Alþýðublaðið - 30.03.1958, Page 7

Alþýðublaðið - 30.03.1958, Page 7
Sunnudagur 30. marz 1958 & I þ ý 5 u b I a 5 i 8 7 Hátíðarnar þenjasí út. 'KRISTNAR stórhátíðar eru brjár, jól, páskar og hvíta- sunna. Hverri þeirra eru í al- manaki kirkjunnar ætlaðir tveir dagar helgir, og auk þess aðfangadagskvöld. — Aðfanga dagur páska og hvítasunnu er ekki helgur heldinn með tíða- gjörð, en klukkum er hringt í mörgum kirkjum. Nú hefur raunar orðið sú þróun á síð- ustu áratugum, að jólin eru stöðugt að þenjast meira og meira út. Jólahaldið, svo sem jólaskreytingar og jólasöngv- ar fara að setja svip á bæinn í byrjun jólaföstu, og sam- komur og skemmtanir, sem tengdar eru við jólin, teygja sig fram í febrúar. Jólin fara senn að taka fulla tvo mán- uði ársins. ■— Nú virðist sama þenslan ætla að fara að koma í páskana. Á miðri langafostu uaglýsa ílenzkir einsöhgvarar „syngjandi páska“, sem síðan halda áfram með dægurlaga- söng og skemmtiatriðum tölu- vert lengí, eftir að páskar Mrkjuársins eru um gaxð geiignjr. Ég hef ekkert á móti dægurlagasöngvum eða létt- um skemmtisöngvum yfirleitt, og ég ber auðvitað mikla virð ingu fyrir íslenzkum einsöngv urum. Þeir eiga sannarlega ekki nema gott eitt skilið af „mér og mínum“, en þó er bezt að segja eins og er, að þetta uppátæki þeirra særir tilfinningar mínar ■— og smekk. -— Mér létti því stór- um, þegar ég heyrði auglýst, að súkkulaðikaupmenn ætl- uðu þó ekki að fara að selja páskaegg fyrr en tveim vik- um fyrir páska. Þó er að þrengjast um hátíðarnar. s jálf ar. Þrátt fyrir útþensluna er að verða þrengra og þrengra úm. hátíðamar sjálfar sem kristna og kirkjulega helgi- daga. Ég kann að móðga ein- ■ hvern með þeirri samlíkingu, sem mér virðist lýsa þéssu foezt, en samt- get ég ekki stillt mig um að setja hana fram. —- Hugsum oss konu, sem á fallegt hús. Hún getur séð af nokkrum herbergjum handa oðrum, Óg jafnvel hvetur þá til að hagnýta sér þau. En gestrisni hennar er misnotuð. Aðkomufólkið leggur undir sig meira og meira af bygg- ingunni, unz konan sjálf verð ur að hrökklast ofan í kjallara og hýrast í kolakompunni. — Þ-annig hefur farið fyrir kirkj unni. — Það er kirkjan, sem veitt hefur þjóðinni helgi — og hvíldardaginn, og hún hef- ur aldrei séð eftir því, þótt nokkrar stundir hans væru notaðar til skemmtana, í- þrótta, félagsstarfsemi, heim- sókna, skemmtiferða o.s.frv. En nú hafa gestirnir orðíð svo ágengir, að kirkjan er orðin hornreka á sínum eigin helgi- dösurn, og nú eru jafnvel stór hátíðirnar að fara sömu leið. Þróunin hefur þokazt í þessa átt með undraverðum hraða síðustu árin. ,;Fyrst muna kaupmennirnir eftir þeim“, sagði séra Bjarni um jólin, er hann predikaði í Dómkirkj unni á jólaföstu árið 1921. — En kaupmennirnir hafa ekki gleymt hinum hátíðunum heldur, — og kaupmennirnir tákna í þessu sambandi mörg- um sinnum fleira fólk en verzlunarstéttina. — Séra Jó- hann Hannesson minntist á þetta nýleg í ágætri blaða- grein, og nefndi það ,,kaup- væðingu". Með því átti hann við þetta, hvernig f jöldi manns reynir að græða pen- inga á t.d. skemmtunum, há- tíðum, —?r ekki aðeins beinlín- is, heldur einnig óbeinlínis, t.d. eigendur samgöngutækja, útvarpið o. fl. Og auglýsing- arnar, áróðurstækin, svo sem blöð og útvarp, eru orðin svo sterk, að þau hafa sefjandi á- hrif á fjöldann. Einmitt í þvi er gildi þeirra fólgið, frá sjón ar.miði auglýsenda. — Þetta er einföld staðreynd, sem allir geta gert sér Ijósa. Og nú er samkeppnin um fólkið orðin svo hörð, ekki sízt á helgidög- um, að áróðurinn verður allt- af háværari og háværari. — Maður fær ekki að borða mat sinn í friði fyrir þessum ósköp um. Kirkjan þarf sterkari áróður. Ég er ófeiminn við að segja þetta, þó að það þyki ef til vill ekki viðfeldið. Og ég ætla meira að segja að leyfa mér að