Alþýðublaðið - 04.12.1957, Side 6
6
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 4. dcs. 1957
Setning frœðslulagannci fyrir fimmtíu árum
SETNING fræðslulaganna
fyrir hálfri öld markaði stór-
merk tímaxnót í íslenzkum
skólamálum og lagði grundvöll
að þeirri alþýðumenntun, sem
þykir eitt aðaleinkennið í fari
Islendinga. Hér á eftir minnast
nokkrir þjóðkunnir skólamenn
og fræðslufrömuðir þessara
títnamóta að beiðni Alþýðu-
biaðsins:
GYLFI Þ. GÍSLASON
menntamólaráðherra:
UM ÞESSAR MUNDIR eru
íiðin 50 ár síðan hin almennu
fræðslulög voru sett, fyrstu ís-
lenzku lögin, sem gerðu ráð fyr-
ir almennri skólaskyldu. Þessi
lagasetning var merkur áfangi
í íslenzkri menningarsögu. Það
er athyglisvert —- og án efa ekki
tilviljun, að jafnstórt spor
skyldi stigið í fræðslumálum
rétt eftir að stjórnin fluttist inn
í landið.
Skólamálin eru gildur þáttur
í sérhverju menningarbjóðfé-
lagi. Það er algengt, hér á landi
og annars staðar, að um það sé
rætt, og undan því kvartað.
hve skólakerfið sé dýrt. Sjálf-
sagt er auðvitað að keppa að
því, ao sem mest fáist í aðra
hönd fyrir það íé, sem varið er
til skólamála, eins og annars.
En um hitt er sjaldan rætt,
sjaldnar en vera ætti, hversu
dýrt það væri, að hafa lélegt
skólakerfi eða jafnvel ekkert.
Gildi skóla verður ekki mælt í
peningum, — ekki einu sinni
sá hluti þess, sem hefur hag-
nýta þýðingu. Tilgangur mann-
legs lífs hlýtur að vera mann-
iegur þroski. Skólanám er að
vísu ekki skilvrðislaus forsenda
þess, að unnt sé að ná miklum
persónulegum þroska, en hitt er
víts, að gott skólakerfi stórbæt-
ir aðstöðu alls almennings til
þess að njóta menningarverð-
mæta og þá um leið
tll að auka þau og skapa
ný. En umfram þetta hafa skól-
arnir ómetanlegt hagnýtt
gíldi. Hvað stoðar að eignast
skip, ef enginn kann að sigla?
Hvert gagn er að vélum, ef eng-
fnn er fær um að stjórna þeim?
Nútíma þjóðfélag er orðið svo
margbrotið bákn, að óhugsandi
er, að þar geti allt farið sóma-
samlega eða vel, nema menn-
imir, sem hafa hina einstöku
þætti í hendi sér, séu menntað-
ir; bæði almennt og svo hver á
sínu sviði. Maðurinn sjálfur —
e&a þroski hans er nefnilega
ekki aðeins takmark tilverunn-
af, heldur er hann, á-
samt þeirri þekkingu, sem
aJinn hefur aiflað sér á
árþúsundum, mesta verðmæti
veraldarinnar. Hæfileikar
mannsins og leikni hans hafa
ómetanlega þýðingu fyrir hag-
sældina. Skólarnir skapa að
vísu ekki hæfileika, en þeir
stuðla oft að þvi að þeir upp-
götvast og hjálpa til að þroska
þá, og þeir bæta skilyrði manna
til að öðlast leikni í störfum.
