Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 2

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 2
£22/ /ÍSMiR Máltækið segir enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Til þess að geta staðið vörð um verðmæti sín, þarf að gera sér grein fyrir í hverju þau eru fólgin. Islenzk kona giftist af landi brott. Þegar hón fluttist héðan hét hún Sigríður Guðmundsdóttir, en í sínum nýju heimahög- um varð hún að Mrs. J.W.Smith. Var þetta ekki eftir sem áður sama konan - hafði nokkuð glatazt? Að sjálfsögðu varð að laga sig eftir landsvenjum, þar sem um bú- ferlaflutninga var að ræða og skipti á þegnrétti milli ríkja. Þetta tilvik gef- ur ástæðu til samanburðar á afstöðu til einstaklingsins þegar um ólíkar þjóð- félagsheildir er að ræða. I flestum ríkjum heims er nafnavenjum svo háttað, að um hópheiti er að ræða þ. e. ættarnöfn, eins og tíðkast að kalla slík nafnakerfi. Allir aðilar sömu fjölskyldu bera út á við sama heiti. Hver einstakur fjölskyldumeðlimur greinist aðeins lítil- lega hver frá öðrum. Bræður heita allir hr. e-ð og systur fr. e-ð. Aðeins í þrengsta skyldmennahópi eru persónuheitin (skírnarnafnið) notuð, annars eru hópheit- in allsráðandi. Innan þessa kerfis viðgengst einnig mis- munum kynjanna, þannig að við hjúskapar- tengsl halda karlar nafni sínu en konur taka upp nafn maka síns, þ. e. það hóp- heiti, sem fjölskylda hans notar og get- ur jafnvel ef venjan gengur svo langt, einnig misst skírnarheiti sitt og aðeins auðkennzt sem maki viðkomandi aðila og jafnvel af starfsgrein hans, samanber Guðrúm Jónsdóttur, sem varð fru murer- mester Peter Hansen. Einn liður I jafnréttisbaráttu frændsystra okkar á Norðurlöndum er bundinn við að öðlast aftur sitt eigið persónulega nafn. Þótt lög heimili slíkt, er það þrýstingur vanans, sem þyngstur er I skauti. Kyn- systur okkar I nágrannalöndunum reyna eft- ir mætti að vinna hinni forngermönsku nafna- hefð fylgi. Rök þeirra eru m.a. þau, að eitt sinn var þessi venja við lýði hjá þeim, en fyrir útlenzka eftiröpun og ef til vill einhverja skammtíma nauðsyn, þokaðist ættar- nafnavenjan yfir þjóðlöndin hvert af öðru. Hið fornnorræna gildismat á einstaklingnum er m. a. fólgið I að hver og einn hlaut þeg- ar á barnsaldri sitt eigið heiti og hélt því til æviloka sem óaðskiljanlegum hluta persónuleika síns. Rökrétt tenging við foreldri og forfeður fékkst með því að nefna eða kenna sig til skírnarnafns föður eða móður. Samkvæmt þessari sterku viður- kenningu á þegninum, sem einstaklingi, hélt hver sínu heiti þótt hjúskaparbönd væru bundin. Tveir einstaklingar fylgd- ust að gegnum lífið, en nafnbreyting á öðrum hvorum kom ekki til álita. Þess vegna spyrja frændkonur okkar hver aðra, heima fyrir, hvaða brýn nauðsyn rekur okkur nú, I nútímaþjóðfélagi, til þess að skipta á nafni, þó að við eignumst maka. Og ennfremur ef, eftir makaval, endilega þarf að verða breyting á nafni, hvers vegna á þá konan næstum ófrávíkjan- lega að láta af sínu heiti. Margar Islenzkar konur, sem hafa átt sam- skipti við þœr konur á Norðurlöndum, sem Itarlegast hafa íhugað réttindamál manna, kannast við hvatningu I þessum dúr: Standið vörð um nafnavenjur ykkar, því að þar hafið þið á hendinni rétt, sem við eigum eftir að berjast fyrir ef til vill langri og strangri baráttu. Fyrir hand- vömm glötuðum við þessu sérstaka persónu- lega mati, sem felst I sjálfstæðu heiti. Standið vörð. Nú skulum við ekki I sjálfumgleði okkar halda, að við hérlendar konur höfum allt- af verið svona vel vakandi fyrir mannrétt- indum og þess vegna séum við vel settar, nafnalega séð, á tuttugustu öld. Ef til vill er margra alda sofandahætti og ein- angrun um að kenna eða þakka, og sannast þá að fátt er svo með öllu illt.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.