Forvitin rauð - 01.12.1972, Page 9
Efnahagsstofnunin hefur nýlega birt tölur um
þátttöku kvenna í atvinnulífinu. í>ar kemur í
ljós, að rúmlega 52?f allra giftra kvenna á
Islandi afla einhverra tekna með vinnu utan
heimilis. Sambærileg tala áii ð 1963 var
36,6$. Greinilegt er því, hvert stefnir, enda
eðlilegt þar sem ýmiss konar vinna, sem áður
var unnin á heimilunum, er nú unnin í
fjöldaframleiðslu £ verksmiðjum.
Hjón á skilyrðislaust að skattleggja
sem tvo einstaklinga. (Þau eru það)
Hvernig því verður haganlegast fyrir-
komið, er verkefni serfræðinga í skatta-
málum og skattanefndar, en hún vinnur nú
um þessar mundir að heildarendurskoðun
skattalaganna. Skattamál eru flókin og
erfið viðfangs, vegna þess að breyting
á einu sviði kallar £ flestum tilvikum
á fjölmargar aðrar.
Samsköttun hjóna byggist á því, að karlinn einn
er talinn "framfærandi" fjölskyldunnar, og skiptir
þá ekki máli, hvort konan vinnur utan heimilis
eða ekki. Það af tekjum hennar, sem skattlagt
er, leÉTÉtst við tekjur eiginmannsins, og kemur því
út sem hækkun á tekjum hans. Vinna á eigin
heimili er ekki skattlögð, eða svo á það að
minnsta kosti að heita. í því sambandi mætti
þó spyrja, hvers vegna sé rnunur á per3Ónu-
frádrætti hjóna og persónufrádrætti tveggja
ógiftra einstaklinga. Hjónafrádráttur er nú
kr. 220.000, en tveggja einstaklinga kr. 290.000,
Munurinn er 70.000 kr. og þær eru skattlagðar.
Ég fæ ekki betur séð, en að hér sé verið að
skattleggja vinnu húsmóður.
Fyrirvinnuhugtakið, þ.e. að karlinn, sem aflar
tekna utan heimilis, sé einn fyrirvinna og
framfærandi fjölskyldunnar, þarf að taka til
endurskoðunar og skilgreina upp á nýtt. Núverandi
merking, sem lögð er í þetta hugtak er röng
að tvennu leyti. í fyrsta lagi er konan, sem
vinnur heimilisstörfin og elur- upp börnin,
auðvitað fýrirvinna líka. Hún leggur fram vinnu
í þágu fjölskyldunnar og þar með alls þjóðfélagsins.
Hún skapar árlega verðmæti, sem nema hundruðum
þúsunda, væru vinnustundir hennar reiknaðar út
í peningum. Þetta fæst þó ekki viðurkennt opin-
berlega nema hún vinni heimilisverk annars stað-
ar en á eigin heimili. Þá telst hún vinpa að
verðniætasköpun fyrir þjóðarbúið og auka hag-
vöxtinn. í öðru lagi vinna giftar konur utan
heimilis, og þykja það víst ekki nýjar fréttir.
Mér kemur til hugar, að framkvæmdin
gæti orðið eitthvað á þessa leið:
Vinni bæði hjónin utan heimilis, telja
þau tekjur sínar fram til skatts og
útsvars hvort fyrir sig. Persónufrá-
drattur yrði að sjálfsögðu hinn sami
fyrir alla, gifta sem ógifta.
Allur annar frádráttur, svo sem
persónufrádráttur barna, vaxtagjöld
o.fl. skiptist jafnt á báða aðila. Jafn-
framt yrði að lögfesta, að allar skrá-
setningarskyldar eignir væru skráðar á
nöfn beggja hjóna. Öll gjöld af þeim,
svo og öðrum eignum hjónanna deildust
jafnt á bæði. Þetta virðist ekki vera
flókið £ framkvæmd, en málið vandast,
þegar skattleggja á konuna (eða karlinn),
sem er heima allan daginn og sinnir þar
nauðsynlegum störfum vegna umönnunar
barnanna. Hún aflar ekki tekna, en
vinnur samt. Eina viðunandi lausnin
er að meta heimilisstörfin til fjár.
Margri húsmóður þætti það áreiðanlega
ekki vonum fyrr. Sem viðmiðun mætti
hafa það, sem Reykjav£kurborg greiðir
fyrir vistun barna á fósturheimilum þeim
sem hún rekur. Þar er greidd ákveðin
upphæð fyrir hvert barn, og á svipaðan
hátt má meta störf húsmóður á eigin
heimili, hafi hún börn að annast. Sá
væri aðeins munurinn, að hún hlyti ekki
kaup frá opinberum aðilum, heldur færðist
hluti af tekjum eiginmannsins yfir á 9»