Alþýðublaðið - 10.11.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.11.1957, Blaðsíða 4
4 Alg3ý8ub>la%i3 Sunnudagur 10. nóv. 195J Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna. Ritstjórar: Unnar Stefánsson. Auðunn Guðmundssomo emmtileg ÐySfi P. OísSason flyffi ávarp. Vilhjálmur 5. Vil* iiijaimsion saps ira tyrsiu arum teiapms og élafur FriSriksson tnælfl hvaíningarorS III æskufólks FUJ bauð eldri félögum sínum og þingmönnum flokks- ins og nokkrum öðrum til samsætis í Iðnó. uppi, •og hófst það áður en aðalsamkoman. Þar fluttu ræður: Jóhann G. Möller, for- maður félagsins, Gylfi Þ. Gísla -son rnenntamálaráðherra, rit- ari Alþýðuflokksins, sem flutti ávarp fyrir hönd Alþýðuflokks ins, og Björgvin Guðmundsson, formaður SUJ. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sagði frá fyrstu árum félagsins. Ölafur Friðriksson flutti brýn- ingarávarp til ungu manna'nna, Gylfi Þ. Gíslason <tg Sig. Guðmundsson, for rnaður skemmtinefndar las upp fjölmörg skeyti og afmælis- Þ.veðjur, sem fé’aginu höfðu fcorizt. Af skemmtiatriðum er vert o.ð geta um ágætan söng þeirra C-uðmundar Guðjónssonar og Kristins Hailssonar. Sungu þeir hvort tveggja, einsöng og tvísöng og var þeim forkunn- £i’ vel tekið. Á danslciknum á eftir koniu fram ýmsir skemmtikraftar, m. E. söngvarinn Óli Ágústar og tíansparið Sæmi og Lóa, þau sýndu rock og síóðu síðan fyrir simennu bunnyhoppi. Tvær Jiljómsveitir léku fyrir dansi, ídjómsveit Gunnars Ormslevs r;eð Hauk Morthens og vakti ísöngur hljómsveitarinnar mikla -aihygli. Hin hliómsveitin kom fram í fyrsta skipti og „sló í gegn“ etns og sagt er. má fullyrða að t;ún eigi framtíð fyrir sér. ftljómsveitinar og sö’ngvararn i~ og dansþarið áttu sinn þátt í því að gera skemmtunina á- rægjulega og skemmti fólk sér tdð bezta til kl. 2 um nóttina. Jóhann G. Möller formaður PUJ sagði frá stofnun félags- ins og rakti sögu þess í stuttu rnáli. Stofnendnr félagsins, sagði Jchann, voru æskumenn. ' sem vildu róttækar breytiugar þióðskipulaginu, þjóðskipu- í-agi, þar sem menn bjuggu við fatækt, atvinnuleysi, lélega skólalöggjöf og öryggisleysi. i „Félagið hefur á þessuin þrjá | tíu árum barizt ötulli baráttu \ji\' framgangi sc.^'alismans og alltaf veríð tryggt köllun sinni. Siðan sagðist Jóhann vera þeirrar skoðunar að jafn aðarstefnan eigi sízt minna' er indi til manna nú en fyrir þrjá. tíu árum. Síeína félagsins hef- ur löngun verið sú, eins og stendur á einum stað í lögum, félagsins að. vekja áhuga al- þýðuæskunnar fyrir mikilvæg- ustu viðfangsefnum alþýðunn- ar og grundvallaratriðum sósía lismans í samræmi við stefnu- ! skrá Alþýðuflokksins. Um gildi þessara samtaka unga fólksins innan flokksins verður ekki ef ast og Jóhann vitnaði í orð Jóns Baldvinssonar um að félög ungra jafnaðarmanna eigi að ver skóli fyrir ungt fóik, sem þroski það til þess að taka við forustunni í hinum ýmsu grein um samtakarrna. Þess er að vænta, sagði for maðurinn að lokum, að FUJ megi skipa öndvegi í samtök- um æskulýðsins og að því megi auðnast að færa alþýðu þessa lands margar verðskuldaðar hagsbætur. Til þess þurfum við, ungir jafnaðarmenn, áð táka höndum saman í barátt- unni fyrir framga'ngi jafnaðar- stefnunnar og sýna það að við séum verðugtr arftakar braut- ryðjandanna. VERTU TRÚR ÆSKU- DSAUMUM ÞÍNUM. Gylfi