Alþýðublaðið - 01.02.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1958, Síða 3
A 1 þ ý8 n b 1 a 8 1 • 3 Laugardagur 1. febr. 1958 r ......... ..... ■1 .....- ---- 111 '> Aiþýöublaöiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjáimarsson. Auglýsingastjóri: Emilia Samúelsdóttir. Ritstjórnarsín:ar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14 9 0 6. Afgreiðslusími: 14 9 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublað3ins, Hverfisgötu 8—10. Aróður íhaldsins MOR'GUiNBLAÐIÐ læzt vita ráð við öllu þessa dagana. kunna á öllum vandamálum skil og þekkia lausn á öllum erfiðleikum. Þar eru nú ekki maðkarnir í mysunni. Kampa- kát't og steigurlátt ber það sér á brjóst og æpir í miklum ofíátungstón: Mitt er orðið, ég sé, veit og ski'l. — Og hvert er svo ráð Morgunblaðsins? Hver er allra meina bót í þjóð- félaginu? Hver er hin einstæða, bráðsnjalla lausn Morg- unblaðsins á öl'lum aðsteðjandi vandkvæðum og örðug- leikum? Lausnin er býsna einföld. Vinstrí ríkisstjórn má ekki vera við völd í landinu. Það er allt og sumt. Ef vinstri stjórnin væri ekki len-gur við völd, gufuðu allir efnahags- örðugleikar upp eins og dögg fyrir sólu. Ef vinstri stjórn- in segði af sér, tækj óðar að veiðast meiri fiskur, útgerð fiskiskipanna yrði stórum ódýrari, gjaldeyrir yxi á trjám borgarstjórans í Heiðmörk og kaupendur erlendis keppt- ust við að kaupa af okkur framleiðsluna við uppsprengdu verði. Ef vinstri stjórnin vildi aðeins víkja, drypi smjör af hverju strái, afkomendur Ingólfs Arnarsonar settust að völdum á ný og stráðu lífsmagni í gildum sjóðum yfir landslýðinn, en afkomendur þræla og ambátta þok- uðu í skugga dýrlegra Morgunblaðshalla, ráðhúsa og Faxaverksmiðja. Þá yrði fyrst líft á þessu landi. Þannig er áróður Morgunblaðsins. Allt illt er vinstn stjcrninni að kenna. Fólk þarf ekki lengur að hugsa, skilja né álykta: vinstri stiórnin á sök á hveriu böli landsmanna. Einstaklingur ber ekki ábyrgð á sjálfum sér lengur, ekki bæjarfélög, ekki þjóðin sem haild; allt er vinstri stjórninni að kenna, enda segir svo í erlendum blöðum (og hvaðan skyldu heimjídir vera!?). Þessi skefjalausi og ábyrgðarlausi áróður Morgunblaðs- ins, sem rekinn er af sjúklegum ákaía og miskunnarlausri hörku, 'kann að hafa nokkur áhrif í bili. Það sýna úrslit bæjarstjórnarkosninganna að nokkru. Því miður er sumt fóik auðveitt í margslungið áróðursnet. Um það eru mörg dæmi, og er saga nazistanna í Þýzkalandi aug'jósasta sönn- unin. En áróður Morgunblaðsins mun ekki hafa áhrif til lengdar. tslendingar láta ekki til langframa glepjast hugs- unarlaust af ábyrgðarlausu fieipri, jafnvel þótt það sé prent- að daglega á öllum síðum Morgunblaðsins. Þetta ir.unu þeir Morgunblaðsherrar reyna, þótt síðar verði. Satt er það, að vinstri mönnum urðu úrslit bæjar- stjórnarkosninganna nokkur vonbrigði. En þeir munu samt ekki láta áróðursgambur Morgunblaðsins hafa áhrif á gerðu' sínar eða áiyktanir. Vinstri stiórnin hefur mest þurff að glíma við óreiðuarf ríkisstjórnar Olafs Tbors, og' sá arfur var bæði illur og furðulegur. Engin stjórn nema vinstri stjórn hefðj getað fleytt atvinnuvegunum yt'ir Ólafsólágið, hvað þá beitt í vindinn. Það er á allra vit- orði, sem nokkuð vilia hugsa um landsmál, að engin rík- isstjórn, sem ekki nýtur trausts vinnustéttanna, gæti setið stundinni lengur við völd í landinu. Morgunblaðs- stjórn væri því dauðadæmd, áður en liún scttist að völd- um. Um andróður Morgunblaðsins gegn Moskvumönnum er það að segja, að hann er látalætin helber, aðeins dulbúin stjórnarandstaða, búin í þetta form til að veiða sanna and- stæðinga