Alþýðublaðið - 10.11.1957, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1957, Síða 3
Sunnudagur '10. nóv. 1957 Alfrýgubla S I S 3 EG IIELD aS nú liggi fyrir al- Jiingi frumvarp til nýrra bif- reiða- og umferðarlaga. Mikið hefur verið rætt um það, að nauðsynleg't sé að leyfa haekkun á ökuhraða í kaupstöðum og úti á þjóðvegum. Ég hef í sannleika sagt aldrei áttað mig á þessum kröi'um. Ég er svo einfaldur að halda að því hraðar sem ekið er því minna sé öryggið og þvi erfiðara að forðast slysin, en sérfræðingar hafa jafnvel látið annað álit í ljós. ÉG VIL EKKI deila um þettá. Ég kann ekki einu sinni að stýra bií'reið. En fyrir framan mig liggur skýrsla. frá öðrum íönd- um um þetta mál og hún virðist sta'ðfesta skoðun mína og af- sanna - það, sem jafnvel um- feröarmálaneíndir og sérfræð- ingar hafa hal-dið fram. aDnir hækkuðu hámarkshraða sinn fyrir einu eða tveimur árum. Það br ásvo við tafarlaust að slysum fjölgaði um allan helm- ing. Nú cru þeir að hugsa utn að lækka hámarkshraðann aft- ur. FVKSTA SEPTEMBER síð- astliðinn gekk í gildi í Vestur- Þýzkalandi nýr hámarkshraði. Var ákveðinn í Öllum byggðum 50 km. hámarkshraði á lclukuu- stund. og var hann lækkaður að mun. Skýrslur liggja nú fyrir um afleiðingarnar í september- mánuöi, fyrsta mánuðinum, sem nýju reglurnar giltu. Slysatalan hefur lækkað um 27,3 af hundr- aði miðað við septembermánuð 1956. Sú staðreynd blasir nú við Þjóðverjum, að það sem ekki er hægt að fá fram með upplýsinga starfi er hægt að ná á þann ein Hámarkshraðinn og slysahættan Reynsla Dana og Vestur- Þjóðverja tekur af öll tvímæli. Fyrirspurn um mismun- andi verðlag í búðum falda hátt að draga úr hámarks- hraðanum. ÉG HELD að þetta ætti að nægja. Hér eru vegir miklu verri og erfiðari, ekki aðeins utan bæjanna, heldur en í öðr- um löndum. Auk þess brjóta menn mjög reglurnar. Við eig- um að minnsta kosti ekki að hækka leyfðan hámarkshraða. Það ætti reynsla annarra þjóða að kenna okkur. KONA SKRIFAK: „Mér er sagt, og það mun vera rétt, að verðlagseítirlit sé nú og hafi verið síðustu mánuðina miklu strangara en áður. Um það er ekki nema gott eitt að segja, enda er strangt verðlagseftirlit eina verndin, sem við getum fengið gegn okri á nauðsynjum heimilanna. En af þessu tilefni langar mig til að spyrja hvernig á því getur staðið, að verðið er svo misjafnt, sem raun er á á sömu vörum í verzlununum. NÝLEGA FÓR ÉG í búðir að urif um upp- eisn Ungverjaiands „THE IIUNGARIAN REVOLUTION“ nefnist sérstætt og merkilegt sögurit, sem kom út í London á^ársafmæli ung- versku uppreisnarinnar. Er það safn heimilda um viðburð- ina á Ungverjalandi þá þréttán daga fyrir ári síðan (23. októ- ber — 4. nóvcmher 1956) sem með miklu mcira sanni má segja, að hafi skekið allan heiminn meðan þeir voru að líða, en þeir tíðu dagar rússnesku byltingarinnar fyrir fjöiut.u árum, sem John Reed skrifaði um endur fyrir löngu. Um nokkurn höfund þessa heirnildarits um sögu ung- versku uppreisnarinnar verður naumast talað. En ágætur rit- stjóri, ameríski sagnfræðingur- inn og blaðamaðurinn Melvin J. Lasky, hefur safnað heim- ildum og raðað þeim saman með þeim hætti, að lesarinn lif- ir alla hina örlagaríku og dramatísku víðburði ungversku uppreisnarinnar á ný, e.ins og þeir væru að gerast í dag. Skipt ast þár á fréttaskeyti og frá- sagnir erlendra blaðamanna, sem voru sjónarvottar að við- burðunum og fundasamþykkt- ir, flugblöð, útvarpsfréttir og útvarpsávörp þeirra, scm með lífið að veði tóku þátt í upp- reisninni, og hinna. sem að lok- um kæfðu hana í blóði. Innan um allt þetta koma svo í réttri tímaröð undirtektirnar, sem ungverska bvltingin fékk er- lendis í blöðum frelsisunnandi flokka og manna vestur í Evr- ópu og Ameníku, níð ráðstjórn- ' arblaðanna um hana austur í Moskvu og umræður og sam- þykktir sem gerðar voru um hana á þingi Sameinuðu þjóð- • anna vestur í New York. Eirin kaflinn heitir „Peking, Reykja vík, Bornbay, Warsaw . . .