Alþýðublaðið - 04.12.1957, Síða 3
Miðvikudagur 4. des. 1957
Alliýðublaðið
3
Alþýðublaöiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingast j óri:
Ritstj órnarsím ar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusírai:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarss'on.
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6.
1 4 9 0 0.
Alþýðuhúsið.
Prentsmiðja Alþýðublaðs ins, Hverfisgötu 8—10.
Stefnan í utíuiríMsmáhun
SÓSÍALISTAFLOKKUPJNN hefur haldið flokksþing i |
Reykjavík undanfarna daga. Hafur þingið vafaiaust átt úr
vöncíu að ráða. um ályktanir í' ýmsum rr.álúm, þegar velja
hefúr þurtt á miili ábyrgðarlausrar yfi> boðsstefnu undan-
genginna ára og raunhatírar stjórnarstefnu. Þjóðviijinn
birii í gær ályktun fiokksþingsins um utanríkismál, og má
af hsnm rnarka, að þingið hai'i í þeim efnum valið fyrri
kostinn. Er þá eftir að sjá, hvert samhengi verður á milii
orða og aShaiina.
Alyktun fiokksþingsins um utanríkismál er í stuttu máli
á þá leið, ao varnarliðið skuli hverfa úr landi, ísland ganga
úr Atlantshafsbandaiaginu og lýsa yfir ævarandi hlutleysi.
Enda þótt óijóst sé, að hve miklu leyti Alþýðubandalagiö,
sem er sðili að núverandi ríkisstjórn, tslur sig bundið af
samþykktum flokksþings kommúnista, verður ekki hjá þvi
korr.izt að ræða þsssa ályktun í ljósi þeirrar utanríkisstefnu,
sem ríkisstjórnin hefur fyigt.
Þegar stjórnin var mynduð fyrir hálfu ö.ðru ári, var
þaS ciu ai hofuðforsendum stjórnarsamstarfsiiis, að
minnsta kosti af hálfu Alþýðuflokksins, að utanríkis-
stefna Isiendinga sltyldi vera óbreytt cins og hún kom
fram í ályktun alþingis 28. marz 1956. Efni þeirrar þings-
ályktunar var í fyrsta lagi að tryggja sjálí'stæði og ör-
yggi þjóðarinnar með samstöðu um öryggismál við ná-
grannaþjóðir hennar, m. a. með samstarfi í Atlantshafs-
bandalaginu, og í öðru lagi, að „MED IILIÐSJÓN AF
BREYTTUM VIÐHORFUM“ skuli hafin endurskoðun
varnarsamningsins.
Allir þrír stjórnarflokkarnir voru sammála um það, að
marzályktun alþingis, báðar málsgreinar hennar, skyldi
vera stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.. Það er því
margyíirlýst og óbreytt stefna stjórnarinnar að ganga ekki
úr Atlantshafsbandalaginu og lýsa ekki yfir hlutleysi. ís-
land mun því halda áíram nánu samstarfi við grannþjóðir
sinar um öryggismál, ekki sízt þjóðir Atlantshafsbandalags-
ins, enda hefur utanríkisslefna stjórnarinnar verið við það
miðuð undanfarið hálft annað ár.
Þau „breyttu viðhorf“, sem voru forscnda seinni máls
greinar marzalyktunarinnar og þar með forsenda þess,
að íslentiingar liu-gsuðu þá mjög til brcyttrar skipunar
varnarmálanna, voru hinar friðvænlegu liorfur eftir
Genfarfund æðstu manna Bandaríkianna og Sovétríkj-
anna 1955. Þær íriðarvonir, s.em þá ríktu um allan heim,
voru að engu gerðar með ofbcldisárás Rússa á Ungverja-
land. Þá varð öllum ljóst, að l'riðarhorfurn*-"* liöfðu v rið
tálvonir. Ekkért hafði breytzt frá innrásinm í Suður-
Kóreu, og síðan í fyrrahaust liefur hrimurinn livað eftir
annað verið á barmi styrjaldar. Þannig brcyttust við-
horfin aftur mjög til hins verra og forsendur s inni máls-
greinar marzályktunarinnar voru liorfnar. Um þetta
voru allir stjórnarflokkarnir sammála, eins og þjóðin
hcyrði glögglega í umræðum á alþingi í fyrrahaust.
Ekkert hefur gerzt, sem gefur rökstuddar vonir um
bætta sambúð stórveldanna eða öruggari frið. Ástandið er
óvissara en nokkru sinni eftir tilkomu hinna langdrægu
eldflauga. Því eru engin skynsamleg rök fyrir neinum
breytingum nú á þeirri afstöðu, sem ríkisstjórnin öll tók
til endurskoðunar varnarsamningsins fyrir ári síðan.
