Alþýðublaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 6
AlþýðublaðtS
Laugardagúr 8. marz 1958
( Hver er madurinn ? )
ÍSLENDINGAR eru að verða
taíflþjóð. Börnin læra skák
um l'eið og faðirvorið og
mörgum endist áhuginn á
íþróttinni fram í andlátið —
fyrir það fyrsta. Taflfélög 1
landinu eru víst álíka mörg og
vötnin á Arnarvatnsheiði, og
stærstu samkomuhús bæjarins
rúma tæplega áhuga almenn-
ings, ef eitthvað verulega mark
vert er að gerast á skákborðinu.
Hér virðast því vera hin ákjós-
anlegustu skilvrði til bess, að
unglingar með góða skákhæfi-
leika finni sjálfa sig, áður en
það er um seinan, og eigi þess
kost að þjálfa sig í íþróttinni.
Sú hefur líka orðið raunin. A
síðustu árum hafa margir ung-
ir og efnilegir skákmenn bætzt
í hópinn og tekið forustuna. Á
Skákbingi Reykjavíkur, sem
nýlega er Iokið. kom þetta enn
skýrt í Ijós. Margir hinna vngri
þátttakenda í mótinu stóðu sig
með mikilli prýði qg létu ekki
í minni pokann fyrir gömlum
og reyndum skákmönnum. Einn
þeirra, sem mesta athygli vöktu
á þinginu, var nítján ára gam-
all menntaskólanemi, Stefán
Briem. Var frammistaða hans
ÖJl hin glæsilegasta.
REYKVÍKINGUR
í IIÚÐ OG HÁR.
Stefán Briem er Reykvíking-
Ur í húð og hár, fæddur 23. júní
árið 1938. Foreldrar hans eru
Gunnlaugur Briem, póst- og
símamálastjóri, og kona hans
Hálldóra dóttir Stefáns Guð-
johnsen kaupmanns á Húsavík.
Hann hefur alizt upp í Revkja-
vík, stundað nám í skólum bæj-
arins á vetrum, en unnið á
sumrin í símavinnu úti á landi.
iHann tók landspróf í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar vorið
1954 og er nú nemandi í 6. bekk
Menntaskólans og setur því
væntanlega upp sína stúdents-
siiúfu með vorinu.
ÖSVIKIÐ SKÁKBLÓÐ.
Það er ósvikið skákblóð í ætt
íStefáns. T.d. má geta þess, að
hann er náskyldur Baldri Möll-
er, skákmanni, og þarf þá ekki
frekar vitnanna við. Hann byrj
aði ungur að -tefla, eins og fleiri
góðir skákmenm lærði mann-
ganginn sex ára, en tefldi síð-
an lítið um skeið eða þangað til
hann hóf nám í Menntaskólan-
urrí. Hann tók fyrst þátt í opin
berri keppni árið 1956 á Skák-
þingi Reykjavíkur. Á Skákþingi
Reykjavíkur árið 1957 vann
hann sig upp í fyrsta flokk og
upp í meistaraflokk á Haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur á
síðastliðnu hausti. Á nýaf-
stöðnu Skákþingi Reykjavíkur
rak hann síðan smiðshöggið á
þetta allt saman og vann sig
upp í landsliðsflokk, lenti í
næstefsta sæti á mótinu. Hann
fór gætilega af stað, en færðist
allur í aukana eftir því sem á
leið mótið, greiddi andstæðing-
unum þung högg og stór, meist
ararnir féllu í valinn hver á
fætur öðrum, og er vandséð,
hvar hann hefði látið staðar
numið, ef mótinu hefði ekki
lokið, þegar ósköpin stóðxi sem
hæst. Segja má, að skákferill
Stefáns sé óslitin sigurganga.
( BrefalcaLSSinn j
í MORGUNBLAÐINU sunnu
daginn 2. rnarz síðastliðinn er
smáfréttakláusa á öftustu síðu
með yfirs.krif'tirmi: Vatnamæl-
ingar. Rifiast þá uþp fyrir
manní önnur írétt af þsirn hin-
um sömu roö’nnum,' er lehtu í
hálfgerðum hrakningum, þegar
bíll þeirra festist í miðri
Tungnaá nú fyrir skömmu.
■— Vatnamælingum þessum
stiórnar hinn ágæti maður
Sigurjón Rist, en í þessum
tveim umræddu leiðöngrum
hefur hinn ötuli ög vel þekkti
fjallagarpur Guðmundur Jón-
asson ekið á snióbíl sínum og
verið til aðstoðar við mæling-
ar þessar.
En svo er þriðii maður, er
um getur í þessum ferðum, og
mér vitanlega hefur s'á máður
starfað með Sigurióni nú á
annað ár að vatnaroælingum,
og hefur þar verið prýðilegt
samstarf. Hafa þeir félagar
ferðazt víðs vegar um landið og
þolað súrt og sætt saman, lák-
ar og Sigurjóni prýðilega við
þennan félaga sinn.
Þess vegna er spurt: Hver er
þriðji ‘maðurinn?
Borgari.
HÆGUR OG PRUÐUR.
Stefán Briem ber það ekki
utan á sér, að hann sé herskár
maður. Hann hefur rólegt yfir-
bragð og er hægur og prúður i
framgöngu, vfirlætislaus. Það
verður ekki í fljótu bragði séð,
að hann sé borinn til þeirra
stórræða, sem Egill kvað um
forðum daga, að höggva mann
og annan, og frægt er í sögum.
En kannski liggur skákstyrkur
hans einmitt að einhverju leyti
í hæglætinu og róseminni,
þessu jafnvægi hugans, sem
ekkert fær raskað, fumlausum
og gagnhugsuðum ákvörðunum
á hverju sem gengur. Hann
barf að minnsta kosti ekki á
þeirri varúðarráðstöfun að
halda að sitja á höndum sér við
skákborðið, sem öðrum er
stundum ill nauðsyn.
