Alþýðublaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. janúar 1958 A 1 þ ý 5 u b 1 a 5 i 5 S VELBATAUTVEGUR- INN er svo umfangsmikil atvinnugrein á íslandi nú á tímum, að það verður að teljast mikið merkisaf- mæli fyrir stað eins og Akranes, þegar hálf öld er liðin frá því að farið var að gera þar út vélbáta. Þetta afmæli átti vélbátaútgerð in á Akranesi á sl. ári, og Bæjarblaðið þar af því tilefni snúið sér til Júlíus- ar Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra og fengið upplýsingar um upphaf þessarar útgerðar hér, en faðir hans var einmitt einn brautryðjendanna. — Hvað hét fyrsti vélbátur- inn og hverjir áttu hann? „Árið 1907 keyptu 5 ungir menn fyrsta þilfarsvélbátinn til Akraness. — Bátinn skírðu þeir „FranV' og er það nafn tákn- xænt með tilliti il .framhalds út- gerðar og uppbyggingar á Akra- nesi og víðar. — :Þessir menn voru: Magnús Magnússon frá Söndum, Ólafur Guðmundsson frá Sunnuhvoli, Bjarni Ólafs- son frá Litlateigi, Loftur Lofts- son frá Aðalbóli og Þórður Ás- mundsson frá Háteigi. — Allir til heimilis á Akranesi.“ — Hvar var „Fram“ smíðað- ur og hve stór var hann? „Fram var smíðaður af Otta Guðmundssyni skipasmið í Reykjavík, föður þeirra Krist- ins og Péturs, núverandi skipa- skoðunarstjóra. Báturinn var 38 fet á lengd, 12Váfet á breidd. og-5 fet á dýpt með 10 ha. 2 cylindra sterkbyggðrj vél. Bátn um fylgdi eitt stórsegl, eitt akk eri og 30 faðmar af keðju, enn- fremur spil og' aukastykki, eins og venja var að fylgdi. — Kaup' verðið var kr. 8.000.00, sem greiddist með þrem afborgun- um, kr. 2 þús. við undirskrift samningsins, kr. 2 þús. litlu síð ar og loks kr. 4 þús. við afhend ingu bátsins. „Svo vel útbúinn, að hann fáist tryggður í þil- skipaábyrgöaríélagi við Faxa- flóa“, eins og skrifað stendur í kaupsamningnum. —• Seljend ur við samning voru þeir Þor- ■steinn Þorsteinsson kaupmaður og Matthías Þórðarson skip- stjóri, báðir til heimilis í Reykja vík.“ — Hver var skipstjóri á þess- um nýja bát? „Bjarni Ólafsson var fyrsti skipstjórinn, en Þórður Ás- mundsson vélamaður á bátn-' um. Vélstjóraprófið var í því : fólgið, að fá tilsögn um gang og meðferð vélarinnar í einni ferð inn og út Hvalfjörð. •— Meiri kröfur voru ekki gerðar í upphafi vélbátaaldarinnar. Allt gekk þó slysalítið. ,,Fra-m“ var álitinn góður og traustur bátur og færði hann töluvert verðmæti á land, á þess tíma mælikvarða. Einnig var hann hafður í „transporti" eins og það var kallað og fólksflutn- ingum milli Akraness og Revkjavíkur. Árið 1909 byggði félagið „Fram“ viðleguskúr í Hólman- um undir Vogastapa. — Efnið í þennan skúr var fengið að láni í Edinborgarverzlun á Alcra- nesi og kostaði það kr. 445.82. — Frá Hólmanum voru „Fram“ og aðrir bátar gerðir út á þorsk netjavertíðum. — Skipshafn- irnar báru aflann upp á klapp- irnar og gerðu að honum þar úti, en söltuðu síðan í stein- byrgjum, sem þeir hlóðu þar. — Leifar þeirra má enn sjá í Hólmanum. Mikla fiskiðju eða fiskveiði- tækni var ekki um að ræða á þessum tírna, ekki heldur rán- yrkju. — Menn reyndu þó að bjargast við það, sem handbært var. —- Norskur maður að nafni Matthías, átti einnig viðlegu- skúr í Hólmanum. — Islending- ar og Norömenn strengdu segl- garn á milli skúranna og settu opnar mjólkurdósir á endana, töluðu svo saman í þenna „milli ríkjasíma“, sem var ódýr og ein faldur, en gerði þó gagn“. — Þeir hafa verið hugkvæm- ir og áræðnir, þessir ungu menn. „Já, og duglegir Qg areiðan- legir voru þeir líka. —• „Fram“ var sem sagt greiddur seljend- um að fullu við móttöku, en peningalán fengiö hjá bónda í nágrenni "Akraness, ásámt hjá öðrum. — Þannig varð landbún aðurinn til aðstoðar sjávarúíveg inum í upphafi. TJm þetta segir Ólafur B. Björnsson í Sögu Akraness: „Ekkert áttu þessir ungu menn til, nema hugrekki sitt, trúna á framtíðina, og að þeir væru hér á réttri leið, að vinna sjálfum sér, þorpi sínu og þjó'ð nokkurt gagn. Engir þessara manna voru þá myndugir, er þeir réðust í þetta, og urðu því feður þeirra, eða nánir venzla- menn, að vera við samningana riðnir fyrir þeirra hönd“.