Alþýðublaðið - 10.11.1957, Qupperneq 9
Sunnudagur 10. nóv. 1957
Alþýðublaðlð
9
JþrÓTTIr) (ÍÞROTTÍR J CiÞRÓTTÍr) CÍÞRÓTTÍr) ( ÍÞRQTTiRv
FYRIR nokkrum dögum sá
ég í Alþýðublaðinu skrá yfir
frjálsíþróttaafrek 1957, og vil
ég af þeim sökum scnda þér
nokkrar athugasemdir (leiðrétt
ingar í nokkrum tilfellum of
sterkt), þar sem mér er nokkru
um að kenna að haía ekki í
tæka tíð sent þér þær tölur
héðan að ncrðan, sem til
greina kæmu á slíkri skrá:
Ath. 100 m. Evnar F:rím.
11,3 (ef það er tími E.F. úr tug
þr. ísl.móts á Ak. þá meðv.)
1000 m. viðbót: Otto Tulinius
KA 2.57,8 (11/6).
Ath. 3000 m. hindrun, Bergur
H. 10.02,4, en Jóh. Bérnh. gef-
ur upp 10.09,4, ósamrænii.
110 m. grind Sig. Bj. 15.9.
Ingvar 16.4, ef tírnar úr tug-
þr. Á Ak. þá ólögl. v.v. Leifur
■ 16.4 einnig ólögl. á Ak., en
sami tími lögl. í Rvk Is. Há-
stökk: Pétur, Ingvar, Hörður,
' allir 1,72 á Ak. í tugþr. ólögl.
(strangt tekið) vegna hvass-
viðris varð að snúa okunum
út í gryfjuna. Stangarst.: Við-
bót: Einar Helgason UMSE 3 21
• (gestur í tugþr. Ak.móts. 3.10
hafa einnig náð Ing. Hermanns,
Þór og Eiríkur Sveins. KA.
Kúluvarp: Úlfar Björnsson
14,34 ólöglegt, kastað í halla á
Laugum. Fimmtarþraut: Ingi-
mar Jónsson 2058 ó að vera
2038.
Varðandi leiðréttingu þessa
vegna kúluvarps á Laugum t.
d. dettur mér í hug hve mikil
ónákvæmni hefur ætíð verið
verið í þessum árlegu afreka-
skrám, og á ég þar við, að
teknir hafa verið með árangr-
ar, sem náðst hafa á íþrótta-
völlum, sem mjög hæpið er að
séu löglegif vegna halla.
A. Án efa eru allir lang-
stökks- og þrístökks-árangrar á
Laugum ólöglegir, strangt tek-
ið eru stangarstökksárangrar
það líka, þar sem ólöglega
mikill halli er á atrennu-
braut og þá hafa slíkpr ár-
angrar verið látnir fljóta með
þar sem stökkift sjálft er ekki
undan halla(?)
B. Völlurinn í Keflavík hef-
ur verið hin mesta krossgáta,
þar hafa þeir Einar Frímarms-
son og Friðleifur Stefánsson
náð árangri á heimsmæli-
kvarða á hallandi braut, en
róltasiðunnl
tekinn hefur verið á afreka-
skrá stökk annarra, stokkin
niður sömu brekku, t. d.
Högni Gunnl. 6.49 1955, hvort
tvegSja sama sumar. Er hægt
að stökkva úr tveim áttum að
þessari gryíju, eða hvað veld-
ur þessu ósamræmi?
C. Hvað um íþróttavöll
Strandamanna, ætíð hefi ég
verið vantrúaður á árangur
þe-irra (þóít ljótt sé að hugsa
slíkt).
Um árangra sem komnir
eru inn í Afrekaskrá ísl. frá
upphafi og við vitum að eru
ólöglegir, t. d. þrístökk Guðm.
Árnasonar, Sigl. 13.94 I roki,
og langstökk Tómasar Láruss.
I á E'ðum 6.89, einui’g' í méð-
j vindi, er cnnur saga og þyrfti
j endurskoðunar við.
