Alþýðublaðið - 18.02.1958, Side 2
AlþýðublaSið
Þriðjudagur 18. febrúai- 1958
&
Samþykul flokksstjórnar
Frambald af 1. síðu.
jFLOKKSSTJÓRNIN telur, að þrátt fyrir stöðug'a atvinnu og
miklar framkvæmdir sé ástand efnahagsmálanna mjög al-
varlegt og það efnahagskerfi, sem þióðin á við að búa, mein-
gallað. Flokksstjórnin ítrekar ályktun síðasta flokksþings
I um, að ríkisstjórnin, skuli hafa samráð við samtök verka-
lýðs og annarra launþega, svo og bænda, útvegsmanna og
.annarra framleiðenda, um lausn efnahagsmála og þjóðar-
| iinnar til viðreisnar framleiðslustarfsem.i lancþmanna og
telur það ekki mega dragast lengur að gera þær ráðstafan-
; ir í efnahagsmálum, sem a-eynzt geti til frambúðar. Flokks-
j stjórnin leggur aherzlu á, að slíkar ráðstafanir verði gerðar
af ríkisstjórn, sem gætir hagsmuna launþega og fram-
leiðslustétta i hvívetna og vill hafa samráð og samstarf við
samtök þeirra, en ekki af ríkisstjórn, sem stefna mundi að
öðrum markmiðum og gæta annarra hagsmuna.
•PLOKKSSTJÓRN ATÞÝÐUFLOKKSTNS fagnar því. að ríkis-
stjórnin hefur tekið þátt í undirbúningsviðræðum um stofn
á un f;--í. erzlunarsvæóis f Evróþu og hefur staðið þar vörð
um hagsmuni þjóðarinnar. Fiokksstjórnin telur, að ísiandi
beri áfram að fylgjast með þessu máli og bendir á, að þátt-
taka í slíkum samtökum gæti orðið til þess að færa þjóð-
inni stóraukna, örugga markaði og opna henni leiðir til
aukinnar hagnýtingar á auðlindum landsins og þannig
verða til að efla heilbrigt atvinnulíf á íslandi og bæta lífs-
kjör þjóðarinnar.
iFLOKKSSTJÓRNIN ítrekar þá stefnu flokksins í húsnæðis-
málurn, sem íram hefur komið allt frá því er lögrn um
verkamannabústaði voru fyrst sett, að sem flestum fjöl-
skyldum verði gert kleift að eignast íbúðir. Flokkurinn
mun ekki standa að neinum ráðstöfunum, sem stefna að
auknum afskiptum hins opinbera af hag'nýtingu, leigu eða
sölu íbúðarhúsnæðis. Flokkurinn hvetur ríkisstjórnina til
að afla enn aukinna lána til einstaklmga og byggingarfé-
laga til byggingar íbúða, og láta þær íbúðir ganga fyrir um
lán, sem byrjað er á, og leggja niður óþarfa skriffinnsku
við umsóknir lánanna. Flokkurinn telur óhjákvæmlegt fyr-
ir stærstu bæina að reisa nokkuð af leiguíbúðum, sem leigð
ar verði undir kostnaðarverði, ef ekki duga aðrar ráðstaf-
anir til þess að útrýma skjótlega bröggum og öðrum heilsu
spillandi húsnæði.
FLOKKSSTJÓRNIN te’ur, að stefna beri að breytingum á
skattakerfi landsins í þá átt að gera það einfaldara og meira
í samræmi við • réttarmeðvitund þjóðarinnar. Flokkurinn
'hvetur ríkisstjórnina til að kanna gaumgæfilega möguleika
á, að tekjuskattur verði afnuminn með öllu og beita sér
fyrir því að önnur opinber gjöld verði innheimt af launum
jafnóðum og þau eru greidd.
FLOKKSSTJÓRNIN ]}isir ánægju yfir þeim auknu fjárveit-
ingum, sem tryggðar haía verið til skólabygginga, vísinda,
lista og annarra menningarmála og þeim nýmælum, sem
framkvæmd hafa verið í þessum efnum.
FLOKKSSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS minnir ríkisstjórn-
ina á það fyrirheit að gangast fyrir endurskoðun stjórnar-
skrár og kosningalaga og telur þetta mál ekki mega dragast
frekar en orðið er.
FLOKKSSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS lýsir trausti sínu á
stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum og framkvæmd
hennar, sem hefur markast af þeirri grundvallarreglu að
tryggja öryggi bjóðarinnar með samstarfi við lýðræðisþjóð-
irnar og þátttöku í Atlantshafsbandalaginu.
FLOKKSSTJÓRNIN le ggur áherzlu á, að ráðist verð: í stækk-
un landhelginnar þegar að aflokinni þeirri ráðstefnu, sem
hefst í Genf í þessuin mánuði.
FLOKKSSTJÓRNIN lýsir yfir fullu trausti á ráðherrum
flokksins og þakkar þeim vel urrnin störf
SJtfkiahús
Framhald af 12. síðu.
Stólar allir eru frá Stálhús-
.gögn í Rvík, einfaldir og þægi-
tegir.
Það sem smíðá þurfti, svo
sem skápa, sjúkráþorð {nátt-
borð) o. fl. er smíðað af Tré-
smiðju Kaupfélags Árnesinga,
, en eins og áður segirýeftir fyr-
irsögn hjúkrunarkonuAnar. Sér
•staka athygli vekur hversu vel
og hentuglega sjúkrahorðin eru
hugsuð. Þegar er fyrir: hendi
' vísir að bókasafni, géfið af
.sambandsfélögum sunnlehzkra
kyenna, að verðmæti ful'lar 6
'jþús. kr. Yæri vel ef velviljaðir
menn vildu á næstunni athuga
möguleika á að auka við safn
þetta, og er ekki að efa að góðir
Árnesingar austan og vestan
tfellisheiðar verði til að sýna
þessu fyrsta sjúkrahúsi sýsl-
þinnav margháttaða ræktar-
i semi, eftir því sem geta og viiji
! lsyfa, og þörfin bendir til,
STARFSLIÐ
Starfslið sjúkraskýlisins verð
ur þetta: Héraðslæknirinn
Bjarni Guðmundsson verður
aðallæknir, ein hj úkrunarkona,
sem verður Ásdís Magnúsdóttir
frá ísafirði, eins og áður segir;
þrjár gangastúlkur, ein vöku-
kona og tvær konur í eldhúsi.
Landlæknir og heilsuverndar-
stjóri hafa komið austur og lit-
ið á búnað sjúkraskýlisins og
lokið lofsorði á, og jafnframt
undrast hversu mikið og gott
hefur tekizt að fá út úr húsi,
sem þó var byggt sem íbúðar-
hús. Án undantekningar munu
Árnesingar fagna þessum vísi
að sjúkrahúsi, sem risinn. er ti!
starfa í héraðinu, og jafnframt
óska því og starfsliði öllu ham-
ingju og blessunar í starfl.
G. J.
S ú d a n
MERKJASQLUDA6UR RAUÐA IROSSIN
(Frh. af 1 síftu.)
þar sem því var fram haldið, að
egypzka stjórnin heíði í hyggju
að láta fram fara þjóðarat-
kvæðagreiðslu á svæði þessu á
vegum forsetans í hinu nýja
sambandsríki Egyptalanas ög
Sýrlands. Samtímis vár upplýst
í tilkynningunni líka, að Egvpt
ar mundu senda nefnd man?ia
til svæðisins og mundu fylgja
henni her 'manns.
VILJA LÁTA ANNAÐ
SVÆÐI MINNA
Egyptar gera kröfu til alls
svæðisins fyrir norðan 22.
breiddargráðu, en kveða sig
fúsa til að láta í staðinn lítið
svæði, sagði utanríkismálaráð-
herrann.
56 ÁRA LANDAMÆRI
Landamæri héraðsins, sem
nú er orðið að þrætuepli, voru
ákveðin fyrir 56 árum, og síðan
héfur Sudanstjórn ráðið þar
lögum og lofum. Þegar Egyptar
viðurkenndu Sudan sem sjálf-
stætt ríki, var svo að orði kom-
izt að viðurkenningin næði til
landsins eins og' landamærum
þess var þá háttað.
Indénesía
Framhald af 1. sí3u.
ins á ýmsum ej jum slitu satn-
bandi við hana. Mun stjórnar-
stefnan beinast að því að ná til
,þess fólks, sem gerzt hefur sekt
uni lagabrot.