Um það skólakerfi, sem vaxif
hefur upp hér á landi á grund-
velli fræðslulaganna frá 1907
mætti margt segja. Að mörgu
leyti gæti það sjálfsagt verií
betra og hagkvæmara en þaí
er. Skólarnir þurfa að breytas'
með breyttum tímum. A síðustv
áriun hafa tímarnir breytzt sv<
ört og svo mikið, að vafasam
er, hvort skólarnir hafa fylgz
með. Það er t.d. ekki víst, a<
skólamir taki nægilegt tillit til |
þess, hve tækniþróunin hefur,
verið ör og hversu almenn.
tæknimenntun er nú orðin öll-1
um almenningi nauðsynleg og
hversu brýn þörf er á sér-
greindri tæknimenntun á mörg-
um sviðum. Á hitt ber þó og að
líta, að viss hætta er á því, að
hin mikla tækni brengli mat
manna á andlegum verðmæt-
um. Hér hafa skólarnir og mik-
ilvægu lilutverki að gegna.
En það má þó hiklaust full-
vrða, að fræðslulöggjöfin frá
1907 var traustur grundvöllur
til þess að byggja á, hún var
nýtízkuleg á sínum tíma og bar
vott um stórhug. Að svo var, á
bjóðin ekki hvað sízt að þakka
Guðmundi Finnbogasyni, sem
undirbjó lagasetninguna, ekki
aðeins af stakri elju og mikilli
vandvirkni, heldur einnig af ást
á viðfangsefninu og trú á mann
inn. Um alla framtíð munu ís-
lenzkir skólamenn minnast
Guðmundar Finnbogasonar með
þakklæti fyrir það braut-
ryðiendastarf, sem hann vann
við undirbúning fræðslulöggjaf
arinnar. Sá grundvöllur, sem
þá var lagður, og sú bygging,
sem á honum hefur verið reist,
hefur ekki aðeins hjálpað ís-
lenzkum mönnum til þroska og
hamingju, heldur einnig ís-
lenzkri þjóð til hagsældar.
Gylfi Þ. Gíslason.
BL.AÐEÐ bað fræðslumála-
stjóra að svara í fáum orðum
þessum spurningum: Hvaða
ákvæði fræðslulaganna frá
1907 teljið þér mikilvægast,
bvernig var þeim tekið og
hvaða breytingar hafa helztar
verið gerðar á þeim?
HELGI ELf ASSON
fræðslumálastjóri:
SETNING fræðslulaganna
1907 markar tímamót í skóla-
og uppeldismálum hér á landi.
Um nærfellt 30 ára skeið höfðu
verið borin fram frumvörp á
alþingi í einhverri mynd eða
þingsályktunartillögur varð-
andi fræðslu barna. Allmiklar
breytingar urðu á högum og
háttum þjóðarinnar á þessum
árum, og er sýnt, að alþingis-
mönnum, kennurum og öllurn
þorra fólks hefur sýnzt óhjá-
kvæmilegt að fá löggjöf, sem
tryggði, að öll námshæf böm
um fermingaraldur hefðu hlot-
ið a.m.k. nokkurrar lágmarks-
fræðslu í flestum þeim náms-
greinum, sem nú — og enn —-
eru kenndar í barnaskólum. Og
langflestir litu svo á, að þetta
væri ekki hægt að gera, nema
með lögboðinni skóla- eða
fræðsluskyldu. Það var gert, og
mun ótvírætt mega telja það
stærsta sporið, sem stigið var
með fræðslulögunum 1907.
Vart var við öðni að búast,
en að skyldunámsákvæði hinna
fyrstu almennu fræðslulaga
mættu nokkurri mótspyrnu.
Einkum fannst sumum, að
sjálfur ákvörðunarréttur
framfærenda barnanna í
þessum efnum væii skert-
ur frá því, sem áður var
Þetta kemur m.a. mjög, ljóst
fram í erindi, sem séra Magnús
Helgason skólastjóri Kennara-
skólans flutti á Hrepphóluir.
1917 um fræðslumál.
Séra Magnús taldi skóla-
skyldu nauðsynlega, ekki aðeins
fyrir 10—14 ára börn, heldui
víðast hvar einnig fyrir yngri
börn. Hann lagði áherzlu á, ai
vel þyrfti að mennta kennars
til þess að þeir yrðu sem bez1
starfi sxnu vaxnir og færir un
að taka að sér þann þátt fræðslr
og uppeldis, sem breyttar að-
stæður hefðu torveldað heimil
unum að annast eins og áður
var.