Þ. Gíslason flutti FUJ beztu árnaðaróskir frá Alþýðu flokknum og taldi FUJ eiga miklu hlutverki að gegna, sér- staklega, í því að fhalda hug- sjónum jafnaðarstefnunnar á loíti og minna hina eldri á þær hugsjónir, sem tengja saman allt Alþýðufipkksfólk. Gyifi sagði síðan frá starfi F.U.J. á æskuárum sinum og gat um þá venju sern þá hafi «# ,Að lokum kvað Gylfi Þ. Gísla son ósk sína ungum jafnaðar- mönnum til handa felast í heilræði Schiller er hann segir: Vertu trúr æskudraumum þin- um. Björgvin Guðmundsson flutti félaginu heillaóskir frá Sam- bandi ungra jafnaðarmanna. Hann gat þess, að það hefði einmitt verið FUJ í Reykjavík, er hefði haft forgöngu um stofn un SUJ og alla tíð síðan hefði það verið stærsta sambandsfé- lagið. B.jörgvin ræddi um þýð- ingu æskulýðsstarfsins og nauð syn þess að auka það- og efla sem mest. Kvað hann nauðsyn legt að efla FUJ í Reykjavík verulega fyrir næstu bæjar- stjcrnarkosningar, svo að félag ið gæti orðið Alþýðuflokknum veruleg stoð í kosningunum og sagði í lok ávarpsins, að bezta afmæiisgjöíin er félagarnir gætu fært félaginu á 30 ára af mælinu væri sú, að strengja þess heit að starfa betur en áð ur, svo að félagið gæti orðið voldugt og sterkt í þeirri orr- ustu er Alþýðuflokkurirm ætti fyrir höndum þar sem væru bæjarstjórnarkosningarnar í janúar n.k. Vlhjólmui' S. Vilhjálmsson, ritari í fyrstu stjórn félagsins og aðalhvatamaður stofnunar- innar sagði frá fyrstu árum fé lagsins. Hann sagði sögur frá Björgvin Guðmundsson verið við liði að íélagar söfnuðu saman sögum af merkum stjórn málamönnum. Sagði Gylfi nokkra slíkar sögur, til dæmis um Jón Baldvinsson og Chur- chill. Ólafur Friðriksson þeim árum, er stúlkumar komu á fundinil með kaL.'i- könnurnar að heiman og pilt- arnir keyptu kaffipakkana. Hann sagði að ekki mætti of- þakka sér og félögum sínum fyrir að stofna félagið „vecka lýðsæskan og þörfin hafi bein- línis knúið unga fólkið af al- þýðuheimilunum tii þess að mynda með sér félagskap11. Vilhjálmur sagði síðan frá sögulegri jarðarfcr þegar einn FUJ félaganna var jarðsettur og rifjaði upp sögulega atburði frá sínum árum. Hann lauk máli sínu með hvatningu til núverandi FUJ, félaga um að þeir gleymi ekki skyldu sinni við verkalýðinn og alþýðuheimilin. Ólafur Friðriksson kvaddi sér hljóðs og ræddi um hlut- verk FUJ. — Brýndi liami fyr- ir FUJ félögum nauðsyn þess að safna ungu fólkinu saman undir merki jafnaðarstefnunn- ar — það er hlutverk æskufólks ins að sannfæra þjóðina með skeleggum áróðri um góðan málstað jafnaðarmanna — því að meiningin er að Alþýðu- flokkurinn ráði þessu landi: Jóhann G. Möller formanns FUJ í Reykjavík. í DAG eru liðin þriátíu ár frá þeim merkisdegi, er alþýðuæskan batzt sínum fyrstu félagssamtökum. Félag ungra jafnaðarma'nna var formlega stofnað í Kaupþings- salnum hinn 8. nóvem- ber 1927. — Með félags- stofnuninni var náð merkum áfanga í baráttu jafnaðarstefnunnar og þá hófst það starf, sem síð- an hefur staðið óslitið. Starf félagsins hefur aðallega verið tvíþætt. í fyrsta lagi er félaginu ætlað að veltja áhuga æskufólks á jafnaðar- stefnunr.i, sýna fram á hvernig' megi með full- tingi hennar leysa þau vandamál, sem ætíð steðja að, og' í öðru lagi, að halda uppi heilbrigðu og þroskandi félagslífi, og með því að skapa grundvöll viðkynningar