Alþýðublaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 3
Laugardag'Uii’ 1, marz 1958 A 1 þ ý 8 n b I a 8 1 9 Alþýöublaöið títgefandl: Ritstjóri: Fréttastjóri: Augiýsingast j ór i: Ritstjómarsímar: Auglýsingasírai: Algreiðslusiml: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsscn. Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. 14901 og 1490 2. 149 0 6. 14900. Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Tilhúinn grátklökkvi ÞAÐ er ekkert smláræði, sem S.iálfstæðismenn láta sér annt um Alþýðuf.okkinn, efídæma má eftir skrifum Morg- uh'blaðsins. Forustugrein blaðsins á miðvikudag er öll helg- uð honum, og í f.yrradag ber aðalritstjörinn hann sérstak- . lega fyrir brjóstinu í Staksteinum sínuiri. Ekki þarf svo seni að kvarta undan því, að umhyggjan sé ekki nóg í tóninum, þetta er mesti ágætisflokkur, í honum eru margir „hugsandi menn“, aðeins „nokkur hluti af forustuliði flokksins" gerir hann bara svoMtið vondan. Og ekki vantar heldur heilræðin hjá þeim öð’.ingunum á Morgunblaðinu: „Það hefur aldrei' verið imeira iífsspursmál fyrir Alþýðuf’okkirin en nú áð ha.lda vbku sinni og taka þá stefnu, sem gæti orðið flokkn- um til bjargar.u Það vántár sannarlega ekki umhyggjusemina í tón- inn, maður iskyldi helzt ætla, að augu þess, sem á penn- anum heidur, séu tárvot og igriátstafur í kverkunum. Vondi karlnn er iíka nieð ,í Lcikmnn, bannsettur þorpar- inn. Þarna leikur hann ;sér iað jþví að freista og tæla bless-. aðan flokkinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn er.að reyna að vernda og efla. Ekki nóg nieð það, að hann tæli bann til að vera ineð sér í stjórn, heidur var hann svo ósvífinn að hafa við hann kosningabandalag í síðustu alþingis-. kosningtmi, sem steypti ráðherrum íhaldsns af stóii. Er hægt að hugsa sér meiri vonzku? Það ler ekkj nema von, að aðairxtstjóri Morgunhlaðsins sé klökkur yfir þessum voðalega fiokki, Framsókn, og ihugsi um hann á líki hins vonda. Eri nú mætti kannslce spyrja: Hefur Sjáifstæiðsfiokkur- nn þá aldrei haft samvinn.u vð vonda flokkinn, sem nú á forsætisrláðiherrann? Einhverjar sögur munu nú fara af þvi. Og þá bar ekki svo ýkia mikið á ástinni á Alþýöuflokknum. Niei, þá var lítið um umhyggju fyrir hiönum, enda sat þá aðalritstjórinn sjálfur í ráðherrastóli af nóð hins vonda, en blessaður góði flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það er ekki sarna, hvar setið er, herra aðalritstjóri. En það eru fleiri vondir en Framsókn. Ekki má ■gleyma koinmúnistum. Og góði flokkurinn cr svo langt leiddur, að hann situr á niilli þessara skaðræðisflokka í ríkisstjórn. Það er von, að íhaldinu blæði þetta í augum. Að hugsa sér aðra eins ósvinnu. Og ræna iannig s.jálfa þjóðarbjargarana, aðalritstjórann og félaga, öllum völd- um. En iiér mætti kannskc ispyrja aftur: Hata þeir miklu öðlingar og alvitringar, Sjáifstæðsniénn, aldrei háft sam- vihnu við komnnínista? Eitthvað mun sagan hafa um það að isegja. Fyrsti flokkur, sem lieiddi þá til sætis í stjórn landsins, var einmitt þessi sómáflokkur, Sjálf- stæðisflokkurinn. Mætti kannske minna hér á verka- lýðsfélögin? Þar leiddi íhaldið, undir forustu liins lmeykslaða og sárklökka aðálritstjóra, kommúnista ti) jrcirra álirifai, sem þeir illu heilli lialda cnn. Þá söng nii eitthvað öðruvísi í tálknum Morgunblaðsins um Alþýðu- flokkinn, sem nú er orðinn svo ágætur, hara ef „nokkur hluti af forustuliðinu“ værj ekki svona anzi vondur að láta ekki íhaldið skipa sér ifyrir verkum. Það hefur