Alþýðublaðið - 15.04.1958, Side 5
Þriðjudagur 15. apríl 1958.
Alþýðublaðið
Sunnudagur.
---------MIG VARÐAR
ekkert um, hvað aðrir segja,
háir eða lágir, helgir eða
heiðnir, mér finnst útvarps-
dagskráin um páskana yfir-
leitt hundleiðinleg, og mér
hefur fundizt þetta í mörg ár.
Dagskráin er alltof þung, há-
stemmd og alvarleg. Páskarn-
ir eru nú einu sinni gleðihá-
tíð, eða er það ekki, vorhátíð,
vonrlhátíð? Hvað á þá allur
þessi yfirmáta hátíðleiki að
þýða? Má ekki vera svolítið
létt yfir kirkjuhátíðum líka?
Kirkjan er dauðadæmd, ef
hún á sér enga gleði, æskan
gengur aldrei til móts við
hana nema svolítil kátína sé
með í leik.
Ég vil segja það hér, og það
getur hver tekið það eins og
vill, að mér finnst allur þessi
hátíðleiki í útvarpinu vitna
um skinhelgi. Og skinhelgi er
alltaf leiðinleg, í hverju sem
hún birtist. Satt að segja veit
ég ekki, hver óskar eftir öll-
um þessum hátíðleik, flestir
eru orðnar þreyttir á þessari
löngu hátíð um háannatím-
ann, þótt ekki sé verið að
þyngja hana með misskilinni
og hástemmdri andakt í út-
varpinu.
Mánudagur.
} —- -—■ — Það va.r víða unnið
í dag, þótt annar í páskum
væri, leit helzt út fvrir, að
menn væru orðnir hálfþreytt-
ir á helgidögunum. Enda kom
nú páskahrota af fiski. Það
hefur oft verið mikið að gera
um þetta leyti í verstöðvum.
Um þetta vorum við að ræða,
tveir gamlir félagar er við fór
; um í smágönguför í dag. Hann
sagði mér þessa sögu:
,„AIdrei hef ég unnið meira
en eitt sinn laugardaginn fyrir
páska. Þá var ég um ferm-
íngu. Það hlýtur að hafa ver-
] íð árið 1934. Ég vann þá á eyr-
inni. Við þyrjuðum á föstu-
daginn langa, unnum tvo tíma
um kvöldið við að tdarga nýj-
; um fiski af togaradekki frá
: skemmdum.
j Síðan byrjuðum við kl. 4 um
nóttina og unnum allan dag-
inn til klukkan 3 á páskadags
nótt, fengum aðeins kaffi- og
matarhlé. Ég man ekki, hvað
við losuðum marga togara.
Svona hrota var fátíð á þeim
tímum, þegar atvinnuleysi var
hin reidda skálm. Ég vár svo
þreyttur, þegar ég labbaði
heim um nóttina, að ég vissi
naumast í þennan heim né
annan. Samt höfðu stórkostleg
: ar fréttir breiðzt út meðal okk
ar, er við komum upp úr tog-
aralestinni: Það var eldur í
Vatnajökli. Menn gátu séð
mökkinn, ef þeir fóru upp í
bæinn. Veðrið var himneskt,
logn og ljúflings blíða. En ég
! orkaði ekki að fara upp eftir
og horfa á hina tignarlegu
sjón. Ég settist niður, reyndi
lengi að herða mig upp, en ég
treystist ekki að vaka lengur
! pg sízt að ganga upp í móti.
Ég drattaðist því he,im og lét
eldgos og stórfenglega sýn
eiga sig. Ég sá mikið eftir
þessu, þegar farið var að
segja mér frá stórmerkjunum,
sem á himninum sáust. En
stundum síðar hefur mér fund
izt þetta getuleysi mitt til að
sjá og skoða merkin um trölls-
legar hamfarir náttúrunnar
þessa ljúfu páskanótt, svo ægi
fagrar og tignarlegar sem þau
voru, vera táknrænt fyrir líf
og stríð fólks á þessum árum,
ekkert umfram frumþarfir
var leyfilegt né mögulegt.
