Forvitin rauð - 01.05.1975, Blaðsíða 9

Forvitin rauð - 01.05.1975, Blaðsíða 9
9 Atvinnuleysisbætur eÓa fæ<5ingarorlof Bjamfriður Leósdóttir A síðast liðnum vetri beittu rauðsokkar sér fyrir ráðstefnu láglauna kvenna. Þar kom skýrt fram hver staða íslenskra kvenna er í þjóðfélaginu. Mikill meiri hluti þeirra er í Xanglægstu launa- flokkunum, hvort sem er innan verkalýðsfélaga eða starfsmanna ríkis og bæja. Þar að auki eru réttindi kvenna innan verkalýðs- stéttarinnar mjög lítil. I fiskiðnaðinum eru þær það vinnuafl, sem atvinnu- rekendur hrekja til og frá eftir geðþótta, eða þörfum atvinnurekstursins, eins og þeir orða það. Þær hafa ekkert atvinnuöryggi, og við barnsburð eykst þetta öryggisleysi að miklum mun, bæði hvað afkomu og atvinnu snertir, þar sem að konur í verkalýðsstétt hafa alla jafna ekki laun vegna barnsburðar nema í 10 til 14 daga og sumar alls engin, meðan konur sem vinna hjá ríki og bæ hafa allt að þriggja mánaða orlof við barnsburð á fullum launum. Verkalýðshreyfingin hefur reynt að leiðrétta þetta misræmi í frjálsum samningum við atvinnurekendur, en ekki komist lengra en raun ber vitni. Hugmynd um að fá þessu framgengt með lögum frá Alþingi átti Margrét Sigurðardóttir, og hún flutti einmitt frumvarp um þetta mál, er hún sat á þingi fyrir sósíalista 1960. A fyrrnefndri ráðstefnu var þetta raál vakið upp, og þar eð ég, sem þessar línur rita, sat einmitt á Alþingi þá, sem varamaður Jónasar Arnasonar, flutti ég þingsályktunartillögu þess efnis, að ríkisstjórninni yrði falið að gera þær breytingar á lögum um almannatryggingar, að þar verði öllum konum tryggð þessi réttindi, en tryggingarnar inn- heimti þau hjá atvinnurekendum. Ég lagði til, að þessar álögur skuli leggja á alla atvinnurekendur jafnt, líka þá, sem hafa eingöngu karla í vinnu, því væntanlega eiga þeir börnin líka, þó þeir þurfi ekki að öllu jöfnu að leggja niður vinnu vegna barnsburðarins. Ef að þessi skattur verður lagður á öll fyrir- tæki.held ég, að hann verði ekki tilfinnanlegur fyrir atvinnurekendur. I skýrslu frá Kjararannsóknarrefnd, þar er allt tíundað, sem atvinnurekendur greiða og þeir kalla launatengd gjöld, eða álögur á kauptaxta. Alögur á kauptaxta Iðju hér í Reykjavík vegna fæðingarorlofs kvenna er eftir þessari skýrslu 2o aurar á klukkustund. Það virðist ekki vera mjög tilfinnanlegt, ef miðað er við það, sem atvinnurekendur greiða til Félags Isl. iðnrekenda sem álögur á laun verkafólks, en það eru 2.56 kr. á klst. Þessi þingsályktunartillaga mín var send til Heilbrigðis- og tryggingamálanefndar Alþingis, en þaðan hefur hún ekki verið afgreidd, þegar þetta er skrifað. Fyrir nokkrum dögum flutti Ragnhildur Helgadóttir ásamt nokkrum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum á Alþingi, frumvarp til laga um fæðingarorlof kvenna. Þar er lagt til að Atvinnuleysistryggingasjóður skuli greiða þetta orlof, sem sagt konurnar sjálf ar, en ekki atvinnurekendur. Barnsburður skuli heyra undir atvinnuleysi kvenna Enn ein viðurkenning á störfum kvenna.' Nú skulu þær lifa á atvinnuleysisbótum, meðan þær annast börn sfn fyrstu daga lífs þeirra. Það er ekki nema við hátíðleg tækifæri, sem starf móður er einhvers metið og því lyft upp í æðra veldi. Enda eru konur, sem aðeins vinna heima, stimplaðar í opinberum hagskýrslum með öryrkjum og öldruðum, sem OVIRKUR STARFSKRAFTUR í þjóðar- búinu. lœr leggja ekkert af mörkumT Atvinnuleysistryggingasjóður var stofnaður með lögum 1955, eftir verkfall, þar sem verkafólk gaf eftir af kaupi sínu til þess að geta stofnað þennan sjóð, til verndar sér og sínum á atvinnu- leysistímum. Hann er því skýlaus eign verkafólks I fyrra var ákveðið með lögum, að hann skyldi greiða hluta af tekjutryggingu þeirri, sem um var samið til handa verkafólki, sem vinnur í frystihúsum, og þá að stærsta hluta til kvenna. Þannig virðist eiga að aðstoða atvinnurekendur, til að seilast f þennan sjóð verkafólks, til að standa undir þeim skyldum, sem þeim ber að rækja gagnvart starfsfólki sfnu, þeim skyldum, sem þeir hafa þó viðurkennt, að þeim beri að standa undir. Næsta skref gæti orðið að atvinnuleysistrygginga- sjóður yrði með lögum látinn greiða allt orlof. frh.bls. 12

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.