sannarílega skipt um tón í Morgunblaðinu, síðan stjórnarskiptin urðu. Fyrir stjórniariskipti var allt iilt verkalýðssa:tntökunum að kenna, nú er Sjálfstæðisflokkur- inn eldlbeitur verkalýðsflokkur. Fyrir stjórnarskipti var helmingaskipti við Framsókn um smátt og stórt í þjóðfé- laginu, nú er Framsókn sá vondi sjálfur. Það getur meira en verið, að þsessi gegndarlausi áróður íhaldsins hafi ein- hver áhritf í bili, en til lengdar mun, hann engan glepja. Og víst er um það, að Alþýðuiflokksfólk mun slcella skollaeyr- um við skrifum aðalritstjórans. Honum þykir það kænska í svipinn að líkja Framsókn við þann vonda, sem sé að leiða Alþýðuflokkinn í freisni, en það er ekki af heimildum gert. Þetta eru aðeins loddarabrögð stjórnarandstæðingsins. Það. er ósköp mannlegt eins og sakir standa, og alls ekki óeðlilegt út af fyrir sig, þótt hemjan mætti vera meiri; en hann getur ekki ætlazt til, að Alþýðuflokksfólk láti hann ieiðbeimasér. Ogbann. verður að sætta sig viðþau vonbrigði að „nokkur hluiti áf forustuliði flokksins“ er nriklu stærri en haim segir, því að fliokksstjórnarfundur Alþýðuflokks- ins, s.em haldinn var fyrir skömimu, samþvkkti eimrima að styðja nújverandi ríkisstjórn átfram og lét í ljós ótvíræða ánægju iweð störf ráðherra flokksins. ( Utsn úr heimi ) ÞAlÐ var mikilvægur atburð ur þegar Bandaríkjamönnum tókst loks að koma gervimána sínum á loft. Þar með hafa þeir sýnt að þeir séu hlutgengir vel í því kapphlaupi, sem hófst þegar Rússar skutu Spútnik I. út í geiminn, og við það komst meira jatfnivægi á í togstreit- unni milli austui’s og vesturs. Eins og sakir standa hafa gervi mánasicot. þessi enn meiri. póii- tíska þýðingu en vfsindalega. Fyrir nokkru síðan birtist skrítla þessi víða í blöðum: iRiússneskur og bandariskur gervimáni mættust eirihvers staðar úti í geimnum. -— Spreéhen Sie Ðeutsch? (Taiið þér þýzku?), spiilði sá bandaríski. — Aber natúrlich ... (Já, vitanlega), svaraði sá rússneski. Þessi skrítla hetfur meira sögulégt gildi en virðast kann í fljótu bragði. Hún sýnir á sinn hátt hvílíkan þátt eldtflaugasér- fræðingarnir frá váldatímum Hitlers hafa átt í afrekura bæði Banadríkjamanna og Rússa á þessu sviði, Hversu mikinn þátt þeir kunna að eiga í afreki Rússa fær maður sennilega aldrei að vita með neinni vissu. Hitt vita allir að það er Wernher von Braun inest að þakka, a.ð Banda ríkjamönnum tókst að koma Könnuði litla á loft. Júpíter- eldflaugin er fyrst og fremst hans verk. Werriher von Braun er aðeins 45 ára að aldri, en hann hefur þegar hlotið viðurnefnið „geim faraspámaður“. Frá því í æsku hefur hann alið með sér þann eina draum að mega gera far- krist, sem hæfur yrði mönnum til geimferða, og ef ti' vill er það ógæfa að starf hans skuli hafa nær einungis hernaðar- lega og póltíska þýðingu. Þetta viðurnetfni hefur kostað hann mikið strit og starf, og Banda- ríkjamenn kunna vel að meta þann árangur, sem það hefur borið. Þeir báru fyrr kennsl á manninn þar sem hann var tal- inn einna skæðasti fjandmaöur bandaman.na í síðari heimsstyrj öldinni. Von Braun er sonur prúss- nesks junkara, Magnúsar von Braun, sem var landbúnaðarráð herra í ráðuneyti von Papens 1932. Það var ætlunin að Wern- her lærði landbúnað og tæki vð ættargózinu, en strákur linnti ekki látum fyrr 6n hann fékk að nema eðlisfræði og náit úruvísindi. Hann gekk á tækni- háskólann í Berlín. Þegar hann hatfði lokið þar prófi, sagði fað- irinn að n.