Alþýðublaðið - 10.11.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.11.1957, Blaðsíða 8
8 ~rwn r Sunnudagur 10. nóv. 1957 Alþýgublaglg Þar sem sambandsstjórnin hefur ein völdin, hefur hún veitt svertingjum réttindi á borð við hvíta menn. í landher, flugher og flota landsins eru þeir jafn réttháir til hvaða starfs og tignar sem er. Kpþéffavandamá!ið Framhald af 7. síðu. 1900 var aðeins rúmur helm- ingur svertingja í þessum hér- uðum talinn vera læs og skrif- andi. Arið 1940 var tala svert- ingjabarna, sem stunduðu gagn- fræða og menntaskólanám í þessum ríkjum 255,000, en 10 árum síðar voru þau orðin 300 000 — og nú er tala þeirra áætluð vera um 360 þúsund. Nú eru um 160,000 svertingjar við haskólanám vestan hafs. r EIGA MARGA AF- BURÐA.MENN. Þrátt fyrir það, að kynþáttur svertingja í Bandaríkiunum á tiltölulega stutta sögu að baki sér þar í landi, hafa þeir þó auðg( áð menningu og listir landsins svo að um munar. Þeir hafa til dæmis eignazt fjölda rithöfunda og skálda, sem teljast mjög framarlega í flokki slíkra lista- manna ba’idarískra. S'ama máli gegnir um málaralist og þó eink um höggnyndalist, enda hafa þeir þótt skara fram úr í þeirri listgrein. Má það kannski rekja til þess, að útskurður og högg- myndagerð heíur verið mikið iðkuð meðal þióðflokka Afríku, allt frá alda öðli. Úr því að minnst er á listir svertingjanna, þá má helidur ekki gleyma tón- list þeirra, og h-afa margir beztu tónlistarmenn Ameríku, taæði söngvarar, tónskáld og hljóð- færaleikarar verið svertingjar. Á sviði leiklistar hefur hlut- ur þeirra irðið merkilega stór, og í íþróttum hafa þeir skar- að fram úr í mörgum grein- um. Það dylst engum, að það er erfitt og seinunnið verk að bæta fyrir eyðiieggingu á auðlegð náttúrunnar í gegnum aldir og áratugi, með of einhæfum rekstri í landbúnaði suðurríkj- anna, sem átti rót sína að rekja til fávizku og sérhagsmuna, og þótt seinlegt sé að urpskapa efnahagskerfi heils landshluta, sem byggður err tugum mill. íbúa, er þó enn seinunnara og erfiðara að gjörbreyta lífsvenj- um og hugsunarhætti fólksins, uppræta hatur og rótgróna for- dóma. Ennþá eru meðalárstekj- ur manna í suðurríkjunum um 30 af hundraði lægri en annars staðar í Bandaríkjunum. Qg eitt ^r víst að þeir, sem ekki þurfa eð búa við eða hugsa um þessi mál, eiga erfitt með að gera sér rétta grein fyrir því, hve eríið þau eru úrlausnar. Atiglýsið 1 AlbvðuhlaSitiu ENN MIKIÐ OUNNIÐ. Á undanförnum árum hefur mikið áunnizt í réttindamálum ^svertingja í Bandaríkjunum, j bæði á sviði stjórnmála, at- ■ vinnumála og menningarmála, enda þótt ’rpikið sé óunnið enn,- Hití er mést um vort aö nú er , unnið af kappi að því að ráða I bót á mistökum fyrri tíma, og að rödd velviljaðra og réttsýnna manna má sín meira en áður. Og alveg eins og íbúar annarra landshluta áttu sinn þátt í því að skapa það vandræðaástand, sem ríkt hefur í suðurríkjun- um, þannig taka þeir nú einnig þátt í því að finna lausnina og koma henni í framkvæmd. AÐ undanförnu hafa þessi sxil og þau átök, sem komið 1 hafa tii út af þeim, mjög bor- . ið á góma í fréttum. A ég þar j einkum við atburði þá, sem átt : hafa sér stað í borginni jjittle