Forvitin rauð - 01.05.1975, Blaðsíða 15

Forvitin rauð - 01.05.1975, Blaðsíða 15
15 Hildur Hákonardóttir BROT XJR IÐNSÖGU I8na3ur & Islandi er ekkert 20. aldar fyrir- brigði. 1 dag er langstærstur hluti út- flutningsins fiskur og fiskafurSir og aðrar iðnaðarvörur aðeins lítið brot, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Þegar fólk settist hér að var engin stemning fyrir þv£ að lifa af landinu eingöngu eins og nébúar' okkar á Graanlandi gerðu. Við stóðum frá upphafi í siglingum og keyptum eriendis frá þær vörur, sem við höfðum vanist og vildum ekki vera án. En til þess að geta keypt þarf að geta selt. Fiskveiðar voru þá ekki stundaðar hér að neinu marki og þóttu heldur ómerkilegur atvinnuvegur. Ullariðnaðurinn varð ofaná sem útflutnings- iðnaður og vaðmál helsti gjaldmiðill. Auk vaðmálsins fórum við í kápubransann. Ekki voru þetta kápur eins og við þekkjum þær, heldur ofnar slár með lausum ullarlögðum, sem smeygt var £ vefinn eftir vissum kúnst- arinnar reglum, nokkurs konur skinnfeldur að sjá, en miklu léttari. Nút£ma-barnabarn þessara felda er rýjateppið. Ofið var £ kljá- steinavefstöðum, þar sem standa varð við vinn- una og s£fellt að slá vefinn upp fyrir sig með löngum hvalbeinsskeiðum, spunnið var á snældur. Aðeins konur ófu og er þarna nokkur skýring á þv£ hvað þær voru að sýsla alla þjóðveldisöldina. Um kjör þessara iðnaðar- kvenna er l£tið vitað en ýmislegt bendir þó til að þau hafi verið viðunandi. A 12. öld fer hins vegar að syrta £ álinn með markaði. T£skan £ Evrópu hefur gjör- breyst við krossferðirnar og silkið og bóm- ullin leysa ullina af hólmi. Það er ekki vandalaust fyrir þjóð að standa uppi algerlega án markaða og þurfa þv£ að lokum að selja sjálfstæði sitt fyrir nokkra skipsfarma af innflutningsvörum. Upp úr þessum vandræðum fóru allir á sjóinn. á þjóðveldisöld voru þeir best settir, sem áttu miklar sauðfjár- jarðir £ inndölum og það varð heldur en ekki róstusamt þegar menn fóru að seilast eftir aðstöðu til að stunda hina nýju fram- leiðslugrein, önnur stórbýli risu upp við sjávarsfðuna þar sem fiskimið voru góð. Lfklega hafa það verið enskir skútukarlar, sem kenndu okkur að prjóna og það var ekki fyrr en eftir siðaskipti. Með prjónaskapnum hefst annað t£mabilið £ iðnsögu okkar. Við seldum duggurum prjónles alveg eins og við gátum.þangað til danir hertu svo á verslun- arhöftunum að það var orðið allt að þv£ l£fshættulegt. Prjónaiðnaðurinn gekk aldrei vel. Kauptaxti einokunarverslunarinnar var svo lágur að hann náði ekki helmingi fram- leiðsluverðs þótt reiknað væri með kvenna- kaupi eingöngu. Varan þótti afleit, enda höfðum við engin tök á þvf að kynna okkur hvað gekk erlendis og gripum til þess óyndis- úrræðis að vinna það upp með magni sem vant- aði á gæðin. Kaupmennirnir vildu helst ekki taka við prjónlesinu en £ mörgum sveitum var erfitt að stunda sjóinn og þetta helsta úrræðið til að afla gjaldmiðils, vinnufólk- ið var fastráðið allt árið og bændur reyndu

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.