Alþýðublaðið - 17.01.1958, Blaðsíða 4
4
AlþýðublaðiB
Föstudagur 17. janúai' 195£j
VerTVti&GttR MGSS&S
MARGRÉT skrifar: „Á mánu-
tlaginn átti ég' leiö um Laugai'-
neshverfi. Ég' beið -eftir strætis-
vagni í biðskýlinu, sem er rétt
hjá Laugarnesskóianmn, cn
brátt varð varla líft þarna fyr-
ir skrílslátuni barna úr skóhui-
um. Tveir slóttólfar létu rigna
yfir mig' og' aðra, sem þarna bið-
um, snjóboltum, og' þeir eltu
telpu, sem virtist þó vera skóia-
systir þeirra, á röntlum og' létu
hana ekki í friði. lim orðbragð
þeirra vii ég sem fæst segja.
ÉG REYNDI að tala um fyrir
drengjunum, en það hafði litla
þýðingu aðra en þá að annar
þeirra jós mig ókvæðisorðum,
«n það sljákkaði svolítið í þejm
þegar einn kennari þeirra, eftir
þvi sem mér virtist, kom þarna
að og talaði til þeirra. Mér finnst
skrílsháttur þarna í Reykjavík
vera alltaf að aukast.
BIÐSKÝLIN eru mikil umbót
frá því, sem áður var, en undar-
tegt er það, að til skuli vera svo
lítilssigldar sálir, að geta haft
sig til þes að misnota þau á ýms
an miður þokkalegan hátt — og
auk þess að brjótá þau, útkrota
með óþverra og skemma. Al-
menningur verður að taka hönd-
um saman um að koma í veg fyr-
ir þennan ósóma og hika ekki
við að kæra þá, sem spjöilum
valda þegar hægt er.
BÓKMAÐUR skrifar: „Gaiitla
árið —- 1957 — er liðið í ald-
anna skaut og nýtt ár bvrjað.
Margar ljúfar endurminningar
-éigum við vafalaust frá hinu
liðna ári, því að þetta vavy að
mörgu leyti gott ár, og sumar-
ið eitt hið bezta sem komið hef-
ur í langan tíma. En maður á
líka leiðinlegar endurminnihgar
frá liðna árinu. Það var þó eink-
um síðasti mónuður ársins, sem
Skríjsháttur skólabarna
við biðskýli.
Gramur bókamaður skrií-
ar um bókaauglýsingar
og bókaval.
Ránveiðar, skothríð og
sprengingar í sjó.
—r
va rtiltakanlega leiðinlegur. —
Það var aðallega tvennt sem því
olli: Tíðarfarið og Ríkisútvarp-
ið. Væri maður úíi við, þá var
það veðrið og tíðarfarið, sem
gerði mann leiðann. En væri
maður heima hjá sér, þá var það
útvarpið.
JGLADAGSJiRÁ útvarpsins
var skelfilega lelsg eins og kunn
ugt er, enda heíur á það veriö
minnst opinberlega af merkum
manni, og skal ekki farið um það
fleiri orðum. En mér fannst þó
að maður ætti sannarlega fyrir
því, að fá veruíega góða og
skemmtilega jóladagskrá. eftir
að hafa hlustað með þpíinmæði í
heilan mánuð fyrir jólin á lítið
annað en harðsoðnar auglýsing-
ar, sem ætluðu mann þó að
stein-drepa úr leiðindum. Aug-
lýsingar um nýjar bækur voru
þó mesta plágan.
HVER BORGAR allar þessar
auglýsingar? spurði ég sjálfan
mig. Jú, auðvitað er öllum þess-
um útgjöldum gkellt á bsekurnar
og þar með á okkur, sem kaup-
um þær. Það er svei mér iag-
legur ábætir. Bókaauglýsingar i
blöðum og útvarpi kosta vafa-
laust hundruð þúsunda króiyi.
ef ekki á aðra milljón. Þetta
var ég að hugleiða, þar til ég
fékk svo mikla skömm á öiiu
þessu auglýsingafargani, að ég
ákvað að kaupa enga bók, sem
auglýst var svona frekt.