Væri ég skáld, skyldi ég semja
um þetta skáldverki.,,
Þriðjudagúr.
-----— Sérfræðingur minn
í heimspólitíkinni, Kalli var
á kvistinum, var harla reifur
í kvöld. Hann sagði, að sér lík
aði vel við Eisenhower núna.
Svona ætti að taka Krústjov,
senda honum bara óskorun á
móti áskorun, segja skák við
skák. „Bara þeir létu þá
eystra ekki alltaf skáka fyrst,
þetta eru allt saman leik-
brögð, hvort sem er. Og eins
og ég hef sagt við þig áður,
það gerir ekkert til, þótt. þeir
,,stóru“ kastist á bréfum, þeir
gera þá ekki annað verra á
meðan. „Skák“ Eisenhowers
„engin kjarnakleif efni nema
til þarfa“ var sem sagt góð.
Vonandi segir hann „skák“
bráðum aftur, því að vissast
sendir Krústjov sína „skák“
út um víða veröld. Hann vígð
ur varla eftirbátur Bulganins
í því.“
MiSvikudagur.
--------Góður vinur minn
kom að máli við mig í dag og
hafði ýmislegt að segja um
háttalag pólitíkusanna al-
mennt. „Ég er enginn pólitík-
us, ekki einu sinni flokksbund
inn, en hvað heldurðu, að sagt
hefði verið um sveitabónda
hér áður fyrr, ef hann hefði
hlaupið til útlanda, þegar
hann þurfti að ráða fram úr
. vandamálunum í sambandi
við bú sitt. Ferðalag fjárveit-
inganefnd minnir á þetta.
Þarna hendast þeir bara suð-
ur á Kaprí, þegar þjóðin stend
Ur á öndinni að fá að vita
hvern.ig á að reka þjóðarbúið.
Mér finnst þetta táknrænt fyr
ir allt okkar æði í þessu landi
á síðustu árum. Vandamál
þjóðarinnar eru ekki stórvægi
leg, ef persónuleg hugðarefni
eru annars vegar, og í þessum
efnum eru allir undir sömu
sökina seldir. Svo er verið að
álasa almenningi fyrir gálaus
legan lifnað, En eftir höfðinu
dansa limirnir. Mér er sama,
hver borgar svona hópferð
ráðamanna um fjármál, það
virðist nú vera aðalspurning
dagsins, — auðvitað hlýtur
þjóðin að þorga í einhverri
mynd.“
Ég reyndi að malda í mó-
inn, sagði, að þeim hefði víst
ekki ver.ið vanþörf á smáveg-
is upplyftingu, blessuðum köll
unum, en ég komst ekki upp
með moðreyk. Vinur minn
var með ákafasta móti í þetta
sinn. Ég sel þetta ekki dýrara
en ég keyti. Nú er móðins að
finna alls konar tákn í öllu
æð,i manna. Er þetta kannski
táknrænt fyrir þjóðlífið í
heild — eða mas vinar míns
bara venjulegt nöldur?“
Fimmtudagur.
— —- — Það var allfjöl-
mennt á fundinum um manns
sálina í Gamla bíó. En kunn-
ingi minn, sem sat hjá mér
vákti athygli mína á því, hve
fátt æskufólk væri í salnum.
Þetta gaf tilefni til nokkurra
umþenkinga.
Sannléikurinn er líklega sá,
að æskufólk er ekki verulega
stjórnmálalega sinnað nú á
dögum. Annað atriði þarf líka
umhugsunar við. Við, sem
ekki erum eftirstríðskvnslóð,
gerum líklega mjög fávísleg-
ar kröfur til þess æskufólks,
sem vaxið er úr grasi eftir
styjöldina. Það finnur alls
ekki eins til og við hin,
skvnjar ekki eins, á sér allt
önnur brennandi spursmál, ef
það á sér þá nokkur brenn-
andi spursmál.
Við höldum endilega, að
unglingar þurfi að vita um at-
burði og söguleg hvörf, sem
hafði djúptæk áhrif á okkur.
En getum við ætlazt til þess?
