Alþýðublaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. janúar 1958 3 AlþýðublaðlS Æíþýöublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsín;ar: Auglýsingasí mi: Aígreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. -Emil í a S a múelsd ó 11 i r. 1 4901 og 14902, 1 4 9 0 6. 149 00. Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðs ins, Hverfisgötu 8—10. ( Utan úr heimi ) Rangtúlkuðu ummœlin ÞJQÐVILJINN reynir enn á sunnudag að gefa í skyn, að ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins vilj i endilega gengislækkun. Tilefnið er, að Alþýðublaðið mót- mælti á dögunum fölsun kommúnistablaðsins á ummæium Hermanns Jónassonar forsætisráðherra í nýársræðu hans.- Þjóðviljanum finnst hart að liggja undir þessu, en fær eng- um vörnum við komið. Þá grípur hann til þess ráðs að heimta yfirlýsingar um, að engin gengislækkun standi til! Þetta heitir víst að bera sig mannalega á undanhaldinu. Ummæli forsætisráðherrans, sem Þjóðviljinn rangtúlk- aði, verða ekki misskilin. Alþýðublaðið skal gjarnan rifja þau upp einu sinni enn. Mönnum ætti svo að vera auðvelt að skerá úr.'um, hvers koriar blaðamennska og stjórnmála- barátta það er, sem kommúnistamálgagnið hefur hér í frammi. Herœann Jónassöri sagðí orðrétt í nýársræðu sinni: „Rannsókn efnahagsmálanna er nú framkvæmd af nokkrum þekktum hagfræðingum ásamt fimm nianna nefnd, sem er skipuð einum fulltrúa frá bændasamtökun- uni, einum frá Alþýðusambandi íslands og einmn full- trúa frá hverjum stjórnarflokki. Niðurstöður af iþessum athugunum á framléiðslu- og efnahagskerfinu liggja ekki fyrir fyrr en nokkru cftir áramót. Um'þær er því ekkert hægt að segja en.n sem komið er og þa ekki lieidur um væntanlegar tillögur rík- isstjórnarinnar í þessum málum. En hver seni niðurstað- an verður, hvort sem hún verður að halda núverandi liag- kerfi með öi'lun tekna eftir þörfum, eða breyta um hag- kerfi með einhverjum hætti, er það víst, að það verður ckki gert nema í samráði við fulltrúa bænda, fiskimanna og annarra vinnustétta, enda úrangur vægast sag< ótrygg- ur án þess. — Og þeir, sem grætt hafa á breytingum fjár- hagskerfisins til þessa, þurfa einskis að hlakka“. Hvernig er hægt áð skilja þessi úmmæli svo, aö forsæt- isráðherrann hafi hér staðfest, að sterk öfl innan Framsókn- ar og Alþýðuflokks vilji gengislækkun eins og Þjóðviljinn fullyrti 3. ianúar? Það er rétt hiá Þjóðviljanum, að hann birti ummælin á afviknum stað eftir að hafa dregið þessa ályktun af þeim undir stórri fyrirsögn á forsíðunni. En hann hefur annaðhvort ekki athugað orð forsætisráðhsrrans eða rangtúlkað þau vitandi vits. Segi kommúnistablaðið til um, hvorn kostinn það velur. Og viss.ulega vær- því sæmst að blygðast sín fyrir að rangtúlka afstöðu samstavfsflokkanna í ríkisstjórninni eins og hér var gert. Slík óheilindi taka sem sé engu tali. Kommúnistar kenna glímuskjálfta við tilhugsunina um bæjarstjórnarkosningarnar. Og þá byrja þeir á því að fara með staðlausa stafi um afstöðu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni og seilast svo langt í því efni að rangtúlka ummæli forsætisráðherrans. — Olokinni athugun á fyrirfram að vera ráðið til lykta. Og það, scm er í ákvörðunarvaldi verkalýðshreyfingarinnar, ciga Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn að hafa þegar sagt fyrir um í ríkisstjórninni. Liggur ekki í augum uppi, að þetta er lélegur kosningaáróður og til þess eins að reyna að skemmta stjórnarandstöðunni? lVTorgun.blað- ið kann líka ósköp vel þessum málflutningi Þ.ióðvil.jans. Hér gætir þess einu sinni enn, hvað kommúnistar eigá bágt með að temia sér siðaðra manna hætti i málfiutningi og bai’áttu. Þeir látast vilja vinstri samvinnu, en sitja á svikráðum við samstarfsflokkana, rangtúlka ummæli for- ingja þeirra 0£ falsa afstöðu þeirra í áróðursskyni. Með þessu móti eru kommúnistar að gera sig ósaihstarfshæfa. Og þá er spurningin þessi: Er þetta framferði Þjóðviljans að vilia flokksins í heild? Og ef svo er ekki sem ætla má: Hverjir eru þessir skemmdarverkamenn vinstri samvinn- unnar í kommúnistaflökknum? HIÐ NÝJA ÁR, seir. nú er! að byrja, virðist ekki loía neinu sérlega góðu fyrir Eisenliower Bandaríkjaforseta. Handaríkin standa andspænis mörgum erf-' iðiun, óleystum vandamálum utan landssteinanna, auk þess, sem útlitið í fjármálum ríkj-. anna er ekki eins glæsilegt og oft áður. Persónuleg og póli- tísk áhrif forsetans munu.hafá rýrnað — persónuleg vegna heilsuíeysis hans pólitísk vegna þess að nú biæs byrlegá í seglin hjá démókvötum, og allt virðist benda til að þeir vinni sigur í