Forvitin rauð - 01.03.1980, Síða 9

Forvitin rauð - 01.03.1980, Síða 9
 \ Mig langar svo til aó líkjast Marilyn Monroe. Ég tileinka mér heimskulegt en tælandi augnaráö undir fölsku augnhárunum mínum og bros mitt er fullt af sætleik og spillingu Ég verð að muna að Marilyn Monroe kom andrúmsloftinu til að titra af kynæsingu Marilyn Monroe var lifandi, holdi klæddur draumur Marilyn Monroe var taugasjúklingur Marilyn Monroe át pillur í óhófi Marilyn Monroe var vel snyrt Marilyn Monroe drakk of mikið Marilyn Monroe var ein stór bón um að fólk væri henni gott Marilyn Monroe varó ástfangin af þeim sem hún skoðaói sem feóur Marilyn Monroe var ljóshærð Marilyn Monroe notaði Chanel Nr. 5 Marilyn Monroe var ein vinsælasta kvikmyndastjarnan Marilyn Monroe var afar óhamingjusöm sem manneskja Marilyn Monroe var engill Ég vil helst vera engill Ég set upp hiö blíóasta madonnuandlit varlega og hreinsa minn innri mann af öllu ókvenlegu Ég veró að muna að ég ætla ekki framar aó verða árásargjörn ég ætla ekki framar að vera kvikindisleg eg ætla aldrei framar aó vera háðsk ég ætla ekki framar á fyllirí ég ætla ekki framar að borða of mikið ég ætla ekki framar aö hata tilhugsunina um að eignast börn ég ætla ekki framar að vera hrokafull ég ætla ekki framar að tala of hátt ég ætla ekki framar aó vera andfélagsleg ég ætla ekki framar að baktala þá sem ég hata ég ætla alls ekki að hata framar ég ætia ekki framar að þjást af sjálfsmeðaumkvun ég ætla ekki framar aó halda framhjá ég ætla ekki framar að vera þunglynd ég ætla ekki framar að vera löt ég ætla ekki framar að vera eigingjörn nei - það vil ég ekki Þvertámóti ætla ég aó vera upphafin, róleg og full af kvenlegum yndisþokka tilbúin til að vera alltaf að hjálpa náunganum hlédræg og lamb blíó eins móðurleg innileg hrífandi sterk líkamlega viðkvæm einsog lilja taka þátt í öllu tilfinningarík heilsteyptur persónuleiki með markmió og kvenlegum yndisþokka Eg er svo glöó aö ég á mínar hugsjónir og satt best aö segja hvaó væri maður eiginlega án þeirra? Eftir Jette Andersen Dagný Kristjánsdóttir sneri.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.