Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 14
0 [^Quðsokkohreyfin^ín Ef þú ert í einhverju félagi, stéttar- félagi, áhugafélagi eða öðru, veiztu hvernig það er byggt upp. Fyrir því er 3ja, 5 eða 7 manna stjórn, sem skiptist í formann, ritara, gjald- kera og meðstjórnendur. Þessi stjórn er ábyrg fyrir félaginu, á henni hvíla allar framkvæmdir þess, ákvarðanir og yfirlýsingar, en þorri félaga kemur i rauninni ekki nálægt félaginu nema með greiðslu félagsgjalda. Sjaldgæft er, að nýir félagar verðir virkir strax, komist í stjórn eða séu falin verk af henni. Að sjálfsögðu vinna margar stjórnir mjög vel og koma miklu í framkvæmd, en þá vaknar sú spurning, hverjir veljast í stjórn? Yfirleitt eru það þeir, sem hlotið hafa einhverja þjálfun i félags- legu starfi áður, eða fólk, sem er ófeimið að láta í ljós skoðun sína og hugmyndir á fundum, og reyndin er sú, að stjórnir félaga taka oft litlum breytingum árum saman og því stærri Búi Arland: Viljið þér ekki eignast ektamann? En þér viljið þó eignast nýa kápu? (Atómstöði og mikilvægari sem félögin eru, því þaulsætnari eru stjórnirnar. Þetta form er til þess gert að breikka það bil, sem er á milli valdhafanna - toppanna - í þjóðfélaginu og hins almenna borgara. Það heldur einnig við þvl bili, sem nú er milli karla og kvenna, þvi það auðveldar karlmönnum að halda völdum sínum og nýta þau. Þegar Rauðsokkar fóru að starfa haustið 1970, kom ekki til greina að starfa undir slíku formi. Starfsemi okkar skyldi verða líflegri og opnari. Rauðsokkahreyfingin var aldrei stofnuð formlega og hún á sér engin lög, félaga- skrá né fundagerðabók. Fólk, sem hafði áhuga á því, að konur nytu sama réttar og hefðu sömu möguleika í þjóð- félaginu og karlar, kom saman og byrjaði að starfa. Það var ákveðið að starfið skyldi byggjast upp af sjálf- stæðum starfshópum, sem væru tengdir svonefndri miðstöð. Slíkt félagsform ryður sér nú til rúms víða um heim. Segja má, að allir, sem hafa áhuga á að konur öðlist sama rétt og karlar, séu rauðsokkar, en enginn er í Rauðsokkahreyfingunni nema sá, sem er starfandi á hverjum tíma, þannig eru þar engir óvirkir félagar. Vilji einhver verða félagi, getur hann e.t.v. sameinazt hópi, sem þegar hefur hafið starf eða stofnað nýjan hóp ásamt öðrum, einnig getur hann starfað einn að sínu áhugamáli. Þegar hópur hefur verið myndaður velur hann sér verk- efni og vinnur að því eftir eigin geðþótta. Verkefni geta verið mjög margvísleg t.d. lestur einhverrar bókar um jafnréttismál, lesa þá allir heima vissa kafla, sem siðan eru ræddir í hópnum. Slíkir leshringir eru oft mjög gagnlegir, en þeir koma ekki að gagni nema allir komi undirbúnir á fundi og mæti vél. Félagar hafa hér möguleika á að koma fram sínum sjónarmiðum og heyra álit hinna og gefst þarna gott tækifæri til þess að yfirvinna hlédrægni og feimni, sem svo mörgum háir. Verkefni geta lika verið að gera einhverja athugun eða rannsókn, skrifa um eitthvert mál, benda einhverjum aðilum á ákveðið misrétti, t.d. í bréfi eða þá að æfa sig í fram- sögn og ræðumennsku. Verkefni getur líka verið að halda umræðufundi innan hreyfingarinnar, t.d. eins og gert var hálfsmánaðarlega á siðast liðnum vetri í kjallaraherbergi sem hreyfingin heftir til afnota að Ásvallagötu 8, eða að halda opna fundi fyrir allt áhugafólk. Komist hópur að einhverri niðurstöðu, sem hann vill koma á framfæri, gerir hann það á þann hátt, sem hann kýs og á sína ábyrgð. Hreyfingin sem heild er ekki ábyrg gerða einstakra hópa, og einstakir hópar geta ekki komið Ugla: | Eg vil hvorki láta fátæklíng klæða mig í druslu né ríkan mann í loðfeld fyrir að hafa sofið hjá þeim. Eg vil kaupa mér kápu fyrir þá penínga sem ég hef unnið mér inn af því ég er maður. , (Atómstöðin)

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.