Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 10
Stórfjölgun dagvistunarstofnana (dagheimili,leikskólar,skóladag- heimili) fyrir börn er ein aðal- forsenda þess, að konur á Islandi nái jafnrétti á við karlmenn. Mönnum verður æ betur ljóst mikilvægi og uppeldislegt gildi slíkra heimila fyrir börn í nútíma þjóðfélagi. Umræður um góð eða slæm áhrif þeirra eru löngu gengnar yfir á Norðurlöndum og nú snúast umræðurnar um það, hvernig bezt verði búið að þeim og hvernig rekstri þeirra skuli háttað svo börnunum líði sem bezt og þau nái sem mestum þroska. Réttara væri að nefna dagheimilin forskóla, þar sem hér byrjar í raun og veru skólaganga barnsins. Hvort sem menn eru með eða móti dagheimilum, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að yfir helmingur giftra kvenna á íslandi vinnur utan heimilis og það liggur í augum uppi, að börn þessara kvenna hvort sem þau eru undir skólaaldri eða á barnaskólaaldri, þurfa einhvern góðan samastað á meðan mæður þeirra eru í vinnu, því ekki má búast við að feður þeirra annist þau á meðan. Segja má, að skóladagheimili séu bráðabirgðalausn, þar til við höfum náð svo langt, að skólar okkar verði einsetnir og skólabörn fái aðstöðu til að dveljast þar lengur daglega og ljúka öllu námi sínu í skólanum sjálfum. skattskýrslu hennar. Sú upphseð yrði að miðast vi’ð barnafjölda og e.t.v. líka aldur þeirra. Þessi upphæð mætti þó aldrei fara yfir tiltekið hámark. Þannig fyrirkomulag ætti hvórki að hækka ne lækka skattana, þar sem aðeins yrði um að ræða tilfærslu á peningum. Barnlausar heimavinnandi konur verða sennilega ekki margar í náinni framtíð, og eg hef engar tillögur um mat á störfum þeirra. 500 þús.kr. á ári helmingi hærri' upphæð til barnagæzlu, hreingerninga , saumaskapar o.fl. en þeirri, sem hefur 250 þús, kr. í árslaun? Slíkt er auð- vitað fráleitt. Auk þess er með áður- nefndu ákvæði ætlazt til, að konan ein standi undir þessum kostnaði. Eftir því ber henni einni aí sjá um öll heimilis- verk. Eru þá ekki möguleikar kvenna á frjálsu starfsvali orðnir heldur rýrir? Oftast fylgir því aukinn kostnaður við heimilishald, að bæði hjónin vipni úti, og við skattlagningu verður að taka tillit til þess, Annars getur farið svo, að ekki borgi sig að vinna. Núverandi ákvæði skattalaganna um 50jí skatt- fríðindi af tekjum giftrar konu mun líka öðrum þræði hafa verið hugsað sem uppbot fyrir þann kostnaðarauka. Þetta ákvæði er þó mjög vanhugsað að ekki sá meira sagt. Reksturskostnaður heimilis eykst ekki því hærra kaup sem konan hefur. Á t.d. að ætla konu, sem vinnur fyrir Her verður eitthvað annað að koma til. Allir foreldrar, sem vinna utan heimilis, ættu að fá verulega aukinn frádrátt barna, sem þau hafa á framfæri sínu, einstæðir foreldrar þó mun mest. Barnlaus hjón þurfa aftur á móti ekki að fá neinar skattaívilnanir fremur en aðrir einhleypir skattborgarar. Hagstofa íslands reiknar árlega út meðal- tekjur hinna ýmsu ste'tta þ jóðfelagsins. Við þann útreikning er farið eftir skattaframtölum manna. Vegna samsköttunar hjóna eru þessar tölur rangar og villandi. Gift kona er ekki sjálf- stæður skattgreiðandi, en skattskyldar tekjur hennar lagðar við tekjur eigin- mannsins. Tekjur hans hækka því og þar með meðaltekjur stéttar hans, Er þetta kannski skýringin á ótrúlega háum meðaltekjum verkamanna? Helga Sigurjónsdóttir Úr ræðu Háskólarektors: "...Á skrifstofu skólans hafa tekið til starfa ein heildags skrifstofustúlka og ein hálfs- dags vélritunarstúlka..". Hvaða máli skiptir hvers kyns fóikið á skrifstofu Háskólans er?|

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.