í dag sagði yfinnaður hersins
á Suður-Súmötru, Barlian of-
ursti, að hann hefði gefið her-
mönniim og borgurum skipun
um að íorðast hverjar þær ráð-
stafanir, er skapað geti klofnað
á svæðinu. Kvað hann Suður-
Súmötru ekki óska eftir b!óðs-
úthellingum í sambandi við hin
pólitísku ótök og ekkj mundi
héraðið styðja hvorugan aöil-
ann, ef til borgarastyrjaldar
kæmi.
Ekki höfðu í dag borizt nein-
ar fréttir um, að til árekstra
'hefði komið milli herliðs
stjórnanna tveggja. Útvarpið í
Padang, sem er í höndum upp-
reisnarmanna, segir, að hérað-
ið Atjeh ó Norður-Súmötru
hafi ákveðið að styðja aðgerðir
stjórnarinnar til að steypa So-
karno. Forsætisráðherra upp-
reisnarmanna, Sjaffruddin, hélt
i í dag ræðu, þar sem hann réð ■
I ist harkalega á Sokarno. Jafn-
j framt tilkynnti yfirmaður upo-
i reisnaihersins, Hussein ofursí",
; að hin nýja stjórn muni reisa
j við á ný stjórnarskúá Indónes-
I íu.
---------------
„Rauði krossinn þarf á hjálp þinni að halda x dag,
þú kannt að þurfa á hjálp hans að halda á morgunÁ
FJÁRÖFLUNARDAGUR Rauða Kross íslands er Ösku-
dagurinn 19. febrúar. Tólf Rau'ða krossdeildir út um byggðir
landsins sjá þá um merkjasölu. Ágóði merkjasölunnar eflir
starfsemi Rauða krossins og deilda lians.
t Reykjavík annast Reykja-
víkurdeild RKÍ merkjasöluna.
Hin síðari ár hefur starfsemi
deiidarinnar aukizt og ver
deildin stórfé ár hvert til starf-
semi sinnar.
Hefur hún með höndum ýms-
an rekstur,
1) Deildin á 3 sjúkrabifreið-
ir, sem hún rekur. Eru það
tvær Fordbifreiðir og eldri bif-
reið, sem þyrfti endurnýjunar !
við, en til þess þarf deldin á !
meira fé að halda en hún hefur
nú yfir að ráða. Slökkvistöðin
annast af mikilli prýði sjúkra-
flutninga, en síðastliðið ár voru
þeir sem hér segir:
Innarsbæjar flutningar 4275
Utanbæjar flutningar 216
SJysaflutningar 256
Flutningar alls 4747
2) Sumarið 1957 rak deildin
tvö barnaheimili fyrir reykvísk
börn. Að Laugariási, sem er eign
HKÍ, dvöldu 119 börn, en að
Siiungapolli 59 börn um átta
vikna skeið. Barnaheimilin eru
rekin með stórfelldum halla,
því að deildin hefur reynt að
hafa dvalarkostnaðinn sem
lægstan.
3) Auk þess vinnur deildin
stöðugt að því að auka hjúkr-
unargagnabirgðir sínar ti] hess
að geta lánað út; endurgjalds-
laust í heimahús sjúkrarúm og
dýnur. Hins vegar skortir mjög
á, ef óvænt slys bera að hönd-
um,
4) Námskeið í hjálp í viðlög-
um eru haldin endurgjaldslaust
á vegum deildarinnar.
Rauði kross íslands rekur
einnig sjúkraskýlið í Sand-
gerði. Þá hefur Rauði krossinn
fest kaup á húseign að Flóka-
götu 63. Verða þar geymd ýmis
hjúkrunartæki Rauða krossins,
en mikil vandkvæði hafa verið
á geymslu þeirra til þessa.
BÖRN, TAKIÐ ÞÁTT í
MERKJASÖLUNNI
Til þess að standa straum af
þessari starfsemi og auka hana
þar.f mun meira fé en deildin
hsfur nú yfir að láða. Aí. þeim
sökum leitar RKf og Raykja-
víkurdeildin ennþá einu sinni
til allra landsmanna og biður
þá styrkja Rauða krossinn með
því aö kaupa merki hans og
levfa börnum sínum að selja
þau.
Ættu foreldrar að hvetja
börn sín til að selja merki og
taka þannig virkan þátt í þess-
ari líknar- og mannúðarstarf-
semi og sjá um að börnin séu
vel klædd við merkjasöluna.
