Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLÁÐIÐ Gott, brúkað Orgel-harmonium, er til sölu með tækifærisverði í Hljoðfærahúsi Ryíkur. sé frá því að lögin nái tilgangi sínum, og að ósamræmi og mis- munur á leigu hafi aldrei verið annar eins og nú er, og að húsa- leigunefnd vanti sérþekkingu á húsagerð og verðgildi húsa. Hér er eg að vísu leyti sam- mála bréfriturunum. Lögin ná ekki þeim tilgangi sinum, að samræma leiguna, vegna þess, að menn kunna illa við það, að standa í stappi í hvert sinn, sem húseig- anda þóknast að hækka leiguna. En ósamræmið stafar líka af því, að það eru til heiðarlegir húseig- endur, sem ekki hækka leigu að öllum jafnaði. En aftur á móti ná þau fullkomlega þeim tilgangi sínum, að draga úr húsnæðisvand- ræðunum, þó þau auðvitað búi ekki til húsaæði. Hvort húsaleigunefndin hefir sérþekkingu á húsagerð og verð- gildi húsa eða eltki, skiftir ekki máli, ef hún ætti við heiðarlega menn. En þó Fasteignafélegið drótti óheiðarleik að sjálfum sér og öðrum húseigendum, þá hefi eg enga ástæðu til þess að gera það að svo stöddu. Eg verð að álíta húseigendur svo heiðvirða, þó þá langi fullmikið til að græða fé, að þeir gefi nefndinni ekki rangar skýrslur, er hún þarf þeirra við. En annað verður ekki séð af þessari 6. ástæðu, en að þessu sé dróttað að þeim. Af því sem sagt hefir verið hér að ofan, má sjá það, að enn hafa engar ástæður verið færðar fyrir því, að nauðsynlegt, hvað þá sjálf- sagt, sé að afnema húsaleigulögin. Og vonandi er bæjarstjórnin ekki svo djúpt sokkin niður í vasa húsabraskara, að hún afnemi lög- in eða breyti þeim, svo að þau verði að einberri heimsku. Og Fasteignafélagið verður að gera hreinna fyrir sínum dyrum, ef ástæður þess eiga að verða tekn- ar til greina af nokkurn vegin óheimskum mönnum. Kvásir. Olíuskortur í B andaríkj unum. Olíulaust aö 18 áruin liðnum. Bandaríkin nota helmingi meiri olíu, en öll önnur lönd í heimi, saman lögð. En þó eiga þau í skauti sfnu að eins fólginn V? hluta af olfubirgðum heimsins. — Jarð- fræðisrannsóknarstofnun Bandaríkj anna hefir snemma í þessum mán- uði gefið eftirfarandi skýrslu: Bandarfkin nota 400 milj. tunna af olíu á ári, önnur lönd 200 miljónir. Forði Bandaríkjanna end* ist með þessu til 18 ára, en forði annara Ianda nál. 250 ár. Nefndin segist til -allrar hamingju vona, a@ eigi verði hægt að vinna olíu eftir því sem þörfin krefur, en Bandaríkjamönnum verði að vera það Ijóst, að þeir verði að kom- ast af með minni olíu, ef þeir eigi treysti sér til að fá ótakmark- aða olíu aðflutta. Af benzíni er notað miklu meira en áður, og er talið að skortur muni verða á þvf þegar í sumar. X Hvers vegna? Eg kom í gærmorgun niður á fisksölutorgið til þess að kaupa mér í soðið. ÖII trog voru full af fiski. í sumum var gamall en í sumuoi nýr fiskur. Eg fór auð- vitað þangað sem sá nýi var og spyr um verðið. 30 aurar, var svarið. »25 aura, er pundið hérna,« kallar fisksali við annað fiskborö. »Er það nýr fiskurf* »Já, ný ýsa úr sama bátnum « »Hvers vegna seljið þið ódýrar, kaupir hinn fisk- salinn ekki jafn dýrt og þið?« »Jú,« var svarið. „En hvers vegna seljið þið ódýrara en hinir?« »Við látum okkur alt af nægja minni áiagningu, en hinir fisksalarnir. Þetta er fisksala Alþýðufélaganna, sem við seljum fyrir.« »Eg hefi aldrei heyrt hana nefnda fyr. Lát- ið mig fá 10 pd., og eg mun eítirleiðis leita til ykkar, eí eg má, þegar mig vantar í soðið.« Á leiðinni heim var eg að hugsa um það hvers vegna þessi fisksala Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. 8ími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. gat selt 5 aurum ódýrara fisk, sömu tegundar úr sama bátnum. Það hlaut að stafa af því, að hér var um heilbrigðari starfsemi að ræða. Fiskkaupandi. Im dagiim 09 veginn. ísland fór í dag til Khafnar með fjölda farþega. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Vil- helmína Halldórsdóttir frá Kára- stöðum og Jóhann Gíslason neta- gerðarmaður. Yoðrið í dag. Reykjavík .... S, hiti 6,8. ísafjörður Akureyri . . Seyðisfjörður Grímsstaðir . Vestm.eyjar . Þórsh., Færeyjar S, hiti 8,S„ S, hiti 10,5. logn, hiti 4,6. logn, hiti 7,0. SSV, hiti 7,2. NA, hiti 8,6. Stóru stafirnir merkja áttina. -i~ þýðir frost. Loftvog lægst fyrir norðvestan land og stfgandi á Suðurlandi; hlý suðlæg átt. Kora kom í gærkvöldi frá Nor- egi. Fer um helgina norður um land. Skallagrímur kom af fiskiveið- um í gærmorgun fullur af fiski (130 föt lifrar). Fiskaði austur við Hvalbak. Nýr togari enn. í gær kom nýr ísl. togari frá Englandi, full- fermdur kolum. Heitir hann »íng- ólfur Arnarson*, og er Pétur Bjarnason skipstjóri. Eigandi er H,h, »Haukur«. Skipið er nýsmíð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.