Alþýðublaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 24. okt. 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson llaðamenn: Björgvin Guðmundsson eg Loftur Guðmundsson tuglýsingafetjóri: Emilía Samúelsáóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 , Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Bók B]srna Sæmundssonar u m fiskana íjósprentaB Norska sveitamennskan ÞJÖÐVILJINN hefur ver- ið fáorður um úrslit þing- kosninganna í Noregi, en í gær víkur hann að þeim nokkrum. orðum. Greinin er eftir íslenzkan námsmann, sem heitir Jón Thor Haralds son ng kvað læra sagnfræði í Ósló, vafalaust' greindur og duglegur piltur, en eitthvað pólitískt skrýtinn. Hér skal komiðáíramfæir skýringum hans á úrslitum, norsku kosn inganna. Þær eru í meginat- riðum tvær, og hin. fyrri hljóðar orðrétt á þessa lund: „Úrslit kosniganna munu nú flestum ; íslendingum kunn. Fé'lagar vorir komm- únistar töpuðu 30 prósent af atkvæðamagni sínu, og sýnir það eitt með öðru sveita- mennsku Norðmanna. Úr- slitin eru annars status quo ante bellum. Engar veruleg- ar breytingar urðu á valda- skipun Noregs. Verkamanna flokkurinn situr að völdum næstu íjögur árin.“ Þar með er það mál af- greitt hvers vegna norsku kommúnistarnir fóru hall- oka í kosníngunum. En eftir er að útskýra sigur Alþýðu- flokksins, og Jón Thor Har- aldsson er ekki í neinum vandræðum með slíkt smá- ræði. Hann segir — og enn orðrétt: „Útlendingur hefur að sjálfsögðu mjög svo takmark aða möguleika til að henda reiður á innanlandsmálum hér. En eitt atriði er þó snar- ari þáttur í sigri Verka- mannaflökksins en margan grunar. Borgaraflokkarnir eiga sern sé engan þann per- sónuleika, sem jafnast geti á við Gerhardsen. Sá almenni Norðmaður virðist tæpast geta hugsað sér annan for- sætisráðherra. Þetta er að ýmsu leyti skiljanlegt. Norska þingið hefur alltaf verið einstaklega Ieiðinlegt, enda virðist norskur almenn ingur hafa megnustu ótrú á öllu, sem nefna mætti glæsi- lega ræðumennsku. Gerhard sen er fljúgandi gáfaður maður —- um það ber öllum saman. Hann verkar á fólk eins og góður, óbyrgðar- þrunginn eldri frændi, sem einhvern veginn hefur villzt út á refilstig stjórmálanna, en vill þó öllum allt hið bezta. Þar við bætist svo út- spekúleruð ósvífni — beinar lygar og grófar ýfejur segir Gerhardsen í sama rólega, föðurlega róm.“ Þannig útskýrir þessi til- vonandi sagnfræðingur stjórnmólaþróunina í Nor- egi. Norðmenn eru svo mikl- ir sveitamenn, að þeir vilja ekkert með kommúnista hafa. Stjórnmálamenn þar í landi eru einstaklega leiöin- legir og geta ekki haldið ræður með árangri nema einn — Einar Gerhardsen. Persónudýrkunin á honum er hins vegar slík og þvílík, að hann kemst upp með „út- spekúleraða ósvífni“, enda mælir hann „beinar lygar og gróflegar ýkjur“ af munni fram eins og faðir sé að tala til barna. En hann gat orðið átrúnaðargoð af því að hinir eru svo litlir karlar! Norska sveitamennskan reyndist ekki Alþýðuflokkn- um alvarleg hindrun. Hann reis upp gegn gömlum siðum og aldagrónum venjum og fylkti liði í morgunsári nýrr- ar aldar. Þá var þó Einar Gerhahdsen enn ekki kom- inn til sögunnar, en samt vann norski Alþýðuflokkur- inn hvern sigurinn af öðrum og réði brátt úrslitum með þjóð sinni. Afrek hans eru ekki eins manns verk, þó að mjög hafi urn það