ú skyldi hann gerast bóndi. En Wernher von Braun var ekki á þeim. busunum að gerast bóndi. Háðu þeir nú harða sennu feðgarnir, og lauk henni með sigri sonarins. Jafnvel þá var þennan unga vísindam.ann farið að dreyma uni, geimfarir, og nú fékk hann leyfi til að koma sér upp mjög fátæklega búinni tilraunastöð á ruslhaugum fyrir utan Berlín. Þangað. komu þrír liðsforingjar einn góðan veðurdag og spurðu hann meðail annars hvað hann hygðist fyrir með þessum til- raunum. Og það leið ekki á löngu áðuy en hann var hvattur mjög eindregið með mðum og dáð til að halda tilraunum sín- um áfram á vísiridalegum grundvelli og á vegum hei’sins. Werriher von Braun tók því boöi, — hefur etf til vill ekki átt annars kost. Á þennan bátt varð Dr. Wernher v«n Braun. hann æ meiri viðriðinn vígbún. að nazista. Sennilega hafði hon um aldrei komið til hugar að eldflaugar gætu haft hernaðar- lega þýðingu, — en það sáu aðrir og Hitler þó bezt. Von Braun varð yfirmaður tilraunastöðvarinnar í Kamm- erdorff, aðeins tuttugu ára að aldri, og á styrjaldaráru.num var hann dritftfjöðurin í öl!u því starfi, sem unnið var í Peene- múnde. Hitler var stórhuga að vanda og gerði sér miklar von- ir um árangur af tilraunum Brauns með langdrægar eld- flaugar. Af annarra háltfu mætti von Braun þó mikilli mótspyrnu. Háttsettir hernaðar eutschl sérfræðingar töldu vænlegra að leggja alla áhei-zlu á flugvéla- gerð, en Hitler bauð að eld- flaugagerðinni skyldi hraðað sem auðið væri. Þó rak Himm- ler ef til vi’ll enn meira á eftir en Hitler. í júnímánuði> 1944 sendi von Braun fyrstu eldfiáug sína ytfir sundið, V-1 flugskeýtið 1. september var V 2 geröini send yfir sundið. Bretar báru þá ekki emi kennsl á von Braun, en þeir fengu að finna til eld- flauga hans og reyndu sem þeir gátu að eyðileggja skotstaðinn í Peenemúnde. Flugskeytin komu otf seint til að geta ráðið úrslitum styrjald arinnar, Þýzkaland var þá þeg- ar brotið á bak aftur. En geim- farsdraumurinn lif ði .með hirt- um unga vísndamanni. Hann vildi ekk gef ast upp þótt Þýzka land yrði að gera það. Hann gekk inn á skrifstofu 44. bandai rÍBka herfylkisins, kynntl sig og starf sitt og kvaðst reiðubú- irin að taka upp störf fyrir Bandaríkj amenn. í fyrstu var ekkert mark tek ið á honúm. En brátt sannaðist að hann var enginn annar en Wernher von Braun, — hættu- legasti ifj andmaðm" banda- manna. Þannig getur það farið þegar vísindamenn dreymir. Honum var vel tekið 1 Bandaríkjunum. Hann kom sér þar upp nýrri til raunastöð og var ekki hugdeig- ari en það að hann kaltaði hana „Nýja Peenernúnde". Nú er þar stærsta geimfiaugasmiðja og til raunastöð í Bandaríkjunum og von Braun hefur tekizt að fá þangað marga úrvals vísinda- menn heiman að, — það er sagt að hann hatfi nú yfir hundrað slíka í þjónustu sinni, og séu flestir þeirra samstarfsmenn hans frá styrjaldarárunum. Von Braun hetfur unnið mikla sigra í Bandaríkjunum, enda hlotið hina mestu og æðstu við- urkenningu. Bandarískur ríkis- borgari varð hann 1955. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur verður haldinn mánudaainn 3. marz 1958 kl. 8,30 í Iðnó uppi. Dagsfcrá: 1. Rætt um hverfisstiórastarfið. 2. Leitað eftir tiliögum í stjórn Alþýðuflokksfélags . Reykjavíkur. Stjómin. Tónlistarfélagið: Robert McFerrin óperusör.gvari, heldur söngskemmtun í dag M. 3 í Au stu rbæ j a rbí ói. Norman Johnson aðstoðar. Ný efnisskrá, Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og í Austur- bæjarbíói. .......................... íitöíM -OMlíí'U'J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.