Alþýðublaðið - 28.12.1957, Side 7

Alþýðublaðið - 28.12.1957, Side 7
Laugardagur 28. des. 1957. Alþýðuhlaffið 7 '* «v~* >-* Suunudagur. — •— — ÞETTA er sá suiínudagur, er flestir ganga um borgina og skoða í búð- arglugga. Sérstaklegá eru bömin sólgin í að sjá, hverju út er stillt, og hvað til sölu ér fyrir jólin. Veður var að visu gott í dag, en þó var margt manna ó ferð í élja- ganginum, og bömin flöttu nefin við gluggana að vanda. -Því fér-fjárfi, að góðar út- stillingar í • búðargluggum séu Mtili: virði, burt séð frá gildi þeirrá fyrir sölu varn- ingsins. Smekklega útbúnir búðargluggar setja mikinn svip á borgina. og váfalaust yrði borgarlífið fábreyti- legra, ef menn hættu að geta stanzað við glugga og skoð- að vörur. í stórborgum er- lendis eyðir fólk ótrúlega miklum tíma í að skoða í búðarglugga, og sumir hafa þáð beinlínis fyrir tóm-. stundagaman. Bándaríkjamenn kalla þetta , ,windowshopp i ng“ — eða ',,gluggainnkaup“. Þess- ár innkaupaferðir hafa þarin mikla kost, að þær hafa ekki utgjöld í för með sér, að minrista kosti ekki í þánn svípirm. Mánmlagur. : — — ' Kunningi minn kom að máli við mig í dag og lét þau orð falla, að nú ættu sér stáð mikil átök víða úti um landið á bak við tjöldin. og þó ekki síður hér 'í ReykjaVík. Átti hann við uppstillingu til bæiarstjórna og hrepnsnefnda. Mikið jaml ■ og japl og fuður væri í kringum val manna á lista, og ekki állt sársaukalaust. Sumir menn eru með þeim ósköpum fæddir, að þeim finnst þeir ekki geta runníð lífsskeiðið til . enda riema sitja í bæjarstjórn eða hreoosnefnd. Og kannski fá þessir menn svo aldrei að komast í þetta eftirsótta stand. Svo er gengið á eftir öðrum að vefa kost á sér til þessarar fremdar. en þeir eru ófáanlegir til! Hún er sannsrlega misiafnlega inn- réttuð, mannskennan, enda gefur bað líka lífinu aildi. Ekki væri það ýkja skemmti vikunnar legt, ef allir væru steyptir í sama mótið. Hvað um það, vafalaust hefur kunningi minn rétt fyrir sér: Óttalegt taugastríð hlýtur víða að vera þessa dagana vegna kosninganna eftir mánuð. Má mikið vera, ef allir njóta jólanna þess vegng. Þriðjudagur. —-------Mikið er aUglýst’ af bókunum í útvarpinu. Von er, að bækur séu dýrar, þegar orðið kosíar 5 kr. og heillangar lexíur eru lesnar um sumar bækur. Allt þetta leggst að sjálfsögðu á bæk- urnar, og svo kaupum við bókabéusarnir auglýsingarn- ar með bókunum. Manni finnst þetta vera komið út í öfgar. Því ódýrari sem bæk- ur eru, því fleiri geta menn keypt. Það væri því míkil þörf á að draga úr auglýs- ingafárganinu. En sennilega er hér við ramman reip að draga. íslendirigar eru svo ýkja stórir í sér. Þeim finnst ekkert gjaldgengt nema það, sem kröftugt er, mikilfeng- legt óg hástemmt. Við meg- um bví vafalaust eiga von í miklum straumi bókaaug- lýsinga í útvarpi og annars staðar, og lítil von er víst til, að bækur lækki. Þetta er allt í háalofti hjá okkur hér, allir hraða sér að lifa og lifa sem ákafast og eyða sem mestu. og bá þarf auð- •^vitað að afla mikils. Miðvíkudagur, --------Fallegt var í borg inni, þegar ég gekk heim úr vinnunni í dag, snjóföl hafði