munað, að annar eins maður og Ger- hardsen valdist til forustu. En hann vann ekki trúnað og traust Norðmanna með „beinum lygum og gróf- ýkjum“ eins og Jón Thor- Haraldsson gefur 1 skyn. Norski Alþýðuflokkurinn hefur látið verkin tala, og Einar Gerhardsen ér fyrst og fremst maður athafnanna, þó að hann kunni vel að koma fyrir sig orði. Og norska sveitamennskan er sannarlega ekki til að for- sm'á. Norðmenn eru í fylk- ignarbrjósti menningarþjóða heimsins. Þeir eru aðd'áunar- verðir sveitamnn. Eitt er enn athyglisvert í á- minnstri Þjóðviljagrein: Jon Thor Haraldsson kallar norsku kommúnistana „fé- laga vora“, er hann skrifar samherjunum hér heima. Og ætli íslenzka sveitamennsk- an segi ekki til sín við tæki- færi? Askrittasfmar blaðsins eru 14900 og 14901. „LANDIÐ OKKAR“, ritgerðasafn eftir Pálnia Hannesson, rektor, kemur út í dag á vegutn Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þá kemur önnur bók frá útgáfunni í bókaverzlanir í dag, en það er Ijósprentun á bók Bjarna Sæmundssonar, ,.Fiskaruir“, önnur útgáfa aukin. Sú bók var fyrst gefin út árið 1926 en hef- ur verið ófáanleg á bókamarkaðinum síðan fyrir stríð. Þeir Gils Guðmundsson, fram 'kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs, og Helgi Sæ- mundsosn, formaður Mennta- m'álaráðs, ræddu við blaða- menn í gær um útgáfutsarf- esmina. Ritgerðir Pálma Hann- essonar eru gefnar út í heiðurs- skyni fyrir 20 ára störf Pálma heitins í Menntamálaráði. Flest ar ritgerðirnar eru skrifaðar á árunum 1930—1945 en sumar síðar. Gils Guðmundsson, Guð- mundur Thorarensen og Jón- Eyiþórsson s’áu um útgáfuna.’ Sdðar kemur út önnur bók eftiv Bjarni Sæmundsson Pálma. Verða það ferðasögur, dagbókarblöð og úrval úr skóla ræðum hans við Menntaskól- ann í Reykjavík. Af efni bóka.r- innar mætti nefna: Frá Móðu- harðindunum, Síðueldur, Árið 1783, Hungurvakan, Seinustu dagar Skálholts, Skoðanir er- lendra manna á íslandi fyrr og nú, Askja, Um jarðelda og ís- land, íslenzk mold, Landið okk ar, íslandslýsing Jónasar HaU- grímssonar, Fjallið Skjaldbreið ur, Nokkrrr fræðimenn, Lesið í bolla, Á skíðum, „Ef et betra telk“, Eldgosið á Krakatá, Eld- gosið á Martinique og Um lífið, eðli þess og uppruna. — Bókin er 308 biaðsíður, auk formála eftir Gils Guðmundsson. .,FISKARNIR“. „Fiskarnir“ eftir Bjarna Ssé-’ mundsson fjailar um íslenzku fiskana og eru þar taldar 130 -tegundir, sem fengizt hafa hér við.land innan 400 m;, dýptar- "línu. Ritið er 528 síður, aúk for mála 26 bláðsíður, með 226 ■myndum, Ritinu.fylgir litpernt; að kort, er sýnir fiskimið, sjáv- ardýpiöí grunn og ála umhverí- is strendur Íandsins. Loks er 80 bls. viðauki eftir Jón Jónsson,, fiskifræðing. prýddur 20 mynd, um. Er þar að finna ýmsar upp iýsingar, er kunnar urðu eftir að Bjarni skrifaði bók sína. — Hvejum ættbálki fiskanna, ætt 'og ættkvísl, fylgja greiningar- lyklar til leiðbeiningar fyrir þá, er vilja nafngreina fiska, sem þeir þekkja ekki. Auk þess er mynd af hverri fisktegund til samanburðar. Veitir bókin þ\« fróðleiksfúsum sjómönnum tækifæri til þess, aðspreyta sig á að nafngreina fágæta fiska, er þeir veiða. Alls komu út á sínum tíma þrjú bindi í bókaflokki Bjarna um íslenzk dýr. „Fiskarnir“ er fyrstabókin, enihinar, „Fuglarn ir“ og „Spendýrin“ munu koma út síðar hjá Menningarsjóði, enda einnig uppseld. ALLS 