þingkosningunum í haust. Forsetinn hafði bersýnilega vonað, að ráðstefna Atlanshafs- ríkjanna í París myndi bæta eitthváð upp á þessar sakir. Þegar hann kom á gamlar slóö- ir í hiöfuðstöðvum NATO’s í París var hann hræröur mjög — „með heimþrá", eins og hann orðaði það sjálfur. En í Evrópu, þar sem hann hafði farið sigur- för áður, sótti hann ekki sigur öðru sinni. Jafnvel Adenauer, kanzlari, þetta eftirlætisbarn amerískra stjórnmála eftir stríð, þótti lítt samvinnuþýðiir. RÁÐHERRAR GAGNRÝNDIR. Tveir ráðherrar í stjórn E?s- . enhowers hafa að undanförnu sætt harðri gagnrýni. Repú- blikanskir öldungadeildar- og þjóðþingsmenn einkum frá þeim ríkjum, sem hafa land- búnað að aðalatvinnuvegi, hafa ráðizt mjög á Ezra Benson. landbúnaðarráðherra og kraf- izt þess, að hann segi af sér. Benson hefur barizt seigiulega Dwight D. Eisenhower við vandamálin vegna offram- leiðslunnar á landbúnaðaraf- urðum, en engar af aðgerðum hans sýnast ætla að takast. — Margir hafa orðið til þess að aðvara forsetann og segja að re públikanar eigi mikinn ósigur vísan í landbúnaðarhéruðunum í kosningunum, sé Bénson ekki látinn fara frá. DULLESAR-ÞÁTTUR. Á ýmsu hefur gengið í ferli Johns Foster Dullesar sem ut- anríkisráðheiTa, sem kunnúgt er. Margir hafa orðið til að gagn rýna ósveigjanleika hans |og stífni, og stjórnmálafrétiaritari einn líkti honum nýlega við at- vinnúhnefaleikamann, sem orð ið hefði fyrir vöðvatognun, sem stæði uppi varnarlaus, mcðan Rússar léku hann, sem þá lysti að utan og hinir mörgu gagn- rýnendur hans heima fyrir. —• Kona hans kvað hafa gráðbænt hann um að draga sig í hlé, en aðeins réttiætiskennd hans og háar hugmyndir um sjálfan sig virðast standa þar í vegi. HERSTYRKUR RÚSSA. En það, sem hæst ber og verstu lofar, er hversu hernað- armáítur Sovétríkjanna hefur aukist. Mál þetta hefur \rerið tekið til meðferðar í svonefndri. Gaitherskýrslu, sem ekki hefur verið birt opinberlega enn. — Nokkrir þeirra, sem unnið h^fa að samningu skýrslunnar, komu nýlega saman í Washington til þess að knýja stjórnina til þess að birta þjóðinni skýrsiuna op- inberlega. Það, sem hefur steypt stjórninni í enn meiri vanda er, að eitthvað af efni skýrslunnar hefur „lekið“ út til blaðamannsins Chalmer Ro- berts við Washington Post. —• Blaðamaður þessi hefur orð á sér að hafa nefið niðri í öllu og fáir hlutir gerizt án hans með- vitundar, en heimildir hans hafa einnig reynzt traustar. —• Hann segir að samkvæmt Framhald á 8. síiSa. Indónesíumanna og Holl endinga Auglýsið í Alþfðuhlaðinu OFSÓKN sú gegn hollenzk- um niönnum og ei'nahagslegum hagsmunum þeirra í Indónesíu virðist hafa orðið mun afdrifa- ríkari en stjórnarvöldin þar sjálf óska. Stjórninni hefur reynzt erfitt að skapa tiltrú á yfirlýsingum sínum um að ganga í ábyrgð og verja líf og eignir hollenzkra ríkisborgara og tryggja, að þeir megi húa á- fram í landinu. Enn munu nálega 50 000 Hol- lendingar vera búsettir í Indó- nesíu, og flestir eru fæddir bar og hafa alizt þar upp. Mikill hluti þessara Hollendinga er tengdur stórum atvinnufyrir- tækjum, sem eru í eign Hollend inga, svo sem útgerðarfélög og útflutningsfyrirtæki, sem sjá Indónesíu fyrir ekki óveruleg- um hluta erlend gjaldeyris og eru meðal hæstu skattgreið- enda. Ástandið í efnahagsmál- um landsins er fyrir ekki glæsi legt, bæði innanlands og hvað snertir viðskipti við útlönd, en hætt er við að eignarnám á þess um fvrirtækjum geri ástandið enn alvarlegra. Hollendingar þeir, sem stýrt hafa þeim, munu ófúsir að halda stöðum sínum, jafnvel þótt farið yrði fram á það við þá, og Indónesar eiga erí'itt með að útvega hæfa og reynda menn í staðinn. FARA ÚR LANDI. Þó að Indónesíustjórn haíi borið til baka kröfurnar um að Hollendingar hverfi allir úr landi, virðast atburðirnir und- anfarnar vikur sýna það, að allverulegur hluti þeirra er far inn eða er að flytjast úr landi, og það oft fólk, sem vegna menntunar og hæfni er það sem Indónesar mega sízt missi. Hol- land á í Indónesíu enn mikilla hagsmuna að gæta — fjárfest- ingar sem raun nema allt að 30 milljörðum íslenzkra króna — en þó eru allar líkur á því, að herferö þessi gegn Hollending- unum í Indónesíu muni hafa í för með sér enn alvarlfigri fjár- hagslegar afleiðingar fvrir Indó nesíumenn sjálfa. HLUTUR S.Þ. Aðgerðirnar hófust á því, að Indónesíustjórn hvatti til 24 klukkustunda verkfalls gegn hollenzkum fyrirtækjum. Vár bað eins konar mótmæli gegn þyí, að viku áður hafði allshevj arþing Sameinuðu þjóðanná fellt tiliögu til.iausnar hinni 10 ‘ Framhald- á-S.'síSá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.