“ og er um undirtektirnar þar. Engu er glevmt, ekki einu sinm skeyti Halldórs Kiljan Lax- ness til Bulganins. Sögulegan formála með þessu frábæra heimildarsafni skrifar brezki sagnfræðingurinn Hugh Seton-Watson, prófessor í rúss- neskri sögu við háskólann í London, og eftirmála, sem rek- ur raunasögu kúgunarinnar á Ungverjalandi síðan upreisnin var bæld, skrifar franski rit- , höfundurinn Francois Bondy. ! Alþjóðafélagsskapur frjálsra ' menntamanna, sá, sem „Erjáls | menning" er ein greinm af, stóð að útgáfu ritsins. j Bók þessi er svo stór (318 | þéttprentaðar blaðsíður í stóru j broti, auk ljósmynda), að ekki er líklegt, að hún verði þýdd á íslenzku. En þeir, sem ensku 1 iesa og efni hafa á að afia sér bókarinnar ættu að verða sér úti um hana fyrir allra hiuta sakir. leita að kjólaefni. Ég fór búð úr búð og rakst nokkuð víða á ná- kvæmlega sams konar efni. En verðið var svo misjafnt, að undrum sætti. í einni búðinni kostið nietrinn hundrað og sjö- tíu krónur, síðan fór verðið lækkandi eftir búðum — og loks rakst ég á þetta sama efni í búð og þar kostaði metrinn hundrað tuttugu og átta krón- ur. Þar keypti ég mér í kjólinn. ÞETTA ER ekkert einsdæmi. Það eru jafnvel til efni, sem mundar hundrað krónum á metranum eftir búðum. Þetta skil ég í sannleika sagt alls ekki. Ekki getur munað svo miklu á innkaupum. Erlend fyrirtæki munu ekki hafa svona dagprisa á efnum sínum. Líklegast er meira að segja, að sami erlendi aðilinn selji efnið allt og likast til sami íslenzki heildsalinn. Getur þú, Hannes minn, gefið mér skýringu á þessu?“ NEI, ÞVÍ MIÐUR. Það get ég ekki. En ef til vill eru eðlilegar skýringar á þessu, þó að ég þekki þær ekki. Ég hef einmitt heyrt húsmæður tala um það að nauðsynlegt sé að fara búð úr búð og leita fyrir sér áður en þær kaupa. Hannes á horninu. Nýkomið Molasykur Kakaó, Cornflakes (Kell- oggs, Cheereos, Ota). — Ötkerbúðingar (Romm o§ Royal gerduft í dósum. Þingholsstræti 15. Sími 17283. Daglega nýbrennt og malað kaffi kr. 11,— pk. Ufsa og þorskalýsi í V2 flöskum beint úr kæli. Indriðabúð Þingholsstræti 15. Sími 17283. fyrir alla í fjölskyldunni. Toledo Fischersu'ndi. Sími 14891. Laugavegi 2. Sigurður Ólason Hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14. Sími 15535. Viðtalst. 3—6 e. h. SALA ~ KAUP , Höfum ávj»lli fyririiggj- ' andi flestar tegundir bif- reiða. Bílasalan Hallveigarstíg 9 Sími 23311. | Leiðir allra, setn æ ':ia «5 kaupa eða selja I i B 1 L liggja til okkai Bílasalan Klapparstíg 37. Sími 19032 Áki Jakobsson og Kristján Eirfksson hæstaréttar* og héraði dómslögmenn. ef vanda skal verkið, Málflutningur, innheimta, samningagerðir, fasteigna- og skipasala. * pV OT T A LÖ G Undraefni til allra þvotta. TERSÓ er merkið, Samúðarkort Siysavarnaíélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- (rarnadeildum um land allt. f Reykjavík i Hannyrðaverzl- uninni í Bankastr. 6, VerzJ Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur og f skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd 1 síma 14897. Heitið á Slysavarnafé- 'agið. — ÞaO bregst ekki. — Málflutnlngur Innheimta Samningagerðir Mólflutningsskrifstofa Vagifs E. Jónssonar Austurstræti 9 NÝJAR TEGUNDIR af dökkum og ljósum handklæðum. Margar stærðir. Verð við allra hæfi. Verzlunin Snót Vesturgötu 17. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Húsnæðb- mfðlunln, Vitastíg 8A. Sími 16205. Sparið auglýsingax o§ hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæðí tU leigu eða ef yður vantar húsnæði Minningarspjöld Ð. A. S. fást hjá Happdrætti DAS. Austurstræti 1, sími 17757 — Veiöarfæraverzl. Varðanda, sími 13786 — Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs- vegi 52, sími 14784 — Bóka verzl. Fróða, Leifsgötu 4 simi 12037 — Ólafi Jóhanns- syni, Rauðagerði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 39. Guðm. Andréssyni gullsmið, Laugavegi 50, sími 13769 — 1 Hafnarfirði í Pósthúsinu. sími 502ff7. ónnunurt allskonar vatna- oa bttalagnlr. Hitalagnir sJ. Símar: 33712 03 1289». KAUPUM prjónatuskur og vað- málstuskuT hæsta verCi. Álafoss, Þingholtsstrætl J. / NNHEIMTA LÖö FRÆ. ■Dl’STÖJir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.