19 BÆKUR Á ÁRINU. Alls mun Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs gefa út 19 bæku.r á þessu ári. Auk fyrrnefndra tveggja bóka, eru áður komnar út Kalevala og Mæðrabókin, sem báðar hafa selzt vel. Félags bækurnar koma út í byrjun næsta mánaðar. Þá eru tvær aukabækur ókomnar á markað- inn. Það eru Saga íslendinga, 9. bindi. Landshöfðingjatímabilið, sem verður sjötta bókin í út- gáfu þesasri. Þá kemur út ljós- prentuð Saga íslendinga, 5. bindi, sem er uppselt, þrátt fyr- ir stórt upplag. Þau sex bindí, ÍL' "J:.. 1. Pálmi Hannesson f sem út eru komin, fjalla um tímabilið 1500—1903 og fást öll, þegar 5. bindi er komið ut aftur, ljósprentað. Eftir er að fá menn til að rita um tímabil- ið fyrir 1500, enda þeir Árni Pálsson og Barði Guðmundsson, sem samið hafði verið við, báðir látnir. Að lokum er eítir að ganga frá því, hver eigi að rita um tímabilið 1903—1918, en það verður sennilega síðasta bindið. Fimmíugur í dag: r * ■ ÐAGBJARTUR BJARNA- SON. Barónsstíg 59 er fimm- . tugur í dag. Hann er Stokks- eyringur, sonur Jóhönnu Hró- bjartsdóttur frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi og Bjarna Grímssonar frá Óseyrarnesi, ’ sem var einn af kunnustu for- mönnum og sjósóknurum fyrri tíma frá Stokkseyri og úr Þor- lákshöfn. Dagbjartur stundaði sjóróðra í æsku sinni frá Stokks eyri, en fór síðan á vélbáta. Þá var það vegur nær allra æsku- manna að gerast sjómenn, að minnsta kosti austur þar. Síð- ar fór Dagbjartur á síld og á tog ara .og sigldi með skipstjórun- um Vilhjálmi Árnasyni og Sig- urði Guðbrandssyni, en þeir voru báðir austanmenn. Um 1932 réðst Dagbjartur á verzlunarskipin, og var fyrst og fremst hjá Skipaútgerð ríkisins á Súðinni, Eisju og Heklu. Var hann þriðji, annar og fyrsti stýrimaður á þessum skipum í samfleytt tuttugu ár. Árið Í952 hætti hann á sjónum og gerðist verkstjóri í landi við fyrirtæki bræðra sinna í byggingaiðnað- inum, en síðar gerðist hann með eigandi í þéim og einn af stjórn endunum. Kvæntur er Dagbjartur Að- alheiði Tryggyadóttur og eiga þau þrjú mannvænleg börn. Elzti sonur þeirra hefur notið al'hliða menntunar í verzlunar- fræðum og er hánn nú verzlun- arstjóri á Þingeyri. Dagbjartur Bjarnason er hinn ágætasti drengur og hvers manns hugljúfi. Þúsundir manna kynntust honum meðan hann var stýrimaður á hinum ýmsu skipum Skipaútgérðar rík isins, og munu allir ljúka upp einum munni um það að varla hafi þeir fyrir hitt annað eins lipurmenni, en margt kemur til greina í viðskiptum starfs- manna skipanna og þá fyrst og fremst stýrimannanna og þeirra sem njóta fyrirgreiðslu þeirra. Alltaf var Dagbjartur boðinn og búinn til að leysa úr vanda, sem að höndurn bar, og þá fór hann sannarlega ekki í mann- greinarálit. Dagbjartur ætlaði sér að lík- indum að hafa sjómennskuna að.ævjstafri, en atvikin höguðu því svo að hann gerðist land- Dagbjartur Bjarnason krabbi á miðjum aldri. Grunu'r minn er sá, að hann hafi í fyrstu kunnað landvistinni illa, enda breytingin mikil fyrir þá, sem alltaf hafa verið á sjónum, en hann mun innan tíðar haía sætt sig við orðinn hlut, og nú unir hann vel landvistinni. Við, sem erum vinir og kunn ingjar Dagbjarts, sendum hon- um í dag hugheilar heillaóskir með kærum þökkum fyrir gam- alt og gott. V.S.V. y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.