“ — Áttu þeir ekki „Fram“ lengi? „Ekki allir. Árið 1911 verða eigendaskipti að ,,Fram“, þann ig að Loftur Loftsson og Þórð- ur Ásmundsson kaupa hluti hinna eigendanna. — Þessir fé- íagar starfa síðan saman að út- gerð, fiskverkun og verzlun. —- Kaupa fleiri og stærri báta, bvggja fiskverkunarstöðvar, ís- hús, bæði á Akranesi og í Sand gerði. Eftir 12 ára samstarf, eða árið 1919 hættu þeir að reka „Firmað Loftur Loftsson & Þórður Ásmundsson, Akranesi og Sandgerði11 og skipta eign- um þannig að Loftur fær Sand- g'erðiseignirnar, en Þórður Akranesseigirnar í sinn hlut, ásamt 4 vélbátum. I Loftur hefur rekið fyrirmvnd ar útgerð -og fiskverkun frá Reykjavík og Suðurnesjum til þessa dags frá því hann hvarf héðan fráAkranesi. Sérstaklega hefur hann lagt mikla rækt við saltfiskverkun, enda hafa fáir eins mikla reynslu og þekkingu á því sviði útflutningsfram- leiðslunnar og hann. Um þetta leyti og síðar gerði i Þórður út vélbáta í samlögum Jmeð Jóni Sigurðssyni frá ^ Lambshúsum, Ármanni Hall- , dórssyni frá Hofteigi o.fl. — Bjarni Ólafsson skipstjóri, og Þórður Ásmundsson áttu einnig langt samstarf í útgerð og land búnaði. Þéir, ásamt þeim Ólafi B. Björnssyni og Níels Krist- mannssyni, byggðu fyrsta vél- frystihúsið á Akranesi árið 1928 og gerðu út línuveiðarana Ólaf Bjarnason og Þormóð á tima- bili“. — Þetta hafa verið miklir athafnamenn? „Já, og í fleiru en útgerðar- málum. Bjarni og Þórður voru einnig miklir áhugamenn um landbúnað. Þeir keyptu fyrsta traktorinn til íslands. En hann kom frá Ameríku með Gullfossi árið 1918. Þeir áttu jörðina El- ínarhöfða, sem liggur 5 km fyr- ir ofan Akranes og hófu þar erfitt brautryðjenda landbrot j með þessari vél. í þessu sam- bandi má einnig geta þess, að Þórður Ásmundsson og Björn Lárusson frá Ósi við Akranes, voru hvatamenn og kaupendur að fyrstu stórvirku skurðgröf- unni, þótt hún lenti reyndar hjá vélasjóði ríkisins, með sam- komulagi við þá. Fyrirtæki Þórðar Ásmunds- sonar starfar hér enn, eins og kunnugt er. — Það eru hluta- félögin Ásmundur, sem er út- gerðarfélag með 6 vélbáta: V.s. Heimaskaga, Skipaskaga, Fiska skaga, Ásmund, Fvlki og Hrefnu. — Heimaskagi h.f., sem er hraðfrystihús og Þórður Ás- mundsson h.f., verzlun, og svo tvær bújarðir, Elínarhöfða og Innstivogur. Með frjálsu framtaki og sam- eiginlegu átaki sjómanna, verka manna og sjálfseignarbænda, hefur sjóndeildarhringurinn víkkað til sjós og lands síðustu 50 árin. Það hefur margt á dag- ana drifið. Margir frumherj- anna eru horfnir af sjónarsvið- inu, en orðstír gleymist eigi þótt afbragðs kynslóð de-yi. Bæjarblaðið,- ( ÍÞróttir Teksl Recknagel að sigra í Lalhð! . Á ANNAN í jólum var háð stökkkeppni í Oberdorf í Þýzka landi og sigraði hinn kunni austur-þýzki stökkmaður _Hel- muth Recknagel með miklum yfirburðum, hann er nú af mörgum álitinn hafa mesta sig- urmöguleika á Heimsmeistara- keppninni í Lathi í F'innlandi í marzbyrjun. Recknagel sigraði í stökk- Hvaða veru Lávarðadeildin Framhald af 7. síðu. ÓEINING í VERKA- MANNAFLOKKNUM. Flestir fulltrúar Verkamanna flokksins viðurkenna að deild- in hafi nokkru hlutverki að gegna sem endurskoðunardeild frumvarpa, en allir eru sam- mála um að óþolandi sé að deild inni sé gefið vald til að tefja lagafrumvörp verkamanna- stjórnar í allt að 15 mánuði á kjörtímabili. Minnihluti innan Verka- mannaflokksins er því f.ylgj- andi að Lávarðadeildin verði lögð niður með öllu, líkt og Danir og Nýsjálendingar hafa lagt niður efri deildina, svo tryggður sé stjórnarmeirihluti á öllu þinginu. Flokkurinn er