FÖGUR FYRIRHEIT.
Aírekasaga Stefáns er að vísu
stutt ennþá, eins og að líkum
lætur, en gefur mikil og fögur
fyrirheit. Allir skákunnendur
vona hins vegar, að það, sem
komið er, sé aðeins upphafið að
langri og skemmtilegri fram-
haldssögu, og Stefán Briem er
sannarlega ekki óhklegur til að
láta þær vonir rætast.
Gestur Guðfinnsson.
hjá bæjarsjóði Hafnarfjarðar er lauist til um-
sóknar. — Umsóknarfrestur er tii 18. marz nk.
Hafnarfirði, 7. marz 1958.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
STEFÁN GUNNLAUGSSON.
Afþýðublaðfö vanfar nngflnga
til að bera blaðið til áskrifenaa í bessum hverfum:
LONGUHLIÐ
MIÐBÆINN
Talið vlð afgreiðsluna - Sími 14900
Lögtök fara nú fram daglega fyrir ógreiddum
útsvörum og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar fyrir árið 1957.
Gjaldendur eru því alvarlega áminntir um að
greiða gjöld sín nú þegar til að komast hjá ó-
þægindum og kostnaði af lögtaki. Tekið verður
á móti greiðslum á skrifstofunni í dag, laugar-
dag 8. marz til kl. 6 e. h.
Bæjargjaldkeri.
( Frá Sameimgðu Þjóðunum
FINNSKIR EIGINMENN
eru taldir sérstakJega hjálp-
samir á heimilum sínum, segir
í skýfslu. sem lösð hefur ver
ið fyrir kvenréttindanefnd S-am
einðu þióðanna, sem næst kem
ur saman til fundar í Genf
þann 17 marz n.k. í skýrslunni
segir, að 76% þeirra finnskra
eiginmanna, sem spurðir voru,
hjálpi til að einhverju leyti
við heimiJisstörf, en 24%
sögðúst hjálpa til við „öll hús
verk“. Alg'engast er að eigin-
menn hiálpi konum sínum við
hreingerningar á íbúðinni. bar
næst kemur barnagæsla, þá
uppþvoítur á matarílátum, mat
artilbúningur og loks tau-
þvottar. 7
Efnahags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna, en kven-
réttindánefndin hey,rir undir
það, hefur látið gera ítarlega
skýrslu um stöðu og störf
kvenna, sem vinna utan heim
ilisins. Er skýrslan byggð á
rannsókrium í 38 löndum. Eng
ar endanlegar ályktanir eru
gerðar í skýrslunni, enda bent
á, að það sé erfitt, þar sen
sinn sé siður í hveriu landi og
aðstæður allar ólíkar frá einu
landi til annars.
VINNA Á VIÐ TVO.
Skýrslan slær því þó föstu,
að margar konur, sem hafa
störf utan heimiiisins vinni
raunverulega tveggja manna
verk, en éinhlsj þetta er mis-
jafnt eftir stærð íbúða, fjölda
barna og annars. heimilisfólks,
o. s. frv.
í Evrópulöndum er það al-
gengt, að konur, sem vinna úti,
noti til bess 8—10 k1st. á dag
og 4—6 klukkustundir heima.
Höfundar skýrslunnar vildu
þó ekki legfía íll. á'ð þess 'yr'ði
krafizt, að húsmæður, sem
vinna utan heimilis fái styttan
vinnutíma. Var taln hætta á,
að ef slíkar kröfur vrðu born-
ar fram myndi reynast erfiðara
að fá viðurkennt, að greiða
beri sömu laun fyrir sömu
vinnu karla og kvenna. í
skýrslunni er lögð áherzla á,
að heimilisstörfin sé fullt eins
þýðingarmikil og hver önnur
vinna og ekki hægt að ætl-
ast til þess, að húsmóðirin ein
beri hita. og þimga dagsins af
heimilisstöffunum þegar báðir
makar vinna úti..
ATHUGANIR f DANMÖRKÚ.
Af rannsóknum, sem gerðar
voru í Danmörku sést, að 9%
þeirra húsmæra er unnu utan
heimilisins komu efeki nálægt
uppþvotti á matarí’átum á
heimilum sínum og að næstum
25% eiginmanna hjálpuðu kon
um sínum er úti vinna við mat
argerðina.
í skýrslunni er emnio rætt
um börn þeirra mæðra, sém
vinna úti og hvaða áhrif frá
vera móðurinnar frá heimilinu
hafi á uppeJdi þeirra. Það vo.ru
mjög skiptar skoðanir um
þetta atriði. I sumum löndum
var talið, að það. hefði ill á-
hrif á upneJdi barna, ef móðir
ýnn'i úti, en í öðrurn löndum
var það talið bömunum til
blessunar, að móðirin stund-
aði vinnu utan heimilisins, því
slík börn ferigju betri tækifæri
til að þroskast, bæði andlega
og líkamíega en hin, sem alast
upp undir verndaTvænig móðjur
innar sém altaf er heima.
Skýrslan segir t. d., að í Eng
Járidi hafi fengizt sú reynsla,
að það beri síður en svo meira
á aíbro! ahr.:: igð hjá börnum
fcreldra, sem vinna úti én
hinna, sem heima sitia.
Frá heilsufræðilegu sjónar-
miði1, segir, .• „að rannsóknir,
sem farið hafi fram í Dan-
mörku hafi leitt í Ijós, að kon
ur, sem vinna utan heimili
sín. Hins vegar verði „heima
sæturnar11 oftar veikar, en
þær húsmæður, sem vinna ut-
an heimila sinna..