Tíminn - 01.04.1965, Page 16

Tíminn - 01.04.1965, Page 16
SKIP STRANDAR Á HORNAFIRÐI AA-Höfn, miðvikudag. Á sunnudaginn tók norska flutn- ingaskipið Petrell, sem er leigu- skip á vegum SÍS, niðri á sandeyri við innsiglinguna hér, og er skipið þar enn, en búizt er við að það Ráðstefna SUF í Reykjanesk.dæmi Ráðstefna SUF um efnahags-, verkalýðs- og hús næðismál hefst í Félagsheimilinu, Kópavogi, laugar daginn 3. apríl, ikl. 2 e.'h. og verð ur fram haldið Jón Skaftason sunnudaginn 4. apríl kl. 2 e.h. Framsögumenn verða Jón Skaftason ,sem ræðir um efnahagsmál, Jón Snorri Þor- leifsson, sem ræðir um verkalýðs- mál og Hannes Pálsson, sem ræð- ir um húsnæðismál. Framsóknar- menn! Mætið vel og stundvíslega. Jón Snorri Hannes losni upp á flóðinu í fyrramálið, þar eð Dísarfell hreyfði það í dag, er tilraun var gerð til þess að ná því á flot. Skipið átti upphaflega að fara með áburð til Norðurlands og Austfjarða, en vegna íssins var það ráð tekið að láta það fara hingað inn. Kom skipið hingað á sunnu- dag og ætlaði skipstjórinn að sigla skipinu að bryggju án þess að taka hafnsögumann um borð. Ekki tókst betur til en svo, að skipið tók niðri á sandeyri innan við ósmynnið og sat þar fast. Skipinu var engin hætta búin þarna og var unnið við losun úr því á strand staðnum. í dag kom Dísarfellið svo hingað og reyndi að ná Petrell á flot á flóðinu, en vírar slitnuðu, er skipið hafði mjakazt tvær Framhald á 14. síðu Þyrlan komin MB-Reykjavík, miðvikudag. Hin nýja þyrla Landhelgisgæzl- unnar er komin til landsins. Hún kom með einni af flutningaflug- vélum vamarliðsíns til Keflavík- urflugvallar í dag. Þyrlan mun flutt til Reykjavíkur á morgun, en þar verður hún sett saman og reynd. Kom þyrlan þannig nokkru fyrr en búizt var við, en áætlað var að hún kæmi ekki fyrr en um miðjan aprílmánuð. Þessi mynd var tekin af yfirborði einnar tjarnarinnar | eldisstöðinni í Kollafirðl í gær. Hún var troðfull af laxi og sést greinilega hvernig yfjrborð vatnsins ólgar. (Tímamynd KJ) Laxinn kominn! FB—Reykjavík, miðvikudag. Þau tíðindi hafa gerzt, að Kollafjörður og eldistjarnirn- ar í Kollafirði fylltust af laxi í fyrri nótt. Er þetta staðfest- ing á þeirri kenningu, að með því að flýta klaki um tvo mán- uði, gangi laxinn tveimur mán uðum fyrr til æskustöðvanna og nærliggjandi vatnasvæða. Laxagengdin í eldistjörnunum er nú orðin slík, að þar sýð- ur sem í potti af sporðaköst- um. Lax þessi er yfirleitt að meðalstærð. Þar sem leyfilegt er að veiða á stöng með strönd um fram, ruku ýmsir til í dag og fóru með stöng uppeftir. Urðu þeir fengsælir, enda Kollafjörður fullur af Iaxi. Stærsta laxinn veiddi Páll Ól- afsson, lyísali, Miklubraut 19, en það var tuttugu og eins punda hængur, tekinn á abu- spón nr. 8. Þegar starfsmenn klak- og eldisstöðvar ríkisins komu til vinnu snemma í morgun, sáu þeir strax hvers kyns var, enda var mikil ólga og hreyfing í tjörnum þeim, sem ætlaðar eru til að taka á móti laxi sem kemur aftur til eldisstöðvar- innar í Kollafirði. Þegar þeir huguðu betur að þessu, sáu þeir að tjarnirnar voru fullar af laxi, sem hafði augsýnilega gengið í þær um nóttina. Þeg- ar starfsmenn stöðvarinnar fóru að huga enn betur að þessu, sáu þeir að fjörðurinn var einnig fullur af laxi, sem stökk mikið inni við strönd- ina. Þessi laxavaða kemur starfs- mönnum alveg í opna skjöldu, þar sem margar tjarn ir eru enn ófullgerðar, svo ekki er viðlit að taka á móti öllum þessum laxi. Verður því að drepa kynstrin öll af laxi, til að grynna eitthvað á þessu, og