sammála um þrjú atriði, 1) að sæti Lávarða- deildarinnar séu ekki arfgeng, 2) að ekki sé kostið til hennar, 3) að hún hafi ekki vald til að breyta lögum, sem samþvkkt hafa verið í neðri málstofunni. STEFNUYFIRLÝSING NAUÐSYNLEG. Það vandamál sem nú krefst skjótrar úrlausnar er að styrkja aðstöðu Verkamannaflokksins í Lávarðadeildinni meðan hún starfar á svipuðum grundvelli og hingað til. Hinir 29 fulltrú- ar Verkamannaflokksins í hópi lávarða komast alls ekki yfir það starf, sem inna þarf af hendi við rannsókn þingmála. Auk þess eru stjórnmálamenn Verkamannaflokksns tregir að taka sæti í deildinni vegna þeirrar pólitísku og þjóðfélags- legu skyldu, sem það leggur á börn þeirra. Sú tillaga að menn verði valdir til setu í deildinni ævilangt leysir þennan vanda að nokkru, einkum ef lávörð- unum verður gert að skyldu að mæta reglulega á þingfundum. Verkamannaflokkurinn er nú neyddur til að leggja fram á- kveðnar tillögur í þessu máli, tillögur, sem gjörbreyti formi Lávarðadeildarinnar. D. H. mest séfSir! í ÁRSSKÝRSLU KRR 1957 kom fram. að sá leikur, sem mest var sóttur í 1. deildar keppninni í knattspyrnu var úr slitaleikurnn milli Fram og Akraness, en leikur Akraness og Akureyrar var næstmest sóttur, en hér á eftir sést hvaö leikirnir gáfu í aðra hönd. Akureyri — Hafnarfj. 25 507 Akranes — Akureyri 33 566 Hafnarfjörður — Akran. 16 454 Fram — KR 11804 Valur — Akranes 20 636 Valur — Hafnarfjörður 9 685 Fram Akurevri 4 127 Fram — Valur 6 423 Fram — Hafnarfjörður 8 727 KR — Valur 6 712 Valur — Akureyri 7 364 KR — Akranes 17 502 KR — Hafnarfjörður 11 010 Fram — Akranes 56 771 KR — Akureyri 14 852 Alls komu inn 258 966 Thoroddsen Framhald af 7. síðu. Að vísu tókst heldur klaufa- lega til með álagningu útsvara í ár. Ég varð að beygja mig þar íyrir landslögum, því miður, og lækka heildarupphæð útsvar- anna um nokkrar milljónir nið ur í lögboðið hámark. En það er ekki meira en alltaf getur komið fyrir á stóru heimili. Alþýðublað Hafnarfjarðar. keppninni og hlaut 224 stig. annar varð vestur-Þjóðverjinn Max Bolkart með 211,5 stig og þriðji Rússinn Koba Zakadse með 210,0 stig, hann er af mörg' um kallaður kraftstökkvarinn. Skilyrði við keppnina voru mjög góð og áhorfendur um 25 þúsund. Recknagel stökk 70 og 72 m og var í algjörum sér- flokki eins og fyrr segir. Búss- arnir voru einnig góðir, sérstak lega þegar tekið er tiílit til þess að þetta var þeirra fyrsta keppni í snjó á þessum vetrí. Bæði Sjamov og Kamenskai voru óöruggir í niðurkoimumi og það er enginn vafi á því, að þeir verða að bæta sig ntikiö, ef þeir ætla að veita Finnum og Austur-Þóðverjum einhverja keppni á Heimsmeistaramótinu í Lathi. Úrslit keppninnar: Recknagel, AÞýzkal. 224 stig Bolkart, V-Þýzkal. 211,5 stig Zakadse, Rússl. 210,0 stig Bulin, Tékkóslóvakíu 207 stig Sjamov, Rússl. 205 stig Kamenskai, Rússl. 204 stig Flauger, A-Þýkal. 200 stig Bykov, Rússl. 199,5 stig Enn selur Guétn. mel. 29. DESEMBER s.l. fór fram innanfélagsmót í Sundhöllinni og var keppt i 500 og 800 m skriðsundi. Guðmundur Gísla- son, ÍR, setti drengjamet á báð- um vegalengdunum, 500 m synti hann á 6:46,5 mín, 800 m á 10:54,5 mín, sem hvorttveggja er góður tími. ^Kosningaskrifsfofa Al- þýðuflokksins í í Hafnarfirði s s s s s s alþýðuflokkurinnS S í Hafnarfirði hefuT opnað^ b kosningaskrifstöfu að Strand • ^ götu 32. -Er skrifstofan opin^ ^ daglega. ^ $ Kjósendur Alþýðuflokksins^ ^ cru bcð'nir að hafa samband^ • við skrifstofuna og gcfa all-- > ar þær upplýsingar, scm að^ ^ gagni kunna að verða við^ ^ undirbúning kosninganna. ^ S S M.s. Lugarioss Fer frá Reykjavík föstudag- inn 10. þ. m. til V estmannaey j a ísafjarðar Siglufjarðar Akureyrar Húsavíkur Vörumóttaka á miðviku- dag og fimmtudag. H.f. Eimskipafélag íslands. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.