Alþýðublaðið - 26.01.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. janúar 1958
AlþýSublaSlS
S
'------------------------------------------------------s
Alþgðubloðið
Útgeiandi; Álþýðutiokkurinn.
. • Rlístjóri: Hæ 1 g i - S-æm Und sson; • . ;
, • r í'réttastjóri: Sig valdi H j á 1 ma rsso n
Auglýsmgastjóri: Em-ilía Samúelsdóttir.
. Ritstjórnarsímar: 14 9 0 1 og 14 9 0 2.
Auglýsingasimi: 1 4906.
Afgreiðslusími: 149 0 0.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Prentsmiðja Alþýðublaðains, Hverfisgötu 8—10.
*____________—________________:________________________
Ba&ur fólksins
Guðmundur Gissurarson Þórunn Helgadóttir Kristinn Gunnarsson
I DAG ganga Reykvíkingar að kjörborðinu og
i velja;sér bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. I>á er
• dómsvaldið í hendi fólksins. i>að ákveður með at*.
kyæði sínu, hvort Reykjavík verður vel eða ilia
• stjórriað, Því ber að úrskurða, hvort fráfarandi
, meirihluti skal ráða áfram eða breytt verður um
• máiefhi. Þetta er réttur kjósendanna í lýðræðis-
; landi. Þennan dag er fólkið hæstiréttur um málefni
sín og' sainíéiagsins, En skylda þess ,er jafnfrarnt
að beita valdinu skynsamlega — af framsýni og á
■ byrgðartilfinningu. Og það á engan að spyrja um
úrsktirð sinn nema sannfæringuna.
Stjórnmálaflokkarnir hafa gert Reykvíkingum
ýtarlega grein fyrir stefnu sinni og fyrirætlun-
um. Og' nú er fólksins að kveða upp sinn dóm. Ein-
stakiingurinn má sín mikils á slíkum degi, þegar
- allir eru jafriir og frelsi lýðræðisins þeim í lófa
lagt. En vissulega er þeim skylt að hugsa til heild-
arinnar, minnast þess, að Reykjavík er boi'g þús-
unda og mikill framtíðarbær, ef vel tekst til um
stjórn hennar. Fjögur ár skipta miklu máli um vöxt
og viðgang höfuðborgarinnar, ekki sízt á tímum
eins og þessum, þegar bylting nýrrar tækni fer um
heiminn og landið. Það ættu Reykvíkingar að
muna, er þeir ganga að kjörborðinu í dag sem
dómai’ar stjórnmálaflokkanna og frambjóðend-
anna.
Alþýðublaðið hefur undanfarnar vikur rætt
bæjarmáí Reykjavíkur til að túlka og skýra við
horf Alþýðuílokksins. Það mælist til að Reykvík
ingar feli honum úrslitavald í liinni nýju bæjar-
stjórn. Og Alþýðuflokkurinn mun reynast þeim
vanda vaximi. Hann er andvígur kyrrstöðu og
öígum. Hanri vill friðsamlega og íarsæla þróun,
er leiði til þess að kjörin jafnist, stéttamunurinn
hverfi og hagsældin vevði aimenningseign, fram
farirnar reynist fólkinu öllu til hags og ham-
ingju og enginn þurfi að hera kvíðboga fyrir
morgundeginum. Þetta er hægt, ef Reykjavík
er vel síjórnað. ísland gctur átt mikillar íramtíð-
ar von. Sama er að segja um höfuðborg þess, en
því aðeins, að hagur fjöldans sé tryggður og
horft af bjartsýni og festu til framtíðarinnar.
Aiþýðuflokkurinn gefur Reykvíkingum kost á
að senda í bæjarstjórn tvo fulltrúa vinnustéttanna
í höfuðstaðnum og efnilegan málsvara ungu kyn-
slóðarinnar, sem tekur við í náinni framtíð. Magn-
ús Ástmarsson, Óskar Hallgrímsson og Lúðvík
Gizurarson myndu í bæjarstjórn fara með umboð
mikíls meirihluta Reykvíkinga, hversu svo sem at
kvæði falla að öðru leyti í dag. Þeim er hægt að
treysta til að losa Reykjavík í senn við kyrrstöðu
og öfgar. Það er áreiðanlega vilji Reykvíkinga, og
hann mun koma til sögunnar fyrr eða síðar.
