Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Hér eftir í sumar, verður kirjíjugarðsvörð að hitta kl 5 til 6 e. h. alla virka daga í nýja kirkjugarðinum. AUir þeír, er þurfa að fá lítmælda grafreiti, hvort heldur er í nýja eða gamla garðinum, snúi sér til hans. Ennfremur áminnast þeir er ógirtar útmælingar kunna að eiga, að girða þær hið fyrsta og sýna kirkjugarðsverði kvittun fyrir greiðslu legkaups. Þeir er eigi hirða um að auðkenna ónotaðar útmælingar né gera kirkjugarðsverði aðvart um þær, eiga á hættu að missa af þeim. Kirkjugarðsvörður lætur gera girðingar og hlaða upp leiði íyrir þá, er þess óska. Sóknarueíndin. Samkvæmt 4. gr. Iaga nr. 88, 14. nóvember 1917, tilkynnist hér með bifreiðareigendum, að skoðun á bifreiðum i Reykjavík fer fram svo sem hér segir: Fimtudaginn 27. þ. m. á bifreiðum nr. 1— 25 Föstudaginn 28. — 1— — — 26— 50 Laugardaginn 29. — — — — 5>— 75 Mánudaginn 3i- — — — — 76—100 Þriðjudaginn x. — — — — 101—125 Miðviltudaginn 2. — -— — — 126—150 Fimíudaginn 3- — — — — ISI—I75 Föstudaginn 4- — — — — 176—200 Laugardaginn 5- — — — — 201—225 Ber þá bifreiöareigendum að senda bifreiðar sfnar til Egils Vil- hjálmssonar biíreiðarstjóra, Vatnsstíg 11, sími 673. sem framkvæmir skoðunina framangreinda daga frá kl. 9 árd. tþ 9 síðd. Bifreiðarnar komi til skoðunar eftir númeraröð, þannig að Jægstu númerin komi fyrst eftir nánari ákvörðun skoðunarmannsins. Vanræksla á að koma bifreiðutn til skoðunar, varðar ábyrgð samkvæmt nefndum lögum frá 14. nóvember 1917. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 25. maí 1920. Jón Hermannsson. loii kouttpr. Eftir Upton Sinclair. Þriója bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). III. Það varð þögn, og þegar Hall- ur tók til máls, talaði hann ekki um að bjarga lífi sínu. Iiann hafði hlustað á frásögn Keatings í talsímanum og var sokkinn nið- ur í að hugsa um, mennina sem grafnir vora í námunn'. „Herra Keating", sagði hann, „eruð þér vísir um, að „Gazette" prenti þetta?" „Prenti það! Hvað annað; til hvers haldið þér, að eg sé hér?“ „Það er alveg ómögulegt, að Pétur Harrigan geti stemt stigu fyrir það?" „Pétur Harrigan hefir nýskeð fengist við „Gazette", en, gafst upp. Blaðið er málsvari fátækling- anna, og á því lifir það“. „Mér léttir stórum við að heyra það", sagði Hallur, „en segið mér, hvaða áhrif mun þetta hafa?" „í hvaða átt?" „í þá átt, að náman verði opnuð". Keating hugsaði sig um eitt augnabiik. „Eg óttast, að þau verði ekki mikil". Halli varð þungt f skapi. Hann hafði talið það víst, að þegar blá- ber sannleikurinn yrði opinber, rriyndi hann kveikja slfka gremju, að félagið neyddist til þess, að taka til óspiltra málanna. En Kea- ting sagði honum, að áhrif „Gaz- étte" væru ekki svo mikil, vegna þess að aðallesendurnir væru verka- menn. „Þetta er kvöldblað, og þegar fólk hefir lesið svörtustu lýgi alian daginn, er ekki auðvelt að fá það til þess, að trúa sann- leikanum, þegar hann fyrst er borinn fram að kvöldi". „En kemur sagan ekki í öðrum blöðum?" „Jú, en þau eru öll eins og „Cazette" — fátækra manna blöð. Ef við komumst að einhverju, sem er mjög ótækt, og við stög- umst á því í Iangan tíma, þá getum við hrært fólk. Við getum að minsta kosti dregið úr þeim sæg fregna, sem stórblöðin reyna að þegja í hel. En þegar um jafn- lítilfjörlegt mál, að mönnum finst er að ræða, og það, að fáeinir verkamenn eru lokaðir inni í námu, þá getum við ekki annað gert, en ergja „G. F. C.“. „Þá verð eg að taka upp á einhverju öðru", sagði Hallur, „einhverju, sem getur fengið þá til þess, að opna námuna". „Eg sé ekki, að þér getið nokk- uð gert". „Mér hafði dottið í hug. að tala við sjálfa ritstjórana í West- ern City". „Þér getið sparað yður farseðil þangað — þeir munu ekki Iíta við sögu yðar". „En ef eg færi til landsstjór- ans?" Dönsk orgei-harmoníum fyrirliggjandi í Hijóðfærahúsi Rvíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Olafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.