Alþýðublaðið - 24.11.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1928, Blaðsíða 2
i B ALÞÝDUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. : Aígreiönla i Alpýöuhúsinu við Hverlisgötu 8 opin frá k!. 9 árd. til kl. 7 siöd. ; Sfertlstofa á sama staö opin kl. 9*/s—10‘/j árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simars 988 (afgreiösian) og 2394 (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiöjan (í sama húsi, simi 1294). Reynslanerólýgnnst. „En það er annað, sem verka- menn eiga eð geta treyst, pað er að vinnan sé nokkurn vegin örugg“ . . . „enn þá erum við að miklu leyti lausir við stærsta bölið, . . . en það er atvinnu- leysið.“ Svo segir máltól útgerðar- manna, „Mgbl..‘‘, í gær. Er þetfa rétt ? Erum við Islend- ingar svo lánsamir að vera laus- ir við atvitmuleysið ? Spyrjið verkamennina feér í Reykjavík,. Á hverju einasta ári ganga hraustir og verkfúsir verkamenn svo hundruðum skiftir atvinnu- lausir mánuðum saman hér í Reykjavík, Þeir vilja fegnir vinna, en enginn fæst tii að kaupa vinnu þeirra. Morgun eftir morgun koma hópar verkamanm niður á hafnarbakkann í von um hlaupa- vinnu, sumir bíða þar fram til kvölds árangurslaust. Um 700 atvinnulausir verkamenn létu skrá sig hér í bænum á fáum dögum haustið 1926. Meðaltekjur þeirra í 10—1) mánuði höfðu verið 1100 —1400 krónur og urn helmingur þess för til að greiða húsaleiguna eina saman. Þetta er að eins eitt lítið sýn:;s- horn af ástandinu, en það ætíi að nægja til að sannfæra jafnvel rit- stjóra „MgbL“ um, að við höfum ekki verið og erum ekki „lausir ▼ið atvinnuleysið“. Verkamenn eiga að geta treyst ‘ þvi, að vinnan sé nokkurn veg- inn örugg, segir „Mgbl.“ Heíir verkamönnum verfð óhætt að treysta því ? Nei. Haustið 1925 sömdu sjómenn við útgerðarmenn um kaup og kjör til þriggja ára. Alflan þann tima voru kaupdeilur útilokabjar. Atvinna sjömanna hefði því átt að vera örugg þessi þrjú ár, En hivað skeður? - Á næsta vóri lögðu útgerðar- menn skipunum við land löngu fyrir venjuleg vertiðarlok og sögðu sjómönnum upp atvlnn- ’unni. Sex — 6 — mánuðir var meðal atvinnutími háseta á tpg- UTum það ár, en sumra ekki nema 2—4 mánuðir, Meðaltekjur háseta uröu það ár 1800—1900 krónur auk fæðis, en sumra langí um minni. ALÞÝÐUbLAÐIÐ Svona „örugg“ reyndist sjó- mönnum atvinnan þá — og var þó engri kaupdeilu til að dreáffa. Hún yrði engu öruggari nú þött gengið væri að tilboð'i útgerðar- manna. Það þarf rneira en mieðal brjóst- Leilindi til þess að ætía sér að telja verkamönnum. til sjós og lands, sem búa við stopula at- vinnu eðft atvinnuleysi, trú um, að við séum „lausir við atvinnu- leysi'* og atvinna sé örugg þegar ekki er deilt um kaup. Aliir vita að þetta eru helber ósannindi, „Mgbl.“ býsnast yfir því, að formaður Sjöman nafélagsins hafi jí haust í bréfi til stéttarfélaga lál- ið þess getið að búast mætti við ikaupdeilu í haust og að hún gæti jafnvel feitt til þess, ,,að vinnu- stöðvun verði um lengri eða skemmri tima“. Af þessu læzt svo blaðið draga þá ályktun, að Sig- jön hafi þá þegar ákveðið, auð/- vitað í eigin h'igsmunaskyni, að „stofna hér til allsherjar sjó- mannaverkfalls frá næstu ára- mótum.“ (Leturbr. „Mgbl.