og opna æskufólki leið til að vinna að sínum málum. Frá upphafi hefur félagið gengizt fyrir málfundum, þeir hafa yfirleitt verið vel sóttir og gefið góða raun. Skemmtifundir og dansleikir hafa verið haldnir öðru hvoru og sumarferðalög félagsins hafa tekizt mjög vel. Félag ungra jafnaðarmanna hefur frá upphafi markað sér braut milli öfgastefnanna, og þó meðalhófið sé oft vandratað, hefur félaginu tekizt að sneiða hjá yfirborðs lýðræðisskrumi kommúnista annars vegar og auðvalds- skipulagi afturhaldsins hins vegar. Úr röðum félags- manna hafa komið margir skeleggir baráttumemi og nægr þar að benda á hina yngri þingmenn flokksins. Engum blandast hugur um, að Félag ungra jafnað- armanna hefur tekizt í nánu samstarfi við Alþýðuflokk- inn að koma fram merkilegum áföngum í félagslegri og menningarlegri baráttu alþýðuæskunnar, en betur má ef duga skal, og verkefnin eru ótæmandi. Félag ungra jafnaðarmarma hefur alltaf verið hugsjónasinnaður fé- lagsskpur og fyrr eða síðar næst það háleita takmark að sameina æskufólk undir merki hans. Og þess er að vænta, að ungir jafnaðarmenn rísi upp á þessum merku tímamótum öflugri en nokkru sinni fyrr í fullvlssu um göfugan málstað. JÓHANN G. MÖ'LLER. Alþýðuflokkurinn á að ráða þessu landi, sagði Ólafur Frið Viksscn með áherzlu. Alþýðu- flokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem til þess er hæf ur. Atvinnurekendavald Sjálf- stæðisflokksins getur það ekki. Framsóknarflokkurir-'n nær ekki til fólksins í bæjunum og Rússar mega ekki stýra þessu landi í gegnum kommúnista. Viðhorfin eru önnur í dag en í öndverðu, sagði Ólafur Frið- riksson fóikið sællegra og mynd arlegra nú en þegar Alþýðu- flokkurnn var stofnaður. Al- þýðuflokkurinn hefur nú kom- izt yfir erfitt tímabil deyfðar og ósamlyndis innbyrðis og gengur nú heill fram til mikilla sigra. „ Upp með unghreyfing- una, upp með Félag ungra jafn- aðarmanna í Reykjav'íksagðiÓl afur Friðriksson og allir tóku undir orð hans með ferföldu húrrahrópi. FUJ barst mörg skcyti í til- efni afmælisins m. a. frá Hafn arfirði, Alþýðuflokki Kcflavik- ur, Kvenfélagi Alþýðuflokks- ins í Rcykjavík og í Hafnar- firði, Vcrkakvennafél. Fram- sókn, Alþýðubiaðinu og frá Baldvini Jónssyni, Soffíu Ingv arsdóttur, Erlendi Þorsteins- syni, Magnúsi Guðbjörnssyni og Magnúsi P. Bjarnasyni. FUJ í Reykjavík gefur út afmælisrit í tilefni af 30 ára afmæli sínu svo sem venja hefur verið um stórafmæli félagsins. Ritið hefst á af- mæliskveðju frá Eniil Jóns- syni, formanni Alþýðuflokks ins. Gylfi Þ. Gíslasona menntamálaráðherra skrifar um ríkisstjórnina og efna- hagsmálin. Þá er ávarp frá núvcrandi formanni FUJ og annað frá Björgvini Guð- mundssyni, formanni SUJ.. Eggert G. Þorsteinsson skrifar grein, sem hann kall ar Trúir jafnaðarstefnunni. Jón P. Emils skrifar um kjördæmaskipunina. Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson er grein um fyrstu ár félagsins og Sigurður Guðmundsson; skrifar grein um Alþýðu- flokkinn og jafnaðarstefn- una.. Þá er einnig í ritinu kveðja frá Akranesi eftir Hilmar Hálfdánarson, for- mann FUJ á Akranesi og enn má nefna kafla úr bók Djilasar, er kallast: „Hin nýja yfirstctt í ríkjum kommúnismans.“ Ritstjóri afmælisritsins er Björgvin Vilmundarson. —*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.