fallið í logni ofan á eldri sm’ó, og allt var hvítt og milt. jafnvel kóngurinn okk ar á 'Stiórnarráðsblettinum rétti snióhlass út til mann- fjöldans á Lækjartorgi. Ég mætti kunningja mínum á horninu hiá Árna B. Biöms- svni. og h=mn var fjöðrutn fenginn yfir þessari hvítu dvrð. ,,Nú ættu jólin bara að vera komin,“ sagði hann, „ég get ekki þolað ra\ið jól. Svona eiga þau einmitt að vera, hvítablæja yfir allt. Ég vildi gjarnan flýta jólun- um um þessa viku, svo við missum ekki af snjónum.11 Svona geta menn orðið róm- antískir í miðri Reykjavík i miðri viku, þegar fallega snjóar. Ég hugsaði með mér: „Ýmsir hefðu vafalaust margt við það að athuga, að jólunum yrði flýtt upp úr þurru. Eflaust eiga menn margt eftir ókeypt og óselt fyrir þessi jól.“ En við kunn ingja minn sagði ég: „Ef til vill verðum við svo heppn- ir, að fá hvít jól, þótt við bíðurn." Fimmtudagur. —-------Ég kom snöggv- ast inn á pakkaafgréiðslu Bifreiðastöð íslands. Þar var mikið að gera, stöðugt verið að koma og fara með pakka. Ofurlítils kvíða kénndi hjá ýmsum, sem komu með pakk ana, veður var méð vans'tillt- ara móti, og. viða að höföu borizt fréttir um þunga færð. Skvldu pakkarnir nú komast norður, * austur eða vestur fyrir jól? Þegar maður kemur á slíka staði, er manni ljóst, hvað jólagjafirnar eru al- ménnar, og hvað margír reyna að láta vini og frænd- ur í fjarlægð vita af sér,’ þótt í litlu sé. Víst er það fallegur siður, ef í hófi er. Hangiketslæri heiman úr sveitinni hlýtur að bragðast hálfrótslitnum manni í borg inni betur en. ketbiti, sem keyptur er í næstu búð, án þess að vitað sé um upp- runann. Er næsta furðulegt, hve margir borgarbúar eru enn bundnir byggðarlagi sínu og sveit, þótt þeir hafi lengí dvalizt í borginni. Hm það vitna öll átthagafélögin. — Og meðan ég stóð þarna í afgreiðslukiallaranum og horfði á fólkið taka við bögglúm sínum, hugsaði ég með mér, að sennilega ætu ýmsir sig lieim um þessi jól. Það er á margan hátt hægt að férðast til bernsku sirmar og uppruna! Föstudagur. , — — — Sérfræðingur minn í heimspólitíkinni, Kalli á kvistinum, var furðu reifur í dag. Ég hitti hann snöggvast upp -úr há- deginu. og hann yar bara til með að spjalla. „Þetta er skák,“ sagði hann, „þeir sögðu bara skák við Rúss- ana í París, sérðu, klára skák. Nú verða þeir að gera svo vel að hætta að þvæla þetta sýnt og heilagt, nú verða þeir að gera eitthvað raunhæft, eins og þeir stóru kalla það.“ „Já, það er nú heila málið,“ sagoi ég, „en mér finnst þeir stjómmála- mennirnir hafi alltaf verið að burðast við að gera eitt- hvað raunhæft nú um langt skeið.“ „Já, en þetta er samt skák, lagsmaður," endurtók Kalli þrár að vanda. „Þeir geta glímt við hana fram. yfir hátíðirnar, Rússarnir.