Alþýðublaðið - 18.02.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1958, Síða 3
Þriðjudagur 18. febrúar 1958 AlþýSublaSlS 9 Alþýíiublaöiö Otgefandí: Ritstjórí: Fréttastjóri: Augiýsingastjóri: Ritstjórnarsfaiar: Auglýsingasíini: Aigreiðslus'mi: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 1490 2. 14 9 0 6. 149 0 0. Alþýöuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublað3ins, Hverfisgötu 8—10. Þjóðleikhúsið: Fk)kks®tjornarfundiirimi FLOKKSSTJÓRNARF UNDUR Alþýðuflokksins nú um helgina bar góðan árangur. Hann sóttu fulltrúar úr öllum 1 andsifj órðung um, og gerð var ýtarleg ályktun um stefnu fllokksins og stjórnmálaviðhorfið. Hún birtist á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Af henni sést, að Aílþýðuflokkurinn mótar enn sem fyrr glögga vinstri stefnu, tekur ábyrga aifstöðu og íhorifist í augu við vandamál íslenzku þjóðarinn- ar. Sú stefna á við ýmsa örðugleika að etja, en húh er íis- lendingum eigi að síður mikil þörf, ef öfgarnar eiga ekki að setja svip sinn á stjórnmál okkar og þjóðlif. Auk, ýmssa mála, sem mjög liljóta að konta við sögu 11 ú á næstunni, minnir ályktunin á þá nauðsyn, að undir merkjurn jafnaðarsteínunnar saineinist allir fslendingar, sem unna frjálslyndu lýðræftisþjóðfélagi, en þá væri tví- þættur sigur unninn: Auðvelt myndi reynast að bægja iriá dyrum þeim einræðisöflum til hægri og vinstri, sem nú ógna ísienzku þjóðlífi, en í þess stað myndu hin lýð- ræðissinriuðu vinstri öfl ihljóta fylgi og verðskuldað traust kjósendanna í landinu. Þetta er tvímælalaust meg- inatriði íslenzkra stjórnmála í dag. Alþýðuflokkurinu vill leggja þein-j tiímabæru þróun lið eftir mætti. Heildarúrslit bæjarstjórnarkosninganna á dögunum sýna, að þeissi þróun er brýnnj nú en nokkru sinni fyrr. Það á ekki sdzt við um verkalýðshreyífinguna og launþega- samtökin. en þá aðila ber Alþýðuflokkurinn einkum og sér í iagi fyrir brjósti. Hann var stofnaður aí þeim og -fyrir þá, og þeim. v.ill hann þióna í framtíðínni. Og hér er um að ræða þá vinstri stafnu, sem talizt g'etur raunhæf og sigurvænleg. Hún má sin engan veginn nóg eins og sakir standa. En sú staðreynd -á að vera öllum sönnum vinstri mönnum hvöt þess að herða sóknina og gera baráttuna jákvæðari og heiilia vænlíegri fyi'ir landið og þjóðina. íslendingar geta átt góðr- ar framtíðar von, ©f þeir teygjast ekkj sundur miili öfganna. Og óheillaöflin verður að sigra í verki, iáta vítin sér að kenningu verða og byrgja brunninn. Flokksstjórnarfundurinn lýstj stuðningi sínum við heildarstefmi ríkisstjórnarinnar og fagnaði þeirri sam- vinnu, sem tekizt hefur milli vinnnstéttanna og rikis- valdsins. Mun Alþýðuflokkurinn styðja ríkisstjórnina, meðan hún vinnur að framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð var í stjórnarsamningnuin, og vonir eru til, að henni verði þokað áfram til hagsbóta fyrir þjóðina. Enn- fnémur lýsti flokksstjórnarfundurinn yfir fullu trausti á ráðherrum flokksins og þakkaði þeim vel unnin störf. Úrslit bæjarstjórnarkosninganna urðu Alþýðuflokknum mikil vonbrigði. Þau miál voru rædd ýtarlega á flokks- stjórnárfundinum. Alþýðuflokkurinn er staðráðinn í að efla starf sitt og endurskoða s.tefnu sdna í dægurmálunum til að bæta upp fylgistapið og geta haldið framtíðarsókn- innj átfram. Þannig á að bregðast við enfiðleikum- líðandi stundar. — Alþýðuflokkuri nn gierir sér ljósa grein fyrir þvx. að hann verður að ganga djarfhuga og stórtækur að þessu verki. Og þá m-un sannast, að hann hefur enn miklu hlutverki að gegna á íslandi. Auðvitað verða skiptar skoð- anir um afstöðuna til einstakra mála. En Alþýðuflokkur- inn er einhúga um m'eginstefnu sína og saixfientari e.rj nokkru sinni áður um langt ára'skeið. Þess vegna getur hann vænzt þess, að honum vaxj ásmegin í baráttunni fyrir góðu-m málstað, sem varðar alla íslendinga í nútíð og tframtíð. Alþýðublaðið þakkar flokksstjórnannönnunum störfin og er þess fullvíst, að fundurinn um helgina hafi mferkaö ný og farsæl tímamót í sögu Alþýðuflokksins og verka- lýðsíhreyf:ngarinnar á íslandi. Alþýðubiaðið vantar ungiinga ti! að bera blaðið til áskrifenda í þessura hverfum: Vogahverfi Taiið við afgreiðsluna - Sítni 14900 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur svo að segja árlega reynt að verða við smekk og kröfum yngstu leikhúsgesta með því að velja skemmtileg barnaleikrit til sýninga. En það val er ekki vandalaust mieira að segja ólíkt erfiðara en að velja leikrit full- orðnum til handa. Það er ein- kennilegt, að á meðal okkar, sem óviðjafnanlegan fjársjóð þjóðsagna og ævintýra, skuli enginn hafa orðið til þess að búa neitt þeirra til fmtnings á leiksviði þannig að börn og ung- lingar geti notið þeirra. Þar virðist atf ótæmandi efnj að taka. En hvað um það, — þetta val hefur venjulega tekizt mjög vel. Að sumu leyti hefur þaö tekizt vel einnig í þetta skiptið, „Fríða og dýr.