Alþýðublaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 1
Urslit kosninganna á sunnudag
urinn fékk hrei
Þárna eru bæjarvinnumenn að' ræsa fram krapaeðju við Mið-
bæjarbarnaskólann á kosningadaginn. Þeir voru að reyna að
finna niðurfallið, svo að þorrnaði um að leið kjósendanna, en
niðurfallð fannst bara aldrei.
af forsæfisráð-
í Ungverjalam
En stjórnarflokkarnir hafa samanlagí meira fylgi í
hinum kaupstöðunum, sem eru sérstök kjördæmi
íhaldiðfékk 20 þúsund atkvæð i í Rvík og 10 bæjarfulltrúa
ÚRSLIT. BÆJARSTJÓRNARKOSNINGANNA á
Sunnudag urðu þau, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk
hreinan meirihluta atkvæða í tveimur. kaupstöðum
landsins-— Reykjavík og Vestmannnaeyjum. Hins
vegar hafa stjómarflokkarnir samanlágt fleiri at-
kvæði í öllum hinum kaupstöðunum, sem eru sérstök
kjördæmi. Enn fremur hlaut Sjálfstæðisfiokkurinn
meirihluta bæjarfulltrúa í Keflavík, Sauðárkróki og
Ólafsfirði. Þá fékk hann og meirihluta hreppsnefnd
ar í Stykkishólmi, yn missti meirihluta sinn í hrepps
nefndinni á Selfossi.
Mestur varð sigur Sjálfstæðisflokksins hér í Keykjavík,
þar sem hann fékk 20 þús. atkvæði og 10 bæjarfulltrúa, vann
annað sæti Alþýðuflokksins frá í kosningunum 1954 og sæti
Þjóðvarnarflokksins. Er hin nýja bæjarstjóm í Reykjavík skip Magnús Ástmarsson
uð 10 Sjalfstæðismönnum, .> kommunistum, 1 Alþyðuflokks- bæjarfulltrúi AlþýðuÆlokksins
manni og 1 Framsóknarmanni. j Reykjavík
Ætlar að heSga sig meira störfum aðal-
ritara kommúnistaflokksins
VÍNARBORG, mánudag. Janos Kadar sagði í dag af sér
sem forsætisráðherra Ungverjalands og félist þingið á tillögu
hans um að gera Ferenc Múnnich, fyrsta vara-forsætisráð
herra, að eftirmanni hans. í ræðu í þinginu sagði Kadar, að
ástæðan til þess, að hann vildi draga sig í hlé, væri sú, að
hann hyggðist einbeita sér meira að starfi sínu sem aðalritari
ungverska kommúnistaflokksins.
Kadar, sem verið hefur for- ■
sætisráðherra Ungverjalands
síðan rússneski herinn bældi
niður uppreisn alþýðunnar í
Ungverjálandi . í nóvember
1956, sagði einnig, að hann
mundi siíja áfram sem ráðherra
án stjórnardeildar og aðstoða
ríkisstjórnina í störfum henn-
ar. Það hafa lengi gengið um
það sögusagnir í Ungverjalandi,
að Kadar hýggðist láta af störf
um sem forsætisráðherra.
Jafnframt þessu fær stjórn-
in nýjan .menningarmálaráð-
herra í stað Gyula Kallai, sem
þó situr áfram sem ráðherra án
stjórnardeildar. Stungið er upp
á frú Valerie Benke, útvarps-
stjóra, sem eftirmanni Kallais.
Kadar stingur upp á Antal
Apro sem nýjum vara-forsæt-
isráðherra.
Menn, sem vel fylgjast með
í Vín telja breytingar þessar
ekki benda til neinnar djúp-
stæðrar stefnubreytingar í ung
verskri pólitík. Þó er gert ráð
fyrir, að Kadar muni vinna að
því að afla sér algjörra yfir-
ráða yfir flokknum og fram-
kvæma „millivegarstefnu'1 sína
óháður áhrifum frá hægri og
vinstri.
skyndiárás á U.S.A.
Segir sérfræðingur í
varnamálum.
WASHINGTON, mánudag, —
(NTB-AFP). — Amerískur sér-
fræðingur í varnamáluin, Ellis
A. Jwhnson, hélt því fram í dag,
að Sovétríkin geti gert skyndi-
árás á Bandaríkin, er kosti 20
—30 milljónir manna Iifið og
eyðileggi 10—20% af iðnaði
landsins. Segir hann, að slík
órás niundi verða gerð af flug-
vélum og kafbátum.
Dr. Johnson, sem er prófes-
sor við John Hopkins háskól-
ann, hefur á seinni áum gert
ieynilega rannsókn á landvörn
um Bandaiukjenna. í viðtali
við blaðið News and World Re-
port segir hann, að Sovétríkin
verji miklu meira fá til land-
varna en Bandaríkin. Hann er
(Frh a 2 siðu.)
Yfirleitt gekk kosningin
mjög geiðlega og fór vel fram.