Það sem ég mf.ina með
bessu rabbi mínu er þao, að
full nauðsyn or á bví,.að rann
sakað sé nákvfemlega hvað
vellír eru fvlliiega löglegir og
1. Jafnvel að skráðir verði
I. flokks og II. flokks vellir.
2. Ennfremur er nauðsynlegt
að statistikkerar hafi nokkurs
kcnar félag með sér og beri
! saman skrár sínar áður en
heildarskrá er gefin út.
3. Á: leg statistikk sé aukin
í t. d. 20 beztu. Mér er það
1 kunnugt af fjölda dæma hér
að það hefur gífurleg áhrif á
íþróttamennina að sjá nafn
sitt meðal hinna beztu á ís-
landi.
4. Statisstikkin á ekki áð
vera leyniskjal 4-5 manna
niðri í skúffu, heldur á að
nota hana til áróðurs fyrir í-
þróttina til þess að örva áhuga
keppenda með því að sýna
þeim „hvar þeir séu staddir í
því“, eins hitt að gefa fólkinu,
áhorfendum meiri skilning
á því, hvað sé góður árangur.
Varðandi 2. lið að statistikk-
erar beri saman skrár sínar
dettur mér 1 hug ruglið 1950,
þegar út komu 2 afrekaskrár,
sc-m greindi á um mjög mörg
úrslit, annars vegar FRÍ-hand-
bókin og hins vegar Árbókin.
Íþróttasíðan þakkar ,S.tatis-
tiker“ bréf hans og er honum
sammála í flestum atriðum, en
til að forða misskilningi hvað
viðvíkur afrekaskárnni í AI-
þýðublaðinu á dögunum, þá
skal það tekið fram, að hún er
alveg óendurskoðuð, enda
kemur greinarhöfundur með
afrek, sem komast þar með og
vonandi geta fleiri bætt bar ein
hverju við.
Á SUNNUDAGINN léku
Norðmenn landsleik í knatt-
spyrnu við Búlgara í Sofia,
en sá leikur var liður í undan-
keppninni í HM í knattspyrnu.
Norðmenn voru mjög hrifnir
af leik Búlgaranna og' sögðu
leik þeirra gæddan miklu hug-
myndaflugi, hraða og frábær-
um samleik. Norsku landsliðs-
mennirnir voru anzi daufir í
dálkinn, er þeir lcomu til bún-
ingsklefanna, sagði fréttamað-
ur „Arbeiderblaðsins" í Osló,
þetta eru hreinir atvinnu-
menn, sagði Odvár Moen, einn
of forustumönnum, norska
knattspyrnusambandsins. Það
er ekki til neins fyrir okkur að
leika á móti svona góðu liði,
sagði hann enn fremur, þeir
eru allt of sterkir, við kunnum
Eins og kunnugt er, fóru íslandsmeistarar F H í keppnisför til
Vestur-Þýzkalands í byrjun síðustu viku. Hpfnfirðingarnir léku
sinn fyrsta leik s.l. miðvikudag gegn Bergdorf í Hamborg.
Úrslit urðu þau, að F II sigraði eftir jafnan lcik með 19:15.
,. Má það kallast góð byrjun.
n erlendis
ekki nógu mikið í knattspyrnu
og getum ekki haldið okkar
mönnum í slíkri æfingu, se-m
þess'ir leikmenn eru í.
Formaður norska knatr-
spyrnusambandsins, Aksel W.
Floor, sagði, að norska lands-
liðið kynni að tapa án þess að
taka slíkt of hátíðlega, en 0:7
er of mikið.
'En hvernig fer leikurinn við
Ungverja í Búdapest? spyr
blaðamaðurinn. — Við skulum
fyrst átta okkur á þessu tapi,
áður en farið er að ræða um
næsta leik, sagði Odvar Moen.
— Kennske skiptum við um
menn í liðinu, sagði hann enn
fremur.
Við vinnum bara í Búdapest,
sagði þá háðfuglinn Harry
Kure.
En sannleikurinn er sá, að
norskir knattspyrnumenn
kvíða fyrir leiknum við Ung-
verja, þó að vitað sé, að þeirra
lið er ekki sterkara en Búlg-
arska landsliðið.
Norski blaðamaðurinn sagði,
að norska liðið hefði verio
frekar lélegt, sérstaklega fram
línan, sém var mjög ósamtaka
í áhlaupum sínum.