Alþýðublaðið vanlar unglinga
fil að bera blaðið til áskrifenaa í þessum hverfum:
Kópavogi,
Lönguhlíð.
Tjarnargötu.
Taiið viS afgreiðsluna - Sími 14909
( Bækur og höfundar )
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson:
Við sem byggðum þessa borg
II. Endurminningar átta
Reykvíkinga. Teikningar eft-
ir Halldór Pétursson. Bóka-
útgáfan Setberg. Prentsmiðj-
an Oddi. Reykjavik 195/.
ÞETTA er annað bindi sat'n-
rits, sem til var stofnað í fyrra
og hlaut ærnar vinsældir. Bók-
in flytur ævisögur átta Reyk-
víkinga og er hin læsilegasta.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
kann þetta verk ágætlega, enda
langþjálíaöur blaðamaður og
góðkunnur ævisagnahöfundur.
Og svona bók semur enginn
með skœrum. Hér er venð að
bjarga fróðleik, sem ella mvndi
giatast á næstu árum.
Fyrst nokkrar almennar að-
finnslur. Bókin er dálítið laus í
reipunum. Þættirnir reynast
sem sé of langir til að vera í ætt
við blaðaviðtöl, en of stuttir til •
að koma í staðinn fyrir ævisög- j
ur. Hins vegar dvlst engum,
hvað vakir fyrir höfundi og út- .
gefanda. Þetta eiga að vera eins
konar samþjappaðar ævisögur.
En slíkt er mikið vandaverk. :
Sennilega færi betur á því að
takmarka frásögnina við helztu
minnisverð tíðindi í sögu við-
komandi og láta nægja að gera
einstökum atburðum skil en
leitast við að stikla á svo stóru
sem hér er reynt. Mannsævin
verður ekki hnoðuð. Aftur á
móti er auðvelt að bregða upp
svipmyndum í bókum sem þess
ari þannig að smátt verði stórt.
Og þá má koma fleirum á fram-
færi.
Næst skal reynt að segja
kost og löst á einstökum þátt-
um:
Frásögn Guðmundar Thor-
oddsens læknis sýnist einhvern
veginn misheppnuð. Hann mun
manna fróðastur og skemmti-
legastur, og víst hefur margt
sögulegt á daga hans drifið, en
þessa verður lítt eða ekki vart í
þættinum. Guðmundur endur-
segir ævisögu sína, en lesand-
inn sé ekki trén í skóginum.
Vilhjáimur nær naumast öðru
sam.bandi við hann en heilsa og
kveðja, annarhvor eða báðir
reynast líkt og miður sín í sani-
'.alinu, og þátturinn verður
hvorki fugl né fiskur. Myndin
af Hannesi Jónssyni kaup-
manni er miklu stærri og skýr-
ari, frásögnin einkennist af
hreinskilni og einlægni, og þar
er Vilhjálmur í essinu sínu.
Hins vegar fer hann hálfgerða
erindisleýsu á fund Siguröar
Ólafssonar rakara. Ekki svo að
skilja, að maður telji sig þurfa
að gera athugasemdir við það,
sem kemst til skila, en eitthvað
hlýtur að liggja í láginni, ef
sæmilega hefur verið lifað. Sig
urður þykir grandvarasti rak-
ari höfuðstaðarins, en einhver
hinna heí'ði víst haft frá meira
að segja. Lífssaga Ólafs G. Ein-
arssonar bifreiðastjóra er bér
ágripskennd, en vel fjallað og
hugkvæmnislega um niikið
efni, barátta reykvískrar al-
þýðu rakin í meginatriðum,
viðhorf einstaklingsins látin
spegla örlög og hlutskipti fjöld
ans og engu undan skotið at' til-
iitssaniri hlífð við sjálfan sig
eða aðra. Ólafur telst táknrænn
fulltrúi þegna þagnarinnar.
Saga hans virðist hversdagsleg
í fljótu bragði, en stormur at-
burðanna byltir þar upp úr
djúpinu hrönnum ógleyman-
legra örlaga. Vilhjálmur S. Vil-
hjálmssyni lætur jafr.an bezt
að túlka slíkt í bókum sínum og
blaðagreinum. Aðrir heföu
varla haft upp á Ólafi og þvi
síður metið hann að verðleik-
um. ErLndur Ó. Pétursson fcr-
stjóri er hér hress og kátur ehis
og fyrri daginn, sýnir sjáifan
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
Sig í spegli vesturbæjarins, ger
ir skemmtilega að gamni sínu,
reynist harla fróður um menn
og málefni og kann hið bezta
samstarfinu við bókarhöfund.