Er ekki mat okkar á eftir-
stríðskynslóðinni allt gert með
rangri og misskilinni mæli-
stiku? Hvers vegna skyldi hún
hugsa eins og við, okkar and-
lega reynsla vera hennar lífs-
spursmál? Vafalaust er ekki
sanngjarnt að ætlast til þess.
Ég hef orðið þess var að ártal,
sem fólk á mínu reki telur
lýsandi stólpa í þjóðarsögunni
af því að við lifðum það og
fundum þýðingu þess í lífi okk
ar, og snerti ekki unglinga og
skiptir engu máli fvrir þá.
Svon-a er þetta. Hver kynslóð
á sín vandamál, og við getum
sennilega verið þakklát fyrir,
að nýja kvnslóðin þarf ekki að
burðast með okkar reynslu,
þótt okkur þyki það stundum
sárt.
Föstudagur.
-----— Ég var glaður, þeg-
ar ég fór úr Þjóðleikhúsinu í
kvöld. í fyrsta sinn er þar sýn
ing á íslenzku nýtízku drama,
sem samið er fyrir það og
sennilega vegna þess, að það
er til. Agnar Þórðarson á þakk
ir skildar fyrir að takast
svona alvarlega á við leik-
rítsformið, af fullri einbeit-
ingu, í leit og gagnrýni, eins
og listamanni sæmir. Gauks-
klukkan spáir góðu. Agnar
hefur ef ég man rétt, sagt ein-
hvern tíma í viðtali, að hing-
að til hafi íslenzka leikrita-
höfunda fyrst og fremst skort
úthald. Mér sýnist hann ætla
að hafa þetta úthald, sem
nauðsynlegt er. Vinnubrögðin
eru fyrir öllu, ef nokkur neisti
er til.
Ég kunni leikendum vel. Ef
til vill mætti segja, að vin-
irnir ungu væru ekki leiknir
eftir fyllstu kröfum, en Helgi
óx með hlutverkinu og Bene-
dikt hefur ekki áður gert
betur. Og gleðilegt var,
að tveir ungliðar fengu a<5
spreyta sig á þessu tíma-
mótaverki. Hin eldri voru
góð, og leikstjórnin prýðileg.
Vilji menn sjá fínan, nákværa
an og ,,kúltiveraðan“ leik í
litlu hlutverki, er það leikux
Arndísar í hlutverki móðui-
innar. Höfundur hefur sjálf-
sagt stundum verið í vafa.
hvort persónan ætti að vera
með, en Arndís fann hlutverk
inu prýðilegan stað.
Laugardagur.
--------Vinur, minn, kenn-
arinn, sagði mér þessa sögu
yfir miðdegiskaffinu í dag:
„Það er alltaf verið að fár-
ast yfir, hvað skólaæskau
kunni lítið eftir alla skólaset-
una. Vafalaust er það rétt. Eu
vita menntamenn það, ser.u
æskan veit? Ég rak mig held-
ur illilega á um daginn. Ég
spurði um ákveðinn atburð í
íslandssögunni í unglinga-
bekk. Enginn vissi, hvenær
hann var eða hvað gildi hana
hafði. Mér fannst það hneisa.
Ég skammaðist hálfpartinn.
Upp úr því fórum við að ræða
um, hvað þau vissu eiginlega
í bekknum? Ég reið þar ekki
feitum hesti frá, skal ég segja
þér. Þau spurðu um margt,
sem ég hafði ekki hugmynd
um. Vissi ég t.d., hvort Gina
Lollobrigida hefði eignaz.t
dreng eða telpu í fyrra? Vissi
ég, hvað skellinaðra evddi
rniklu? Vissi ég, hver væii
methafinn í 100 m skriðsundi,
og Hvért metið væri? Vissi ég
hver hefði hlaupið harðast í
heiminum í ár? Vissi ég, hvoi t
Volkswagen yrði eins í ár og
í fyrra? Vissi ég, hvað Aúdrey
Hepburn væri gömul?
Svona riðu spurningarnar á
mér. Og ég spyr: Veizt þú það,
sem þessir unglingar vita upp
á hár?“
12,—4,—’58.