“ Hvernig formaður Sjömannafé- lagsins getur hagnast á því, að til vinnustöðvunar komi, er vist flestum ráðgáta. En það var bein. skylda hans að tilkynna sjómönn- um um land alt, að til kaupdeilu gæti komið og benda á, hverjar afleiðingar hennar kýntnu að verða. Styrkur sjómanna er all- ur í því, að þeir séu samtaka, fylgist vel með í því, sem gerist, og að enginn skerist úr leik,, Þetta hafa útgerðarmenn sjálfir kent þeim í undanförnium kaup- deilum. Þeir uppskera eftir því, sem þeir hafa sáð, Engum er það ljösara en sjó- möiínum, hve alvarfegtimál stöðv- un togaraflotans er, Þeir þekkja af eigin reynd atvinnuleysið og af- leiðjingar þess. En þeim er hitt engu síður Ijóst, að kauphæðin, sem samið er um í ár, ;hefir einn- ig áhrif á kaupgjald- næstu ára. Verði nú samið um, lágt kaup, miða útgerðarmenn við það, þeg- ar næst verður gengið til samn- inga og nota það sem ástæðu til að halda kaupinu niðri þá. Þetta hefir reynslan kenit sjó- mönnunum, dýrkeypt reynisla, sem þeir ekki gleyma, Sæsiminn slitnaði árdegjs í gær á rr»ilti Færeyja og Hjaltlands. Um daginn og vegiaii. Næturlæknír er í nött Halldór Stefánsson, Vonarstræti 12, sími 2221, I stað Katrínar Tharoddsen, og aðra nótt Níels P» Dungal, Aðalstræti 11, sími 1518 (eða Thoryaldsens- stræti 4,' sími 1580). Alþýðnblaðið kemur næst út á mánudag, Sjömannafélag Reykjavikur. Fundur í kvöld kL 8V2 í Bár- unnt Áríðandi félagsmál á dag- skrá. Einnig flytur Ólafur Frið- riksson fyrirlestur um karl- menskuafrek eins Islendings og verða skuggamyndir -sýndar til skýringar. ! áldarfjóðrung hefir Meulenberg, prefekt, í Landakoti dvalið hér á landi. Hann flutti hingað þenna dag ár- iÖ 1903, Eldur > varð laus í nótt kl. að byrja að ganga 12 á Hverfisgötu 45, hjá norska ræðismanninum. Ókunnugt um apptök eldsins. Varð dálít- 511 logi i stofu, sem snýr fram að götunni. Nokkrar skemdir urðu á húsi og húsmunum, r. Dómsmálaráðherrann . för utan í gær með „Goðafossi'L Á málverkasýngu Höskulds Bjöirnssonar höfðiu um hádegi í dag verið keyptar alls 15 myndir, Síðasti sýningardag- urinn er á morgun. Jón Lárusson iOg börn hans kveða kl. 3 á moirgun í Gamla Bíö, en ekki i Nýja Bíö, eins ogáður varauglýst. Togararnir. „Njörður“ kom í morgun frá Englandi. Viðeyjartogarinn „Þor- geir skorargeir“, áður „Ýmiir“, kom af veíðum í gærkveldi með 400 kassa. Hann er einnig farinn til Englands, Veðrið. i Ki. 8 í morgun var ko-min norð- anátt um alt land, en hvergi hvassviöri, nema á Hesteyri, Þar var snarpur norðaustanvindur og bleytuihríð. — Nýtt óveður virð- ist vera að nálgast suðvestan úr hafi, þött fregnir séu óljósar e.nn þá. En útlitið bendir helzt tiil aðt uinhleypingur haldist enn þá fyrst um sinn. Veðurútlit í kvöld og nótt: Fáxaflöi: Minkandi norðan- kaldi. Orkomulítið. — Á morgun hvessir sennilega aftur á austan, Vestfirðir: Norbaustan-átt, frem- ur hæg á Suðurf jörðunum, én all- hvass og hríðarveður morður und- an, Glimufélagið ,Ármann‘ hefir ásamt öðrum íþröttafélög^ um hér í bæ unnið kappsamlega að því að safna dagsverkagjöf- um meðal félaga sinna til sund- hallarinnar (sjólaugargerðarinnar)* Hafa nú þegar safniast um 140 dagsverk. Hefir Alþýðublaðið ver- ið beðið að minna þá Ármenninga á, sem ekki hafa enn séð listana, að gefa sig fram við formannt félagsins, Jens Guðbjörnsson, eða einhvern annan úr stjóminni hið allra fyrsta- Bíó- og leikfélags-auglýsingar, svo og aðrar, sem venjulega em á 1. síðu, eru á 6. síðu í blaðinu í dag. Sfúkan Sbjaldbreið heldur kvöldskemtun annaö kvöld kl. 9. Þar kveÖur Jön Lár- usson og börn hans. Verður það líklega- síðasta tækifærið til a'ö Jilusta á þau í vetur., — Sjá aug- lýsingu! Hlutaveltu heldur Verzlunarmimnafélag Reykjavíkur á morgun á Þor- möðsstöðum, er byrjar kl. 2 e. m. VerÖa þar mairgir ágætir mun- ir á boðstölum, t. d. klukka, sem kostar á fjörða hundrað kr., ö- keypis ferð til Kaupmannahafnar í 1. farrými, 100 kr. í peningum, fjölritari, föt alls konar, ko'l, fisk- ur o. m. fl. Hljóinsveit skemtir á meðan gestirnir söpa að sér dráttunum, veitingar verða eimkg á staðnum og fölk verður flutt Ökeypis suður eftir, Ýmsir af mununum verða til sýnis í glugg- um Landstjörnunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.