Enginn, sem þekkti séra
Magnús Helgason, mun efast
um einlægni hans og ást á þjóð
legum fræðum og kristilegu sið-
gæðisuppeldi. En framangreind
ræða hans, er halain var sem
næst 10 árum eftir setningu
fræðslulaganna 1907, var svo
ákveðin og þrungin trausti í
garð skóla og góðra kennara, að
enn í dag mundu þeir menn, er
gerðu hans orð að sínum, vera
taldir bjartsýnir á gagnsemi
skólanna. .
Fræðslulögin hafa verið end-
urskoðuð rækilega og ný lög
sett árin 1926, 1936 og 1946.
Litlar breytingar hafa verið
gerðar á sjálfum’ námskröfun-
um til fullnaðarprófs í barna-
skólum, en um skólaskylduna
varð sú breyting 1926, að heim-
ild var sett til að ákveða skóla-
skyldu frá 7 ára aldri, 1936 var
skólaskyldan ákveðin frá 7—14
ára aldurs en heimild veitt til
undanþágu hennar upp að 10
ára aldri. 1946 verður sú breyt-
ing á þessu ákvæði, að fræðslu-
skyldan er lengd um eitt ár, þ.e.
til 15 ára aldurs, en þó veitt
heimild til þess að stytta hana
eða lengja um 1 ár.
Aðalbreytingin við endurskoð
un fræðslulaganna árin 1926,
1936 og 1946 var fjármálalegs
eðlis, og var í öll skiptin á þá
lund, að hlutur ríkissjóðs í stofn
kostnaði og rekstri skólanna
var aukinn frá því sem var í
næstu lögum á undan. 1955 voru
enn sett skýrari ákvæði um fjár
mál skólanna og greiðslur úr
ríkissjóði og hlutaðeigandi
sveifarsjóði.
1 Hvað, sem segja má um breyt
ingar þær, sem gerðar hafa ver-
ið á fræðslalögunum frá því að
lögin um fræðslu barna voru
sett árið 1907, þá tel ég, að
fyrstu fræðfilulögin hafi haft
meiri breythigaf í för með sér
í fræðslu- og skólamálum hér á
landi en þau lög um fræðslu
barna, er síðár hafa verið lög-
fest.
Helgi Elíasson.
HALLGRÍMTJR JÓNSSON
fyrrv. skólastjóri:
TÍÐINDAMAÐUR írá Al-
þýðublaðinu skrapp lieim til
Hallgríms Jónssonar fyrrver-
andi skólastjóra, sem nú er orð-
inn 82 ára gamall. og spurði
hann, hvar hann hefði verið
kennari, þégar fræðslulögin
voru sett 1907.
„Ég var kennari við barna-
skólarm hér í Reykjavík, Mið-
bæjarskólann. Ég kom að skól-
anum árið 1904.“
— Og urðu nokkrar breyt-
ingar á skólahaldi hér í höfuð-
staðnum, þegar fræðslulögin
’gengu í gildi?
„Nei, ekki það ég man. Hér
! var skólahald komið í það horf,
1 að vér breyttum engu í kennslu
og starfsháttum í vorum’skóla,
þegar lögin voru sett. Hér stóð
að vísu margí til bóta í skóla-
málum, en fastur skóli hafð.
starfað í bænum um hálfrar
aldar skeið, svo að hér var stór-
um betur ástatt í þessum efn-
um en víðast annars staðar. Mér
I er minnisstætt, að munur var í
'aðbúnaði og tækjum hér og úti
í sveitunum, þar sem ekkert va
' til neins. Hér voru þó landa-
bréf og ýmis sýnishorn í nátt-
'úrúfræði, en það þekktist ekki
! úti á landinu. Horft var þó
peninga, sem til skólahaldsin:
'fóru. Voru skólanefndir oft
naumar og íhaldssamar. Launin
I vóru lág, svo að ekki var mögu
jlegt að lifa af þeim. Árið áður
jen ég kom að Reykjavíkurskól-
' anum, var tímakaupið fvrir
kennslu 30 aurar, en hækkaði
j upp í 50 aura haustið 1904. Mig
j minnir, að ég fengi 3 fasta tíma
á viku fyrsta veturinn. Vér urð-
um að vinna baki brotnu, kenn-
ararnir, bæði vetur og sumar.