ð'1 er leikrit, sem hefur hollan og hugðnæman boðskap að flytja; mörg atriði þess eru og hin skemmtilegustu og stígandi nokkur. En ef til vill er túlkun boðskaparins ‘helst til þungskilin fyrir börn; hætt við að hann fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim flestum. Og leikritið er allt of langdregið á köflum; málalengingar slíkar að vel hefði mátt stytta það verulega án þes snokkuð af efni þess færi forgörðum. Þar esm sá tími er líka mjög takmark- aður sera börn geta bundið at-1 bygli sína við eitt og hið sama ! njóta þau etfnisins á allan hátt | betur etf það reynir ekki mjög á þolinmæði þeirra. Við stytt- ingu mundi atburðarásin líka verða hraðari og' stígandinn á- hritfasterkari. Bessi Bjarnason leíkur aðal- Prinsinn, - ,,dýrið“ - Helgi Skúlason; Fríða - Sigr. Þorvaldsd. hlubverkið Gala galdraþul. — Leikur hans er fjöri þrunginn, hann talar mjög skýrt og skil- merkilega og hreyfingarnar eru yfirleitt viðeigandj skoplegar. Ásgeir Friðsteinsson, kornung- ur piltur, leikur Dodda dreka- son, bráðskemmtilegt hlutverk, sem hann leysir furðuvel af hendi. Einkum er athyglisvert hve greinilega hann ber fram hvert orð og' hve vel rödd hans fýllir salarkynnin, en til þess þarf staðgóða kunnáttu í radd- myndun. Helgi Skúlason leikur kóngssoninn; sem breytist í dýr ið; þetta hlutverk krefst hóf- stillingar í leik, karimennteku í rödd og útliti, og Belgi upp- fyllfa öll þau skilyrði mætavel, vandar vel leik sinn og kastar ekki höndum til neins. Vaide- mar Helgason leikur KJemenz. kaupmann og' skapar þar senni- lega og skemmtilega persónu. Dætui' hans leika þær Sigríður Hagalín. Ása Jónsdóttir og' loks Sigríður Þorvaldsdóttir, sem leikur Fríðu, — sem kölluð er Bliða. Þær Sigríður og Ása leika skemmtilega og Sigríður Þorvaidsdóttir vandar vel leik sinn, en skortir þá einlægu blíðu í rödd og framkomu, sena mieð þar.f og vel á að fara og renta að fylgja nafni. Framhaid á 8. siöu. ENN hafa orðið átök í Vene- zuela. Það er ekki í fyrsta skiptið að forseta og einræðis- herra er steypt af stóli þar í landi, og sennilega verður þóð heldur ekki í það síðasta. Enn er það eitt vitað að þjóðin hef- ur verið leyst undan einræðinu og hinum almennt hataða for- seta. Jimanez, verið stedypt af stóli og hrakinn í útlegð, :— annað mál er svo það hvort landið hefur öðlazt varanlegt,! lýðræðislegt stjórnarfar fvrir vikið. Það verður ekki gert á einum degi að skapa þær stjórn arstofnanir, og þó fyrst og fremst. það hugarfar með for- ystu þjóðarinnar, sem er skil- yrði fyrir því að lýðræðið hald ist og • rnega þróast i . landinu. Tilraun í þá átt hefur áður ver ið gerð í Venezuela, en ekki tekizt. Gózeigendur, stóreigna- menn — og almennt sjónarmið, — hefur brugðið fæti fyrir það. Saga Venezuela segir fyrst frá því, -— eins og raunar saga flestra Suður-Ameríkuríkja, er bióðin reyndi að brjóta af sér í'iötra spænsku nýlendustjórn- arinnar, éji það var löng bar- ’ átta og hörð og hin blóðugasta. Kolumbus fann landið 14.98, og það var hann, sem gaf því þetta Maniisöfmiður vi'ð Mirafloreshöllina í Caracas, höfu'Öborg 'Venezúela. fk... nafn. Það þýðir í rauninni „Litlu-Féneyjar“, en sá bvgg- ingarmáti Indíána þar. er reistu kofa sína á staurum úti á vötn- um, minntu hann á síkjahallir Feneyja. Venezuela var fyrsta landið, sem tókst að brjótast undan Suður-Ameríkuveldi Spánar, eða árið 1810, en fi'els- Æ ,,-B í isstyrjöldin var háð a ðnokkru leyti undir forystu Franciseo Miranda og að nokkru Símonar Bolívars, en þeir eru báðir fræg ar hetjur í frelsissögu ríkjanna suður þar. Fyrst í stað varð landið sambandsríki Bolivíu, ers. sleit sig úr því sambandi 1829 Framfaild á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.