Undirrituðum kom á óvart,
hvað íþróttir Erlends eru maig
ar— þetta er eins konar andleg
tugþraut. Frásögn Egils Vil-
hjálmssonar forstjóra dæmist
ósköp tilkomulítil. Raunar ger-
ist sitthvað , athyglisvert, en
þáttinn vantar samt nef og
augu, svo að ásýndin er svip-
laus. Sennilega hefur Vilhjálpi
ur ætlað að gera almenningsá-
litinu til hæfis með þvi að
kynna lesendum sínum jafn-
virðulega- borgara og Egil og
Guðmund Thoroddsen, en ekkj
haft kaup sem hlaup — þecta
er eins og að grafa eftir gulli í
í'allegu en fátæku fjalli. Kunn-
ingsskapurinn við Sesselíusi Sæ
mundsson verkamann verður ó-
iíkt þakkarverðari. Þar segir
.'rá persónulegri reynslu. Sum-
■r munu kalla þetta „straum og
skjálfta“, en Sesseliusi er ai-
vara, hann opnar heiðarl'ega
nug sinn og hjarta, reynir ekki
að sýnast og kemur til dyranna
eins og hann er klæddur. Gam-
an og alvara Hannssar Krist-
inssonar verkamanns rekur svo
lestina, og sá þáttur ber af öll-
um ihnum. Hann er íslenzkar
bókmenntir og slyngum ritftöf-
undi samboðinn. Hannes og Vil
hjálmur leggjast þar á eitt að
gera vel og tekst með afbrigð-
um.
Hér kennir margra grasa, þó
að sögusviðið sé höfuðborgin,
en ekki heiðin eða sveitin. Þei'r,
sem frá segja, eru háskólaborg-
ari og embættismaður, kaup-
maður, iðnaðarmaður, sjómað-
ur, bifreiðastjóri verkamenn,
stórkaupmað,u rog iðjuhöldur.
Bak við þá upptalningu er
Reykjavík með líf sitt og læti,
önn og bai'áttu, gleði og sorgir,
vonir og sigra. Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson sýnir lesandan-
um allt þetta. Og það hefði mað
ur haldið, að væri einnar kvöld
stundar virði.
Helgi Sæmundsson.
Mesf viðskipti við Sovétríkin
og Bandaríkin á þessu ári
Fluttar út vörur fyrir 183.6 millj. tiS Sovét
ríkjanna og 79.4 milfj. til Bandaríkjanna
NÝÚTKOMIN hagtíðindi sltýra svo frá, að í október hafi
verið fluttar út vörur fyrir 12.3 niillj. til Sovétríkjanna og 8.9
millj. til Bandaríkjanna. Eru þessi tvö lönd langstærstu við-
skiptalönd okkar á þcssu ári.
Heildarútflutningur til Sov-s
étríkjanna á þessu ári (til okt,-
loka) nemur 183.6 millj. en
heildarútflutningur til Banda-
ríkjanna nemur á sama tíma
79.4 millj.
INNFLUTNINGUR EINNIG
MESTUR FRÁ USSR OG
USA.
Innflutningur hefur einnig
verið langmestur frá Sovétríkj
um og Bandaríkja undan-
farið. Til októberloka voru
fluttar inn vörur frá Sovét-
ríkjunum fyrir 220 millj. kr.
og frá Bandaríkjunum fyrir
138.1 millj. kr. Næst kemur
Bretland með 132 millj. kr. inn
flutning. Bretland er einnig hið
þriðja í röðinni hvað útflutn-
ing snertr með 61,2 millj. kr.
Ný fðrsófíarlcg
Framhald af 12. síðu
kostnaðar af farsóttavörnum
hafi ekki þótt svo skýr og ó-
tvíræð sem skyldi. Hefur það
jafnvel leitt til málaferla. Með
! þeirri breytingu, sem gerð er á
16. gr„ er tekið af skarið um þá
! greiðslutilhögun, sem heilbrigð
I isstjórnin hefur iaínan haldið
i sér við og staðfes-t hefur verið
réttmæt fyr.ir dómi. (Ríkissjóð
ur ber kostnað af opinberum
f arsóttarvörnum).
Um aðrar efnisbreytingar á
núgildandi löggjöf en þær, seitn
nú hefur verið gerð grein fyr
ir, er ekki að ræða, og er slíkra
breytinga því ekki að leita ut-
an 3. (sbr. 4.), 15., 16., og 17.
! greinar. Orðalagj annarro
j greina hefur víða verið vilcjð
við til samræmis við orðala,g
hinna éf'nisbreyttu greina, svo
og sóttvarnarlaganna, og að
öðru levti eftir því sem skij-
merkilegra þykir.
Frumvarp þetta, sem samið
er af landlækni, hefur verið
sent t’.l umsagnar læknadeild
háskólans, stjórn fjæknaíelags
íslands, Tryggingastofnun rík-
isins og Jiprgarlækni í Reykja
vík, en enginn taldi astæðu til
að gera við það athugasemdir,
að því er efni þess varðar.