Reyndist nýja skipulagið vel.
Kosningaþátttakan var og
meiri en almennt var við búizt.
Þá tóku fréttir að berast miklú
fyrr af talningu í stóru stöðun-
um, þar eð kosningu lauk mun
fyrr en verið hefur.
Úrslit í einstökum stöðum
eru sem hér segir (tölurnar í
svigum sýna úrslit síðustu bæj
arstj órnarkosn inga):
Reylfjavík
A-listi Alþýðuflokksins 2860 atkv. 1 mann (4274 — 2).
B-listi Framsóknarflokksins 3277 atkv. 1 mann (2321—1).
D-listi Sjálfstæðisfl. 20027 atkv. 10 menn (15642 — 8).
F-listi Þjóðvarnarfl. 1831 atkv. engan mann (3260 — 1).
G-listi Alþýðubandal. 6698 atkv. 3 menn (Sós.: 6107 — 3).
Á kjörskr: 38500, atkvæði greiddu 35094, eða 91,15%.
Auðir 313, ógildir 88.
B-listi Framsóknarflokksins
390 atkv. 1 mann (221 — 1).
C-listi Sósíalistaflokksins 390
atkv. engan mann (112 — 0).
D-Iisti Sjálfstæðisflokksins
811 atkv. 4 menn (531 — 3).
Á kjörskiú 2120, atkvæði
greiddu 1880, eða 85,3%.. Auðir
og ógildir 20.
Akranes
A-listi frjálslyndra kjósenda
956 atkv. 5 menn (760 — 5)
D-Iisti Sjálfstæðisflokksins
732 atkv. 4 menn (612 — 4).
Á kjörskrá 1884, atkvæði
greiddu 1710, eða 90,8% . Auðir
15, ógildir 5.
Hafnarfjörðnr
A-listi Alþýðuflokksins 1320
atkv. 4 menn (1306 — 4).
B-listi Framsóknarflokksins
203 atkv. engan mann (143—0).
D-listi Sjálfstæðisf lokksi ns
1360 atkv. 4 menn (1247 — 4).
G-listi Alþýðubandalagsins
362 atkv. 1 mann (Sós. 266 -1).
Á kjörskílá 3663, atkvæði
greiddu 3332, eða 91% . Auðír
58, ógildir 14.
Képavogur
A-iisti A'þýðuflokksin.s 136
átkv. engan mann (115 — 0).
B-listi Framsóknarflokksins
349 atkv. 1 mann (273 — 1).
D-listi Sjálfstæðisflokksins
523 atkv. 2 menn (349 — 2).
H-iisti Óháðir kjósendur 1006
Á kjörskúá 2226, atkvæði
greiddu 2046, eða 91,4(1. Auðir
25, ógildir 4) .
Kefíavík
A-listi Alþýðuflokksins 500
atkv. 2 menn (529 — 3).
ísafjöröur
Alisti Alþýðuflokksinr,, Al-
þýðubandalagsins og Framsókn
arflokksins 699 atkv. 5 menn.
(Alþfl. 520—4, Frams. 155 —1,
Sós. 108—0).
D-listi Sjálfstæðisflokksins
635 atkv. 4 menn (642 — 4).
Á kjörskrá 1481, atkvæði
greiddu 1363, eða 92%.
Sauöárkrékur
, A-listi Alþýðuflokksins 45
atkv. engan mann (114 — 2).
Brlisti Framsóknarflokksins
116 atkv. 1 mann (139 — 2).
D-listi Sjálfstæðisflokksins:
280 atkv. 4 rnenn (183 — 3).
H-listi Óháðir kjósendur 149'
atkv. 2 menn (Sós. 54 — 0P
Þjóðv. 52 — 0, Sjóm. 37 — 0),
Á kjörskrá 636, atkv. greiddui
593, eða 92,3%.
Siglufjörður
A-listi Alþýðuflokksins 293
atkv. 2 menii (341 — 2).
B-listi Framsóknarflokksins'
227 atkv. 1 mann (256 — 2).
D-listi Sjálfstæðisflokksins
389 atkv. 3 menn (421 — 3).
G-listi Alþýðubandalagsins
418 atkv. 3 menn (Sós. 352—2).
Á kjörskrá 1521, atkv.
greiddu 1340, eða 88,1%. Au'ðir
8, ógildir5. i
Olafsfjöröur
D-Iisti Sjálfstæðisflokksins
243 atkv. 4 menn (210 — 4).
H-Jisti Vinstrimanna 185
atkv. 3 menn (Alþfl. 49 — 0r
Frams. 116 — 2, Sós. 65 — 1).
Á kjörskrá 495, atkv. greiddoi
440, eða 88,9%. Auðir 4, óg. 7.
Framhald á 2. síðu.
Veðrið á kosningadaginn
VEÐRIÐ á kosningadaginn,
reyndist betra, en við var bú-
izt sunnan lands. Norðaui
lands var það slæmt sums
staðar og varð t.d. að fresta
kosningum á Skagaströnd.