Alþýðublaðið - 10.11.1957, Page 12

Alþýðublaðið - 10.11.1957, Page 12
FJöísóltur afmæiisfapatíur FUJ í Reykjavík Hátt á annað hundrað manns sóttu fagnaðinn AFMÆLISFAGNAÐUR Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í fyrxkvöld tókst vel og var fjölsóttur. Sóttu fagnað- inn hátt á annað hundrað manns. Meðal gesta voru mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ritari Alþýðuflokksins, Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur, einn aðalstofnandi fé- lagsins og Ólafur Friðriksson rithöfundur, höfuðbrautryðjandi jafnaðarstefnunnar á Islandi. Gunnar Erlendsson og hljóm- sveit Gunnars Ormslev, en söngvari með henni var Hauk- ur Morthens. Tvö skemmtiatr- iði voru meðan á dansleiknum stóð. Sæmi og Lóa sýndu Rock og Bunnyhop. Var mikið fjör í dansinum. Eélaginu bárust mörg heilla- óskarskéyti og voru þau lesin upp á hátíðinni. Hátíðin hófst með sameigin- legri kaffidrykkju. Jóhann G. Möller formaður FUJ setti hátíðina með ávarpi. Þá var söngur. Kristinn Halls- son og Guðmundur Guðjónsson sungu við undirleik Fritz Weiss happels. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, ritari Al- þýðuflokksins flutti félaginu kveðjur Alþýðuflokksins og þakkaði félaginu störfin á liðn um þrem áratugum í þágu AI- þýðuflokksins og jafnaðarstefn unnar. Björgvin Guðmunds- son, formaður Samhands ungra jafnaðarmanna flutti félaginu heillaóskir sambandsins. Auk þess tóku til máls Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Ólafur Frið- riksson. FJÖRUGUR DANS. Að loknum ávörpum og skemmtiatriðum uippi'hófst dans Hljómsveitir voru tvær: hljóm sveitin Rondo en söngvarar með henni voru Óli Ágústar og í FRÉTT blaðsins um kjör fulltrúa íslands í Norðurlanda áð fyrir nokkru féllu niður nöfn fulltrúa þeirra, er efri deild kaus, vegna mistaka. Kjörnir voru í efri deild Bern harð Stefánsson og Sigurður Bjarnason. Nafn eins fulltrúa niðurj öfnunarnefndar Reykja- víkur misritaðist í blaðinu í gær. 1 fréttinni stóð Sigurður Þorbjörnsson en átti að vera Sigurbjörn Guðbjörnsson . Fundur Alþýðuflokks félags Hafnarfjarð- ar annað kvöld ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnai-fjarðar heldur al- mennan félagsfund anna'ö kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Sti-andgötu. Til umræðu veða atvinnumálin. Framsögu maður verður Guðmundur Gizurarson forseti bæjarstjórn ar. Flugvöllurinn við Raufarhöfn verði öruggur lendingarsfaður fyrir síldarleitarflugvélar. Frá aðalfundi Fisltifélagsdeildar Reykjavíkur. AÐALFUNDUR Fiskifélags- deildar Reykjavíkur var hald- inn í Fiskifélagshúsinu s. 1. fimmtudagskvöld. Á fundinum voru rædd ýmis málefni sjáv- arútvegsins og voru ýmsar til- lögur samþykktar. Nokkrar þeix'ra fara hér á eftir: „Með tilliti til þess að margs- konar gerviefni í veiðarfæri eru nú komin á markaðinn og miklar breytingar fyrir hönd- um á ýmsum veiðarfærum, tel- ur fundurinn nauðsynlegt að Fiskifélagið hlutist til um, að hin nýju efni og veiðarfæri séu reynd eftir því sem við verður komið og Fiskifélagið gefi skýrslu um það hvernig þær prófanir og tilraunir hafa geng- ið.