bæta því við, að til slíks þarf peninga. Prestar auglýsa að sjálfsögðu messur, og það er þakkarvert út af fyrir sig, að við eigum aðgang að blöð- unum án nokkurs endur- gjalds. En ég myndi ekki telja það neitt hneyksli, þótt út- varpið veitti prestunum sömu hlunnindi, t.d. þannig, að það birti í einu lagi messulista allra presta, sem tilkynnt hefðu í tæka tíð. — Þetta væri ekki annað en stuðning- ur einnar ríkisstofnunar við aðra, og yrði vel þegið af mörg um. — Kirkjan þarf ekki að fyrirverða sig fyrir að „þrýsta mönnum til að koma inn“. Hún hefur sáluhjálplegan boð skap að flytja. Þjónar hennar eru vel menntaðir menn, sem fylgast síður en svo ver með menningu nútímans en aðrir, og listrænar kröfur í sam- bandi við söng og hljóðfæra- slátt eru meiri en víðast hvár annars staðar. — En þessu er ekki veitt athygli, meðal ann ars vegna þeirrar sefjunar, sem fólkið er háð frá öðrum. Takið hátíðina með. Á vorri bíla- og ferðalagá öld má heita, að stöðugt útfall sé í Reykjavík á sunnudags- morgnum, og aðfall á kvöld- in. Það væri ánægjulegt til þess að vita, ef ýmsir hópar, svo sem skátar, íþróttamenn, ferðaskrifstofan, og fleiri tækju sunnudaginn með sér, er þeir færu út úr bænum. — Ég veit eitt dæmi þess, að fyr ir nokkrum árum bjó einn af prestum borgarinnar í hendur skátastúlkum form fyrir stuttri helgistund úti í guðs grænni náttúrunni. — Þannig væri hægt að fara að oftar.; — Og því ekki að haga svo ferðum ,að hópurinn gæti kom. ið við í einhverri sveitakirkju og verið þgr við messu? -—- Fyrir all-mörgum árum höfðu prestarnir við Hallgríms- kirkju í Reykjavík guðsþjón- ustur á páskum í skíðaskál- unum, og nú sé ég mér til mikillar gleði, að skíðamenn óska eftir guðsþjónustu í skíðaskálanum á föstudaginn langa. — Það er erfitt fvrir Reykjavíkurprestana að bæta þessu á sig, en ýms önnur úr- ræði er hægt að hafa. í öllu þessu er æskilegt, að skipu- lögð samvinna hefjist með kirkjunni og forstöðumönn- um ýmsra félagssamtaka, og mér virðist það beinlínis sið- ferðileg skylda þeirra, er hér eiga hlut að máli að gæta þess, að þessi þáttur úr menningu þjóðarinnar fari ekki forgörð- um. Endurskipulagning. Þjóðhættir hafa brevtzt, en helgidagalöggjöfin er enn mið uð við gamla hætti og gamalt fyrirkomulag á kirkjulegu starfi. Hér þarf endurskoðun- ar við, en sú endurskoðun þarf að gerast út frá ná- kvæmri rannsókn á ýrnsum félagslegum fyrirbærum, með aðstoð vísindalega menntaðra félagsfræðinga og samvinnu við marga aðila. — Þótt frelsi og lýðræði eigi að vera ríkj- andi í landinu, er ekki þar með sagt, að stjórnarvöld og landslög eigi að þola fullkom ið skipulagsleysi í þessum efn um. Sá níhilismi, er nú ræður, mun áður en varir leiða af sér eitt -af tvennu, — nihil- isma á öðrum sviðum eða harð stjórn og einræði. „Fóíkið myndi rækja hátíðir og helgidaga kirkjunnar, e£ það hefði þess þörf,“ segja sumir, en þetta er- ,,frasi“ og þvættingur. — Það Framhald á 8. síðu. íþróttamyndasýning Vilhjáims Einarssonar í Nýja Bíó í dag kl. 13.15. Stórmeistaramótin 1957 MOSKVA — ATHENA BUKAREST — WARSHAW Myndirnar eru allar í eð’ilegum litum. Flestir frægustu íþróttagarpar heimsins koma fram í' myndunum. V V V s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Félag íslenzkra einsongvara 1S skemmtiatriði. 1 >IeðaI annars : Einsöngur — Tvísöngur — Kórsöngur — Leikþáttur — ,,Söngkennsla“ — Nýr gamanþáttur — S (Kari Guðmundsson). — Pokatfzkan — (Skopstæling). Hljómsveit Björns R. Einarssonar. A ' 'i verðiir í Austurbæiarbíói | t kvöld klukkan 11,30- $ . . ■ 5. sinn. n Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói. — Sínii 11-384. > ... . •"•••’• ~ ' •' Niðursoðnir ávextir | Blandaðir ávextir í| ■ - •>« Ferskjur f Perur Heimsþekkf gæðavara í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.