ÉG HAFÐI ákveðið að kaupa
bókina Hólastaður, en hætti al-
veg við það, af framangreindum
ástæðum, en keypti hinsvegar
dýra bók, sem hvergi var aug-
lýst, en aðeins lítillega kynnt í
blöðum. Það var nýja útgáfan af
Guðfræðingatali séra Björns
Magnússonar. Það er fróðleg bók
og eiguleg. Því segi ég það: —
Burt með allar þessar bóka aug-
lýsingar, sem okkur bókamönn-
unum er ætlað að g'reiða, þegar
víð viljum kaupa eitthvað
skemmtilegt til að lesa.“
AUSTRI skrifar: „Smáufsa-
veiðarnar í Keflavíkurhöfn eru
rányr.kja af verstu tegund. Á-
skprun og ábending „Skipstjóra-
félágsins Ægis“ ér því r'éttmæt.
Þessar velðar eiga ekki að líð-
ast. -Eti meðal annars. Hvað
finhst mönnum um sprengukast-
ið á haustin hér í Miðnessjó þeg-
ar síldveiðarnar standa yfir? —
Halda menn að .sprengingarnar
drepi ekki síldina, eins og t. d.
háhyrninginn? Og hvað finnsí
mönpum um smásíldarveiðina í
Eyjafirði? í þessu sambandi
mætti ef til vili spyrja. Hvprt er
verksvið Fiskifélags íslands? —
Og hvert er verksvið fiskifvæð-
inga okkar og vísindamanna?
Ætla allir að þegja og bíða þar
til hafið kringum ísland er orð-
ið aleyða af þorski og sild? Og
enn eitt: Hvað finnst mörmum
úm hina takmarkalausu notkun
nylon-þorskanetjanna um hrygn
ingatíma þorsksins hér við
land?"
Elannes á horninu.
KURTEISI KOSTAR EKKI
PENINGA.
Það er sem betur fer allcaf
að fækka þeim stöðum er veita
almenningi þjónustu hér á landi
og ekki veita viðskiptavinum
sínum viðunandi þjónustu. En
því miður er þó enn víða pctlur
brotinn. Það er engu líkara, en
sumt fólk geti ails ekki gert
sér Ijóst, að það aö þjóna öðr-
um þýðir að ÞJÓNA, en ekki að
stjórna.
Verzlanir veröa oft hart úti
fyrir það að afgreiðsiufólk sýn-
ir viðskiptamönnum ókurteysi
eða er ekki nægjanlega liðlegt
við þá og þarf ekki annaö en
fletta í dagblöðum undanfarinna
ára til að sjá hevrnig þeirn rnái-
úm er kornið. Þegar svo kaup-
mennirnir sjálfir eða eigendur
verzlananna eru þó engu betri,
\ crður vart annaö sagt, en að
skörin sé farin að færast upp í
békkinn. Svo átakanleg tvö
clærr.i af slíku iiafa borist rnér
undanfarið, að ég get ekki sjtilli
ijiig um að segja hér írá þeim
þó þetta eigi eklci að heita vet-
vangur dagsins í þeim efnum.
Hér áttu í báðum tilfellum kon-
urna og tel ég því ekki úr vegi
að þess sé getið í kvennaþætti.