“ Órvalslið Suð-Vesfurlands keppir við Bandaríkjamenn í körfuknatlleik Endanleg niðurröðun í liðið fer fram annað kvöld. FRIÐUN HRYGNINGA- SVÆÐA. „Fundurinn samþykkti að mæla með algerri friðun til- tekinna hrygningarstöðva þorsksins fyrir öllum veiðar- færum. Verði friðunarsvæðin og frið unartíminn ákveðinn með lög um, að fengnum tillögum Fiski félags íslands og áliti fiski- fræðinga.“ FLUGVÖLLUR FYRIR SÍLDARLEITARFLUG- VÉLAR. „Þar sem reynslan hefur sýnt, að æskilegt er að hafa bækistöðvar síldarleitarflug- vélanna sem næst síldarmiðun- um, skorar fundurinn á Fiski- þingið að beita sér fyrir því, að flugvöllurinn við Raufar- höfn verði stækkaður veru- lega, svo að þar sé öruggur lendingarstaður fyrir síldarleit (Frh. á 2. síðu.) EINS og skýrt var frá í blað- inu fyrir skömmu, kom liingað íil landsins í s. 1. mánuði banda i-íski íkörfuknattleiksmaðurinn John A. Norlander, sem hefur samfleytt í mánaðartíma æft ís lenzk lið í körfuknattleik. Hann kom hingað til landsins á vegum í. S. í. og Reykvískra félaga, sem leggja stund á þessa íþrótt. Hinn 13. þ. m. mun Nor- lander halda héðan heim til Bandaríkjanna. I kveðjuskyni við hann verður efnt til keppni í körfuknattleik annað kvöld, sem fer fram í íþróttahúsi Í.B. R. að Hálogalandi og hefst keppnin kl. 8,15. TVEIR LEIKIR. Keppni þessi fer þannig fram að úrvalslið S.-Vesturlands mun leika tvo leiki við úrvals- lið Bandaríkjamanna frá Keflavíkurflugvelli. í liði Bandaríkjamanna er vitað um a. m. k. 2 leikmenn, sem hafa hlotið titilinn „All American“ vestan hafs, en sem kunnugt er eru það einungis hinir hæfustu sem eru valdir í þann hóp. Vitað er því, að lið þau, sem leika n. k. mánudagskvöld verða skipuð vel völdum liðs- mönnum. Engu að síður er gert ráð fyrir, að íslenzku liðin munu veita Bandaríkjamönn- unum harða keppni. Úrval S.-V. lands hefur verið valið af þriggja manna sem hr. Norlander átti í og skipa þessir menn nefnd, sæti liðin: Birgir Örn Birgis (Ármann), v. bakvörður. Friðrik Bjarna- son (IFK), h. framherji. Geir Kristjánsson (Körfuknf. GOSI) h. framherji. Guðmundur Ge- orgsson (GOSI), h. bakvörður. Gunnar Jónsson (KR) v. bak- vörður. Gunnar O. Sigurðsson (GOSI), v. bakvörður. Helgi Jóhannsson (ÍR), miðfram- herji. Helgi Jónsson (ÍR), v. framherji. Hjálmar Theodórs- son (IKF) v. framherji. Ingi Framhald á 2. síðu. Kennsla hefst aflur í Reykjavík í fyrramálið. KENNSLA hefst í fyrra- málið í barnaskólum og skól- um gagnfræðastigsins í Reykjavík samkvæmt stiinda- skrá. Er það nú ákveðið í sam ráðv við heilbrigðisyfirvökl- in. Það skal tekið fram vcgna fyi-ii-spurna, að kennsla liefst einnig í Skóla Isaks Jónsson- ar í fyri-amálið. Sunnudagur 10. nóv. 1957 A fkastamikil vél. Þessi feikistóra vél getur Prafið, flutt og losað 30 tonn af mold í einu. Vélin lætur samt vel að stjórn, enda vökvastýrð. Hámarkshraðinn er 22 mílur á klukkustund. Vélin hefur verið flutt út um allan heim frá framleiðendum, Euclid, Ltd. Ljósmyndasýning F. Á. opnuð í gærdag Á sýningunni eru 214 svart-hvítar myndir FÉLAG áhugaljósnxyndara opnaði í gær Ijósmyndasýn- ingu í Listamannaskálanum 214 svart-hvítar myndir eru á sýn ingunni, auk þess verða sýndar þar á 3. hundi'að listskugga- myndir. VIÐ opnun sýningarinnar flutti Hjálmar R. Bárðarson á vax-p, en Gunnar Thox'oddsen opnaði sýninguna með ræðu. Á sýningunni