Mos'kvukommúnismans. En menn munu líka sjá í gegnum þá gjörningaþoku, því að Sjálfstæðismenn hat'a allta'f unnið mþð kommúnistum, ef þeir sáu sér hag í því. Þetta veit Morgunblaðið vel, þótt það flí'kj öðru. Allir sannir vinstri menn munu því iáta áróðurs'hróp Morgunblaðsins sem vind um eyru þjóta og þjappa sér sam- an um þá vinstri stefnu, sem ein getur leyst vanda þjóðfé- lagsins. Þótt hátt láti í áróðurskvörninni þessa stundina, mega vinstri menn ekki láta það villa um fyrir sér. Auglýsið í Alþýðithlaðinu ( Utan úr heimi ) Kommúnistar ðhrifalausir á Indlandi KONGRESSMAÐUR í ÓSLÓ M.G. REDDY, — Indveriinn. brosmildi, —er einn af helztu iramámönnum kongressþing- flokksins í Nýja Dehli. Hann var á ferðinni í Osló núna um helgina, og flutti þar fyrirlest- ur um „Afvopnunarmál og al- þjóðlega samvinnu". Hann hafði setið þing Asíu-Afríku- bandalagsins í Kairó, og skrapp til Vestur-Evrópu í leiðinni. Norskir blaðamenn áttu tal við Iiann um ráðstefnuna, og var-Reddy hinn ánægðasti, og kvað hana mundu stuðla m.jög að því að auka samheldni með þjóðum Afríku og Asíu. Og enda þótt Sovétveldin sendu fjölmenna fulltrúanefnd á ráð- stefnuna, telur hann, að kom- múnistar hafi þar ekki neinu ráðið. Er blaðamenn spurðu hann hvort ekki væru sannar þær fregnir að ekki væri lengur neinn efnahagslegur grundvöll- ur undir framkvæmd fimm ára áætlunarinnar indversku, svar- aði hann: —- Jú, því miður hefur það sýnt sig, að það er ekki nokkur leið til að fá lán erlendis með viðhlítandi kjörum, nema þá að sá böggull fylgi þar skammrifi að ekki samrýmist sjálfstæði landsins. Við höfum orðið að skera allan innflutning við nögl, þyngja skattana og draga úr öllum þeim framkvæmdum, sem ekki geta talizt lífsnauðsyn legar. En þó munum við Ijúka öllum helztu og mikilvægustu framkvæmdum við áætlunina, ef ekki á fimm, þá að minnsta kosti sex árum. Jawaharlal Nehru. En þið hafið þó ekki skorið útgjöldin við landvarnirnar við nögl? — Nei, — við höfum orðið að auka hernaðarútgjöldin að miklum mun, svaraði Reddy, og það svo um munar, eða úr 28 % upp í 40% af ríkistekjun- um. Því miður komumst við |ekki hjá því, þegar við eigurn álíka nágranna og Pakistan. Aðspurður kvaðst Reddy ekki sjá neina leið til þess að bæta samkomulagið á milli þessara tveggja ríkja. Hann heldur því hiklaust fram að Pakistan hafi ekki staðið við neina af sínum fjárhagsiegu skuldbindingum : samkvæmt samningunum um jhina örlagaríku og þunghæru jskiptingu indverska landsvæð- isins 1947, og hann er með öllu j ósamþykkur framkomu ind- versku stjórnarinnar í garð Pakistan, telur st.jórnina allt of eftirgefanlega og göfuglynda. j Hvernig gefst stjórn kom- ■ múnista í fylkinu Kerala? | — Hún hefur unnið gott starf og varast allan uppsteit gegn ríkisstjórninni. segir ind- verski kongressmaðurinn, — en hún fellur nú samt við næstu kosningar. Þá verður kongressflokkurinn endurskipu lagður til fulls í fylkinu, en forysta hans þar áður var rotin og duglaus. Fólkið í fylkinu hefur líka snúizt gegn þeim, þar sem þeim hefur að vonum ekki reynst kleift að standa við nema sáralítið af hinum gegnd- arlausu kosningaloforðum sín- um. Auk þess hafa þeir æst verkamenn gegn sér, með því að beita þvingunum þau verka- lýrðsfélög, sem þeir ekki réðu í lögum og lofum. Ný viðhorf í Kýpurdeilunni ? KÝPURDEILAN er komin á nýtt stig. Áður voru grískir Kýpurbúar einhuga í barátt-1 unni við Englendinga. Tyrkir : voru á bandi Breta og uppþot þeirra voru ekki ósjaldan gerð að undirlagi ensku herstjórnar- innar á eynni. Nú er svo komið að Grikkir deila innbyrðis og enska lögreglan verndar Grikki fyrir