Itock í Arkansasfylki, en þar j hugðist fylkisstjórinn koma í I veg fyrir, að framfylgt y.rði úr skuröi sambandsdómstóls um ! að börnum svertingja skjddi heimilt að sækja skóla hvítra manna. Kallaði hann út heima- varnarlið fylkisins til þess að varna börnum blökkumanna inngöngu í gagnfræðaskóia borgarinnar. Þessar aogerðir Orval Faubus fylkisstjóra voru. auðvitað skýlaus óhlýðni vio fyrirmæli sambandsdómstól- anna og þar með brot á ákvæo- um síjórnarskrárinnar. Lét hann sér hvergi bregða við að- varanir forsetans, sem að lok- um neyddist til þess- að senda vopnaðar sveitir úr landhern- um til þess að framfylgja úr- skurði dómstólanna: í Arkansasfylki er það orðin hefð að fylkisstjórinn gegni ekki embætti lengur en tvö kjörtímabil, og er síðara kjör- tímataili Faubus senn að ljúka. Hann sér því fyrir endalokin á pólitískum ferli sínum, sern honum líkar hið- v-ersta og hyggst því gera þetta vio- kvæma mál að æsingarefni, sem hann geti notað sé.r til pólitísks framdráttar og sem afsökun fyrir bví að hann bjóði sig fram til fylkissrjóra- embættis í þriðja sinn, gagn- stætt allri hefð og venju. Er hér því um að ræða eitt af her- brögðum og múgæsingaaðferð- um hinna ábyrgðarlausu tæki- færissinna meðal stjórnmáþa- manna, sem áður um getur, Qg er þetta jafnframt glöggt dæmi um það, hve lausn þessara mála á erfitt uppdráttar í syðstu hlutum Bandaríkjanna. En það skal heldur enginn ætla að end anleg lausn þessara mála fáist átakalaust og án fórna, og þeir, sem fyrir réttindum svertingja berjast, óska heldur ekki eftir kyrrstöðu um þau mál, því helzt er árangurs að vænta á meðan þau eru til almennrar umræðu og almenningur hefur áhuga á lausn þeirra. Það er einnig vert að minnast þess, að hvarvetna þar sem til ein- hverra átaka hefur komið að undanförnu um réttindamál svertingjanna, þá hafa þeir að lokum farið með sigur af hólmi þeirra er siðferðilega sterkur og sýnir það bezt hve málstaður og. jafnframt að almenningsálit ið og allur þorri valdamanna stendur þeim að baki. Þórður Einauson. vantar 1. jan. næstk. að Mötuneyti Reykja- nesskóla við Isafjarðardjúp. — Uppl. í síma 24256 eða á skólastaðnum. Skólastjóri. Verð kr. 10.00 Dregið 1. des. 1957 — Sími 15025. Munið að lvver seldur miði er steinn í byggingu félagsheimilisins. HAPPDRÆTTI Félagsheiinilis ICépav©gs Vinningar: 1. Fokhelt hús kr. 130.000.00 2. Byggingarlóð og teikning kr. 10.000.00 3. Flugfar Rvík—Osló—Rvík. Loftl. 2.910.60 Flugfar Rvík-London-Rvík. Flugfél. ísl. 2.855.00 5. Ferð Rvík-K.höín-Rvík. Gullfoss 2720.00 Eini sjálfblekungurinn með sjálf-fyllingu . . . Brautryðj andi í þeirri nýjung er Parker 61, vegna þess ao hann einn af öllum pennum er með sjálí-fyllingu. Hann fyllir sig sjálfur — eins og mvndin sýnir, með háræðakerfi á fáum sekúndum. — Oddinum er aldrei difið í blekið og er hann því ávallt skínandi fagur. Til þess að nú sem beztum árangri við skriftir, notið Parker Quink í Farker 61 penna. V©rð: 61 Heirloom penni: Kr. 866,00. — S-ett: Kr. 1260,00. yérð: 61 Heritage penni: Kr. 787,00. —- Sett: Kr. 1102,00. Eþjkaumboðsmaður: Sigurður II. Egilsson, P. O. Box 233 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.