Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Hér með tilkynnist háttvirtum viðskiftavinum vorum, að flutningsgjöld og fargjöld hér með strönd- um fram hækka um 30% — þrjátíu af hundraði — frá núgildandi gjaldskrám, frá 1. júní þ. á. að telja. H.f. Eimskipafélag- íslands. að í Englaodi og er að öllu leyti hið vandaðasta. Sama félag á annað skip í smíðum, er jjkoma mun hingað heim í surnar. jKristinn^ er beðinn að senda blaðinu nafn sitt, ef hann vil fá birta grein sína. Blaðið tekur ekki greinar, sem það veit ekki hver er höfundur að. En nöfnum manna er haldið leyndum, ef þess er óskað. Nýstárleg sjón var það, að sjá fólk hópum saman halda í gær niður í miðbæ með fötur og bala til þess að afla sér vatns úr vatns- hönunum, sem opnaðir höfðu ver- ið til þess, að bæta úr sárustu neyð manna. Vatnið var auðvitað lítið, eins og gefur að skilja, og fengu margir vatn, þó ekki væri það nærri nóg. Ítalín. Laust fyrir miðjan síðasta mán- uð kom sú fregn að signór Nitti forsætisráðherra ítala hefði sagt af sér stjórnarformensku. Orsökin til þessa var sú, að þingið gaf honum vantraustsyfirlýsingu með 196 atkv. gegn 112. Nitti var studdur til valda af ýmsum borg- aralegum flokkum og kaþólska flokknum, en jafnaðarmenn voru stöðugt í andstöðu við hann. í marz í vetur lýsti þingið trausti á Nitti og var kaþólski flokkur- inn þá óskiftur með honum, en hann telur 10 r atkv. í þinginu. En svo hefir flokkurinn, eða að minsta kosti mikill hluti hans, gengið í lið með þeim 136 jafn- aðarmönnum, sem í þinginu eru og lýst vantrausti sínu á Nitti. Síðan var búist við, að jafnaðar- maðurinn Bonomi myndi verða forsætisráðherra, en hann neitaði, og má geta sér þess til, ad hann hafi eigi viljað mynda ráðuneyti, án þess að hafa hreinan meirihluta í þinginu, eða þá að kaþólski flokkurinn hefir gengið úr skaftinu er á átti að herða. En þar eð jafnaðarmenn eigi vildu mynda stjórnina var varla öðrum til að dreifa en Nitti, með því að hann mun hafa haft mest tök á mótflokkum jafnaðarmanna, enda fór svo að hann tók aftur að sér að mynda stjórn. En sem sjá má af því sem á undan er ritað, stendur hann eigi föstum fótum í þinginu og útlend blöð halda því fram, að gamla fyrirkomulagið hafi kollsiglt sig og búast megi við breytingum mikl- um og jafnvel byltingum bráð- lega. X lítlenðar fréttir. Yöruoburslögin í Englandi. Enska stjórnin hefir lýst yfir, að hún muni leggja til, að vöruokurs- lög þau, er þingið setti síðasta ár, verði endurnýjuð og gildi um næsta ár. Áður hefir Iaga þessara verið getið hér í blaðinu og skýrt frá því, hvernig þeim var beitt. Iögin hafa þótt gefast vel. Kolaleysi í Ítalín. ítali hefir nú um tíma skort kol og hefir það hnekt iðnaði og framkvæmdum þeirra að miklu leyti. En samningar munu nú vera gerðir milli ítöisku og ensku stjórn- arinnar um kol til að bæta úr vandræðunum með. Svíar og- bolsÍTÍbar. Þess verður væntanlega eigi langt að bíða, að Vesturlönd taki upp verzlunarsamband við bolsi- víka. Er þá eigi ólíklegí, að þau löndin, sem liggja næst Rússlandi, byrji á því. Danir munu nú þegar hafa gert ráðstafanir í þá átt, og talið er víst að Svíar muni mjög brátt taka upp aftur verzlunar- samband við Rússa. Verða bolsi- Ágætt fslenzkt gulrófufræ fæst á Skólavörðustíg 10. Verzlunin ,HIíf“ á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Willemoes kraft og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (f glös- um), Teiknibolur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Gerið svo vel og lítið inn í búðina eða Ixringið í síma 503. Allir þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr, 3. Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl. Liöleg-uv handvagn ósk- ast til kaups. Afgreiðsla vísar á. víkar að nokkru að bæta Svíum gamlar kröfur á hendur Rússum áður, en talið er víst, að það verði eigi til fyrirstöðu. llíbissbuldir Þýzbalands. Samkvæmt skýrslu fjármála- ráðuneytisins þýzka voru skuldir ríkisins 31. marz þ. á. 197 milj- arðar marka. Fyrir stríðið mun þjóðarauður Þjóðverja hafa orðið metinn nál. 260 miljarðar marka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.