ÓVÆNTUSTU úrslit var
fyrsta tap Juventus gegn Lane
rossi, en 2 leikjum var frestað
á sunnudaginn, Genoa-Aless-
andria og Udinese-Sampdoria.
Hér er taflan:
Atalanta—Padova 1—1, Bo-
logna—Roma 0-—0, Inter—Ve-
rona 1—0, Lanerossi—Juvent-
ur 2—1, Lazio—Fiorentina 2—-
2, Napoli—Spal 2—0, Torino—-
Milan 3—2.
Juventus 9711 16— 9 15
Napoli 9 6 1 2 27—12 13
Fiórentina 9 5 2 2 17— 9 12
Roma 9 4 4 1 11— 6 12
Lanerossi 9 4 2 3 11— 7 10
Framhald á 11. síðu.
Þeir, sem vilja fylgjast með landsmálum,
þurfa að lesa utanbæjarblöðin —
Akureyrar
ísafj
arðar
Vestmannaeyja
Siglufjarðar
Norðfjarðar
B L O Ð I N
OLUIURNINN VIÐ ARNARHÓL
Dslaif í Gasstöð
fil niðurrífs.
1. Stöðvarhúsin og kolaskúra ásamt tækjum,
þar á meðal gasmælum, gasofnum, leiðslum
og öðru tilheyrandi.
2. Gasgeymi.
3. 2 rafmagnsmótora.
4. Stórvirk olíukyndingartæki.
Nánari upplýsingar veitir gasstöðvarstjórinn. —
Ti'lboð skulu send skrifstofu borgarstjóra fyrir 1.
desember næstk. Verða þau opnuð þar hinn 4.
desómber næstk. að viðstöddum bjóðendum.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík,
5. nóvember 1957.
Tilboð
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis mánu-
daginn 11. þ. m. kl. 1—3 að Skúlatúni 4.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði.
Söluuefnd varnarliSseigna.
Ellefu mel í sumar; sigruðu flmm
landskeppi.
i
FRAMMISTAÐA finnskra
frjálsíþróttamanna s.l. sumar
var alveg sérstaklega góð, m.a.
voru sett 11 ný finnsk met á
sumrinu, landslið keppti gegn
fimm þjóðum og sigraði í öll
skiptin, þrír Finnar hlupu und-
ir heimsmeti í 1500 m hlaupi í
sama hlaupinu, fyrsta finnska
,,draummílan“ sá dagsins ljós
og Finnar sigruðu þrjár þjóðir
í landskeppni unglinga, þ.e.
Austur-Þýzkaland, Svíþjóð og
Noreg.
Heimsmetið í 1500 m. var ekki
nema einn sólarhring í höndum
Finna, því Jungwirth náði sín-
um 3:38,1 mín, daginn eftir.
Það var Olavi Vuorisalo, sem
náði draummílutímanum, sami
maður setti glæsilegt met í
tveggja mílna hlaupi 8:38,8 mín,
sá þriðji bezti, sem náðst hefur.
Bezti finnski frjálsíþrótta-
maðurinn í sumar var samt
Jorma Valkama, sem varð þriðji
[ í langstökki í Melbourne. Hann
stökk lengst í sumar 7,74 m. og
meðaltal hans, 10 beztu stökk.
er hvorki minna né meira en
! 7,64,5 m. Valkama er við nám
í USA, eða sama skóla og stang-
| arstökkvarinn Landström, Mic-
ihigan háskólanum. Hann ætlar
i að æfa undir leiðsögn banda-
! rískra þjálfara í vetur og búast
menn almennt við, að hann
stökkvi yfir 8,00 m. næsta sum-
ar.
Aðrir Finnar á heimsmæli-
kvarða eru hlauparavnir Hell-
sten og Rekola, þrístökkvariim
Rahkamo, grindahlauparinn
Mildh, stangarstökkvarinn ■
Landström og marabonhlaupar-
| arnir Kotila og Oksanen. Það er
I enginn vafi á því, að Finnar eru
bezta frjálsíþróttaþjóð Norður-
landa og líklega eru það aðeins
Rússar og Pólverjar, sem eiga
jafnbetri frjálsíþróttamenn í
Evrópu.