Tyrkjum. Stefna sú, sem j hinn nýi landstjóri Kýpur, Sir j Hugh Foot, hefur fylgt, virðist hafa haft mikil áhrif á hina j grískumælandi íbúa eyjarinn-! . ar. Þeir vonast nú eftir bráðri lausn á vandamálunum, en hættan fyrir Breta er sú, að beir geti ekki uppfvllt bær von- ir, sem Foot hefur vakið. Eins og stendur er ekki lík- ■ legt að Bretar leyfi Makarios erkibiskup, að flytjast til Kýp- 1 ur, en það er aðalkrafa Grikkja. Önnur krafa þeirra er sú, að samið verði við Enosis, en það gera Bretar ekki fyrr en í ó- efni er komið. Reyndar er mál- um nú svo komið, að einföld lausn á Kýpurdeilunni er ekki til. Hin einfalda, lýðræðislega lausn, að veita Kýpur sjálf- stjórn, og síðar þjóðaratkvæði um stöðu eyjarinnar mundi að- eins leiða til borgarastyrjaldar, miklu alvarlegri en þeiri’ar sem EOKA hóf fvrir tveimur árum. Tyrkir krefjast nú skiptingar Kýpur til jafns við Grikki, og munu vafalaust eiga eftir að láta til sín taka, ef ey.jah hlyti sjálfsstjórn. En hvernig er mögulegt að skipta eynni milli Grikkja og Tvrkja? Hvar er hægt að draga línu, sem báðir gætu sætt sig við? Tyrkir krefjast norðaust- urhluta Kýþur, en beir byggja þá kröfu sína ekki á neinum sögulegum staðre.yndum, þeir eru þar í minnihluta eins og annars staðar á eynni. Af 623 þorpum á Kýpur eru 393 ein- göngu byggð Grikkjum, 115 byggð Tyrkjum og 115, sem byggð eru hvorum tveggja. Há- lendi Kýpur er mestan part byggt Grikkjum, en á láglend- inu eru grísk og tyrknesk þorp jafndreyfð. Hvernig, sem Kýpur væri skipt, yrðu Tyrkir í minnihluta á hverju svæði. Tilfærsla íbúa mundi ekki leiða til annars en aukinna vandræða. Tyrkneskir bændur, sem lifa í friðsamlegu nábýli við gríska bændur sætta sig áreiðanlega ekki við að vera fluttir burt úr heimahögum sínum, og sama gildir urn Grikki. Skipting Kýpur yrði bvi aðeins til þess, að auka enn á- tökin, og revndar svíkja hags- muni bæði Grikkja og Tyrkja. Bretum ber nauðsyn til að nota sér þann velvilja, sem Sir Hugh Foot hefur tekizt að vekja. Það er ekki hægt að hefja samningaumleitanir fyrr en Makarios erkibiskup fær heimfararleyfi, og það er áreið anlega hægara að semja við Makarios en Grivas. Réttur Kýpurbúa, til að ákveða fram- tíð sína sjálfir er ómótmælan- legur. En það varðar miklu, hve- nær þeir fá að láta í ljós vilja sinn. Það eru mörg vandamál, sem úriausnar bíða, áður en svo geti orðið. Fyrst ber að veita þeim hlutdeild í stjórn eyjarinnar, og væri þá auðveld ara að ákveða hvenær þeir fái sjálfir að stýra málum sínum. Tyrkir munu varla sætta sig við, að Grikkjum verði falin stjórn Kýpur. í stjórnarskrá eyjarinnar yrðu að vera á- kvæði, sem vernduðu þjóðem- isminnihluta, og ekki er ólík- legt að Bretar geti knúið stjórn ina í Ankara til að íallast á samkomulag við Grikki um þau mál. Hálfvelgja Breta í þessurn málum getur ekki orðið nema til ills, þolinmæði er fyrsta boð orðið, sem fygja þarf, ef lausn á að finnast. Og Kýpurmálið er þannig vaxið, að leggja þarf á- ætlun langt fram í tímann, og trygg.ia frið milli þjóðabrot- anna. Fálm ensku stjórnarinn- ar hingað til hefur orðið til ills eins, og stjórnast frekar af póli- tískum glæfrum en einlægum vilja t.il að leysa deiluna. Þetta verður að breytast, ef smáríkin eiga að taka alvarlega yfirlýsingar stórvelda um rétt smáþjóða til þess að ráða sjálf- ar málum sínum. Hernaðar- bækistöðvapólitík er eitt ósvífn asta meðal, sem nú er notað í viðskiptum þjóða. Alþýðubiaðið vanlar unglinga til að bera blaðið til áskrifenaa í þessum hverfum: Túngötu, Kársnesliraut. Talið við aiqreiðsluna - Sími 14900

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.