Vöggur. -
( Utan úr heimi )
ENGINN getur verið í minnsta
vafa um að það er um hreinan
áróður að ræða þegar Rússar
tilkynna að þeir hafi stöðvað
allar tilraunir með kjarnorku-
vopn. Sem framlag til afvopn-
unar og til þess að draga úr
viðsjám i heiminum er þessi
tilkynning þeirra því einskis
virði.
Áður en sjálf tilkynningin
var opinþer ger var boðað að
hún væri væntanleg og var frá
því sagt í símskeytum frá
Moskvu. Mátti því segja að hún
lægi í loftinu. Ao unanförnu
höfðu þá staðið yfir sífelldar
kjarnorkutilraunir í Sovétveld
unum. Állt var því undir það
búið að slá um sig svo um mun
aði. Bandaríkjamenn eru hins
vegar í þann veginn að hefja
árlegar kjarnorkutilraunír sín-
ar. Og Rússar voru ekki seinir
á sér að grípa áróðurstækifærið,
án þess þó að skuldbinda sig á
nokkurn hátt. Um leið og þeir
hafa lokið undirbúningi að nýj
um kjarnorkutilraunum þurfa
þeir ekki annars við en ásaka
aðra um að þeir hafi ekki hald
ið samkomulagið. Gromyko ut-
anríkisráðherra tók það meira
að segja skýrt fram. Rússar
þurfa því ekki lengi að fresta
kjarnorkutilraunum sínum þeg
ar þeir hafa gengið frá öllum
undirbúningi.
Þessi einhliða yfirlýsing
Rússa verður þá fyrst skilin
þegar itillit er tekið til þess að
Rússar hafa slitið þátttöku í af-
vopnunarnéfnd Sameinuðú
þjóðanna í bili. Vesturveldih
hafa stungið upp á því að kjárn
orkutilraunir verði stöðvaðar
um leið og hætt verði fram-
leiðslu kjarnkleyfs efnis til
hernaðarþarfa, en eftirlitsstofn-
un se^t á laggirnar er sæi um
að samningar yrðu haldnir svo
báðir aðilar gætu talið sig ör-
ugga. Þessi tillaga var sam-
bykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta á þingi Sameinuðu þjóð-
anna en kommúnistafulltrúarn
ir greiddu einir atkvæði gegn
henni. En Sovétfulltrúarnir
létu sér það ekki nægja heldur
neituðu þeir og áframhaldandi
þátttöku í afvopnunarnefnd
Sameinuðu þjóðanna. Þeir neita
enn að taka þátt í störfum
nefndarinnar og það eins þótt
orðið hafi verið við þeirri
kröfu þeirra að fjölga nefndar-
fulltrúum.
Að vísu var ekki orðið við
þeirri meiningarlausu kröfu
Iþeirra að sérhver af Sameinuðu
þjóðunum skvldi eiga fulltrúa
Inf.l-
rði|;t
í nefndinni, en fulltrúar Iú
lánds og Júgóslavíu börði)
fyrir þeirri málamiðlunartil-
lögu að fulltrúum skyldi fjölg-
að í 25, og er því ekki um nein.
brögð að ræða í því sambandi
af hálfu andstæðinga kommún-
ista. Samt sem áður neita Rúss-
ar að vinna að afvopnunarmál-
unum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Ef það er einlægni
Gromyko að hann vilji láta
stöðva framleiðslu kjarnorku-
vopna ber honum því að sýna
það og taka upp aftur samvinmi
í afvopnunarnefnd Sameinuðn
þjóðanna.
Vitanlega er áróður meira og
minna saman við utanríkispóli-
tík allra ríkja, og margir munu
segja áém -svo að þetta áróðurs-
bragð Rússa sé að minnsta kosti
meinlaust. En það er þó ekfci
með öllu rétt afstaða. Það get-
ur alltaf orðið. til tjóns ef eitt-
hvert ríki hágnýtir sér aðeins
áróðursleiðina í utanríkismál-
um, Þegar Bandaríkjamenn era
svo tortryggnir gagnvart fupdi
æðst.u manna er það vegna þess
að þeir kvíða því að Rússar
muni ganga þar á áróðurslagið,
og Khrustjov aðeins nota fund-
Framhald á 9. síðú.uJ