eru sýndar 182 svart-hvítar myndir eftir 89 íslenzka höfunda auk list- skuggamynda sem sýndar verða á kvöldin. í félaginu er ítalskur maður, signor Cesai’e Fiorese, sem dvalið hefur um ársskeið hér á landi, er hann frá Feneyjum og hefur haft milligöngu um að útvega 55 myndir sem nýstofn að félag áhugaljósmyndara þar eiga, eru þær sýndar á þessari sýningu, auk þess er sýnt þar 15 mynda farmyndasafn frá Þýzkalandi sem FÍAP (Alþjóða samband áhugaljósmynclai'a) hefur haft milligöngu um að útvega. Sem stendur eru 2 far myndasöfn Félags áhugaljós- myndara úti í löndum á vegum FIAP. Þetta er önnur sýningin sem FÁ heldur, en sú fyrri var hald in fyrir 3 árum og voru þá sýndar tæplega 100 myndir, Uppsetning myndanna er vel a'f hendi leyst og væntanlega verður mikil aðsókn að sýning unni. Mennfaskólanemar á Laugarvalni vilja ekki að skólinn verði flultur að Skálholti. Mótmælatillaga þar um komin fram á alþingi. MENNTASKOLANEMEiNDUR á Laugarvatni hafa gert samþykkt til að nxótmæla þeiri'i tillögu, sem frani hefur komið> á alþingi, að flytja Menntaskólann frá Laugarvatni til Skál- holts. Samþykkt menntaskólanem- eixdanna er svohlióðandi: Varð óviljancli vini sínum að bana — skaut síðan sjálfan sig í örvœntingu SORGLEGUR atburður átti sér stað fyrra sunnudag í Lindesberg í Svíþjóð. Tveir menn, 48 ára gamall verk- stæðisfoi'maður og 58 ái'a gam- all samverkamaður og vinur hans fundust háðir skotnir til bana í skógai'laut. Höfðu þeir fai'ið saman út í skóg til þess að reyna nýja byssu, sem þeir ætluðu að nota á elgaveiðum næsta dag. Að öllum líkindum hefur öðrunx þeirra skrikað fótur og skot riðið úr byssunni í hinn, og sá fyrrnefndi síðan í örvæntingu skotið sjálfan sig. þe'm árangri, að eiginkona Báðir þessir menn láta eftir annars þeirra kom að þeirn sig eiginkonur og börn. - Þeir voru báðir félagar í sama skotfélagi og ætluðu þá er slysið varð að reyna nýja byssu. Reyndu þeir byssuna við skotspæni í skógarrjóðri og voru bersýnilega á heimleið þaðan, þegar voðaskotið hljóp úr byssunni. Um kvöldið ætluðu þeir á fund í skotfélaginu, en er þeir komu ekki þangað, var þeirra saknað. Leit var hafin með föllnum hvorurn við annars h'ið. Hafði annár þeix-ra fengið kúlu í andlitið, en hinn í hjartastað. Var þetta rétt hjá hsimilum þeirra. Rannsókn leiddi í Ijós, að atburðurinn hafi átt sér stað með þeim hætti, sem að fram- an greinir, og að hinn síðar- nefndi hafi skotið sjálfan sig í hi'einni öi'vílnan. Þeir voru báðir mikils metnir menn og trúnaðarvinir. „Fundur haldinn í Mími, nemendafélagi Menntaskólans pð Laugarvatni, 6. nóvember 1957, lýsir sig andvígan þeirrí tillögu, sem komið hefur fram á Alþingi, að flytja Mennta- skólann að Laugarvatni til 'Skálholts. Einnig skorar fund- urinn á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir því, að hrað að verði byggingaframkvæmd- um við skólann, en þær hafa nú legið niðri í nokkur ár. Vít- ir fundurinn harðlega það tóm læti, sem ríkisvaldið hefur hefur sýnt þessum málum.“ GAILLARD og Macmillan munu hittast í París á næst- unni. Er talið, að slíkur fundur hafi verið ákveðinn, áður en Macmillan fór til fundar við Eisenliower á dögunum. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.