Forvitin rauð - 01.12.1972, Side 13
er frá'brugðin sérhverri frumu í líkama
karlmannsins. Þið verðið að viðurkenna
að það eru konurnar, sem fæða börnin,
en þið viljið kannski líka breyta því?
Og þar að auki hafa konur miklu fleiri
veikindadaga en karlar, svo sömu laun
fyrir sömu vinnu væru óhugsandi.
Og móðurtilfinningin, hún er
háleitust allra tilfinninga '
12. svar, Andlegur munur; "Maðurinn
hefur líka alltaf staðið konunni
dálitið ofar í þeim skilningi að
konan vill D-iarnan líta upp til
mannsins síns. Fæstir karlmenn
vilja ráðríkar konur. Konur
eru ekki heimskari en karlar,
þær eru bara hæfari til annarra
hluta,
13. svar. Einstök tilfelli: "Ég hef
það á tilfinningunni, að Rauðsokkur
séu vonsviknar konur, fráskildar
og pipraðar, sem hvorki vita upp ne
niður. Hefðu þær verið í hamingju—
sömu hjónabandi , hefðu þær áreiðanlega
ekki orðið Rauðsokkur. Það hlýtur að
liggja þannig í því. Það er ekkert
algilt við þetta, - þetta eru bara
serstæð tilfelli.
14. svar, Pr .jálslyndi: "Þú ert frjáls og
getur gert allan skrattann sem þú vilt.
Velmenntaðar konur spjara sig ágætlega.
Auðvitað eru margar konur, sem ekki
ljúka menntun sinni af því að þær
giftast, en það eru þær sjálfar sem
velja. Konur hafa jafnrétti hér á
landi, við höfum meira að segja
kvenmann sem aðstoðarráðherra, og
er ekki kvenmaður formaður
Menntamálaráðs?
15. svar. Karlar eru líka kúgaðir:
"Karlmenn hafa það líka djöfullegt.
Það eru þeir, sem eru ávallt neyddir
til að vinna. Konan hefur viss sér-
réttindi, því hún getur einfaldlega
verið heima með krökkunum allan
daginn. Það er hlutverkaskipan,
sem allir verða að beygja sig fyrir,
og kúgar ekki einn fremur en annan,
Það er ekkert ægilega gaman að vera
alltaf sá sem ábyrgðina hefur, Konan
fær alltaf innbúið og börnin við skilnað ,
það þykir alltaf sjálfsagt.
Ætlið þið kannski líka á togarana?"
16. svar, 3amvinnan: "Mér finnst málstaður
Rauðsokkanna ágætur, en það er alltof
mikil þröngsýni að þetta sé einkamál
kvenna. ,
Karlar verða að vera með svo eitthvað
raunhæft gerist, Konur eru alltaf
svo aðgerðalitlar.
17. svar. Menningarlegur niðurskurður:
"Þið getið a.m.k. ekki neitað því, að
það eru karlmenn sem hafa skapað
alla menninguna. Nefndu mér einn
einasta kvenlistmálara eða kventónskáld '.
Konur hafa yfirleitt ekki þá skapandi
eiginleika sem karlmenn hafa.
Hvernig myndi aðstaða kvenna vera í
dag, ef karlEir hefðu ekki fundið
upp þvottavélina, ryksuguna o.s.frv.
Já, það mætti lengi telja".
18. svar. Þið gleymið stéttarbaráttunni.'
"Þú og ég, við stöndum sko áreiðanlega
jafnfætis. Við erum námsmenn við sömu
kjör. Það er enginn rnunur á okkar aðstöðu,
en það er munur á þinni aðstöðu og aðstæðum
ve rkamann anna.
Nei, þið sem eruð forréttindakellingar
ættuð heldur að hjálpa öðrum undan
kúguninni. 3ú mismunun, sem konur verða
fyrir, byggist á, að þetta er auðvalds-
samfélag. í Rússlandi t.d. eru
konurnar í framle i ð s lunn i...."
19. svar. Skilgreiningin: "Eftir því,
sem ég bezt fæ séð, er þetta spurning
um baráttuaðferð. Það er baráttuaðferðin
sem skiptir máli. Það sem þarf að gera
er að hrista upp £ konum. Ef þær hafa
það slæmt, er það þeirra eigin sök,
Ef ég á að viðurkenna fullyrðingar ykkar,
þá verðið þið að geta leitt að þeim rök."
20. svar, Hrósið: "Mér finnst að þið séuð
að gera það eina rétta. Það er gott
að við höfum frísklegar stúlkur eins
og ykkur. Það er léttir að hitta
stúlkur, sem hafa eitthvað til málanna
að leggja. Þú ættir að tala við
konuna mína, það þarf að hressa soldið
upp á hana.
21. svar, Yfirbótin: "Ég get vel séð,
að húsverkunum hefur verið vitlaust
skipt á milli okkar. En nú skal ég
hjálpa til. í!g get vel skilið að
við karlmenn ættum ekkert að vera að
koma í hreyfinguna, því þið þurfið að
læra að taka til máls sjálfar,
íg hef gert margt, sem ég nú iðrast."
22. svar. Hvað eigum við að gera?
"Við getum ekki ráðið fram úr því,
svo nú verðið þið að útskýra
fyrir okkur, hvað við eigum að gera.
Það eruð þið sem gagnrýnið, svo það
verða líka að vera þið, sem segir okkur
hvað til bragðs á að taka. Við kárlar
bxðum eftir að þið leikið fyrsta leikinn".
23.3var. 5á sem veit betur:
"I?f ég má gefa ykkur gott ráð.....
Það sem stúlkan meinar er ........
Eftir minni þekkingu á Rauðsokkum,
er það sem þú segir alrangt".