Það var erfitt að komast að skól
anum hér, en það var engin vild
j arstaða í peningalegu tilliti: Þó
j átti þetta að heita skás.t hér.
[Nei, það varð enginn ríktxr af
að gerast barnakennari upp úr
aldamótunum fremur en nú.“
— Þið hafið þá lítið orðið var-
ir viðfræðslulagasetningunahér
í höfuðstaðnum? ?
,.Já. Skólinn starfaði undir
öruggri stjórn Mortens Hansen.
Breytingar urðu ekki miklar í
hans tíð. Þegar ég kom að skól-
anum. starfaði Sigurður Jóns-
son einnig við skólann, ágætur
kennari, síðar yfirkennari og
skólastjóri. Svo voru ýmsir
fleiri. Skóliiin starfa'ði eftir
fastri reglugerð; og til hans
runnu ákveðin giöld; En fræðslu
lögin höfðu mikil áhrif úti í
sveitum og þorpum. Og ekki var
vanþörf á að bætá ástandið í
fi’æðslurnálum víðast hvar.“
j GUNNAR GUHMUNDSSON
'form. Samb. ísl. barnákennara:
LÖG um almenna barna-
barnafræðslu á íslandi eru hálfr
ar aldar gömul um þes.sar mund
j ir, og minnast þá margir með
þökk í huga brautryðjendanna,
sem áttu bjartsýni og' stórhug
til að bera stórmál fram til sig-
urs við mjög erfiðar aOstæður.
Þeir menn hafa. haft glöggan
kilning á þeirri staðreynd, að
xf og hagur hverrar þjóðar er
óroía tengslum við alménna
aenntun þegnanna.
Kennarar áttu sinn þatt í setn
ngu fræðslulaganna í upphafi
jg hafa jafnan síðan unnið að
jreytingum og umbótum, sem
(erðar hafa verið á þeim, og
xtt frumkvæði að mörgum
jeirra. Verður ekki annað sagt
n samvinna ríkisvalds og kenn
irasamtaka um fræðslulögin
lafi verið góð.
Aðstæður og viðhorf breytast
jrt í nútíma þjóðfélagi, og þai'f
á að samræma lög' og reglur
JÖrf Iíðandi tíma. Mun því enn
'yrirhuguð endurskoðun
ræðslulaganna með þátttöku
.'ulltrúa frá samtökum kennara.
ÍJin hugsanlegar breytingar
verður ekki rætt að sinni, en
á það bent, að flestir munu
þeirrar skoðunar, aö jöfn og
eðlileg þróun sé heppilegri en
; síór stökk.
j Stundum er á það minnzt, að
fræðsluskyldan sé þjóðinni of-
viða byrði, og hafa sumir lagt
til samdrátt í því eíni. En flest-
ir munu þó á einu máli um, að
því fé sé vel varið sem fer til
menntamála, og minna má „á,
að sumar miklar menningar-
þjóðir, er nálægt okkur búa og
hafa á sér orð fyrir ráðdeild og
hagsýni, eyða meiri fjármunum
að tiltölu' til- fræðslumála en
hinir eyðslusömu Islendingar.
Kennaiarnir, þeir menn, sém
vinna að því að framkvæma
fræðslulögin, eiga við margan
vanda að stríða, ekki sízt vegna
þess að starfsskilyrði þeirra eru
engan veginn fullnægjandi.
jÞeir eiga sér því margar óskir