Því ekki að láta af því verða nú strax — á degi
fólksins í ár? Og það gera Reykvíkingar með því
að fjölmenna á kjörstað og kjósa Alþýðuflokkinn.
.v A.
Árni Gunnlaugsson
Emil Jónsson
ÞórcVur Þórðarson
I DAG ganga Hafnfirðingar að kjör-
borðinu og tryggja Alþýðuflokknum
sigur. Meirihluti Alþýðuflokksins í
bæjax-stjórn tryggir almenningi í bæn-
um framhald þeirrar heillaríku um-
bótastefnu, sem Alþýðuflokkurinn
hefur markað í bæjarmálum um þrjá-
tíu ára skeið. Ekkert bæjarfélag á land-
inu hefur notið jafn öruggrar og far-
sællar stjórnar um svo langt skeið. í-
j búar annarra bæja hafa iöngum vitn-
að til Hafnaríjarðar um miklar fram-
kvæmdir, hugsjónaríka þjónustu í þágu
fólksins og giftusama starfsemi á veg-
um bæjarfélagsins.
Hafnfirðingar hafa nú reynt íhlutun
kommúnista urn stjói'n bæjarins í eitt
kjörtímabii. Sú íhlutun er hafnfirzkum
kjósendum engin hvatning til að láta
þá hafa of mikil áhrif á gang bæjar-
mála framvegis. Flokkshyggja þeirra,
mannadýrkun og stöðusýki, hefur
gert þá hvimleiða og tortryggilega í
bænum. Málefnalega komu þeir ekki
fram með neitt nýtt. Þær miklu fram-
kvæmdir, sem gerðar voru á útrenn-
andi kjörtímabili, voru al'lar á stefnu-
skrá Aiþýðuflokksins fyrir síðustu
kosningar og margar þeirra þegar í und
irbúningi. Bygging fislciðjuversins,
bókasafnsins, sambýlishússins, maibik
un gatna, nýja vatnsveitan í vestur-
bæinn og ótal margt fleira, sem gert
hefuf verið á kjörtímabilinu, var allt
á stefnuskrá Alþýðuflokksins og í undir
búningi af honum, og kommúnistar
höfðu þar engu við að bæta. Þessar
miklu framkvæmdir voru aðeins fram
hald gifturíkrar forustu Alþýðuflokks-
ins í bæjarmálefnum Hafnarfjarðar um
þrjátíu ára skeið.
Hafnfirðingar treysta heldur ekki
Sjálfstæðisflokknum við stjórn bæjar
ins. Þeir hafa ævinlega verið andvígii’
eða tómlátir um mestu framfaramál í
bænum. íhaldsforustan hefur sýnt sig
í því á síðasta kjörtímabili, að hún
skirrist ekki við að setja eigin hags-
muni ofar almenningsheill. Forustu-
mönnum Sjá'ifstæðismanna er því ekki
treystandi til að reka bæjai’útgerðina
o'g hið nýja fiskiðjuver með hag aMra
bæjarbúa fyrir augum. Krýsu'vík
kunnu þeir aldrei að meta, fyrr en borg
arstjórinn i Reykjavík leit þangað
hýru auga. Þeim er því ekki að treysta
við framkvæmdir þar. Það er andstætt
rekstri bæjarfélags, að einkabrasks-
menn hafi of mikil völd. Spor hafn-
firzkra íhaldsmanna hræða.
Hafnfirzki kjósandi!
Gakktu hiklaust að kjörborðinu í dag
og kjóstu með hagsæld, framförum, at-
vinnu og viðsýni, en gegn íhaldi og of-
beldi. Kjóstu framhaid hinnar heilla-
ríku stefnu Alþýðuflokksins í bæjar-
máluvn. Tryggðu framtíð þína í bænum
við fjörðinn friðsæla með því að fylkja
liði frænda, vina og' kunningja um A-
listann.
Kjóstu af þér oíríkisstefnu kommún-
ista.
Kjóstu ekki yfir þig fjárglæfrastefnu
S j álf stæðismann a.
Sigur A-listans er sigur allra bæjar-
búa jafnt.
Sigur A-listans er fyrst og fremst
þinn eig'inn sigur.
Því kjósa Hafnfirðingar fimm Alþýðu
flokksmenn í bæjarstjórn í dag.
x A-fistinn.