I öðru tilfellinu var svo mál
me ðvexti, að kona hafði íengið
í tækifærisgjöf sokka er voru
henni ekki mátulegir. Fór hún
því í næstu verzlun, því að hún
kunni ekki við að spyrja hvar
gefandinn hefði keýpt þá, og bað
um að fá þeim skipt. Eigandi
verzlunarinnar, sem raunar hef-
ir ekkert afgreiðslufóik sér lii
aðs.toðar, varð fyrir svörum og
er hno.um var íjáð, að sokkarnir
væru ekki keyptir þar í veiv.i -
uninni voru svörin: „Dettur þér
í hug að ég fari að skipta því
sem ekki er keypt hjá mér“, og
var svarið samkvæmt því algert
nei. Þess má geta til frekari út-
skýringar, að í verzluninni íeng-
ust sokkar af þessari sömu gerð
og sömu númerum, hefði því
þarna verið tækifæri með lið-
legri framkomu að tryggja sér
viðskiptavin. Sokkum þessum
fékkst skipl strax í næsíu verzl-
un, og sagði kaupmaðurinn þar
að það væri sjálfsagt að skipía
þeim, hann verzlaði hvorc sem
væri rneð svona sokka og kærni
út á eitt þótt hlutföil færöust á
millí númera.
Annað dæmi var þannig, að
konu vantaði garn til að prjóna
úr peysu, og vissi hún, að í verzl
un er hún þekkti var sá sérstaki
litur er hún vitdi fá, fáaniegur.
Hún hringdi því í verzlun þes.sa
og spurði hvort það magn er
hún þyrfti af garni þessu væri
til, og var svaríð játandi. Bað
hún þá um að fá það frátekið
þar til síðari hluta dags, þar
sem hún ætti ekki heimangengt
fyrr, en fékk þau svör, að ekki
væri hægt að taka svona frá
fyrir fóik, slíkl væri alls ekki
gert hjá þessari verzlun, enda ó-
þarfi þar seni nóg væri tii af
garninu. Til að vera nú samt viss
um að fá garnið hraðaöi konan
sér í verzlunina í matartímán-
um, á meðan maður hennar var
heima og hugðist kaupa garnið.
Kom þá upp úr kafinu, að að-
eins var til ein hespa af því og 1
er hún minnti á símtal sitt vjð
verzlunareigandann um morgun
inn kannaðist hinn síðarnefndi
ekkert við það. Kom þá konan
auga á knippi af hespum á öðr-
um stað í verzluninni og var þar
einmitt um þann lit að ræða er
hana avntaði. Spurði frúa þá:
„En hvað um þessar hespur, get
ég ekki fcngið þær.“ Og hvaö
haidið þið að svarið háxi ver-
ið? Þær eru fráteknar.
Kaupmenn, sem þannig koma
fram fá sian dóm hjá viðskipta-
vinunum og auk þess í liinum
oft syo stóra kunningjahóp
þeirra, það er því fjarsíæða að
láta sér deita í hug að reka verzl
un með slíku móti. Það skal svo
viðurkennt, að oft eru viðskipta
menn allt annað en skemmtilcg-
ir viðfangs, en kjörorð kaup-
mannanna á nú einu sinui að
vera „Yiðskiptamaðurinn hefir
ávallt rétt fyrir sér,“
Ur í höggi við verzlunareigcnd-
Afþýðublaðið vantar ungllnga
til að hera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum:
Lsuigavpgi.
Talið við afgreiðsluna - Sínri 14900
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Ísl®8izk og ©r8epcl prvaSsljéS —
©flir Jakcb Jóh. Ssnára.
SÓLSKINIÐ titrar hægt um hamra og gjár,
en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.
Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár
sem fyrst er menn um þessa velli tróðu.
Og hingað mændu eitt sinn allra þrár,
ótti og von á þessum steinum glóðu;
og þetta berg var eins og ólgusjár, —■
þar allir landsins straumar saman flóðu.
Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár
geymist hér, þar sem heiiög véin stóðu, —
höfðingjans stoit og tötraþræisms tár,
sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu.
Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.
v
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Lysffgarðyr og lisfargarður
Framliald af 7. siðu.
skólans í Stokkhólmi. Fékk
námsstyrk 1897 og fluttist þá
til Parísar. Næsta áratug
dvaldi hann erlendis við nám
qg vinnu, lengst af í Frakk-
landi, en ferðaðist einnig mik-
ið um, t. d. um Holland, þar
sem éitt kunnasta verk hans
varð til. Árið 1901 gerði hann
frummyndina af Sten .Sture;
er þar höfðinginn ríðandi, en
her hans fylgir fótgangandi.
Sendi hanri frumm>-ndina í
samkeppni þá, sem efnt hafði
verið til um þetta minnis-
merki, en hlaut aðeihs fjórðu
verðlaun. Eigi að síður vakti
verk hans mikla athygli, og
stöku listdómarar fóru að tala
um snilldargáfu. Var ákveðið
að mynd hans skyldi reist (að
vísu annars staðar en verð-
launamyndin). og útfærði hann
hana síðar í bons cg loks í
stein.
Síðan rak hvert verkið ann-
að og fiægð iistamannsins fór
sívaxandi. Hugmyndum hans
var komið fyrir víðs vegar á j
opinberum stöðum í Svíþjóð, í
gerðum (t. d. Berzelligarði í
Stokkhólmi) á torgum og lista
söfn kepptust um að eignast
myndir hans. Rismyndir eftir
hann eru víða í oplnberum
byggingum t. d. dramatíska
leikhúsinu Liliewalchs Lista-
safninu, verkfræðingaháskólan
um í Stókkhólmi bönkum og
vöruhúsum.
Á árunum eftir 1930 og allt
fram til 1950 dval.di Milles í
Bandaríkjunum og var hafður
þar mjög í hávegum. Amer-
ískur milljónamæringur, Gram
-brock, varð hrifinn af list
hans, og fékk hann til að
vihna mörg stórvirki í Detro-
it. Myndir Miiles uxu nú enn
að stærð og umfangi: einhver
listfræð’ingur hefur kallað
hann listamann milljóna-
aldarinnar. Anpar hefur sagt,
að Aganippe, sem aðalhlut-
verk hefur í Millesgosbrunn-
inum i Metropólitansafninu í
New York, sé í rauninni eins
konar stóra systir Marilyn
Monroe, og segir að stærðar-
hlutverkin í sumum myndum.
sem Milles gerði vestra, minni
á og samsvari einkennilega
kennisetningum í siðgæði og
fag'urfræði, sem Ameríkumað-
urinn í dag hafi.
Milles varð í Ameríku auð-
ugur maður, og miklu af því
fé varði hann til þess að koma
upp safni sínu, Millesgárden.
Auk mynda hans, sem flestar
eru of stórar til að rúmast í
húsi hans, en njóta sín í víð-
áttumiklum garðinum, hefur
hann og kona hans, Olga
Granner, sem var listmálari,
safnað þar fjölda iistrænna
smáhluta, sem þau hafa fundið
á ferðum sínum, auk verð-
mætra gjafa, sem vinir þeirra
í hópi listamanna, færðu þeim
einhverntíma. Geta má bess,
að svstir Millesar var einnig
myndhöggvari.
Margt ágætra listamanna
stunduðu nám hiá Milles, og
geta íslendingar þar minnzt t.
d. Ásmundar Sveinssonar.
Carl Milles lézt árið 1955.
(Þýtt og endursagt).
Framkvæmdir og ...
Franilxald af 5. síðu.
Ekki verður frekar farið út
í framkyæmdir bæjarins en
verkin látin tala og skýra sig
sjálf. Vinstri meirihlutinn á
Akranesi hcfur sýnt það í
verki, hvers hann er megnug-
ur. Verða það því hinar miklu
framkvæmdir á kjörtímabilinu
og vilji til framfara á komandi
árum, sem hvetur fólk á kjör-
stað nú í lojk mánaðarins, til
fylgis við A-lista frjálslyndra
kjósenda á Akranesi.
Hilmar S, liálfdáuarsoiL