“ Líklega liggur Eiserihower meira á heim fyrir jólin en Hermanni. Að minnsta kosti er hann floginn vestur, en Hermann sprangar um í London. Það er svona að búa á stóru bæjunum, þá er margt að sýsla fyrir jólin. Ike hefur vafalaust í mörg horn að líta og má því ekki Slóra, en smábændur geta tekið á sig smákróka í kaup- staðaferðinni. Laugardagur, ---------Þá er það aðal- verzlunardágurinn fvrir jól- in, eftir því sem • sagt er. Reyndar segja sumir kaup- menn mér, að Þorláksmessa sé hlutskarpari, þá sé víða í búðum eins og á uppböði. Ekki veit ég það, ég kem varla í búð á Þorláksmessu nema sárnauðugur. En í dag þvældist ég um götur, bara til að horfa á mannaferðina. Ég þreytist seint á að horfa á mannaferð á götum. Lög- reglan stjórnar umferðinni mæta vel, og margir öku- menn eru farnir að sýna til- hliðrunarsemi. Það er góðs viti. Eg horfði á tvo bifreið- arstjóra stanza á Laugaveg- inum í dag og leyfa öðrum að komast inn í röðina. Þetta er byrjun á umferðarmenn- ingu. Kannski kemur hún. Mér kémur í hug sagan um jólagjöfina mína. Við vorum saman uti að verzla, tveir landar, i New York á aðfangadagskvöld. (Þar eru búðir opnar fram á rauða iólanótt.) Við brugðum oltk- ur inn í veitingahús við Times Square og gerðum okkur veizlu. Máltíðin kost- aði eitthvað þr.já dali fyrir hvorn, sem þá var gizka mik ill peningur. Þar er siður að greiða við útgöngudyr, sam- kvæmt nótu frá þjóni. Við kassann sat elskuleg stúíka, ung og fallega snyrt og sagði ,,þökk“ og „gerið svo vel“ á báða bóga. Félagi minn greiddi með tíu dala seðli og fékk eittihvað sjö dali til baka og ástúðlegt bros. Ég greiddi með fimm dala seðli óg fékk líka sjö dali til baka og sama brosið, ásamt hinni venjulegu „þökk“. Nú er ég með þeim ósköpum fæddur, að ég tel aldrei það, sem ég fæ til baka. Samt læddist það inn í mig, að ég hefði hér fengið drjúgum meira en mér bæri. Ég sneri því Við í dyrunum, gekk til baka til stúlkunnar og sagði: „Ég get ómögulega verið að hafa af yður svona á sjálft jóla- kvöldið. Ég • greiddi með fimm dala seðli.“ Ég hef sjaldan séð meiri undrunar- svip á nokkru andliti en svip þann er á stúlkuna kom. Vel ræna brosið hvarf fyrir öðru betra og ..bökkin“ varð bein línis frá hjartanu. Og þegar ég var aftur kominn fram í dyr, kallaði hún gleðileg jól á eftir mér. Þessi svipur og þessi ..gleðileg jól“ var eina jólasjöfin, sem ég fékk þetta kvöld; en hun var líka tölu- verð. 21.-—'12.—’'57. - Vöggur. S s s s s s V s s s S' s V V s S s V s s'- V V V V s V y v s| s s S; V s: y s; y ý ý v ý. ý v V si s! V V v ý v ý s s s V s; y. v v V s S; V V V V ( Bæteur og höfunciar ) Vilhj. S. Vilhjálmsson: Við sem byggSum þessa borg. -— bættir af átta Reykvíking- um. Bákaútgáfan Setbere. — Prentsmiðjan Oddi. Reykja- vík 1957. NtJ FYRIR skömmu hefur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sent frá sér annað bindi bókar- innar „Við sem byggðum þessa foorg“. Er bessi éins og sú fyrri yiðtöl við Reykvíkínga. Að þessu sinni skráir hann ævi- lýsingar átta. en í fyrri bók- Inni er viðtal við níu Reykvík- inga. Þetta er orðið mjög merkí legt ævisagnasafn og er von. að Vilhjálmur auki enn við það á komandi árum. Vilhiálmur er fyrir löngu þekktur setn blaðamaður og rit- höfundur. Hafa komið eftir hann nokkrar skáldsögur, sem lýsa mjög vel kjörum alþýð- unnar um og eftir byrjun þess- arar aldar. Én með ritun bók- arinnar „Við sem byggðum þessa borg“ sneri hann sér að nýjum viðfangsefnum. Hanri fer ekki troðnar slóðir í