Llknonsk
neydd fii að ienda
í P^maskui,
LIBANONSK farþegaflugvé f
var knúin til að lenda í Damas-
kus og haldið þar fastir í sex
klst. á flugvellinum í Damas-
kus, samkvæmt fregnum frái
Beirut í gærkvöldi. Vélin var
eign Libanonska flugífélagsins,
og var á leið frá Beirut til Jerú*
salem.
Flafeyri
Framhald af 12. síðu.
NÝ SKÓLABYGGING !
Hjörtur kvað mikinn áhuaa d
því á Flateyri að reisa nýjani
barnaskóla, en barnaskólahúsiö
er frá því um aldamót, en að>
vísu hefur því verið bætt viðí
það síðan. Er það mjög þrongt
fyrir þau 9.0 börn, sem eru i
skólanum. Upphitun er líka lé-
leg, svo að fyrir kemur, aðí
kennsla falli niður vegna kulda,
Það gerðist nýlega, að spreng-
ing varð í miðstöð, svo r.o allt
húsið sóðaðist út að innan, og
varð að gera það hraint að nýjuj
en ekki urðu af því aðrir skað-
ar. Er nú hlé á kennslu vagnat
þessa óhapps.
í
NÝ VATNSVEÍTA
Lögð var ný vatnsveita áí
Flateyri í sumar, ‘ að því ei”
Hjörtur skýrði frá. Er hún úp
svokallaðri Klofningsá. Búið en
að leggja hina nýju vatnsæS
heim í gömlu vatnsþróna. eti:
gera þarf nýja leiðslu fra
þrónni til þorpsins.
Framliald af 12.síðu.
Samtímis var því lýst ytfir, aö
ekki væri óskað eftir, að starfs-
fólk hlutaðeigandi ræöismanna-
skrifstofa dveldist lengur í landl
inu. Kunnugir telja, að Túnis
muni vilja láta ræða bæð; At-
giermálið og árás Frakka á Sa„
kiet Sidi Youssef í sani'komu-
lagstilraunum við Frakka.
Framhald aí 1. sIBn.
að ræða og leggja jafnframt
grundvöllinn að samkomulagi.
Hann segir enn fremur, að
hveimig svo sem ráðstefnan
verði undirbúin muni DulI'és
utanrxkisráðherra verða að
taka þátt í undirbúningsstarf-
inu.
Forsetinn lýsir bréfi Bulgan-
ins ssm styttri og hóflegri út-
gáfu af ræðu þeirri, er Krúst-
jov hélt í Minsk 22. janúar sl.
Hann gagnrýnir hina nei-
kvæðu afstöðu Sovétríkjanna
til hinna 8 tillagna, sem Eisen-
hower setti fram í fyrra bréfi
til Bulganins. Á þetta m. a. við
tillögu Eisenhowers um að nota
geiminn aðeins í friðsamlegum
tilgangi til rannsókna.
Dagskráin í dag:
18.30 Útvarþssaga barnanna:
„Hanna Dóra“ effir Stefán
Jónsson, V (höfundur les).
20.20 Ávarp frá Rauða krossi ís-
lands (Auður Auðuns forseti
bæjarstjórnar Reykjavíkur).
20.30 Daglegt mál (Árni Böðv-
arsson kand, mag.).
'20.35 Tónleikar.
21.30 Útvarpssagan: „Sólon ís-
landus“ eftir Davíð Stefans-
son frá Fagraskógi, VII (Þor-
steinn Ö. Stephensen).
22.10 Passíusálmur (14).
22.20 „Þriðjudagsþáttm'inn.“ —
Jónas Jónasson og Haukur
Morthens sjá um flutninginn.
Dagskráin á morgun:
12.50—14 „Við vinnuna“: Tón-t
leikar af plötum.
18.30 Tal og tónar: Þáttur fyrin
unga hlustendur (IngólfuE
Guðbrandsson námsstjóri).
20.30 Kvöldvaka: a) Lestur forn!
rita (Einar Ól. Sveinsson pró-
íessor). b) Sönglög við kvæðS
eftir Ilannes Hafstein (plöt-
ur). c) Haukur Snorrason rit-
stjóri flytur ferðasögu frá
Austur-Grænlandi. d) Pálí
Kolka héraðslæknir les frum„
ort kvæði. J
22.10 Passíusálmur (15).
22.20 íþróttir (Si.g SigurðssonÁ
22.40 Harmonilmlög. . J|