halda einhverju á lífi í iþeim tjörnum, sem nú eru yfirfullar. Þegar blaðið hafði samband við Víðines áður en birtu fór að bregða í kvöld, sögðust menn sjá mikið af laxi stökkva í Leirvogi, og virtust þeir vera á innleið, en Leirvogsá, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur á leigu, rennur í Leir- vog. Tíminn átti tal við Guðmund Magnússon í Leirvogstungu, en hann er formaður veiðifélags ins „Leirvogsá". Hann kvað Framh. á bls. 2. BÍLARNIR RÚNIR ÖLLU SKRAUTI OG SPJÓTUM IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Þann 5. apríl n.k. hefst skoð- un bifreiða í Iögsagnarumdæmi Reykjavíkur Verður þessi skoð- un væntanlega með tíðindameira móti, þar sem bæði er um að ræða stórfellda hækkun á iðgjöld- um bifreiðatrygginga og fram- kvæmd reglugerðar um skraut á bifreiðum, sem hefur í för með sér, að allir oddhvassir hlutir, svo sem á vélarhúsi og brettum verða að fjarlægjast. Frétt er á öðrum stað um fyr- irhugaða hækkun iðgjalda. Mun mörgum þykja þar full hart að gengið, enda um allt að tvö hundruð prósent hækkun að ræða í einstaka tilfellum. Þá er allt í einu farið að fylgja eftir reglugerð frá 1963 um odd- hvasst skraut á bifreiðum, og hef- ur það verið fjarlægt að undan- förnu, m.a. við aukaskoðun á leigubifreiðum. Margar eldri gerðir bíla, eink um amerískra, eru með oddhvöss spjót á vélarhúsi og aurbrettum, sem réttilega hafa verið talin hættuleg í umferðinni. Munu dæmi þess að spjót þessi hafi gengið á hol við árekstur og vald- ið miklum meiðslum. Þessi skraut- vopn á bílunum eru mörg FB-Reykjavík, miðvikudag. Blaðinu hefur borizt skýrsla um störf Barnaverndarnefndar Reykja víkur á síðasta ári. Þar kemur fram, að nefndin hélt 42 fundi á árinu og þar voru tekin til með- ferðar 341 mál. Að auki fjallaði starfsfólk barnaverndarnefndar um fjölda mála, sem ekki þótti ástæða til að ræða á fundum. Á árinu var alls vísað til nefnd- arinnar málum 612 barna og hafa ástæðurnar, sem lágu til afskipta nefndarinnar verið flokkaðar. hver þannig sett, að bílarn- ir breyta mjög um svip, þegar þau hafa verið rifin burtu. Eftir sumum leigubílum að dæma af nýrri gerðum, hefur verið gengið Framhald á 14. síðu Vegna heimilisástæðna hafði nefndin afskipti af 117 heimilum vegna aðbúnaðar 350 barna, í flest um tilfellunum eða 41 lágu veik- Framhald á 14. síðu DAVÍÐSKVÖLD Á ÍSAFIRÐI ísfirðingar munu efna til minn- ingarsamkomu um Davíð Stefáns- son skáld frá Fagraskógi 2. apríl n. k. og hafa fengið séra Sigurð Einarsson til þess að flytja erindi um þjóðskáldið og skáldskap þess. Einnig mun Karlakór ísafjarðar syngja undir stjórn Ragnars H. Ragnar og flutt verða kvæði skáldsins.. Menningarráð ísafjarð- ar stendur fyrir þessari samkomu. Einnig mun séra Sigurður flytja predikun í ísafjarðarkirkju sunnu daginn 4. apríl og flytja erindi um för sína til ísrael. Loks mun séra Sigurður koma á fund Slysa- varnardeildar kvenna á ísafirði mánudaginn 5. apríl og flytja er- indi um slysavarnamál. PEYSUFATADAGUR Kvennaskólastúlkur héldu peysufatadag í gær, og urðu þessar glað- iegu stúlkur á vegi Ijósmyndara Timans GE, þegar hann átti leið fram hjá Kvennaskólanum. Það hefur verið fastur slður um árabil, að stúlkurnar klæddust íslenzkum þjóðbúningi einn dag á vetri hverj- um, og virðast þær sóma sér jafnvei í þessum búningl og ömmur þeirra gerðu hérna áður og fyrr., þótt yngismeyjar nú tll dags séu ekki jafnvanar að bera hann og þær voru þá. AFSKIPTI HÖFÐ AF MÁLUM 612 BARNA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.