Forvitin rauð - 01.12.1972, Page 7
Pjöldi launaðca starfa £ þjóð-
félaginu eru eingöngu unnin af konum
og eru oft nefnd kvennastörf. íetta eru
oftast þjónustustörf unnin af fjöl-
mennum stéttum og er kaupi þeirra haldið
neðar en kaupi sambærilegra stétta.
Eitt þessara 3tarfa er starf einkaritarans.
Nýlega kom út hæklingurinn EINEARITARINN,
sem ætlaður mun sem ráðleggingar til
verðandi einkaritara. Hann er gefinn út
af 3tjórnunarfélagi Islands, en það
er félagsskapur, sem stofnaður var hér
á landi 1961. Markmið þessa félags er
"að efla áhuga á og stuðla að vísinda-
legri stjórnun, hagrseðingu og almennri
hagsýslu í hvers konar rekstri einstaklinga,
félaga og hins opinhera og vinna að
samvinnu þeirra, sem slíkan áhuga hafa".
(Einkaritarinn hls.23). Sin viðleitni
félagsins til þess að ná ofangreindu
markmiði var útgáfa þessa bæklings , sem
ætlaður er stúlkum, sem inna vilja starf
sitt sem einkaritari sem allra hezt
af hendi. Verður nú efni þessa pésa
rætt nokkuð og teknar upp tilvitnanir.
1 formála segir, að í hinu margþætta
viðskiptalífi nútímans fari hlutverk
einkaritarans stöðugt vaxandi, Höfuð-
markmið einkaritarans er talið vera:
"að létta, leysa eða hægja frá vanda-
málum framkvæmdastjórans síns". "Hún
hjálpar honum gegnum erilsaman og anna-
ríkan dag" "Hún virðir hann og hýr
honum góð vinnuskilyrði innan fyrirtækisins.
Hún er stolt af velgengni hans, en hefur
ekki orð á mistökum hans." "Hún sýnir
honum þolinmæði, lætur honum líða vel
í návist sinni". "Hún tekur á sig
sökina fyrir skekkjur eða villur, sem
urðu óvart til, og leiðréttir þær án
tafar", "í>að er nauðsynlegt, að
einkaritarinn skilji mikilvægi sitt.."
Af ofangreindum tilvitnunum er ekki
óeðlilegt að draga þá ályktun, að
hér komi fram óskir karlmanns, sem
er á kafi í bisniss eða reddingum
ýmiss konar og vill fyrir alla muni
njóta sömu þjónustu á vinnustað og
heima. Markmið einkaritarans hans
eiga að vera þau sömu og við lesum
um í kvennablöðunum, að eigi að vera
markmið góðra eiginkvenna (ráðleggingar
án efa skrifaðar af karlmönnum).
Þær eiga að hjálpa eiginmanninum í gegnum
hið erilsama líf, þær eiga að virða
eiginmanninn og húa honum góð lífs-
skilyrði innan heimilisins. Góð
eiginkona er stolt af velgengni
eiginmannsins og hefur sjálfsagt
ekki orð á mistökum hans. Hún
"lætur honum líða vel í návist
sinni". Það er nauðsynlegt að eigin-
konan skilji mikilvægi sitt.
Margt fleira er að sjálfsögðu talið
upp, sem einkaritari þarf að hafa
til hrunns að bera, og það hvarflar
að manni, að einkaritarinn þurfi helzt
að vera svo fullkominn að framkvæmda-
stjórinn sé í rauninni óþarfur, nema
sem eitthvert vandræða- og dekurharn.
A eftir þessum formála koma tveir
kaflar, sem heita "Persónueiginleikar
þínir " og "Starfsven jttr þínar" .
Ekki er laust við, að við lestur fyrri
kaflans komi manni í hug, að hér ráði
sýndarmennskan húsum. Bent er á, að
athygli sé stöðugt heint að persónulegum
eiginleikum einkaritarans. Athuga þarf
"hvernig aðrir líta á þig". Lögð er
áherzla á gott samstarf á skrifstofunni ,
sem að sjálfsögðu er mikilvægt, en þar
virðast konurnar eiga að hjálpast að því,
að þjóna karlmönnunum shr. "þá sýndu
ritara sölustjórans það (þ.e. tímarit
með grein um markaðsmál), svo að hún
geti vakið athygli -hans á því".
Ekki er nóg, að framkvæmdast jóranum sé
þjónað, heldvir einnig gesti hans shr,
"gættu þess, að vel fari um hann. Taktu
við hatti hans og frakka og hjóddu
honum sæti,.." Að sjálfsögðu á einka-
ritarinn að vera geðprýðin sjálf,
skapgóð og tillitssöm manneskja, sem
ekki lætur geðshræringu, reiði eða
taugaæsing ná tökum á sér.
Gleöihrosið má ekki hverfa af andlitinu,
hversu úrillur sem framkvæmdastjórinn er.
Gert er ráð fyrir, að einkaritarinn stundi
samkvæmislífið og hent á, að hinir góðu
siðir gildi þar jafnt og £ viðskipta-
l£finu.' í veizlufagnaði fyrirtækisins
máttu ekki sem einkaritari "sleppa af
þér taumhaldinu".
Klæðnaður einkaritarans virðist skipta
miklu máli, en þar er ekki talað um
þann klæðnað, sem hezt henti £ sl£ku
starfi, heldur það, sem karlmönnum
lfkar hezt .'