Forvitin rauð - 01.05.1975, Page 20

Forvitin rauð - 01.05.1975, Page 20
20 SAGA AF BORGARI OG FJÖLSKYLDU HANS HllnAgnarsdóHir l.þáttur. Borgar á konu og 5 böm. Konan hans er gift honum og allir tala um bömin hennar eins og þau væru föburlaus aumingjamir. Borgar er hinn almenni borgari. Hann er Borgarsson. Foreldr- um hans hugkvæmdist ekki ab skfra hann annaö en Borgar, af þvf ab hann var yngstur af 7 bræörum. Kona Borgars er kelling. Hún var svo óheppin að eignast 4 slysabörn. Hið fyrsta þótti sjálfs- sagöur hlutur. Hin 4 fá stundum aö heyra þaö aö þau heföu alls ekki átt aö veröa til. Elsta bamiö, dóttir heitir Borgþóra í höfuöiö á ömmu og afa. íiæst elsta, sonur, heitir Borgþór í höfuöiö á ömmu og afa. Þriöja elsta bamiö heitir Þóra Borg f höfuöiö á ömmu og afa, þaö fjóröa heit- ir Þórborg f höfuöiö á ömmu og afa, en þaö yngsta, sonur, heitir Borgar f höfuöiö á fööur sfnum. Nú hefur móðir þessara borg-eitthvað látið taka sig úr sambandi, svo fleiri veröa bömin aö öllum lfkindum ekki. Mikiö hljóta nú allir f fjölskyld- unni að vera ánægðir, þegar búið er að leysa fjölgunarvandamál móðurinnar á þennan dásemdar hátt. 2.þáttur. En þetta skeði fyrir tíð Kennedy's. Þegar Borgþóra var 15 ára varö hún ófrfsk. Hún þekkti ekki bams- fööurinn. Hún mundi eftir þvf aö hann haföi spurt hana hvort allt væri ekki f lagi og hún haföi auövitaö svaraö þvf Játandi, hvaö gat svo sem ekki veriö f lagi, þaö geröu þetta allir, aö vfsu meö misjöfnum árangrt og margs konar afleiöingum, en þaö gat varla hent Borgþóru f fyrsta skipti sem hún geröi þaö, svo hún bara geröi þaö, óhrædd viö allar afleiöingar, þar til litla hnátan hennar fæddist. Foreldrar hennar uröu auövitaö dálftiö hvumsa viö þegar þau vissu um ástand Borgþóru, en þau voru jafn ráðalaus og dóttir þeirra, umluðu eitthvaö um aö stúlkur ættu aö gæta sfn, þvf þær gætu oröiö vanfærar, hvemig sem þaö nú gerðist, þaö fékk Borgþóra ekki aö vita f bráö. En nú er öldin önnur. Núna er Borgþóra vesalingurinn farin aö heiman og hún vinnur á saumastofu og hún veit ekkert f sinn haus, nema að Klúbburinn er f austur og maður tekur leiö 4 þangaö og aö síminn á Hreyfli er 85522 og rússneskt vodka er alltaf að hækka eins og Vogue sokkabuxumar. 3. áttur. Borgþór hefur alltaf veriö eitthvaö skrftinn. Hann nennir engu nema að sofa og ráfa um. Borgar faðir hans hefur margoft sagt honum að þaö borgaöi sig ekki aö gera ekki neitt, þaö borg- aði sig miklu betur að gera eitthvað, - þéna. En aumingja Borgþór er lftiö menntaöur og þaö er atvinnuleysi f bænum og enginn kærir sig um aö aðstoöa Borgþór f vandræöum hans. Móöir hans er ef til vill eina manneskjan sem sinnir honum að einhverju marki. Hún heldur áfram að þvo af honum fötin, þrffa f kringum hann, losa öskubakk- ann f herbergi hans, færa honum skilaboð, hún næstum þvf matar hann. Hann aumingjans greyiö getur ekkert gert af þvf. Honum finnst heldur ekkert athugavert viö framferöi móöur sinnar, honum hefur aldrei dottiö f hug aö eitthvað gæti veriö athugavert viö hana, hún kom bara á hverjum degi, snurfusaöi, stundi þegar hún beygöi 3ig eftir skftugum sokkum eöa nærbuxum undir dívaninn hans, sagði ekki orð, opnaði gluggann, gekk í átt að dyrunum og hvarf út um þær. Fjölskylda Borgþórs tekur nærri sér aö Borgþór á ekki glæsta framtfð. 4. þáttur. I gær gifti Borgþóra sig. Hún kynntist honum f Klúbbnum fyrir þremur mánuðum sföan. Hún á von á bami. Húri mun örugglega ekki liggja á liöi sfnu viö aö framleiða nokkur slysaböm, ef þeim hjónum tekst ekki aö halda hvort ööru f hæfilegri fjarlægð á svokölluöu hættulega tfmabili. Maöur- inn hennar vill ekki aö hún noti pilluna, þvf hún veröur svo uppstökk af henni og hann fær ekki eins góöa fullnægingu þegar hann notar smokk- inn. 5. þáttur. £n Þóra Borg er áhugaverð. Hún fæddist líka með fæturna fyrst Hún er löngu, löngu farin úr hreiörinu. Fullgeng, fullfleyg og fullsynd æöir hún hún um tilveruna. Ekkert á þessum stresshnetti kemur henni á óvart eða ókunnuglega fyrir sjónir. Hún er meðalstúlka á hæö, raeöalstúlka á lfkama, gædd pfnulitlu meiru en meöalgáfum aö sögn gáfna- fróöra. Hún er meö græn augu og hvfta húö, en dökkrautt hár. Hún hefur hvassan svip og brúnar samanherptar varir. Hún þykir athyglisverö. Sumir álfta hana hrokafulla og tilgeröarlega, en maöur

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.