng-
inn fótur væri fyrir henni.
ELECTRA-flugvélin
komln fil landsins.
Sýningarflug í dag.
Lockheed ELECTRA farþega-
flúgvélm nyja kom til Kefla-
víkurflugvallar síðdegis í gœr
vestan um haf en var vœntan-
leg hingað til Reykjavíkur um
hádegisbilið.
Framleiðendur flugvélarinnar
hafa boðið allmörgum gestum til
hádegisverðar á Reykjavíkur-
flugvelli í dag, en að honum
loknum verður farið í sýningar-
flug yfir landið og er ráðgert að
ferðin taki uni eina klukku-
stund. Um 40 manns munu fara
með flugvélinni í þessa ferð.
Meðan flugvélin hefur við-
stöðu á flugvellinum mun fólki
verða leyft að skoða hana, en
þess má geta, að þar sem
um reynsluflug er að ræða, mun
innrétting liennar vera all frá-
brugðin því, sem áformað er,
þegar vélin verður notuð til
farþegaflutninga.
Isaenzka sveitín tefúr pp
onsrískttia stérmeisturum í síð
(istis uaiferð forrlðiðs.
í dag eða á rr.orgun verðm’
telfí í síðusíu umferð í forriðli
á Olympíiiskákmótinu í Mún-
chen, og rmn íslenzka skðksveit-
in þá lenda í hörðustu rauninni
frarn að jressu, er þeir tcíla
gegn bandarísku sveitinni, sem
er einna sterkust á þessu mcti,
skipuð stórmeisturimr.
Bandarísira liðið ■ er þannig
Reiínefsveiðai1
gan-gsa
Reknetaveiðar hér við Suð-
vesturland hafa gengið m.jög illa
að undanfömu og seg,ja sjónicnn
steindauðan sjó.
Bátar hafa samt yfirleitt stund
að veiðar þrátt fyrir allt, enda
verið blíðskaparveður og gæftir
eins og bezt verið á kosið. I
fyrra var sama sagan, þannig að
bátarnir drógu ekki bein úr sjó
að heitið gat og margir hættu þá
í október, en hófu veiðar að
nýju í nóvember og veiddu þá
vel fram til áramóta.
Að þessu sinni hafa bátar yfir-
leitt ekki hætt veiðum m.a. fyrir
þá sþk að búast má við erfiðleik-
um við að'fá menn á bátana aft-
ur, því eftirspurn eftir vinnuafli
er mikil við landvinnu.
Hinsvegar er langt frá að þessi
útgerð svari kostnaði eins og
sakir standa því afli bátanna er
yfirleitt frá 10 og uppí 50 tunn-
ur. Það þykir tíðindum sæta ef
bátur fær 50—60 tunnur í róðri.
Skáldkonan Mary Roherts
Rinehart er nýlega látin í
New York, 82 ára að aldri.
Þegar hún var 75 ára var
gizkað á, að selst hefði 10
milljónir eintaka af bókum
hennar. Hún skrifaði að
meðaltali eina bók á ári um
40 ára skeið. Maður hennar
stofanði bókaútgáfu til að
græða sem mest á bókum
konu sinnar.
jskipað: Reshewsky verður á 1.
borði og teflir á móti Inga R.
Lombardi á 2. gegn Guðmundi
Pálmasyni, Bisguier gegn Frey-
steini á 3. og Evans á 4. borði, c:i
á móti verður annaðhvort Ingi-
mar eða Arinbjörn. Varamenn i
bandaríska liðinu eru þeir Rosso-
limo og Kashdan.
Landar okkar hafa staðið sig
vel fram að þessu, en það má
vissulega telja-st gott, ef þeir
standa eitthvað í þessum Banda-
ríkjamönnum, sem allir eru stcr
meistarar, að einum undantekh-
um, Lombardi, sem þó er alþjóö-
legur skákmeistari og heims-
meistari unglinga í skák. Hann
og Rossolimo hafa komið hing-
að til lands, sá síðarnefndi
fyrir þrem árum, sem margir
munu minnast. Hann er Frakki,
sem gerzt hefur bandarískur
borgari.
Það þýðir ekki að vera alltof
bjartsýnn á frammistöðu okkar
manna í þessarri umferð, sagði
formaður skáksambandsins, Ás-
geir Þór Ásgeirssyni, í viðtali
við Vísi í morgun. Þetta banda-
ríska lið er sem sagt annað af
tveim sterkustu liðum á mótinu,
en hitt er lið Sovétríkjanna.
Bandaríkjamenn hafa oftast orð-
ið sigurvegarar á Olympíuskák-
mótum, 4 sinnum, þá koma Rúss-
ar, sem sigrað hafa þrisvar, Ung
verjar tvisvar og Pólverjar,
Júgóslavar og Þjóðverjar einu
sinni hver.
Lát páfa —
Frh. af 1. s.
og þegar, og er í fregnunum
getið helztu æviatriða hans, og
lokið á hann miklu lofsorði, en
ekki er hans getið í ritsijórnar-
greinum blaðanna, þar sem
prentun morgunþlaða var lokið
að mestu víðast, er andláts-
fregnin barst út um heiminn.
Engin byltingartilraun hef-
ur verið gerð í írak.
Frtftja frá síödtstjis í tjtcr ojaia
berletja Itatekki.
Stjórnin í írak liefur birt tU-
kynningn, þar sem því er alger-
lega neitað, að nokkur byltingar-
tilraun hafi verið gerð í land-
inu, en síðdegis í gær bárust
fregnir um það, að slík tilraim
hefði verið bæld niðnr, og' fjölda
margir Iiershöfðingjar, sem
fylffja Arafi að máluni og vilja
aðild að Arabíska sambandslýð-
veldinu, verið handteknir.
1 tilkynningunni segir, að
þessar fregnir hafi ekki við neitt
að styðjast, og inn Arafi er þess
sérstaklega getið, að hann hafi
alveg nýlega rætt við forsætis-
ráðherrann, Kassim, og viðræð-
urnar verið hinar vinsamlegustu,
en hann var í sumum fregnum
talin hafa verið settur í fangelsi.
Arafi var fyrir skömmu leystur
frá störfum sem varaforsætisráð-
herra og skipaður sendiherra í
Vestur-Þýzkalandi, og er, eftir
þessum seinustu fregnum að
dæma, a.m.k. ófarinn frá Irak.
Fregnirnar um byltingartil-
raunina voru frá nágrannalönd-
um Iraks, en í Irak hefur að und-
anförnu verið mjög strangt
fréttayfirlit, og hafi einhver fót-
ur verið fyrir byltingarfregnun-
um, hefur stjómin í hendi sér að
banna allar fregnir, þar sem að
slíku er vikið.