þess- ari bók, heldur velur sér við- fangsefni með nýju sniði. Að- ferð hans öll við uppsetningu bessara þátta er einnig ný- lunda. Hann byrjar hér á nýrri aðferð við ævimiriningaritun, sem honum tekst mjög vel að gera svo úr garði að með ágæt- um er. í þessum þáttum sam- einar Vilhjálmur tvennt, að 1 skrifa g'óðar og skilmerkilegar æviminningar og flétta inn í þær ýmiss konar fróðleik úr samtíð þeirra, ér hann skrifar um. Honum hefur tekizt sér- staklega vel að sýna margs kon ar myndir úr lífi Reykjavíkur, og hvernig hún hefur breytzt úr litlu fiskiþorpi í stóra borg með breið stræti og miklar byggingar. Þetta tvennt hefur hann sameinað á skemmtilegan og snjallan hátt, svo að ég tel víst, að bækur hans verði dýr- mætur fjársjóður fyrir fræði- menn framtíðarinnar, þegar þeir skrifa um íortið Reykja- víkur. Vilhjálmur hefur með þessu riti hafið nýja sag^agerð á ís- iandi með þjóðlegu sniði en nú- ímalegum blæ. Hann fer ekki troð'nar slóðir eins og flestir rithöfundar gera að skrifa um næstu kynslóð á undan. Hann skrifar um samtíð sína og læt- ur samtíðarmenn sína segja að mestu frá sjálfá. Þetta gerir ritun hans mjög merkilega og ennþá skilbetri heimild fvrir framtíð og nútíð. Hann er mjög smekkvís í vali á mönnum til að ræða við og skrífa um. Hann velur þá úr ýmsum stéttum höfuðstaðarins. Þannig ristir hann þverskurð úr lífi borgar- innar uppbyggingu hennar og starfi. Þetta er mjög snjallt í ritun eins og þessari. Með þess ari aðferð fékk hann heiísteypt- ari mynd og skýrari drætti í þá þóðlífsmynd, sem hann ætl- aði sér að móta. Og með því að láta sögumennina sjáifa segja frá að mestu eru frásög- urnar meira virði fyrir fram- tíðina, jafnvel ennþá verðmæt- ari en ef þær væru byggðar á heimildum, sem vandaður fræði maður safnaði. Vilhjálmur ger- ir því með þessari ritun sinni tilraun, sem heppnast mjög vel, að færa hina gömlu þjóðlegu sagnaþáttaritxm í nútímalegt form. Blaðamannastarf hans undanfarin ár hefur leitt hann á þessa leið, og honum hefur Itekizt svo vel að skrifa þessa iþætti, að þeir bera ekki um of keim af blaðamennsku og eru ekki heldur of nærri hinm hefðbundnu sagnáþáttaritun af líku tæi. Það er vandi að fara nýjar götur i hverju sem er, en ekki sízt á rityellinum. Sýnir það vel, hve Vilhjálmur er snjall rithöfundur, hve honum tekst vel í þessari nýju ritun sinni. Hanri slær hvergi skeifhögg. Mótun hans í frásögn og stíl er jöfn, hvort heldur hann skrif-t ar um prest, stórkaupmann, verkamann, rakara eða sjó- mann. Hann nær alltaf tökum á viðfangsefninu. Leysir það með snilld, svo þættirnir verða allir hinir skemmtilegustu og um leið fróðlegir. Vilhjáimur bregður upp skýrri þjóðlífsmynd í þessari bók úr lífi Reykvíkinga síðuslu áratugina. Það er vel, að reyk vískur rithöfundur hefur tekið betta verkefni fyrir og' leyst bað með jafngóðum árangri og hér er gert. Það er einnig vel, að bókaútgáfufyrirtæki skuli. gefa slík rít út með eins mikl- um myndarbrag og hér er gert. Þetta allt sýnir, að þeir sem hér eiga hlut að máli kunna Framhald á 2. síða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.